Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1995, Qupperneq 3

Íþróttablaðið - 01.08.1995, Qupperneq 3
Ritstióraspjal I Getur JÓN ARNAR MAGNÚSSON tugþrautarkappi sett heims- met? Þetta er spurning sem er vert að velta fyrir sér í Ijósi þeirra ummæla sem Gísli Sigurðsson, þjálfari Jóns, lætur hafa eftir sér um hæfileika Jóns Arnars. Flestir, sem hafa fylgst með í heimi frjáls- íþróttanna, vita hvað býr í kappanum og í kjölfar þess, að búið er að beisla klárinn og farið að undirbúa hann í fullri alvöru, getur ýmis- legt gerst í framtíðinni. Vissulega er viturlegast að hafa báða fætur á jörðinni og búa ekki til væntingar sem erfitt er að standa undir en þó er alltaf gaman að velta fyrir sér hugsanlegum möguleikum!! Ef Jón Arnar og Gísli ná því besta fram í Jóni og hann „hittir á góðan" dag, eins og sagt er, er ekki lokum fyrir það skotið að hann skríði yfir 9000 stig í tugþraut eftir 2-3 ár. Líklegt má telja að fleiri tugþrautar- menn en Jón Arnar eigi áþekka möguleika á að fara yfir 9000 stiga múrinn og því er það skylda þeirra, sem að málinu koma, að greiða götu Jóns Arnars á næstu árum þannig að hann geti helgað sig íþróttinni óskiptur og notið fullrar aðstoðar og leiðsagnar þjálfara síns. Það er óferjandi að horfa upp á frábær efni koðna niður á íslandi, ár eftir ár, eingöngu vegna þess að skilningur á því sem þarf til að komast í fremstu röð er takmarkaður. Það er erfiðleikum bundið að fá fyrirtæki til að fjárfesta í „hugsanlegum" árangri íþróttamanna en Ólympíunefnd íslands og Frjálsíþróttasambandið hafa staðið sig frábærlega að undanförnu við að greiða götu þeirra sem keppa væntanlega fyrir íslands hönd á Ólympíuleikunum á næsta ári. Jón Arnar er ekki eini íslendingurinn sem á að geta gert góða hluti á HM í Svíþjóð því Pétur Guðmundsson og Vésteinn Hafsteinsson hafa alla burði til að komast á verðlaunapall takist þeim vel upp, andlega sem líkamlega. Það eru margir spennandi hlutir að gerast í heimi frjálsíþrótta á Islandi en athygli almennings mun væntanlega að mestu beinast að tugþrautinni næstu árin. Þá eigum við fjölda stúlkna sem hafa alla burði til að komast í fremstu röð og nægir að nefna Völu Flosadóttur og Sunnu Gestsdóttur svo ekki sé minnst á Mörthu Ernstdóttur og Guðrúnu Arnardóttur. Þorgrfmur Þráinsson ritstjóri Hafsteinn Viðar auglýsingastjóri — 4. tbl. 1995 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þorgrímur Þráinsson Beinn sími ritstjóra: 515-5636 Ljósmyndarar: Gunnar Gunnarsson, Hreinn Hreinsson og Bragi Þór Jósefsson Skrifstofa ritstjórnar: Seljavegur 2. Sími: 515-5500 Aðalritstjóri: Steinar J. Lúðvíksson Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir Stjórnarformaður: Magnús Hreggviðsson Áskriftargjald kr. 1.293,00 (1/2 ár) ef greitt er með greiðslukorti en annars kr. 1.437,00. Hvert eintak í áskrift kr. 431,00 ef greitt er með greiðslukorti en annars kr. 479,00. Hvert eintak í lausasölu kr. 599,00. Áskriftarsími: 515-5555 Útgefandi: Fróði hf. Skrifstofa og afgreiðsla: Seljavegur 2, sími 515-5500 Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. G. Ben. - Edda prentstofa hf. 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.