Morgunblaðið - 10.01.2020, Qupperneq 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2020
✝ Vilhjálmur Ein-arsson fæddist
á Hafranesi við
Reyðarfjörð 5. júní
1934. Hann lést á
Landspítalanum 28.
desember 2019.
Vilhjálmur var
sonur hjónanna
Einars Stefáns-
sonar frá Mýrum í
Skriðdal, bygg-
ingafulltrúa á Eg-
ilsstöðum, og Sigríðar Vil-
hjálmsdóttur frá
Hánefsstöðum í Seyðisfirði.
Eftirlifandi eiginkona Vil-
hjálms er Gerður Unndórs-
dóttir, f. 1.5. 1941. Börn Vil-
hjálms og Gerðar eru 1) Rúnar,
f. 14.12. 1958. Maki: Guðrún
Kristjánsdóttir. Börn: a) Krist-
ján, b) Vilhjálmur og c) Þor-
valdur. 2) Einar, f. 1.6. 1960.
Maki: Halldóra Dröfn Sigurð-
ardóttir. Börn: a) Gerður Rún,
b) Vilhjálmur Darri og c)
Valdimar Orri. 3) Unnar, f.
28.10. 1961. Maki: Hólmfríður
Jóhannsdóttir. Börn: a) Áróra,
b) Sigríður Ýr, c) Gerður
Kolbrá og d) Hrafnkatla. 4)
Garðar, f. 21.9. 1965. Maki:
Gestrún Hilmarsdóttir. Börn:
a) Hilmar, c) Vilhjálmur Árni
og c) Unndór Kristinn. 5)
Hjálmar, f. 2.10 1973. Maki:
Ragnheiður Hulda Friðriks-
dóttir. Börn: a) Elvar Otri, b)
Vilhjálmur Yngvi og c) Theo-
dór. 6) Sigmar, f. 3.1. 1977.
Börn: a) Einar Karl, b) Vil-
hjálmur Karl og c) Ingi Karl.
Móðir: Bryndís Einarsdóttir.
skólans. Loks gegndi Vil-
hjálmur starfi skólameistara
Menntaskólans á Egilsstöðum
frá upphafi skólans 1979 til
ársins 2001 og vann þar mikið
brautryðjendastarf. Frá 2001
var Vilhjálmur um árabil
stundakennari við Mennta-
skólann á Egilsstöðum og árið
2001 stofnaði hann Náms-
hringjaskólann sem var í nám-
skeiðsformi. Vilhjálmur var
góður sönglagasmiður og af-
kastamikill frístundamálari og
prýða myndir hans híbýli víða
um land. Meðal annarra starfa
má nefna að hann stofnaði og
rak Íþróttaskóla Höskuldar og
Vilhjálms ásamt Höskuldi Goða
Karlssyni íþróttakennara 1960-
1972. Var skólinn starfræktur í
Mosfellsdal, Varmalandi og
Reykholti í Borgarfirði. Vil-
hjálmur stofnaði bókaforlagið
Að austan sem gaf út tvær
bækur: Magisterinn og Silf-
urmaðurinn. Þá var hann ann-
ar ritstjóra bókarinnar Skóli
fyrir lífið, sem fjallar um seinni
tíma sögu og skólalíf í Héraðs-
skólanum í Reykholti. Vil-
hjálmur var formaður Ung-
mennasambands
Borgarfjarðar 1967-1970 og
vann meðal annars að því að
koma Sumarhátíðinni í Húsa-
felli á laggirnar. Vilhjálmur er
meðal fræknustu íþróttamanna
Íslendinga fyrr og síðar. Meðal
annars vann hann til silfur-
verðlauna fyrstur Íslendinga á
Ólympíuleikunum í Melbourne
1956 og var fimm sinnum kjör-
inn íþróttamaður ársins. Vil-
hjálmur er handhafi riddara-
kross hinnar íslensku
fálkaorðu fyrir framlag í þágu
íþrótta- og uppeldismála.
Útför Vilhjálms fer fram frá
Hallgrímskirkju í dag, 10. jan-
úar 2020, klukkan 15.
Barnabarnabörn-
in eru 14. Bræður
Vilhjálms eru
Stefán, f. 8.8.
1940, og Baldur
Kristjánsson, f.
6.3. 1951, uppeld-
isbróðir.
Vilhjálmur
gekk í barnaskól-
ann á Reyðarfirði,
farskólann á Völl-
um, Gagnfræða-
skólann á Seyðisfirði og Al-
þýðuskólann á Eiðum. Að
loknu landsprófi frá Eiðum
innritaðist Vilhjálmur í
Menntaskólann á Akureyri ár-
ið 1951 og útskrifaðist sem
stúdent frá stærðfræðideild
vorið 1954. Haustið 1954 hlaut
Vilhjálmur skólastyrk við
Dartmouth-háskólann í Banda-
ríkjunum og útskrifaðist þaðan
með BA-próf með áherslu á
listasögu. Þá sótti Vilhjálmur
framhaldsnám í uppeldis- og
kennslufræði við Gautaborg-
arháskóla 1974-1975 og 1990-
1993.
Vilhjálmur lagði mikið af
mörkum til íslenskra fræðslu-
og æskulýðsmála. Hann var
kennari við Héraðsskólann á
Laugarvatni, 1957-1958; skóla-
stjóri við Héraðsskólann á
Laugarvatni, 1959 vorönn;
kennari við Gagnfræðaskóla
Austurbæjar, 1959-1960 og
kennari við Samvinnuskólann á
Bifröst, 1959-1965. Þá var Vil-
hjálmur skólastjóri Héraðs-
skólans í Reykholti á árunum
1965-1979 á miklu blómaskeiði
Faðir minn átti farsæla ævi og
kom víða við. Í hugann kemur
fjölþættur áhugi hans á fólki,
ekki síst börnum og ungmennum.
Uppeldi nýrra kynslóða var að
hans mati mikilvægasta verkefni
hvers samfélags. Sjálfur hafði
hann alist upp við ástríki foreldra
á Reyðarfirði og Egilsstöðum, en
einnig fengið gott veganesti frá
föður- og móðurfólki í Skriðdal
og á Seyðisfirði. Ungmenna-
félagshreyfingin hafði líka sín
mótandi áhrif á barnið og ung-
linginn ásamt eldri íþróttaköpp-
um úr frændgarðinum. Hann
ákvað snemma að nýta íþrótta-
árangur sinn til góðs í starfi með
ungu fólki og horfði þá einkum til
uppeldislegs gildis íþróttanna.
Við bræður ólumst ekki upp í
skugga íþróttaafreka eða frægð-
ar. Afrekin voru í bakgrunni upp-
eldisins. Ekki var þrýst á neinn á
því sviði eða öðrum. Áhersla föð-
ur míns var á að allir hefðu sína
hæfileika og að hver og einn
þyrfti að finna sína fjöl og fá notið
sín. Íþróttir væru vettvangur
heilbrigðrar mannræktar til lík-
ama og sálar í virðingu iðkenda
fyrir sjálfum sér og öðrum. Auð-
vitað var faðir minn fyrirmynd
okkar bræðra á íþróttasviðinu,
en hann var fyrirmynd á fleiri
sviðum, enda áhugamálin fjöl-
þætt. Æskulýðs- og fræðslumál
voru áherslumál hans stærsta
hluta ævinnar. Sumarbúðir
Höskuldar og Vilhjálms bera
vitni um skilning hans á gildi
íþróttanna í samþættu uppeldis-
starfi. Mannræktarhugmyndir
föður míns sóttu meðal annars
fyrirmynd í lýðskólastarf Norð-
urlandanna. Hann hafði einstakt
tækifæri til að vinna að þeim
hugmyndum sem skólastjóri
Héraðsskólans í Reykholti á
miklu blómaskeiði skólans. Þar
lagði hann áherslu á að bóknám
skipti máli, en það yrði að skoða í
samhengi við uppeldi og mótun
manneskjunnar. Nám í skóla
þyrfti því að vera heildstætt en
taka jafnframt tillit til hvers og
eins. Hann var óhræddur við að
feta ótroðnar slóðir og stóð meðal
annars fyrir umbótum á borð við
víxlkennslu, námshringi og jafn-
ingjafræðslu. Þegar síðar tók við
skólameistarastarf við Mennta-
skólann á Egilsstöðum má segja
að stjórnandinn hafi verið kom-
inn í hlutverk sem var heldur
fjarlægara nemendum og að
nokkru leyti þrengra en í héraðs-
skólanum. Hér lagði faðir minn
þó áherslu á að hugmyndir hans
um skólastarf ættu áfram við
þótt áhersla á bóknámið væri
meiri.
Siðferðishugmyndir föður
míns byggðust á kristnum arfi
þjóðarinnar. Hann var að vísu lítt
hrifinn af orðastagli um kenni-
setningar og leyfði sér að líta
hina formlegu kirkjustofnun hóf-
lega gagnrýnum augum. Þetta
tengdist þeirri almennu afstöðu
hans að hvers kyns stofnanavæð-
ingu fylgdi vandi, hvort sem væri
í fræðslumálum, heilbrigðismál-
um, trúmálum eða íþróttamálum.
Vandinn væri sá að stofnanirnar
færu stundum að lifa eigin lífi og
hlutverk innan þeirra að hafa til-
gang í sjálfu sér óháð fólkinu sem
þeim væri ætlað að þjóna. En
kristni arfurinn var augljós í
áherslu föður míns á mannhelgi,
jafnræði og jöfn tækifæri, og í
áherslu hans á að hver og einn
ætti að leitast við að láta gott af
sér leiða.
Ég kveð þig, pabbi minn, að
leiðarlokum með trega en miklu
þakklæti fyrir allan stuðninginn,
hvatninguna og jákvæðu áhrifin.
Það er uppörvandi að sjá og
reyna á þessum síðustu dögum
hvað þú hefur markað djúp spor
og snert við mörgu fólki á öllum
aldri með orðum þínum og at-
höfnum sem íþróttamaður, skóla-
maður, félagsmálamaður, faðir,
tengdafaðir, afi, langafi og mann-
eskja. Guð blessi þig og varðveiti.
Rúnar Vilhjálmsson.
Meira: mbl.is/andlat
Elsku hjartans pabbi minn, nú
skilur leiðir okkar í fyrsta sinn.
Hugurinn reikar til fyrri tíðar,
uppvaxtaráranna í Reykholti þar
sem hver dagur var hlaðinn æv-
intýrum, íþróttaleikjum, sund-
ferðum, veiðiferðum, ferðalögum
og alls kyns bralli. Þú hafði ein-
stakt lag á því að lauma góðum
gildum inn í hverja þraut og
hvern leik og gera óvinsæl
skylduverkefni að spennandi
keppni. Á æskuheimilinu var
ávallt gestkvæmt, þar komu háir
sem lágir og fengu þeir allir sömu
móttökur. Pabbi fór ekki í mann-
greinarálit, hvorki gagnvart
sjálfum sér né öðrum.
Þessi mikli meistari var ávallt
laus við allt yfirlæti og dramb og
helgaði líf sitt fræðslu-, uppeldis-
og æskulýðsmálum alla tíð, þrátt
fyrir að ýmis gylliboð um annað
hafi staðið honum til boða á sín-
um yngri árum þegar hann var
fræg stórstjarna á Íslandi eftir
frækin afrek á erlendri grundu.
Utan heimilisins og af
ókunnugum var maður reglulega
minntur á afrek pabba en heima
var hann bara pabbi okkar, ynd-
islegur pabbi sem spilaði á gítar
og samdi lög sem hann söng með
mömmu, sagði okkur sögur fyrir
háttinn og fór með bænirnar með
okkur. Aldrei gerði hann sér-
staka kröfu um að við bræður
ættum að verða sérstakir afreks-
menn í íþróttum en lagði frekar
áherslu á að við fyndum hamingj-
una og létum ekki kappið bera
fegurðina ofurliði í lífinu.
Fjöldi Íslendinga hugsar hlý-
lega til pabba, bæði fyrrverandi
nemendur, sem skipta þúsund-
um, og þeir fjölmörgu sem sóttu
sumarbúðirnar sem hann starf-
rækti í gamla daga. Enn í dag
hitti ég fólk á förnum vegi sem
telur að þátttaka þess í sumar-
búðunum og þau gildi sem þar
voru viðhöfð hafi haft veruleg
áhrif á líf þess til góðs.
Það er einmitt það sem þú
gafst af þér elsku pabbi minn
sem situr fast eftir, það er þessi
sérstaka gjöf sem þú gafst án
þess að þú vissir af því sjálfur. Þá
gjöf gafstu til hinstu stundar.
Barnabörnin nutu þessarar gjaf-
mildi og soguðust að afa sínum
alltaf hreint. Stundum var það
við lítinn fögnuð tengdadætra
sem áttu það til að endurheimta
börn sín grútskítug eftir brall
með afa.
Í erfiðum veikindum sem byrj-
uðu fyrir rúmu ári og svo með
ýmsum áföllum og bakslögum
sem eftir fylgdu til lokadags
heyrðist þú aldrei kvarta, varst
miklu fremur að hugsa um hag
mömmu og okkar bræðranna. Þú
mættir örlögum þínum, sem
hægt og bítandi nálguðust, með
mikilli reisn og æðruleysi. Hjá
okkur bræðrum, mökum og
barnabörnum var ekkert eftir
ósagt eða ógert þegar kallið kom.
Eftir situr sorgin, sorg sem er
blessunarlega hlaðin ást og hlýju
og góðum gildum.
Það eru mér mikil verðmæti að
hafa átt bæði föður og besta vin í
einum og sama manninum alla
ævi. Minningar verma um sam-
verustundir, rökræður um lífsins
dýpstu mál, ferðalög innan lands
sem utan, matarboð og manna-
mót, allt hugljúfar minningar
sem gott er að eiga og eru nú
huggun harmi gegn.
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir
enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
Takk fyrir allt elsku pabbi
minn.
Garðar, Gestrún
og strákarnir.
Faðir minn er dáinn, en samt
ekki . Minningin lifir um einstak-
an mann sem ég var svo heppinn
að geta umgengist í daglegu lífi í
hátt í 60 ár. Pabbi var minn besti
vinur. Þökk sé sátt, með að mæta
fagnaðarerindi frelsarans eins og
barn, trúi ég því að leiðir okkar
pabba eigi eftir að liggja saman
að nýju í öðru ferðalagi, annarri
áskorun. Það verður gaman. Ég
var ekki ýkja gamall þegar ég
kynntist því fyrst hvernig mér
ókunnugt fólk talaði um pabba,
klappaði á kollinn á mér og
spurði hvort ég ætlaði ekki að
verða eins og hann. Í minning-
unni svaraði ég ekki þeirri spurn-
ingu en niðurlútur hugsaði mitt –
fannst spurningin óviðeigandi.
Pabbi var hetja í augum margra.
Fyrir mér var hann annað og
meira en íþróttahetja. Hann var
leikfélagi, kennari og hugmynda-
smiður sem bauð upp á ýmislegt
skemmtilegt og fjölbreytileikinn
mikill sem okkur bræðrum var
boðið upp á að kynnast. Já, boðið
var upp á að prófa, upplifa og
læra, en engin kvöð að gera það.
Ef ráðast þurfti í óvinsæl verk-
efni náði pabbi því oftast fram
með aðdáunarverðum hætti.
Verkefnin voru gerð spennandi
og skemmtileg eins og við átti
hverju sinni. Flott veganesti fyrir
lífið þar á ferð. Einhver sagði að
gjöfum sem við gefum í lífinu
megi skipta í þrennt. Gjöfin sem
við gefum af því að það er ætlast
til þess að við gefum hana. Gjöfin
sem við gefum af því að okkur
langar til að gefa hana. Og gjöfin
sem við gefum án þess að vita að
við gáfum hana. Lífshlaupið með
pabba og mömmu hefur sannar-
lega verið gjöfum prýtt. Síðast
nefnda gjöfin frá pabba til mín
hefur verið mér ómetanleg. Hið
sama gildir einnig um mömmu.
Uppvaxtarárin í Borgarfirði
voru okkur bræðrum afar gjöful.
Fyrstu árin í Bifröst 1960-1965
og síðar í Reykholti 1965-1979.
Heimili foreldra okkar í Reyk-
holt var eini staðurinn sem allir
fjölskyldumeðlimir gátu vísað til
þegar rætt var um að fara heim.
Það voru mikil forréttindi að
alast upp í Reykholti. Gildin í líf-
inu frá pabba og mömmu blöstu
við með hlutlægum hætti að
morgni hvers dags. Reykholts-
kirkja var í augsýn þegar úti-
dyrnar á heimilinu voru opnaðar
og leiðin í barnaskólarútuna lá
um sund milli fjóssins og íþrótta-
hússins. Við enda sundsins
gnæfði tignarleg menntastofnun,
stór fánastöng og styttan af
Snorra Sturlusyni. Öflug upplif-
un á nýjum degi fyrir hvern þann
sem vildi sjá. Á árunum í Reyk-
holti fæddust hugsanir sem
reyndust mér mikill aflvaki á
ferðum mínum með spjót um
heiminn. Allt frá unglingsárum
lutu samskipti og samtöl okkar
pabba mest að öðru en íþróttum.
Íþróttir voru valkvæð verkefni
okkar bræðra. Árin 1981 og 1985
kenndi ég við Menntaskólann á
Egilsstöðum og naut samstarfs
með pabba sem kennara og
skólameistara. Samvistin við
pabba og mömmu var sérlega
ánægjuleg á Austurlandi. Um-
ræða um stjórnun, skapandi við-
fangsefni, sögu, trúmál, þróun
mála innanlanda og á heimsvísu
fangar stóran hluta af okkar
samræðum. Faðir minn var
óþeytandi í að finna upp á nýjum
verkefnum, var fjölhæfur og
mennskur og leyndi því ekki.
Hann var besti pabbi sem ég get
hugsað mér.
Einar Vilhjálmsson.
Nítján erum við barnabörn
sem berum nú kveðju til þín gjörn.
Allt mas okkur er um megn
er í myrkrið þú heldur vilja’ okkar
gegn.
Minnast skal kveðskapar að kvöldi til
um kappa ýmsa, skepnur og spil.
Þar Toggi tyggjó var hetjan hraust
sem prinsessu í höll til bjargar skaust.
Sögur þessar, ráðgjöf og ræður
rifjast nú upp við þessar aðstæður.
Nú þráum við þessi atriði þrenn
þó ekki væri nema einu sinni enn.
Þorvaldur Rúnarsson.
Okkur systkinin langar að
minnast afa Villa sem féll frá
hinn 28. desember sl.
Þrátt fyrir sorg og söknuð
vegna hins yndislega afa okkar
er ekki hægt að neita því að yfir
okkur hellist á sama tíma ein-
skært þakklæti fyrir allar þær
góðu minningar sem við eigum
um hann.
Þegar við hugsum til afa Villa
sjáum við strax fyrir okkur þenn-
an vinalega mann sitjandi í stól
við arineldinn, syngjandi og spil-
andi á gítar. Það var alltaf mikil
tilhlökkun sem fylgdi því að fá að
fara í heimsókn til ömmu og afa á
Egilsstöðum. Hlýjan og gleðin
sem tók á móti manni var alveg
einstök. Amma Gerður var alltaf
búin að undirbúa komu okkar svo
dögum skipti ásamt því að fylla
frystinn með alls kyns kræsing-
um. Einn af hápunktum heim-
sóknanna var að fá að fara með
afa á Skruggu. Við styttum okkur
oft stundir á leiðinni með alls
kyns leikjum að hætti afa. Þar
stóð upp úr rímleikurinn og leitin
að andlitum í klettunum. Eftir-
minnilegt var líka hvernig hann
hlúði oft að bílnum sínum þegar
við nálguðumst erfiða vegakafla.
Þá átti hann það til að strjúka
mælaborðið og segja eitthvað á
þessa leið: „Svona kallinn minn,
við gerum þetta saman, þú getur
þetta.“ Oftar en ekki gekk það
eins og í sögu.
Barnabörnin soguðust svo að
honum enda var hann með ein-
dæmum barngóður, hlýr, róleg-
ur, hugmyndaríkur og þolinmóð-
ur. Sögustundirnar með afa eru
mjög minnisstæðar, hugmynda-
flugið virtist óendanlegt. Eftir-
minnilegustu sögurnar voru um
Togga nokkurn tyggjó sem var
notaður við hvert tækifæri til að
koma mikilvægum lífsreglum til
skila. Boðskapurinn gat verið að
borða hollan mat, vera dugleg að
hlusta á mömmu og pabba eða
vera dugleg/ur að hreyfa sig svo
maður festist nú ekki í fjalli af
tyggjói. Annar karakter sem er
mjög minnisstæður úr smiðju afa
Villa er Gleraugnaglámur. Hann
var „jólasveinninn“ sem bankaði
á gluggann á Útgörðum 2 ein
mjög eftirminnileg jól þar sem
allir synirnir, tengdadætur og
þau barnabörn sem voru fædd
voru samankomin. Afi Villi gaf
sér alltaf tíma til að tala við mann
um daginn og veginn, þó ekki í
síma, þá var hann fljótur að kalla
á ömmu til að taka við tólinu.
Emilía Dröfn, langömmu/afa-
barn ömmu Gerðar og afa Villa,
fékk þá fallegu hugmynd, daginn
eftir að afi kvaddi, að skrifa nafn-
ið hans niður á blað og finna ýmis
orð sem hún tengdi við langafa
sinn sem byrja á þeim bókstöfum
sem mynduðu nafnið hans. Okk-
ur þótti svo óendanlega vænt um
að sjá hversu lýsandi hennar orð
voru yfir þau karaktereinkenni
sem við öll þekktum og elskuð-
um.
V inalegur
I nnilegur
L ove
H amingja
J úní
Á st
L júfur
M eistari
U mhyggja
R indillinn
Við sjáum svo margt gott í fari
pabba okkar (Einars) sem minnir
okkur líka á afa Villa og því mun
minning hans lifa enn lengur hjá
okkur fyrir vikið.
Hvíldu í friði elskulegur alla
tíð.
Gerður Rún, Vilhjálmur
Darri og Valdimar Orri
Einarsbörn.
Kær mágur okkar, Vilhjálmur
Einarsson, er fallinn frá.
Villi, eins og við kölluðum
hann, kom inn á heimili okkar á
Hagamel sem kærasti systur
okkar, hann sem ungur maður en
við bara litlir krakkar.
Mikil var spennan hjá okkur
systkinunum þegar Gerður stóra
systir okkar kynnti hann fyrir
okkur. Foreldrum okkar leist
strax vel á þennan unga mann og
ekki síður okkur systkinunum.
Hann var föðurlegur í okkar
garð, sagði okkur sögur fyrir
svefninn, og oft voru þessar sög-
ur með undirliggjandi boðskap,
en fyrst og síðast skemmtilegar
og spennandi. Við systkinin nut-
um góðs af því hvað hann var ein-
staklega barngóður.
Mikill og góður vinskapur
hélst alla tíð innan okkar stóru
fjölskyldu. Oft var skipst á skoð-
unum og oftar en ekki benti hann
á fleiri hliðar á þeim málum sem
til umræðu voru. Þannig var
hann kennari og uppalandi fram í
fingurgóma. Honum var margt
til lista lagt, t.d. prýða málverk
eftir hann nú heimili margra í
fjölskyldunni. Hann var fjölhæf-
ur laga- og textahöfundur, og oft
var hann dómari í árlegri vísna-
keppni þar sem fjölskyldumeð-
limir spreyttu sig á að botna vel
valda fyrri parta.
Okkur er sérstaklega minnis-
stætt hversu umburðarlyndur og
skapgóður Villi var gagnvart
okkur systkinunum og hve æðru-
laus hann var í veikindum sínum
síðustu árin, aldrei heyrðist hann
kvarta.
Margs er að minnast og hug-
urinn reikar víða, en fyrst og
fremst þökkum við allar góðu
stundirnar sem við áttum saman
sem fjölskylda.
Við kveðjum Villa með sökn-
uði.
Systkinin á Hagamel,
Albína, Þórdís, Jón Egill og
Símon Reynir Unndórsbörn.
Vilhjálmur Einarsson kom
fyrst inn í líf fjölskyldu minnar
árið 1956. Elsta systir mín Gerð-
ur Unndórsdóttir vann sumar-
part í ísbúð á vegum Dairy queen
á Hjarðarhaga en hjá sama fyrir-
tæki vann Vilhjálmur og felldu
þau hugi saman við fyrstu sýn.
Bæði voru þau alveg sérstaklega
glæsileg og gagnkvæm ást þeirra
var ætíð innileg, einlæg og sönn
og samband þeirra hélt óslitið í
63 ár. Ég man að foreldrum mín-
um stóð ekki alveg á sama í byrj-
un enda var Gerður ung að árum
og ekki búin að ljúka gagnfræða-
námi sem þá var algengt að
stúlkur lykju. En eftir að foreldr-
ar mínir kynntust þessum unga
glæsilega manni þá vann hann
fljótt hug og hjörtu þeirra og
reyndar okkar systkinanna allra.
Vilhjálmur
Einarsson