Íþróttablaðið - 01.08.1995, Síða 27

Íþróttablaðið - 01.08.1995, Síða 27
BOTNBARATTAN mest spennandi! ÍÞRÓTTABLAÐIÐ kíkir á stöðuna í 1. deild að 8 umferðum loknum! * Hvað segir LOGI ÓLAFSSON, þjálfari ÍA, um deildina? * Skagamenn gefa ekkert eftir! * Valur, Fram og FH í verulega vondum málum! * Dómararnir í góðum málum! um hvort Reykjavík missi enn einn spón úr aski sínum í 1. deild. Það er athyglisvert að í hvert sinn sem Luka Kostic skiptirsér inn á leikj- um byrjar boltinn að rúlla af ein- hverju viti hjá Grindavík og fram til þessa hefur liðið ekki tapað leik þegar þjálfarinn hefur komið inn á. í öll skiptin var Grindavík ýmist undir eða staðan 0:0 þegar það gerðist. Leikmenn Grindavíkur gefa mikið á Kostic, sem hefur farið inn miðjuna, og hann nær að stjórna hlutunum með góðum árangri. Vestmannaeyingar eru með skemmtilegt lið og í Eyjum getur allt gerst eins og dæmin sanna. Það er helst að lið í 2. deild nái að leggja Eyjapeyjana þar að velli! Liðsheildin er sterk hjá Leiftri þar sem leikreyndu mennirnir eru í fararbroddi en það vekurathygli aðGunnarMárMásson hefur ekki enn náð að skora þráttfyrir að leika ífremstu víglínu. Hann hefur reyndar átt við meiðsli að stríða eins og markaskorari 1. umferðar, Jón Þór Andrésson. Margir vilja meina að Leiftur sé á beinu brautinni í deild- inni, eins og Keflavík og KR, en ýmis- legt getur gerst í þeim níu leikjum sem eru eftir. ÍÞRÓTTABLAÐIÐ hafði samband við Gunnar Má Másson og spurði hvort allt væri lok, lok og læs hjá honum. „Ég vona ekki því mótið er rétt hálfnað. Auðvitaðer leiðinlegtað hafa ekki skorað en ég er búinn að eiga í þrálátum meiðslum í lærvöðva og því ekki getað beitt mér að fullu. Samt hef ég verið með í öllum leikj- unum. Það, sem skiptir vitanlega mestu, er að liðið spjarar sig vel, er sem stendur í 3. sæti og á leik til góða, og ég vona sannarlega að við höldum uppteknum hætti. Mér finnst ég hafa leikið vel fyrir liðsheildina þótt ég hafi ekki náð að setja mark. Annars hef ég á tilfinningunni að ég skori í kvöld gegn FH." Já, það eru töluverð viðbrigði að leika í 1. deild því hraðinn ogöll umgjörð í kringum leiki er allt önnur en í 2. deild." BOLTINN BETRI! í heildina hefur knattspyrnan í sumar verið skemmtilegri en í fyrra þótt hún sé ekkert til að hrópa húrra fyrir. Dómgæslan hefur í heildina verið góð og spjaldagleði dómara skýrist af því að tekið er harðar á brotum en nokkru sinni fyrr, jafnvel þótt viðkomandi hafi verið búinn að fágultspjald. Þettaeraf hinu góða og hafa dómarar verið sjálfum sér sam- kvæmir í flestum tilfellum. Enginn 27

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.