Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1966, Síða 69

Íþróttablaðið - 01.02.1966, Síða 69
MONIXIING AXEL LUNDQVIST framkvæmdastjóri D.I.F. Hinn 16. jan. s.l. lézt í Kaup- mannahöfn, Axel Lundqvist, fram- kvæmdastjóri danska Iþróttasam- bandsins, 63 ára að aldri. Axel Lundqvist var lögfræðingur að menntun, starfaði lengi sem skrif- stofustjóri í danska fjármálaráðu- neytinu, en réðist sem framkvæmda- Árið 1965 var að ýmsu leyti merk- isár í sögu körfuknattleiks á Islandi. 1 ársbyrjun lauk landsliðið vel- heppnaðri keppnisför um Bandaríkin og Kanada, Islandsmótið var vel heppnað og meiri þátttaka frá liðum utan af landi, heldur en nokkru sinni fyrr. Bikarkeppni KKl tókst betur held- ur en nokkurn hafði þorað að láta sig dreyma um og vaxandi áhugi fyr- ir körfuknattleik víðsvegar um land- ið, spáir góðu fyrir framtíðina. Körfuknattleikskeppnin á Lands- móti UMFÍ að Laugarvatni, sannaði að hægt er láta körfuknattleiksmót fara fram utanhúss yfir sumarmán- uðina og sú ákvörðun UMFl, að taka körfuknattleik upp, sem keppnisgrein stjóri til danska Iþróttasambandsins árið 1947 og vann þar sem slíkur til dauðadags. Axel Lundqvist var mjög geðþekk- ur maður og fær í starfi, hann hafði mikil og góð samskipti við íslenzku íþróttasamtökin, lagði sig allan fram í að greiða götu þeirra fjölda Islendinga, sem heimsóttu hann í aðalbækistöðvar danska Iþróttasam- bandsins í Vester-Voldgade 11 í Kaupmannahöfn. Til Islands kom Axel Lundqvist þrisvar sinnum. Fyrst árið 1953, þegar hér var haldin ráðstefna ríkis- íþróttasambandanna á Norðurlönd- um. í annað sinn kom hann hér árið 1955, þá á heimleið frá heimsókn til íþróttasamtaka á Grænlandi og svo nú í sumar kom hann hér í þriðja sinn og þá með konu sinni. Var hann þá hér á ráðstefnu ríkis-íþróttasam- banda Norðurlanda, sem haldin var í Reykjavík, 18.—20. júní 1965. Árið 1962 var Axel Lundqvist sæmdur heiðursorðu ÍSl í tilefni af 60 ára afmæli hans. Með Axel Lundqvist er fallinn í valinn góður maður og gegn. Munu íslenzk íþróttasamtök ávallt minnast hans með þakklæti og virðingu, sem einlægs vinar Islands. á landsmótum, mun gefa íþróttinni byr undir báða vængi. Vaxandi áhugi fyrir knattþrautum KKl hjá ungu kynslóðinni sýnir að þar er mikill og óplægður akur fyrir íþróttakennara og félagsþjálfara. Svokallaður „Mini-Basket“ fyrir börn á aldrinum 8 til 12 ára breiðist nú óðfluga út um Evrópu. Mun stjórn KKl á þessu ári kynna sér þessar sérreglur og kynna þær fyrir næsta vetur, ef ástæður leyfa. Reglur um knattþrautir voru end- urskoðaðar og sama máli gegnir um körfuknattleiksreglurnar sjálfar, en talsverðar breytingar voru samþykkt ar á þeim í Tokyo. Reglu þessar koma væntanlega úr prentun skömmu eftir áramót. ISl bendir öllum sérsambönd- um, héraðssamböndum, skólum og einstaklingum þeim, er vilja fylgjast með fræðslurita-útgáfu ISl á, að ritin fást í Iþróttamið- stöðinni, hjá ISl og eru send hvert á land sem óskað er gegn póstkröfu. Rit þau, sem út eru komin eru þessi: 1. Við mælum kraft, mýkt og fjaðurmagn kr. 25,00. 2. Leiðbeiningar um íþrótta- og ungmennafélaga kr. 25.00. 3. Iþróttaleiðbeinandinn kr. 25.00 4. Nútíma þjálfun kr. 50.00. Spurningar og svör um íþróttamál. Fræðsluráð ISl hefur ákveðið að hef ja þátt í Iþróttablaðinu sem heitir „Spurningar og svör um íþróttamál". Iþróttakennarar, leiðbeinendur og stjórnendur íþróttamála, einn- ig einstaklingar, sem óska úr- lausnar hugðarefna, geta sent fræðsluráði ISl fyrirspurnir og munu þeir fá svör í þættinum „Spurningar og svör um íþrótta- 1mál“ eftir þvi sem við verður komið. Spurningarnar þurfa að berast Ívélritaðar og undir fullu nafni. Þær munu síðan birtar ásamt svari í Iþróttablaðinu. Nöfn spyrjenda verða ekki birt, ef óskað er. Fyrsta heimsókn erlends körfu- knattleiksliðs á vegum KKl og jafn- framt fyrsti körfuknattleikurinn I íþróttahöllinni, svo og undirbúning- ur fjögurra landsleikja í Reykjavík í janúar 1966 markar tímamót I milli- ríkjaviðskiptum okkar I körfuknatt- leik. Fram að þessu hafa allir okkar landsleikir verið háðir á erlendri grund. Körfuknattleiksmenn líta björtum augum á framtiðina við þessi áramót, aukin grózka I körfuknattleik víðs- vegar um landsbyggðina og bættar aðstæður fyrir heimsóknir erlendra liða með tilkomu íþróttahallarinnar gera möguleg aukin viðskipti við er- lendar þjóðir. 69

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.