Íþróttablaðið - 01.08.1995, Síða 37

Íþróttablaðið - 01.08.1995, Síða 37
Ólafur og Tryggur ræða málin! ÓLAFUR ÞÓRÐARSON hefur leikið eins og engiil það sem af er sumri, skorað grimmt og stefnir að því að hampa ÍSLANDSBIKARNUM, sem fyrirliði ÍA, í september. ÍÞRÓTTABLAÐIÐ ræðir við ólaf um þjálfun, landsliðið, velgengni ÍA, íslenska knattspyrnumenn og flest sem lýtur að knattspyrnu. að þótti ekki flott að vera skotin í Óla Þórðar í sex ára bekk," segir Friðmey Barkardóttir, eiginkona Ólafs. „Ég var víst svo mikiíl villingur," bætir knattspyrnuk- appinn brosandi við. „Við erum búin að vera saman í fimmtán ár, frá fimmtán ára aldri, og vorum saman í bekk alla skólagönguna. Það var hún sem átti frumkvæðið að sambandi okkur á sínum tíma." „Já, hann er rómantískur," svarar Friðmey aðspurð, „ég myndi segja að hann væri töluvert rómantískur." Undir lok viðtalsins sagði Óli að hann slappaði best af frá fótboltanum í fangi eiginkonunnar. Þá vitum við það! Óli Þórðar var á blóðþynningar- lyfjum sökum sinaskeiðabólgu í fæt- inum þegar ÍÞRÓTTABLAÐIÐ tók hús á honum um miðjan júlí, daginn fyrir deildarleik gegn Val. Hann var enn með súran svip eftir tap gegn Fram í Mjólkurbikarkeppninni og sagðist eiga erfitt með að sætta sig við tap, sérstaklega þegar það er óverð- skuldað. Hundurinn Tryggur, árs- gamall Labrador — svartur og tigna- rlegur, var í indíánaleik í garðinum með krökkunum, Valgeiri 9 ára, Ester Maríu, 7 ára og Vigdísi 4 ára. „ Það er fastur liður í hádeginu að slást við hundinn úti í garði," segir Óli, „ það heldur mér og honum í ágætis æf- ingu." Skagamenn hafa nánast verið ósigrandi síðastliðin þrjú árog stefnir allt í að liðið verði íslandsmeistari fjórða árið í röð. Liðið hefur leikið eins og sannur íslandsmeistari og hefur þegar náð 9 stiga forskoti á önnur lið ídeildinni eftir átta umferð- ir. Hverju skyldi þetta sæta? „Við höfum verið að nota sömu taktíkina, 4-4-2, síðan við unnum Víking 10:1 árið 1993. Þóttviðhöfum verið með þrjá ólíka þjálfara síðustu þrjú árin hafa þeir allir haldið sig við þessa taktík þótt vissar áherslur hafi verið ólíkar. í fyrra áttu fimm leik- menn í meiðsíum nánast allt sumarið en núna höfum við nánast sloppið við slík áföll. Ég vil meina að erfitt prógram hjá landsliðinu fyrir keppn- istímabilið í fyrra eigi hvað stærstan þátt í meiðslum leikmanna þá. Við fórum f erfiðar ferðir tiI japan, Brasil- íu, Bandaríkjanna og Frakklands og þess á milli vorum við að spila í Litlu bikarkeppninni þannig að álagið á okkur var gríðarlegt." — Finnst þér liðið skorta eitt- hvað? „Við þyrftum að hafa mann f liðinu sem væri nokkuð öruggur með 12-14 mörk í deildinni. Þótt útlendingurinn hafi leikið ágætlega hefur hann ekki skorað nema 2-3 mörk það sem af er." — Saknið þið Bibercic? „Ég vil ekki orða það þannig en það var voðalega gott að hafa hann frammi því að hann nýtti dauðafærin mjög vel. Hann er reyndar ekki að gera það hjá KR, enda virðist hann ekki vera í nógu góðu formi. Honum hættir til að liggja á meltunni á vet- 37

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.