Morgunblaðið - 10.01.2020, Síða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2020
✝ Guðrún Ög-mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
19. október 1950.
Hún lést á líknar-
deild Landspítala
31. desember 2019.
Móðir hennar
var Hulda Valdi-
marsdóttir, f. 10.
september 1922, d.
13. september
1981, en kjörfor-
eldrar hennar frá fæðingu
voru hjónin Ögmundur Jóns-
son yfirverkstjóri hjá Vita- og
hafnamálastofnun, f. 18. apríl
1918, d. 30. janúar 1971, og
Jóhanna J. Guðjónsdóttir hús-
móðir, f. 16. febrúar 1918, d.
23. desember 1986. Fóst-
ursystkini Guðrúnar, börn Jó-
hönnu, voru: Kristinn E. Guð-
mundsson, f. 1934; Sigríður
Presker, f. 1936, d. 1993; og
Jörgen Már Berndsen, f. 1937.
Hálfsystkini Guðrúnar, börn
Huldu, voru: Ágústa Olsen, f.
1943; Valdimar Olsen, f. 1948;
og Hulda Margrét Waddell, f.
1955, d. 2011.
Guðrún vann ýmis störf áð-
ur en hún hóf nám og starfaði
m.a. á dagskrárdeild Ríkis-
útvarpsins, var sviðsmaður í
Hún var varaforseti borgar-
stjórnar og formaður félags-
málanefndar 1994-1998. Hún
var þingmaður Samfylkingar-
innar í Reykjavík 1999-2007
og átti m.a. sæti í allsherj-
arnefnd, félagsmálanefnd og
heilbrigðis- og trygginga-
nefnd. Árið 2007 hóf hún störf
sem sérfræðingur í mennta-
málaráðuneytinu og gegndi
því starfi til ársins 2010 þegar
hún var ráðin á vegum
dómsmálaráðuneytisins sem
tengiliður ríkisins og þeirra
einstaklinga sem sætt höfðu
harðræði á vistheimilum á
vegum hins opinbera sem börn
og unglingar.
Guðrún giftist árið 1971 Val
Júlíussyni. Þau skildu. Sam-
býlismaður frá 1979 var dr.
Gísli Arnór Víkingsson, f. 5.
ágúst 1956, hvalasérfræðingur
hjá Hafrannsóknastofnun. Þau
giftust árið 1991. Foreldrar
hans voru hjónin Víkingur H.
Arnórsson, læknir og prófess-
or, og Stefanía Gísladóttir.
Börn Guðrúnar og Gísla eru:
1) Ögmundur Viðar, sviðs-
stjóri gæðaeftirlits hjá Alvo-
tech, f. 13. júní 1977, kvæntur
Birnu Daníelsdóttur, f. 13. júní
1981, og eiga þau þrjú börn:
Úlf, f. 19. ágúst 2004, Jörund,
f. 9. febrúar 2012, og Móeiði,
f. 26. desember 2017. Faðir
Ögmundar er Rúnar Svein-
björnsson rafvirki. 2) Ingi-
björg Helga, starfsmaður
Borgarholtsskóla, f. 9. apríl
1992.
Guðrún kom víða við á æv-
inni og lét sig miklu varða
jafnréttismál, málefni fatlaðra
og önnur brýn samfélags- og
réttlætismál. Hún var virk í
Rauðsokkahreyfingunni og
Kvennalistanum, vann með
Sjálfsbjörg og beitti sér m.a.
fyrir lagabreytingum á Al-
þingi sem höfðu í för með sér
verulegar réttarbætur fyrir
samkynhneigða. Guðrún sat í
stjórn UNICEF á Íslandi á ár-
unum 2011-2018, þar af 2016-
2018 sem stjórnarformaður.
Hún hlaut ótal viðurkenningar
fyrir brautryðjandastörf í
þágu mannréttinda, m.a.
heiðursmerki Samtakanna 78
og riddarakross hinnar ís-
lensku fálkaorðu 17. júní 2019
fyrir framlag í þágu mann-
úðar og jafnréttisbaráttu hin-
segin fólks.
Út kom á árinu 2010 saga
Guðrúnar Ögmundsdóttur,
Hjartað ræður för, skráð af
Höllu Gunnarsdóttur.
Útförin fer fram frá Hall-
grímskirkju í dag, 10. janúar
2020, klukkan 11.
Þjóðleikhúsinu,
uppeldisfulltrúi
við sérdeild
Hlíðaskóla og
starfaði á Grein-
ingar- og ráðgjaf-
arstöð ríkisins í
Kjarvalshúsi.
1979 hóf hún nám
í félagsfræði og
félagsráðgjöf við
Roskilde Uni-
versitetscenter og
lauk BS-námi árið 1983 og
cand.comm-prófi í hagnýtri
fjölmiðlafræði frá sama skóla
árið 1985. Að námi loknu var
hún um tíma starfsmaður
Sambands íslenskra náms-
manna erlendis (SÍNE), verk-
efnisstjóri hjá Lánasjóði ís-
lenskra námsmanna og félags-
málafulltrúi hjá Sjálfsbjörg.
Hún var yfirfélagsráðgjafi á
kvennadeild Landspítalans
1988-1994 og stundakennari
við læknadeild og
félagsvísindadeild HÍ um tíma.
Hún var varaborgarfulltrúi
Kvennalistans í borgarstjórn
Reykjavíkur 1988-1992 og
borgarfulltrúi 1992-1994 en
það ár var hún kosin borgar-
fulltrúi Reykjavíkurlistans og
sat sem slík til ársins 1998.
Guðrún frænka mín var ynd-
isleg kona. Góð, kærleiksrík og
mátti ekkert aumt sjá. Hún var
yngri systir föður míns. Ég var
þremur árum yngri en Guðrún.
Æskuárin mín voru að mörgu
leyti tengd Guðrúnu. Hún var
stundum í pössun hjá foreldrum
mínum og þá passaði hún mig
einnig. Mínar fyrstu minningar
um Guðrúnu eru frá Laugarnes-
veginum en þar bjuggu amma
og afi á efri hæð og ég með for-
eldrum mínum á neðri hæð.
Seinna flutti Guðrún á Hring-
brautina. Þangað var gaman að
koma í heimsókn og fór ég þá
oftast beina leið inn í herbergið
hennar til að hlusta á plötur en
hún átti grammófón sem var
ekki algengt á þessum árum.
Á sunnudögum hitti ég Guð-
rúnu í Æskulýðsráðinu á böllum
sem haldin voru þar síðdegis.
Mér fannst hún frænka mín
þekkja alla þar og fannst mér
mikið til hennar koma. Þá var
hún og vinkonur hennar orðnar
skvísur, eins og sagt var.
Hún fór til útlanda á sjöunda
áratugnum og gaf mér fallega
skyrtu með púffermum sem hún
keypti á Carnaby Street í Lond-
on. Þetta er flottasta skyrta
sem ég hef eignast. Þannig var
Guðrún, alltaf að gleðja aðra.
Röddin hennar Guðrúnar var
frekar rám og í prófkjöri Sam-
fylkingarinnar 2006 var húmor-
inn ekki langt undan þegar hún
útbjó dreifimiða með slagorðinu
„Þessi rödd er ómissandi“.
Eftir því sem árin liðu þá var
lengra á milli þess að við hitt-
umst en við vorum alltaf í sam-
bandi. Ég hitti Guðrúnu frænku
mína síðast í lok júlí, í afmæli
móður minnar, þar sem Guðrún
var hress þrátt fyrir erfið veik-
indi.
Elsku Gísli, Ögmundur og
Ingibjörg, megi algóður Guð
blessa ykkur og varðveita.
Ögmundur Kristinsson.
Hún kom eins og stormsveip-
ur inn í fjölskylduna fyrir fjöru-
tíu árum. Heimboð hjá foreldr-
um okkar í Hvassaleitinu eitt
sólbjart sumarkvöld. Í anddyr-
inu ókunnir og agnarsmáir her-
mannaklossar. Þarna hittum við
Gunnu í fyrsta sinn, granna og
fínlega með pönklegt yfirbragð.
Þykk og hrjúf rödd, sígarettan
á milli fingranna og tjáning með
öllum líkamanum. Þessi spútnik
hafði ákveðnar skoðanir á næst-
um öllum málefnum og hikaði
ekki við að láta þær í ljós.
Ranka frænka, öldruð ömmu-
systir okkar, varð orðlaus við
þessi fyrstu kynni „Nei, þessi
stúlka passar engan veginn fyr-
ir hann Gísla minn,“ sagði
Ranka, konan sem sjálf var allt-
af óhrædd við að segja sína
meiningu umbúðarlaust, hafði
oft synt á móti straumnum í
áttatíu ár og skapað sér sjálf-
stæða tilveru á tímum þegar
kvenfólk átti að vera upp á karl-
menn komið. Það sýndi sig að
líkur sækir líkan heim því fljót-
lega urðu þær Ranka mestu
mátar. Með Gunnu fengum við
annan vinkil á lífið og tilveruna.
Hvernig var annað hægt? Á við-
burðaríkri ævi sinni skapaði
hún aftur og aftur stormsveipi
sem hristu upp í fólki og fékk
það til að hugsa hlutina upp á
nýtt, að vakna. Gunna var fé-
lagsvera af Guðs náð. Hún elsk-
aði lífið án skilyrða, var ekkert
mannlegt óviðkomandi og um-
hyggjan fyrir þeim sem stóðu
höllum fæti og voru órétti beitt-
ir var henni í blóð borin. Fyrir
þessa minnihlutahópa lét hún til
sín taka á Alþingi.
Gunna var kona fram-
kvæmdanna, þar var ekkert
hálfkák í gangi. Ef besta lausn-
in gekk ekki upp fann hún fljótt
næstbestu leiðina, „þá höfum
við það bara svona … og ekki
orð um það meir!“ og allir undu
sáttir. Það var bara alltaf svo
gaman í kringum Gunnu. Hún
var listakokkur og virkilega í
essinu sínu innan um potta og
pönnur. „Konan sem er alltaf í
svo miklu stuði þegar hún eld-
ar,“ sögðu yngri fjölskyldumeð-
limirnir. Blik í augum þegar
eitthvað stóð til, gjarnan var
splæst í nýja flík eða skó og
Gunna lét ekki bíða eftir sér í
neinu teiti. Allir fengu knús og
óskipta athygli. Gunna var for-
sprakki ýmissa viðburða innan
fjölskyldunnar, stóð fyrir góu-
gleði, laufabrauðsbakstri og
sumarbústaðaferðum en einnig
var hún óumdeildur forsöngvari
kvæðanna um Ólaf Liljurós sem
hún söng af innlifun um hver
áramót. Gunna var einstaklega
jákvæð manneskja. Það kom
berlega í ljós í veikindabarátt-
unni undanfarna mánuði. Hún
átti t.d. erfitt með svefn vegna
verkja og svaf iðulega í hæg-
indastól frammi í stofu en fyrr
en varði voru andvökunæturnar
orðnar að mestu gæðastundum,
Gunna kveikti á kertum, hitaði
sér kaffi, hlustaði á góða bók og
heklaði dúkkuföt handa Móu.
Nei, Gunna frábað sér allt
mærðar- og meðaumkunartal,
en gaf endalaust af sér fram á
síðustu stundu, nærði, bætti og
kætti.
Nú er þessi stóra manneskja
horfin okkur sjónum, en áfram
munum við sjá fyrir okkur bjart
brosið, heyra í hrjúfu, ástúðlegu
röddinni og hrífast af lífsgleði
hennar.
Gísli, Ögmundur, Ingibjörg
Helga og fjölskylda. Við erum
innilega þakklát fyrir að hafa
fengið að verða samferða Gunnu
í gegnum lífið.
Svana, Þóra, Arnór,
Ragnheiður og Þórhallur.
Það var 15. maí árið 1976.
Keflavíkurgangan liðaðist niður
Kópavogshálsinn og það var þá
sem ég sá hana; ljóshærðu,
smávöxnu stelpuna sem arkaði
áfram haldandi á spjaldi með
slagorði gegn her í landi. Hún
hafði útgeislun á við heilt orku-
ver og ég ákvað að þessari
stelpu ætlaði ég að kynnast. Ég
lenti í partíi hjá henni um
kvöldið og nokkrum dögum
seinna boðaði ég komu mína í
heimsókn til hennar sem átti
eftir að marka upphafið að
órjúfandi vináttu okkar. Við átt-
um margar yndisstundir á Óð-
insgötunni, fyrst tvær einar og
svo með Ögmundi eftir að hann
fæddist. Gunna var miklu lífs-
reyndari en ég, kom úr flókinni
teygjufjölskyldu þar sem ég átti
fullt í fangi með að henda reiður
á hvernig öll hennar systkini
tengdust henni því þau tengdust
ekki endilega innbyrðis. Þá þeg-
ar þekkti hún hálfan bæinn og
átti vini í ólíklegustu hópum.
Svo vann hún fyrir sér og átti
bæði íbúð og bíl sem var ekki
algengt á þeim tíma. Samt var
hún einstæð móðir sem átti fáa
að. Við störfuðum saman í
Rauðsokkahreyfingunni, sung-
um í kór hreyfingarinnar og
skipulögðum fundi, uppákomur
og kappræður. Haustið 1979
ákváðum við svo að flytja til
Kaupmannahafnar, Gunna til
náms í félagsráðgjöf og ég í
sagnfræði. Þar hófum við bú-
skap saman á Amager fjórar
stelpur en fljótlega bættust
tveir strákar í hópinn og var
annar þeirra Gísli Arnór Vík-
ingsson. Gísli var bæði ljúfur og
fallegur með sínar dökku krull-
ur og það var fljótlega ljóst að
Gunna hafði einsett sér að
leggja snörur sínar fyrir þennan
strák. Það gerði hún svo með
bravúr á balli hjá Námsmanna-
félaginu á afmælisdaginn sinn
19. október 1979. Ég var heima
og passaði Ögmund og það var
því vel við hæfi, og mér mjög
mikils virði, að þau héldu upp á
40 ára samfylgd sína hjá mér í
Varsjá þann 19. október sl. Með
Gilla kom ákveðin kjölfesta inn í
líf Gunnu og hans stóra og sam-
heldna fjölskylda var henni
mjög mikils virði. Þetta var fjöl-
skyldan sem hún hafði alltaf
þráð en aldrei átt.
Eftir að heim var komið
störfuðum við saman í Kvenna-
listanum, síðan í Reykjavíkur-
listanum og loks í Samfylking-
unni. Stuðningur Gunnu var
ómetanlegur og það var ein-
stakt að hafa hana með í borg-
arstjórnarflokki og þingflokki
því hún gat lesið bæði einstak-
linga og hópa eins og opna bók.
Hún fann á sér þegar óánægja
var í uppsiglingu og lagði sig
fram um að skilja vandann og
finna lausn. Hún var umburð-
arlynd og víðsýn, reyndi alltaf
að setja sig í spor annarra og
talaði máli þeirra sem áttu und-
ir högg að sækja. En hún gat
verið snögg upp á lagið og hafði
litla þolinmæði fyrir sérgæsku
og tilætlunarsemi. Hún sýndi
vinum sínum mikla elsku en gat
líka sagt þeim til syndanna ef
henni fannst þeir eiga fyrir því.
Þá átti hún til að setja sig í
stellingar og tilkynna þeim „ég
fer ekki ofan af því“. Mest elsk-
aði Gunna samt fólkið sitt; Gilla,
Ögmund, Ingibjörgu, Birnu og
barnabörnin. „Ég er mikil
gæfumanneskja með fólkið
mitt“, sagði hún, og umvafði
þau með kærleika. Ég ætla að
gera það líka, nú þegar ég kveð
Gunnu mína full þakklætis fyrir
áratuga vináttu.
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir.
Þokkastýran okkar er fallin
frá. Guðrún Ögmundsdóttir
þokkastýra var félagsskapnum
okkar ómetanleg, enda myndi
flestum félögum vegna vel ef
þau hefðu slíka persónu í sínum
ranni.
Minnisstæð er Guðrún, frjáls-
leg í fasi, litskrúðug og jafnvel
nokkuð hippaleg þegar hún boð-
aði borgarfulltrúa til fundar ár-
ið 1986 um málefni Þingholt-
anna. Hún var þá nýkomin heim
frá námi en strax farin að láta
til sín taka í málefnum íbúa
borgarinnar. Einlægni hennar
og hispursleysi heillaði marga,
enda fór svo að árið 1990 var
Guðrún Ö. kosin til starfa í
borgarstjórn.
Á því kjörtímabili skapaðist
einstök vinátta meðal kvenna í
borgarstjórn þvert á flokka.
Konurnar ákváðu að gera sér
glaðan dag fyrir jólin utan
átakavallar Ráðhússins. Á þetta
komst hefð og í lok tímabilsins
var kominn formaður fyrir fé-
lagsskapinn, Katrín Fjeldsted,
þokkastýra Guðrún Ö. og með-
stjórnandi Guðrún Zoega. Þessi
embætti hafa þær haft með
höndum frá upphafi enda er
þetta félag ekkert gefið fyrir
„breytingar, kosningar eða
gjöld“. Af hógværð var valið
nafn á félagsskapinn, sem er
„Bæjarins bestu“!
Í tæp þrjátíu ár höfum við
notið félagsskapar hver annarr-
ar óháð því hvaða flokki við til-
heyrum. Við höfum fylgst með
sigrum og ósigrum hver ann-
arrar í mögnuðum hópi klárra
og skemmtilegra kvenna sem
hösluðu sér völl hér og þar í
þjóðfélaginu. Nokkrar hafa ver-
ið þingmenn, þar á meðal Guð-
rún Ögmundsdóttir sem sýndi
líka þar að hún var frumleg í
hugsum, frjálslynd og full rétt-
lætiskenndar.
Þokkastýran hefur hvað oft-
ast haft frumkvæði að því að
tími væri kominn á gleðskap.
Guðrún var alltaf hrókur alls
fagnaðar og átti til á árshátíð
borgarstjórnar að skemmta við-
stöddum með færeysku ívafi. Á
löngum fundum við fjárhags-
áætlun borgarinnar lagði hún
einnig spilastjörnur um framtíð-
ina með Sigrúnu M. sem lífguðu
syfjaða fulltrúa við.
Guðrún Ögmundsdóttir var
hispurslaus og hreinskiptin.
Hún hafði einlægan áhuga á
fólki almennt, óháð efnahag og
þjóðfélagslegri stöðu, en hjarta
hennar sló fyrst og fremst með
þeim sem minna mega sín.
Við sitjum nú eftir með sárt
ennið. Undirritaðar áttu því láni
að fagna að eiga ánægjulega
stund með Guðrúnu fyrir um
tveimur mánuðum. Hún bað
okkur þar að passa upp á fé-
lagsskapinn sem hefur verið
okkur öllum svo mikils virði.
Katrín Fjeldsted,
Guðrún Zoega og
Sigrún Magnúsdóttir.
Hönd var lögð á öxl mér, svo
tekið utan um mig og sagt
rámri röddu – nú verður sko
gaman hjá okkur, Þorgerður!
Ég leit á glaðlegt andlit Gunnu
sem blikkaði mig og faðmaði
hlýlega. Þetta var byrjunin á
þingsetu okkar árið 1999 og við
báðar komnar í allsherjarnefnd
þingsins. Þetta var upphafið að
óteljandi samtölum, bollalegg-
ingum, samverustundum. En
ekki síst vináttu.
Eitt af því sem veitir stjórn-
málum ómótstæðilegt aðdrátt-
arafl er tækifærið til að kynnast
fólki. Alls konar fólki. Fyrir mig
var Gunna aðdráttaraflið og
drifkrafturinn. Fyrirmyndin.
Hvernig hún umgekkst fólk og
nálgaðist mál. Gunna var
holdgervingur alls þess sem
gerir samfélag raunverulega
mennskt. Samtöl við Gunnu
voru stefnumót við mennskuna.
Í allsherjarnefndinni urðum
við Gunna nánar samstarfskon-
ur. Henni fannst ekki mikill til-
gangur í hlutverkaskiptingu í
stjórn og stjórnarandstöðu, ekki
síst þegar málefnin snertu rétt-
indi hinna ýmsu minnihluta-
hópa. Við vitum öll að Gunna
var réttsýn baráttukona en
hvernig hún náði að virkja þing-
ið og umhverfið til betri vegar
var aðdáunarvert. Ekki með lát-
um heldur sjarma og óbilandi
eldmóði í þágu réttlætis. Hún
hélt fólki við efnið. Talaði við þá
sem þurfti að tala við í margs
konar réttindabaráttu hennar
fyrir þá hópa sem samfélagið
hafði ekki tekið nægilega utan
um. Hún missti aldrei sjónar á
því að rétta af ranglætið. Hún
var andleg fyrirmynd, glaðsinna
og einlæg hugsjónakona.
Þegar Gunna hætti á þingi
árið 2007 kom hún í mennta-
málaráðuneytið með sína sér-
þekkingu til að sinna hópum
sem áttu við erfiðleika að etja
innan skólakerfisins. Þar, eins
og annars staðar, varð hún þessi
mannlegi segull á allt og alla.
Ráða- og raungóð. Með henni
varð allt betra. Hvar sem hún
bar niður.
Hvernig hún fann síðan allan
þann tíma sem hún gaf fyrir vini
og vandamenn er lýsandi fyrir
Gunnu. Alltaf til staðar með sín
góðu ráð og mikla kærleika. Í
stóru sem smáu. Þessi klettur
með rámu röddina. Sem í yfir 20
ár hefur alltaf minnt mig á
gleðina og bent mér á vonina.
Hvað sem á hefur bjátað. Þann-
ig var Gunna. Einlæg, örlát, fal-
leg, styðjandi, hvetjandi, um-
vefjandi. Allt til hins síðasta.
Rúmum sólarhring áður en hún
kvaddi áttum við einstaka stund
saman og henni lýsandi. Rædd-
um fólkið okkar, hún spurði um
úrræði fyrir barnið mitt og svo
var töluð pólitík. Skilaboð
Gunnu voru skýr. Fyrst kæmi
hjartað, síðan myndi hitt fylgja.
Láta hjartað ráða för.
Megi hið eilífa ljós lýsa Guð-
rúnu Ögmundsdóttur.
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir.
Fyrstu kynni mín af Guðrúnu
Ögmundsdóttur voru á fallegu
sumarkvöldi í Búðafjöru. Ég var
þar á rölti ásamt vinkonu sem
þekkti Gunnu frá fyrri tíð – og
var samstundis slegið upp í
strandpartí, þar sem Gunna og
vinkonur hennar sungu „We are
going on a summer holiday“ og
stigu viðeigandi spor með. Ég
hreifst strax af húmornum og
kátínunni sem skein af Gunnu
og seinna lágu leiðir okkar sam-
an þegar við sátum báðar á Al-
þingi. Þá varð okkur strax vel til
vina og maður minn hvað
margra góðra stunda er að
minnast á þessu ferðalagi með
elsku Gunnu. Fyrir utan árin á
þingi þá koma upp í hugann
sumarleyfin með Ingibjörgu
hennar og sonum mínum til
sólarlanda, sögustundirnar með
Sigrúnu og fleiri vinkonum í bú-
stað, þar sem dramatískar sögur
formæðra voru rifjaðar upp,
matarboðin, söngstundir við
undirleik Gilla. Gunna hafði
sterkt innsæi og það var erfitt
að leyna hana einhverju, hún las
mig alltaf eins og opna bók.
Stundum var eins og hún byggi
hreinlega yfir göldrum. Ógleym-
anleg er mér ferð okkar og
krakkanna með Baldri í Flatey
þar sem Gunna „tók sjóveikina“
úr ungum syni mínum, sem bók-
staflega læknaðist af flökurleik-
anum eftir að Gunna lagði hend-
ur yfir kvið hans og henti
„gubbunni“ út í buskann! Eftir
stóð strákurinn alheill og alveg
hlessa á þessari lækningarað-
ferð. Gunna var ráðagóð ef eitt-
hvað bjátaði á og það var ósjald-
an sem ég hringdi í hana til að
fá lánaða dómgreind í flóknum
aðstæðum. Og hún sagði mér
líka óhikað til syndanna ef henni
fannst ég ekki á réttri leið og
oftar en ekki treysti ég á átta-
vitann hennar og innsæið – jafn-
vel betur en mitt eigið. Nú er
elsku Gunna farin í sumarlandið.
Ég á eftir að sakna þessarar lit-
ríku vinkonu minnar en hún
mun alltaf búa í hjarta mér. Ég
og strákarnir, Magnús og Hlöð-
ver, þökkum fyrir samveru-
stundirnar og vottum Gísla,
Ingibjörgu, Ögmundi, Birnu og
barnabörnunum okkar dýpstu
samúð.
Bryndís Hlöðversdóttir.
Um árabil hefur hópur
Kvennalistakvenna hist í hádeg-
inu á Jómfrúnni á föstudögum
til að taka stöðuna í kvennabar-
áttunni, ræða fréttir vikunnar
og styðja og styrkja hver aðra.
Baráttukonan Gunna Ö. var ein
okkar. Hún sýndi oft mikil til-
Guðrún Ögmundsdóttir