Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 8

Íþróttablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 8
„MAN EKKI EFTIR SLYSINU" meira eða minna mæli alla okkar æfi," segir hann. „Fyrst fimleika og frjálsar íþróttir, síðan sund. Það kom hins vegar að því þegar við vorum um það bil tíu ára gamlir að við urð- um að velja á milli þessara íþrótta- greina. Sundið varð fyrir valinu og ég hef ekki séð eftir því." Það kemur fram í máli Svansað þótt sundíþróttin sé erfið og á stundum nokkuð ein- manaleg veiti hún alhliða þjálfun sem sundmenn búi að alla ævi. „Það er staðreynd að sundið er einmana- leg íþrótt með tilliti til þess að áerfið- um sundæfingum og miklum vega- lengdum hefur maður engan að tala við nema sjálfan sig. Þegar maður er orðinn leiður á því þá syngur maður einfaldlega. Ég held að flestir sund- menn tali og söngli á miklum vega- lengdum." Þeir bræðurnir Svanur og Þröstur uppskáru árangur erfiðis síns og á ár- unum 1981 til 1986 voru þeir í boð- sundssveit Héraðssambandsins Skarphéðins sem átti íslandsmetin í skrið- og fjórsundsgreinum karla. Fyrra metið stóð reyndar óhaggað frá árinu 1981 til 1986.„Það varstórkost- legt að eiga þátt í því að setja ís- landsmet þó svo að metin standi yfir- leitt stutt við. Framfarirnar hafa verið svo örar í sundinu að metin falla oft- ast fljótt," segir Svanur. „Sem betur fer," bætir hann við. — Hvað gerðist 2. september 1989? „Staðreyndin er sú að ég man það ekki," segir Svanur alvarlegur í bragði. Hann segir að þeir bræðurnir, sem báðir eru trésmiðir að mennt, hafi verið að Ijúka við að loka þaki á húsi einu á Selfossi. „Það var nokkuð seint um kvöld og veðurspáin boðaði rigningu. Þess vegna var okkur kappsmál að Ijúka við að loka þak- inu. Veðrið varmiltþetta kvöld, hæg- ur andvari, og við vorum að slá síð- ustu naglana þegar slysið varð." Svanur þagnar um stund en segir síð- an að það síðasta sem hann muni sé þegar hann var við vinnu og svo ekki söguna meir fyrr en hann man eftir sér á Borgarspítalanum í Reykjavík nokkrum dögum seinna. „Enginn veit með vissu hvað gerð- ist vegna þess að enginn sá mig falla niður af flötu þakinu en ég hef senni- lega stigið skrefinu of langt aftur fyrir mig." Að sögn tvíburabróður Svans, Þrastar, sem var við vinnu nokkrum metrum frá Svani, heyrði hann skyndilega kallað nafn bróður síns. Hann hafi litið upp, ekki séð Svan og strax gert sér grein fyrir því að hann myndi hafa fallið niður af þakinu. „Sá, sem kallaði, er vinur okkar og samstarfsmaður. Ég heyrði á radd- blænum að eitthvað alvarlegt hafði gerst. Ég hentist niður og sá hvar Svanur lá hreyfingarlaus á bakinu í myrkrinu." Þröstur segir að aðkoman hafi verið sér mikið áfall og að fyrsta hugsunin hafi verið að Svanur væri látinn. „Svo reyndist ekki vera, sem betur fer. Ég reyndi eins og ég gat að ná sambandi við hann en ekkert gekk, hann gat ekki svarað mér. Skyndilega lyfti hann höfðinu lítil- Svanur og Þröstur að afiokinni mikilii keppni fyrir nokkrum árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.