Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 62

Íþróttablaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 62
„MYNDUM EINFALDLEGA SEMJA VIÐ AÐRA EF KÓPAVOGUR RIFTIR SAMNINGUM," - SEGIR SVAVAR GESTSSON MENNTAMÁLARÁÐHERRA eftir Ellen Ingvadóttur Mikil umræða hefur átt sér stað síðan Kópavogsbær ákvað, í sam- vinnu við ríkið, að byggja fjölnota íþróttahöll vegna Heimsmeistara- mótsins í handknattleik sem halda á hér á landi árið 1995. Ekki voru allir á eitt sáttir um stað- setningu íþróttahússins og mikil um- ræða spannst síðastliðið sumar og haust um drög að teikningum af því. Hið nýjasta í máli þessu er orðrómur um að nýi meirihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs íhugi nú að falla t'rá áætl- unum bæjarins um þátttöku í bygg- ingu mannvirkisins vegna hins mikla kostnaðar. íþróttablaðið spurði Svavar Gests- son menntamálaráðherra hvað ríkið hygðist taka til bragðs ef Kópavogs- bær dragi sig í hlé? „Það er á hreinu að við myndum einfaldlega semja við einhvern ann- an," segir hann. „Ég samdi við bæjar- stjórnina í Kópavogi um að þeir upp- fylltu þau skilyrði sem Alþjóðahand- knattleikssambandið setur varðandi íþróttahús sem þessi. Ef Kópavogs- bær ákveður að rifta samningi við ríkið um greiðslur í þetta mannvirki munum viðsemjaviðaðra aðila. Það fer ekkert á milli mála." „KOPAVOGUR STENDUR VIÐ GERÐA SAMNINGA" Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi. eftir Ellen Ingvadóttur „Undirbúningur að byggingu fjölnota íþróttahúss í Kópavogi er á fullu," segir bæjarstjóri Kópavogs, SigurðurGeirdal, þegar fþróttablað- ið innir hann eftir því hvort eitthvað sé hæft í þeim orðrómi að bæjarfé- lagið hyggist ekki standa við sam- komulagvið ríkið um byggingu slíks húss fyrir Heimsmeistarmótið í handknattleik, sem halda á á íslandi árið 1995. „Það er á hreinu að húsið verður tilbúið í tæka tíð eins og gert er ráð fyrir. Þær teikningar, sem fram voru lagðar í upphafi, voru í reynd aðeins frumdrög og eðlilega voru kostnað- aráætlanir þá í samræmi við það," segir Sigurður. Aðspurður um hvar mál þetta sé nú á vegi statt bætir hann því við að verið sé að leita allra leiða til að halda byggingar- kostnaði niðri jafnframt því að tryggja fjölnýtingu hins nýja húss, til dæmis fyrir vörusýningar, tónleika- hald o.fl. „Leitað hefur verið t'anga víða varðandi hugmyndir sem best myndu gagnast í þessu tilfelli og er það starf langt á veg komið." — Er fótur fyrir þeim orðrómi að Kópavogsbær muni hætta við bygg- ingu þessa íþróttamannvirkis? „Því fer fjarri," segir Sigurður. „Kópavogsbær mun að sjálfsögðu standa við þá samninga sem gerðir hafa verið. Mér þykir ekki ólíklegt að orðrómurinn, sé hann íyrir hendi, sé óskhyggja, annars vegar þeirra sem vilja fá húsið í sitt bæjar- félag, eða hins vegar þeirra sem eru ekki reiðubúnir að leggja fé í þetta mikla verkefni." 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.