Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1995, Side 62

Íþróttablaðið - 01.08.1995, Side 62
Texti og samantekt: Eggert Þór Aðalsteinsson Sigurður Jónsson, Akurnesingur, er sá leikmaður sem flestir þjálfarar J. og 2. deildar vildu fá ef þeir mættu velja tvomenn úríslenska boltanum íliðsitt. Skoðanakönnun íþróttablaðsins, sem var leynileg, sýndi afdráttarlaust að Sigurður er draumaleikmaðurinn í ís- lenska boltanum. Á vissan hátt mætti líka lítaáhann sem bestafótboltamann íslands þótt ekki hafi verið spurt um það. Leikmenn ÍA, sem hafa verið á miklu skriði í sumar, fengu 31 atkvæði af 40 sem verður að teljast býsna gott. 20 þjálfarar voru beðnir um að velja tvo leikmenn sem þeir myndu vilja fá ef þeir ættu þess kost. Einsog séstvöldu 17 þjálfarar Sigurð en barátta Ólafanna, Adolfssonar og Þórðarsonar, sem var hörð og spenn- andi, endaði með jafntefli. Einn 1. deildar þjálfari sagði um Sigurð að hann væri toppmaður sem lyfti liðinu upp um 20%. Annar 1. deildar þjálfari, sem valdi Sigurð og Ólaf Adolfsson, sagði að þeirtveir væru sterkirog góðir leikmenn og uppfylltu þær kröfur sem hann gerði til góðra leikmanna. Einn þjálfari úrsömu deild, sem valdi Sigurð og Ólaf Þórðarson, sagði þá vera reynda atvinnumenn og bætti því við að Sigurður væri okkar besti miðju- maður. Einn 2. deildar þjálfari vildi ólmur fá Ólaf Adolfsson. „Óli er konungur há- loftanna sem spilar orðið mjög vel niðri." Og annar þjálfari í 2. deild sagði um Sigurð Jónsson að hann væri sterk- ur í lofti, sterkur niðri ogsterkur varnar- og sóknarmaður en bætti við að hann mætti fara að róa sig á vellinum. Ef við skoðum ummæli þjálfaranna um aðra leikmenn þá sagði 1. deildar þjálfari að hann gæti óskað sér að fá Rút Snorrason. Hann væri alhliða leik- maður, góður í sendingum og auk þess örvfættur. Annar vildi fá GunnarOdds- son því hann væri leiðtogi innan vallar sem utan. Einn annar sagði að Arnar Gunnlaugsson byggi til hluti úrengu. Athygli vekur að aðeins einn mark- vörður var tilnefndur, Birkir Kristins- son. 2. deildar þjálfari, sem valdi hann, fór um hann fögrum orðum. Þetta væri maður sem héldi haus, gerði lítið af mistökum og stæði sig vel ár eftir ár. Frábær fyrirmynd ungu kynslóðarinn- ar. Sigurður Jónsson hlaut afgerandi kosningu. Skoðanakönnun íþróttablaðsins SIGURÐURJÓNSSON er konungur íslenskrar knattspyrnu Úrslit urðu eftirfaran Nafn cli: Lið Atkvæði Sigurður Jónsson ÍA 17 Ólafur Adolfsson ÍA Ólafur Þórðarson ÍA 6 Marko Tanasic ÍBK 2 Arnar Gunnlaugsson ÍA/Feyenoori FH i 1 1 Fram Élli Guðmundur Benediktsson KR 1 Gunnar Oddsson Leiftur I Rastislav Lazorik Breiðablik 1 Ríkharður Daðason Fram 1 Rútur Snorrason ÍBV liiíiiBiiiiias Sigursteinn Gíslason ÍA i 62

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.