Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1995, Side 15

Íþróttablaðið - 01.08.1995, Side 15
blandað sér í toppbaráttuna. Þórður Ólafsson ertil að mynda varamaður í landsliðinu en hann kemur líka til greina. Þorsteinn Hallgrímsson, ís- landsmeistari árið 1993, hefur ekki náð sér af bakmeiðslunum og ég er ekki viss hvort hann megi hreinlega spila fjóra daga í röð. Kristinn Bjarna- son spilaði í Bandaríkjunum í vetur og hann hefur alla burði til að ná langt. Ég get engan veginn gert upp á milli framangreindra spilara því allir hafa þeir burði til að verða meistarar. BJÖRGVIN SIGURBERGSSON hefur leikið mjög vel á stigamótunum og er mjög metnaðargjarn og öflugur. SIG- URPÁLL er búinn að brjóta ísinn, hann veit hvað það er að vinna og þótt hann hafi ekki spilað sérstaklega vel í vor mætir hann örugglega sterk- ur til leiks á Landsmótið. BJÖRN KNÚTSSON hefur leikið í Bandaríkj- unum í vetur samhliða námi og er mjög jafn spilari. Það er spurning hvort allt smelli saman hjá honum þegar mest á reynir. ÞORKELL SNORRI er mjög ungur og mikið efni og á fyrsta ári í karlalandsliðinu en hann getur sprungið út hvenær sem er. Ef ÖRN ARNARSSON nær að spila sitt golf, sem er skemmtilega létt, verður hann mjög heitur á Landsmótinu. Ég spilaði ífyrsta skipti með BIRGI LEIF í vor en hann hefur gríðarlega skemmtilega eiginleika. Hann mjög ferskur og það er aldrei neitt fyrir honum, fer beint af augum. Það yrði mjög sterkt fyrir golfið að fá íslandsmeistara eins og hann. Birgir er eins og Ballesteros var, það er gaman að horfa á hann því hæfileik- amir eru svo augljósir." — Eru ungu spilararnir að stinga þá gömlu af? „BJÖRGVIN ÞORSTEINSSON spilaði mjög vel í vor og sigraði á tveimur stigamótum. Hann virtist dá- lítið hissa á eigin frammistöðu til að byrja með en keppnisharkan og metnaðurinn komu upp þegar hann sá í hvað stefndi. Hann getur þetta alveg en það er spurning um ástun- dun. ÖRN ÆVAR eru sömuleiðis góður en ég bjóst við að HELGI DAN myndi spila betur í sumar. Ekki má gleyma S1GURE)I HAFSTEINSSYNI og SÆMUNDI PÁLSSYNI en þeir eru til alls líklegir." — Við hverju má búast af okkar bestu strákum í framtíðinni? „Árangurinn á Norðurlandamót- inu og Evrópumótinu var slakur og enn á ný verðum við að sætta okkur við að vera í C-riðli. Aðstæðurnar á golfvöllunum á íslandi á vorin eru yfirleitt svo slæmar, sérstaklega í kringum flatirnar, að menn eiga í erf- iðleikum þegar þeir koma á góða velli erlendis. íveturæfði valinn hóp- ur eftir æfingaáætlun frá Ragnari landsliðsþjálfara og miðað við það sem er framundan er raunhæft að búast við góðum árangri á stórmót- unum erlendis eftir tvö ár. Ég held að allir séu orðnir frekar þreyttir á þessu C-riðils golfi á íslandi en það eina sem gildir fyrir þessa stráka er að stunda nám f Bandaríkj- unum, samhliða golfiðkun, eða dvelja úti að vetrarlagi og stunda sitt golf. Árið 1981 náðum við í landsliðinu 12. sæti í B- riðli á St. Andrews og vorum á tímabili að vinna okkur uppíA-riðil. Þetta varað gerast fyrir 14 árum en núna , erum við að basla í C-riðli. Þaðerljóstaðviðerumaftar á merinni núna og það er eins og framfarirnar hafi verið hægari hér en annars staðar í Evrópu. Það er grát- legt við skulum ekki eiga nokkuð ör- uggan B-riðils hóp. Árangurinn velt- ur á því hvort menn nái að lengja golftímabilið verulega með einum eða öðrum hætti." — Hvaða tilfinningu hefurðu fyrir SIGURJÓNI ARNARSYNI og ÚLF- ARI JÓNSSYNl sem eru orðnir at- vinnumenn? „Þeir hafa farið tvær ólíkar leiðir að keppnisforminu, Úlfar með þolin- mæðinni á löngum tíma, og ég er ekki búinn að gefa upp á bátinn að hann nái sér aftur á strik. Sigurjón er búinn að gera góða hluti og það virð- isteiga vel við hann að spila erlendis. Vonandi tekst honum að fá styrktar- aðila svo hann geti haldið því áfram því hann hefur það hugarfar sem þarf til að geta náð langt." — Hver verður hlutskörpust af stúlkunum? „ÓLÖF MARÍA JÓNSDÓTTIR hef- urkomiðsérstaklegavel útísumarog hún, ásamt RAGNHILDI SIGURÐ- ARDÓTTUR og KARENU SÆVARS- DÓTTUR, munu berjast um íslands- meistaratitilinn. Ólöf er að skjótast upp á stjörnuhimininn um þessar mundir og satt best að segja virðast vera meiri framfarir hjá stelpunum en strákunum. Það er eins og æfinga- áætlunin hafi gengið betur upp hjá þeim. Ragnhildur kom mjög vel út seinni hluta síðastliðins sumar en ég veit ekki hvort Karen hefur staðnað eða hvort hinar eru hreinlega að ná henni." — Hvernig er þróunin hjá klúbbunum hvað varðar unglinga- starf? „Unglingastarfi miðarmjögvel hjá klúbbunum og það er mikið um efni- lega kylfinga. Eftir 2-4 ár verður búið að taka enn fleiri velli notk- ekki vanþörf á, og fólk er að átta sig á að það er ódýrt að stunda golf á íslandi miðað við erlendis. Vellirnir, sem verið er að leggja, eru virkilega spennandi og munar mikið um að hversu góðar flatirnar eru. Það gefur góða raun að rækta góðar flatir. Það hefur mik- il þróun í gerð golf- vallaáttsérstaðhér á landi. Það, sem hefur háð okkur, eru lélegar flatir og svæðið þar í kring og þar með hefur verið erfitt að putta og „sippa"."

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.