Bókasafnið - mar. 2020, Síða 24

Bókasafnið - mar. 2020, Síða 24
24 Bókasafnið sem heimamenn eru oft fengnir til þátttöku en á árinu 2018 var tekin ákvörðun um að fá reglulega rithöfunda í heimsókn eða aðra sem kynna bókmenntir, bæði fyrir börn og fullorðna. Viðburðurinn er með kostnaðarsamari liðum vegna fjarlægðar við suðvesturhornið. Þetta hefur verið vinsælt og við höfum verið í samstarfi við Grunnskólann á Ísafirði þegar barnabókahöfundur kemur og einu sinni með Menntaskólanum á Ísafirði. Bókasafnið hefur alltaf átt gott samstarf við öll skólastig á svæðinu, frá leikskólum til háskólastigs. Annar taktur er nú á sumrin á bókasafninu vegna komu skemmtiferðaskipa sem eru mörg og fara stækkandi. Það er vinsælt hjá ferðamönnunum að koma við í Safnahúsinu, þannig myndast öðruvísi álagstímar og það er stundum opnað fyrr á morgnana og um helgar ef von er á mörgum. Bókasafnið er með sama opnunartíma allt árið, þar með talin laugardagsopnun en laugardagar eru ekki síður vinsælir á sumrin. Framundan er svo Landsfundur Upplýsingar 2020 sem verður haldinn á Ísafirði í fyrsta sinn og við viljum bjóða alla velkomna! Svipmyndir frá Haustþingi Upplýsingar á Garðatorgi í Garðabæ þann 29. nóvember 2019. Fyrirlesarar á pallborði f.v. Helga Einarsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og miðlunar í Bókasafni Kópavogi, Pálína Magnúsdóttir, borgarbókavörður og Rauha Maarno, framkvæmdastjóri finnska Félags bókasafna og upplýsingafræða. Einnig má sjá Öldu Hrannardóttur, forstöðumann bókasafnsins á Patreksfirði flytja erindi sitt (á skjámynd: Hlaðvarpsstúdíó) og gestafyrirlesarinn Rauha Maarno, frá Finnlandi sést í pontu að flytja erindi sitt. (Ljósm. Barbara H. Guðnadóttir).

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.