Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 47

Íþróttablaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 47
ERJÓN ARNAREFNI I HEIMSMETHAFA? 100 METRA HLAUP Á best 10.40 sek. en 10.59 sek. í tugþraut „Mér líst mjög vel á Jón Arnar í 100 m og hann hefur verið að bæta sig meira en ég reiknaði með. Vindurinn er mikill áhrifavaldur f 100 moggetur þýtt 20 sekúndubrota betri eða lakari tíma. Það sama á við í flestum grein- um og getur árangurinn, miðað við veðurfar, verið plús eða mínus 40-50 stig í hverri grein sem er töluvert ef margfaldað er með tíu. Jón Arnar á vel að ráða við 10.40 sek. í hlaupinu og geta fengið 950-1000 stig undir eðliiegum kringumstæðum." LANGSTÖKK Á best 8.00 m en 7,64 m í tug- þraut „Árangur hans í langstökki hefur verið upp og ofan en við höfum ekki enn legið yfir þessari grein og frekar látið hana danka. Af þeim sökum á hann mikið inni ílangstökki.Jón Arn- ar stekkur gríðarlega langt en gerir oft ógilt sem segir okkur að atrennuna þarf að bæta. Viðerum mjög meðvit- aðir um að það þurfi að bæta atrenn- una í langstökki, hástökki, stöng og spjótkasti. Hann á að geta verið mjög öruggur með 7.80 - 8.00 m en ég útiloka ekki lengra stökk, hvort sem það verður í þraut eða ekki. 1000- 1050 stig eiga að vera þokkalega ör- ugg-" KÚLA Á best 15.37 m sem hann náði í tugþraut „Það tekur töluvert lengri tíma að bæta sig í kastgreinunum í tugþraut en öðrum greinum. Jón Arnar nær stundum 16 m köstum á æfingum en þeir bestu ítugþraut eru ekki að kasta Jón Arnar verður í sviðsljósinu á HM í Gautaborg dagana 6. og 7. ágúst. miklu lengra þannig að með ágætri slípun á hann að geta verið öruggur með 15.5-16,0 m. Tækninni er ábóta- vant sem stendur og hver skyssa getur verið dýrkeypt. Jón Arnar þyrfti að þyngja sig um nokkur kíló til að vera nokkuð öruggur með góða bætingu en það gæti komið niður á árangri í öðrum greinum og er því ekki þess virði. 15,49 m kast gefur 820 stig og 15.90 m 850 stig og það eru ekki fjarlægar tölur." HÁSTÖKK Á best 2.06 m en 2.03 m í tug- þraut „Hástökk er mjög hvetjandi grein til að bæta árangurinn því hver hækkun á ránni gefurfjölmörg stig. 2 m gefa 800 stig en 2.10 m 896 stig. Það er mjög mikilvægt að standa sig vel í hástökki og stangarstökki því hverjir þrír sentímetrar í stangar- stökki gefa til að mynda 30 stig. Jón Arnar stökk síðast 1.92 m í hástökki á íslandi en þá var reyndar leiðinda- veður. Samt er hann ekki stöðugur í greininni og á mikið inni. Það er gríðarlegur kraftur í Jóni, sem ætti að geta fleytt honum 2.15 m, en hann þarf aðeins að laga tæknina, stelling- arnar og 2-3 síðustu skrefin. Samt ætlum við ekkert að leggjast yfir þessa grein. Það er mjög fínt að fá 900 stig í hástökki í tugþraut en það er 2.10 m. Samt hefur hann hæfileika til að ná 2.15 í framtíðinni. Allavega 850 (2.05 m) til 900 stigum." 400 METRA HLAUP Á best 47.82 sek. sem hann náðií tugþraut „Jón Arnar hefur sömu hæfileika í 400 m og 100 m en það liggur mjög vel fyrir honum að hlaupa 400 m því hann hefur undirbúið þessa grein mjög vel. Hann klárar æfingarnar vel og lítur fjandi vel út í hlaupinu. Jón Arnar er mjög spenntur fyrir þessari grein og hlakkar mikið til að mæta þeim bestu á HM, t.d. Dan O'Brian. Á tveimur árum á hann að ná tíman- um 47,20 til 46,20 sek. en það eru 950-1000 stig." 110 METRA GRINDAHLAUP Á best 14,19 sek. en 14,32 sek. í tugþraut „Ég þori varla að segja frá því en hann hljóp á 14,22 sek. í gær í smá mótvindi og lofar það mjög góðu. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.