Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1995, Page 39

Íþróttablaðið - 01.08.1995, Page 39
Óli með börnin sín í fanginu; Valgeir 9 ára, Ester Maríu 7 ára og Vigdísi 4 ára. Honum á hægri hönd er Margrét Gunnarsdóttir og Sigurmon Hartman, sonur Sigurðar Jónssonar er Óla á vinstri hönd. fyrirmæli fyrir hlaupin en þeir, sem hafa verið í besta formi undanfarin ár, eru þeir sem hafa lagt mest á sig f hlaupunum. Sem sagt hlaupið of hratt! Við höfum verið að taka spretti á milli Ijósastaura í miðjum lang- hlaupum til að fá sem mest út úr þeim og vitanlega keppst um að koma fyrstir í mark — þótt við höfum bara átt að vera á þokkalegu róli. Menn verða að læra að keyra sig gjörsam- lega út og þeir gera það ekki með púlsinn á 140-160 slögum á mínútu." — Fannst þér ekki erfitt að vera bróðir þjálfarans þegar þú lékst með Brann og Lyn? „Jú, það var sérstaklega erfitt. Hann krafðist meira af mér en hinum og ef illa gekk fékk ég yfirleitt að heyra það í leikjum, þótt ég væri kannski að skila mínu og meira en það. Það gerði hann kannski til að sýna öðrum að ég slyppi ekki við skammir þótt ég væri bróðir hans." — Lenti ykkur oft saman? „Aldrei en við ræddum þetta aðeins." — Værir þú til að fá hann sem þjálfara ÍA? „Já, þegar þjálfarastaðan losnar en ég hef enga trú á því að hann sé á leið til íslands." — Jafnvel ekki þótt honum yrði boðið að taka við landsliðinu? „Ég get ekki séð að landsliðsþjálf- arastaðan sé meira spennandi en það sem hann er að fást við um þessar mundir hjá Lilleström. Teitur vill taka lið og búa til eitthvað úr þvíen því er varla að skipta með landsliðið því menn fá svo takmarkaðan tíma fyrir leiki. Það er ekki hægt að búa mikið til á þremur til fjórum dögum nokkr- um sinnum á ári. í því felst engin stjórn yfir þjálfun leikmanna." — Eruð þið báðir skaphundar? „Hann er meiri skaphundur en mér finnst ég bara vera skapmikill á leikvelli og það er allt annar hand- leggur. Utan vallar er ég yfirleitt í mjög góðu skapi en Friðmey, eigin- kona mín, er stundum spurð að því menn. Hver á að dæma um hverjir eru í hópi teknískra leikmanna? Fyrir leiki er greinilega lagt upp að tveir til þrír leikmenn eigi að liggja utan íÓla Adolfs þegar við fáum hornspyrnu. Þegar hann hoppar síðan upp hrynja þeir af honum og dæmd eru brot á Óla. Því miður búa sterkir leikmenn við ákveðið óréttlæti. Þeir mega ekki snúa sér í hring án þess að fá dæmt á sig á meðan litlir tittir geta djöflast í HVER Á AÐ DÆMA UM HVERJIR ERU í HÓPI TEKNÍSKRA LIEKMANNA? hvernig hún geti verið gift þessum mikla skapmanni. Þeir, sem spyrja, þekkja mig þá bara sem leikmann." — Þú og fleiri járnkarlar í ÍA eruð yfirleitt fljótir með brjóstkassann upp að dómaranum ef ykkur mislík- ar eitthvað. Er um skipulagða taktík að ræða af ykkur hálfu? „Alls ekki. Ég vil bara að það sé tekið á brotum á sanngjarnan hátt án tillits til þess hver á í hlut. Ég hef alltaf liðið fyrir að standa það af mér þegar ég er tæklaður í stað þess að henda mér niður eins þeir gera yfirleitt sem ég stugga aðeins við. í kjölfar þess fæ ég oft gult spjald. Nú segja dómarar að það eigi að vernda tekníska leik- þeim heilu leikina án þess að fá til- tal." — Hefurðu fengið rautt? „Já, þrisvar en aðeins einu sinni á íslandi. Það varídeildarleikgegn Þór Akureyri sumarið '86. Eftir að brotið hafði verið á mér kom Árni Stefáns- son, klappaði á kinnina á mér og var eitthvað að tuða um væl. Ég klappaði honum sömuleiðis á kinnina, mjög laust, sagði honum að þegja en þá henti hann sér niður með harmkvæl- um. Dómarinn sá ekki hvað var um að veraannaðen aðÁrniféll og égað láta hendina falla og lyfti samstundis rauðu." — Hefurðu talað við Árna síðan? BUNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI Kirkjubraut 28 - Akranesi BUNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI Kirkjubraut 28 - Akranesi 39

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.