Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 26

Íþróttablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 26
Nýja íþróttahúsið í Stykkishólmi. Á því hvíla nú miklar skuldir því ríkið stendur ekki við gerða samninga. Þátttaka ríkissjóðs í framkvæmd- um, sem unnar eru á árinu 1989, skal þó miðuð við þau framlög sem eru á fjárlögum 1989." Að sögn Sturlu kemur greinilega fram í grein 75 að ríkinu beri að virða gerða samninga. „Við undirbúning laganna um verkaskiptinguna var alltaf gert ráð fyrir því að ríkið stæði við gerða sérsamninga. Þess vegna er það sérstaklega tekið fram í áður- nefndri lagagrein. Samningurinn um íþróttahúsið var gerður vegna þess að við vildum fá pottþétta vissu fyrir því að ríkið stæði við sinn hluta fjár- mögnunarinnarogteljum engan vafa vera á því að þó svo að nýju lögin um verkaskiptingu hafi tekið gildi sé samningurinn einnig í fullu gildi. Slíkra sérsamninga er sannarlega get- ið í lögunum." Sturla segir að bæjarfélagið hafi fengið greiðslur samkvæmt samning- num á árunum 1987, 1988 og 1989. „Svavar Gestsson menntamálaráð- herra hefur tjáð okkur að greiðslu- skylda ríkisins samkvæmt samning- num sé fallin úr gildi og að bæjarfé- lagið muni fá greitt samkvæmt fjárveitingu sem ákveðin var árið 1989 vegna fjárlaga ársins 1990. Greiðsl u r fyrir tímabi I ið 1990 til 1993 skuli, með öðrum orðum, ekki mið- ast við greiðslurnar eins og þær eru tilteknar í samningnum. Þessu erum við algerlega ósammála og erum ákveðnir í því að ríkinu beri að standa við þá samninga sem það hef- ur gert." HÖFUM LEITAÐ TIL ÞINGMANNA OG RÁÐHERRA Það kemur fram í máli Sturlu að bæjarstjórn Stykkishólms hefur leitað liðsinnis þingmanna Vesturlands- kjördæmis. „Við höfum farið á fund Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmála- ráðherra og einnig óskað upplýsinga um bað hvort Jöfnunarsjóður sveitar- félaga myndi taka að sér skyldur rík- isinsísamræmi viðtíttnefndan samn- ing þar eð Menntamálaráðuneytið og Fjármálaráðuneytið virða ekki samn- inginn. Niðurstaða hefur ekki enn fengist í þessu máli." FJvaða úrræði hefur bæjarstjórn Stykkishólms ef svo færi að Svavar Gestsson menntamálaráðherra og Ólafur R. Grímsson fjármálaráðherra neituðu staðfastlega að virða samn- inginn? Sturla tekur sér örlítinn frest áðuren hann svararen segirsíðan að frá hans bæjardyrum séð sé mál þetta „prinsippmál". „Við höfum vænst þess að þingmenn og ráðherrar legðu svo mikla áherslu á að eiga góð sam- skipti við sveitarfélögin að mál þetta yrði leyst með samningum. Þetta er spurning um uppbyggingu skóla- og íþróttamála, sem er óumdeilanlega sameiginlegt viðfangsefni ríkis og sveitarfélaga. Ef allt þrýtur hlýtur bæjarstjórn Stykkishólms að verða að íhuga málssókn á hendur ríkinu til að ná fram rétti sínuni. Að sjálfsögðu vonum við að til slíks þurfi ekki að koma og að samningar takist." RÍKISSAMNINGUR TRYGGING FYRIR BANKALÁNI Þótt erfitt sé að finna broslegar hliðar á málum sem þessum fer ekki hjá því að stundum megi finna slíkar hliðarefaðergáð. Bæjarstjórn Stykk- ishólms leitaði til viðskiptabanka síns, Búnaðarbankans, þegar samn- ingurinn við ríkið hafði verið gerður. Lán var tekið sem greiðast átti með samningsbundnum greiðslum frá rík- inu. Trúlega hefur Búnaðarbankinn, sem er einn ríkisbankanna, litið á undirritaðan samninginn sem gull- tryggingu fyrir greiðslu lánsins. „Þetta er hreint ekki hlægilegt," segir Sturla, „en óneitanlega getur maður ekki annað en brosað þegar maður hugsar til þess hve langt þessi gull- trygging nær. Við höfum rætt þessi mál við bankastjóra okkar sem hefur sýnt mikinn skilning í þessari óvæntu stöðu." „Við munum íhuga málssókn á hendur ríkinu," segir Sturla bæjar- stjóri. VÍGSLUHÁTÍÐ ÁN NIÐURSTÖÐU Einsogfyrr greinir var nýja íþrótta- húsið í Stykkishólmi vígt með við- höfn í nóvember á sl. ári. Svavari Gestssyni menntamálaráðherra var boðið til hátíðarinnar en hann sá sér 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.