Morgunblaðið - 10.01.2020, Page 2

Morgunblaðið - 10.01.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Tölur Hagstofu Evrópu (Eurostat) frá 2018 og síðustu þremur árum þar á undan sýna að skimun fyrir brjóstakrabbameini meðal evr- ópskra kvenna á aldrinum 50 til 69 ára var hvergi algengari en í Finn- landi, en þar gengust rúmlega 83% allra kvenna á þessum aldri að meðaltali undir slíka skoðun 2017. Hlutfallið var 82% í Danmörku á sama tíma. Hér á landi var hlut- fallið 2018 og næstu þrjú ár þar á undan langtum lægra í sama ald- urshópi eða 57%. Nokkur minnkun varð á aðsókn að brjóstaskimun hér á landi frá aldamótunum síðustu þegar hún var 62%, Meðfylgjandi graf sýnir að 12 Evrópuþjóðir stóðu sig betur í krabbameinsskoðun kvenna á þessu aldursbili á til- greindu tímabili, 2015 til 2017 eða 2018. Auk Finna og Dana eru það Hollendingar, Norðmenn, Bretar, Slóvenar, Írar, Króatar, Tékkar, Belgar, Maltverjar og Ítalir. Lak- astur er árangur Rúmena, 0,2%, en þar er krabbameinsskoðun í algjör- um ólestri eins og svo margt annað sem lýtur að heilbrigðisþjónustu í því landi. Stórþjóðirnar Þjóðverjar og Frakkar eru fyrir neðan með- altalið í Evrópu, þeir fyrrnefndu með 52% þátttöku og hinir síðar- nefndu með 50%. Krabbameinsfélag Íslands hefur um langt árabil annast skimun fyrir brjóstakrabbameini hér á landi samkvæmt samningi við Sjúkra- tryggingar. Í nóvember í fyrra til- kynnti heilbrigðisráðherra að þeg- ar samningurinn rynni út í árslok 2020 myndi skimunin færast til Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. Er hugmyndin að skim- anir verði hluti af almennri og op- inberri heilbrigðisþjónustu. Heilsu- gæslan mun aftur á móti annast þá skimun á leghálsakrabbameini sem Krabbameinsfélagið hefur nú með höndum. Starfandi er sérstök verk- efnastjórn sem á að gera tillögur um útfærslu á fyrirliggjandi til- lögum og ákvörðunum um breytt skipulag á stjórnun, staðsetningu og framkvæmd skimana fyrir krabbameinum. Hún átti að skila tillögum 1. desember en samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu í gær eru þær ekki komnar en eiga að liggja fyrir í lok þessa mánaðar. Skimun eftir brjóstakrabbameini 2018 Hlutfall (%) kvenna á aldrinum 50-69 ára í Evrópulöndum* Brjóstaskimun á Íslandi 2000-2018* 65% 60% 55% 50% '00 '03 '06 '09 '12 '15 '18 ** Fi nn la nd ** *D an m ör k ** ** H ol la nd ** N or eg ur Br et la nd Sl óv en ía ** Ír la nd Kr óa tía ** Té kk la nd ** *B el gí a M al ta ** Íta lía Ís la nd ** Lú xe m bo rg ** Ei st la nd ** *Þ ýs ka la nd ** Fr ak kl an d ** Li th áe n Le tt la nd ** Un gv er ja la nd ** Ký pu r ** Sl óv ak ía ** Bú lg ar ía ** Li ec ht en st ei n ** ** Rú m en ía 83 82 78 76 75 74 74 62 62 62 61 59 57 56 56 52 50 48 42 41 35 31 21 8,1 0,2 **Tölur frá 2017. ***Tölur frá 2016. ***Tölur frá 2015. Heimild: Eurostat. *Skimun framkvæmd á árinu eða árin tvö á undan. Heimild: Eurostat 62% 57% Hlutfall kvenna á aldrinum 50-69 ára Minni þátttaka í skimun á Íslandi  Mun fleiri fara í brjóstaskoðun í nágrannalöndunum Ten Points 26.990 kr. 18.893 kr. Garðatorg 4 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is 30- 60% afsláttur af útsöluvörum Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Vonskuveður var víða um land í gær og er áfram útlit fyrir slæmt veður á landinu samkvæmt athugasemdum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Ýmis óþægindi hafa fylgt óveðrinu en raskanir hafa orðið á flugi upp á síðkastið og ágangur sjávar hefur verið óvenjumikill, meðal annars á Granda í Reykjavík. Icelandair tilkynnti á vefsíðu sinni í gær að gripið hefði verið til niður- fellinga og seinkana á flugi sökum ofsaveðurs í Keflavík. Átta flugferð- um sem áætlaðar voru í gær var af- lýst ásamt einu flugi sem átti að fara í morgun. Þá urðu seinkanir á tíu flugferðum Icelandair. Foreldrar sóttu börn sín Appelsínugul viðvörun var í gildi við Breiðafjörð og á Vestfjörðum en gul viðvörun var meðal annars á höf- uðborgarsvæðinu. Voru foreldrar og forráðamenn barna á svæðinu hvatt- ir til að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs samkvæmt tilkynn- ingu frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, deildarstjóra al- mannavarnanefndar höfuðborgar- svæðisins og Slökkviliði höfuðborg- arsvæðisins. Sjór flæddi yfir á endurvinnslu- stöð Sorpu í Ánanaustum í gær- morgun vegna óheppilegrar vindátt- ar og hárrar sjávarstöðu að því er fram kom á mbl.is í gær. Eitthvert tjón varð vegna flóðsins en mbl.is hafði eftir Tryggva Ólafssyni, rekstrarstjóra endurvinnslustöðva Sorpu, að of snemmt væri að segja hversu mikið tjónið væri. „Það er fyrst og fremst að girð- ingin brotnaði og inn á stöðina kom snjór, sandur og grjót. Niðurföll stífluðust og sjór flýtur út um allt. Einnig eru smáskemmdir á húsi á svæðinu,“ sagði hann. Allt að 25 m/s voru á vestanverðu landinu og nokkur éljagangur á Suð- ur- og Vesturlandi sem og á Vest- fjörðum en Landsnet tilkynnti á Facebook-síðu sinni í gær að snark og glæringar hefðu aukist verulega vegna éls sem gekk yfir Vesturland- ið og því hefði verið brýnt að halda spennunni áfram lágri. Há sjávarstaða væntanleg Landhelgisgæslan vakti athygli á hárri sjávarstöðu um og eftir helgi á vef sínum í gær en stórstreymt á að verða á sunnudaginn. Starfsmenn Gæslunnar hvetja þá sem eiga skip við bryggju til að hafa það í huga. Morgunblaðið/Eggert Austurbæjarskóli Foreldrar barna í Austurbæjarskóla sóttu börn sín í skólann vegna veðurs. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Þór Appelsínugul viðvörun var í gildi á Ísafirði í gær þar sem varðskipið Þór lá bundið. Áfram útlit fyrir vonskuveður  Flugferðum aflýst vegna ofaveðurs  Allt á floti á endurvinnslustöð Sorpu Morgunblaðið/Eggert Brim Óheppileg vindátt varð m.a. til þess að sjór flæddi inn á Sorpu í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.