Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 9

Íþróttablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 9
„SMELLTI KOSSI Á VANGA MINN" legaogsmellti kossi á vanga minn. Eg get ekki lýst léttinum sem ég upplifði vegna þessara viðbragða hjá bróður mínum því ég var mjög hræddur um að hann hefði skaddastá höfði. Þessi koss sagði mér að þó svo að hann gæti ekkertsagt þá vissi hann af mér." Svanur var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi en það kom fljótlega í Ijós að hann var það alvarlega slasaður á hrygg að nauðsynlegt reyndist að flytja hann með þyrlu á Borgarspítal- ann í Reykjavík. EKKI BITUR „Þröstur hefur sagt mér frá þessum viðbrögðum mínum á stéttinni," seg- ir Svanur, „en ég man ekkert eftir þessu frekar en öðru er varðar slys- ið." Eftir mikla og velheppnaða skurð- aðgerð á Borgarspítalanum hófst nærri sjö mánaða þjálfun á Endur- hæfingadeilinni að Grensási. Svanur lá um tveggja vikna skeið á sjúkra- húsinu og hófst þjálfunin reyndar þar. „Það er nú svolítil saga tengd því þegar hið stórkostlega hjúkrunarfólk á spítalanum var að undirbúa það að reisa mig upp. Utbúa þurfti einskonar bol úr styrktu plasti utan um mig en þar sem hver hreyfing var mjög sárs- aukafull voru góð ráð dýr." Svanur skellir uppúr við endurminninguna. „Það kom sér vel þarna hve líkir við bræður erum vegna þess að bolurinn var aldrei útbúinn á mig heldur á Þröst en hann passaði á mig eins og sniðinn." Að lamast í hvaða mæli sem er hlýturað vera mikiðáfall. Fann Svan- ur aldrei fyrir biturleika yfir því hvernig komið var? „Nei ég fann aldrei fyrir slíkum tilfinningum," svarar hann um hæl. „Að sjálfsögðu fannst mér hálf-ótrúlegt að vera kom- inn í þessa aðstöðu en ég fékk svo mikinn stuðning og hvatningu strax í upphafi að uppgjöf hvarflaði ekki að mér." Hann segist telja að það sem gildi við svona aðstæður sé að viður- kenna strax hvað hafi gerst og reyna síðan að takast á við nýjar aðstæður af öllum mætti. „Það er nú einu sinni svo að manni finnst að það, sem kemur fyrir aðra, komi ekki fyrir mann sjálfan en fyrr en varir stendur maður frammi fyrir þeim kringum- stæðum sem kollvarpa slíkum hug- myndum." Svanur situr hugsandi um stund og við horfum út á snæviþakta jörðina fyrir utan gluggann. „Ég lít á það sem lið í endurhæfingu minni að vera já- kvæður í hugsun en óneitanlega koma stundir þar sem ég finn fyrir vanmætti," segir hann. „Ég verð að viðurkenna að þó svo að mér hafi lánast strax í upphafi að horfast í augu við þetta allt með nokkru jafn- aðargeði komfyrirað égbugaðist eft- ir að ég kom heim." Svanur lítur al- varlega á blaðamann og bætir við að heimkoman hafi veriðsérsvolítiðerf- ið. Hann hafi skyndilega bugast og það hafi tekið hann nokkra daga að ná áttum á ný. Einnig hafi skírn fruni- burðarins, sonar sem fæddisttveimur vikum eftir slysið, verið sér töluvert átak. „Það þyrmdi yfir mig allt í einu og mérvarðöllum lokið. Þarnastóðmín frábæra eiginkona og hélt á syni okk- ar undir skírn. Ég fann fyrir mikilli hamingju en jafnframt bærðust í mér allskonar tilfinningar sem tengdust því hvernig komið var fyrir mér. í upphafi átti ég ekki von á því að bug- ast en ég býst við að slík viðbrögð séu bara hluti af mannlegu eðli og að ég hefði eiginlega átt að búast við því að tilfinningar sem þessar myndu brjót- ast upp á yfirborðið fyrr eða síðar." Hann bætir við að það komi ein- staka sinnum fyrir að hann finni fyrir ólgu innra með sér yfir því að vera háður hjólastól, til dæmis þegar þarf að moka snjó úr innkeyrslunni eða þegar bíllinn fer ekki í gang. „Allt eru þetta hlutir sem voru smámál áður en lenda nú á eiginkonu minni eða öðr- um," segir hann. í NÝJA HÚSIÐ FYRIR JÓL Um það leyti sem hin örlagaríka r~ Feðgarnir Svanur og Ari stunda líkamsrækt og sá stutti hjálpar pabba sínum í endurhæfingunni. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.