Morgunblaðið - 10.01.2020, Page 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2020
✝ Leif MagnúsGrétarsson
Thisland fæddist í
Kristiansand í Nor-
egi 22. janúar 2003.
Hann lést af slysför-
um í Núpá í Eyja-
firði 11. desember
2019.
Foreldrar hans
eru Grétar Már
Óskarsson, f. 4. des-
ember 1980, sjó-
maður og vélamaður í Vest-
mannaeyjum, og Heidi Thisland
Jensen, f. 4. janúar 1983 í Noregi,
d. 20. mars 2011. Leif Magnús er
elstur þriggja systkina, systur
hans samfeðra eru Elísabet Erla,
f. 5. júlí 2012, og Alexandra
sen, f. 12. janúar 1990, og Arne
Jensen, f. 11. júní 1995.
Systir Grétars er Valgerður
Erla Óskarsdóttir, f. 30. maí
1986, og sambýlismaður hennar
Brynjólfur Ásgeir Brynjólfsson,
f. 15. ágúst 1988. Börn þeirra eru
Malín Erla, f. 24. nóvember 2013,
og Kári Kristinn, f. 10. júní 2017.
Leif Magnús var nemandi í
Grunnskóla Vestmannaeyja.
Hann hafði undanfarin ár þrátt
fyrir ungan aldur stundað sveita-
störf af kappi, aðallega á bæj-
unum Hvassafelli, Steinum og
Drangshlíð undir Eyjafjöllum.
Nú síðast á bænum Leyningi í
Eyjafirði. Sveitastörf og véla-
vinna voru Leif Magnúsi mjög
hugleikin. Þrátt fyrir ungan ald-
ur átti hann tvær dráttarvélar og
líklegt að hugur hans hafi stefnt
til frekari landvinninga í sveita-
stöfum og landbúnaði.
Útför hans fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum í
dag, 10. janúar 2020, klukkan 15.
Árný, f. 11. nóv-
ember 2013, móðir
þeirra og fyrrver-
andi sambýliskona
Grétars Más er Sig-
rún Agata Árna-
dóttir, f. 16. sept-
ember 1987.
Móðuramma Leif
Magnúsar er Jorun
Thisland, f. 26.
ágúst 1958, og móð-
urafi Stein Arne
Jensen, f. 5. júní 1957 d. 13. okt
2003. Föðuramma er Torfhildur
Helgadóttir, f. 11. júní 1959, og
föðurafi Óskar P. Friðriksson, f.
19. júní 1958. Systkin Heidi eru
Lisa Marie Jensen, f. 3. október
2000, og bræðurnir Andreas Jen-
Elsku (Leif) Magnús.
Þetta var högg. Nei, þetta var
kjaftshögg. Slys, kunnáttuleysi,
klaufaskapur, kæruleysi. Stór orð
eins og ef og af hverju eru orð
sem ég hef mikið hugsað um, spyr
út í loftið. En fæ ekkert svar.
Þetta var slys,ekkert annað.
Þú þessi fallegi ungi glókollur.
Rétt að stíga þín fyrstu skref út í
lífið.
Ég man: Þegar við hittumst
fyrst. Lítill teinréttur ljóshærður
hrokkinkollur, feiminn, feginn að
sleppa í burtu eftir að hafa verið
kynntur fyrir þessari ókunnugu
konu. Þegar við hittumst á fæð-
ingardeildinni, bæði komin til að
hitta nýjan fjölskyldumeðlim. Þú
að hitta litla systur og ég að hitta
lítið barnabarn. Þú varst svo
stoltur af henni, straukst litla
fingri blíðlega yfir enni hennar og
brostir svo undurblítt til hennar.
Þegar ég kom til Eyja, kastaði á
þig kveðju þar sem þú sast
spenntur í sófanum með toppinn
ofan í augum og fjarstýringuna
þar fyrir neðan. Ekki kom svarið
heldur: „Þú ert að trufla mig.“
Þegar leikurinn var búinn komstu
til mín og oftar en ekki fékk ég
faðmlag. Þegar við vorum saman
inni í stofu. Þú spurðir mig hvort
ég vildi líka vera amma þín. Ég
sagði að það væri meira en vel-
komið. Veistu hvað mér þótti
vænt um þessa bón? Þegar þið
Agga sátuð við eldhúsborðið og
unnuð heimanámið. Þér fannst
það svo leiðinlegt. Þú þoldir þetta
ekki. En Agga gafst ekki upp og
með þolinmæði og samningavið-
ræðum tókst ykkur þetta. Þegar
þú komst í bæinn með snjóbrettið
og þið Agga og systur þínar fóruð
saman upp í Bláfjöll. Hvað það
var yndislegt að horfa á ykkur
brosandi, hamingjusöm. Þegar þú
birtist á pallinum hjá okkur síð-
astliðið sumar. Svona líka fullorð-
inn, myndarlegur. Fórst hjá þér
þegar ég rauk á þig og faðmaði
þig. Ég hefði faðmað þig aftur ef
ég hefði vitað að þetta væri síð-
asta sinn sem ég sæi þig.
Samúðarkveðja til þín elsku
Grétar. Missir þinn er mikill.
Hann gerði þig að föður. Hann
var heppinn að eiga þig að. Sam-
úðarkveðja til þín elsku Óskar.
Þín vegna átti hann alltaf öryggi
og athvarf. Samúðarkveðja til þín
elsku Hildur. Hann gerði þig að
ömmu. Hans vegna varst þú alltaf
til staðar. Samúðarkveðja til þín
elsku Valgerður. Hans vegna
varst þú besta frænka sem hægt
var að hugsa sér. Þolinmóð og
stríðin. Samt blíð og kærleiksrík.
Samúðarkveðja til þín elsku Agga
mín. Þú áttir svo auðvelt með að
styðja hann og hughreysta. Hann
bar mikla virðingu fyrir þér. Hjá
þér gat hann alltaf fengið ráð og
stuðning. Haldið áfram að hafa
Leibbahelgi. Samúðarkveðja til
ykkar elsku Elísabet Erla og
Alexandra Árný. Hans vegna
fenguð þið stóra bróður. Ykkar
vegna eignaðist hann systur.
Haldið fast í minninguna um sím-
talið frá honum. Hann sýndi ykk-
ur hvað hann elskaði ykkur og
hvað hann var stoltur af ykkur.
Það er þyngra en tárum taki að
sjá á bak þessu fallega sambandi
sem hefði orðið svo miklu meira,
betra og fallegra.
Elsku drengurinn.
Farðu í friði hvert sem þú ferð
og hvar sem þú verður vil ég að
þú vitir að:
Ég mun hitta þig
þegar tíminn ákveður
hvenær okkar slóð
liggur saman
á ný
Erla Baldursdóttir.
Þú varst bara sjö ára þegar þú
ráfaðir aleinn í skóginum við
Mandal. Heimabæ móður þinnar í
Noregi og þú leitaðir hennar.
Hún hafði verið tekin frá þér, far-
in upp til ljóssins sem þú reyndir
að finna á milli þéttra trjátopp-
anna. En það tók þig ekki nema
níu ár að finna ljósið og mömmu
þína, hrakinn og blautur. Þú elsk-
aðir sveitina, túnin, heyið og hey-
skapinn á stórum vélum. Þú varst
bara 15 ára, búinn að kaupa tvo
traktora en fáir peyjar á þínum
aldri geta stjórnað stærstu trak-
torum með heytætlur og rúlluvél-
ar í eftirdragi. Ég man þegar ég
koma fram að Mosunum í fyrra
með þér, Páli Magnúsi heitnum
og pabba þínum. Þú snaraðist út
úr bílnum, tókst stórt skrúfjárn
og tengdir milli pólanna á raf-
geyminum og vélin hrökk í gang.
Snaraðist fimlega upp stigann,
inn í risa traktorinn, kúplaðir
heytætlunni inn, settir í gír og
vélin æddi af stað, glæsilegt. Ég
horfði hugfanginn á eftir þér, þú
hélst í stýrið og leist út um aft-
urrúðuna til að athuga hvort allt
væri í lagið og gjóaðir svo aug-
unum til Ása frænda sem var eitt
bros. Rosalega vorum við montnir
á þessu augnabliki. Ég af þér og
þú, náttúrubarn á heimavelli lífs
þíns. Og í sumar þegar Leif og
faðir hans tóku við Steinabúinu
við fráfall Madda kom ég að þeim
feðgum í heyskap. Grétar að raka
heyi í garða og Leif Magnús rúll-
aði. Það stíflaðist í vélinni og minn
maður sveiflaði sér út úr trak-
tornum, lagðist undir rúlluvélina
og reif úr henni heyið. Þarna var
maður á ferðinni sem kunni sitt
fag og sló ekki slöku við þó að
langt væri liðið á kvöld eftir
marga langa daga. Hann var bara
16 ára en kröfurnar sem gerðar
voru til hans voru kröfur á full-
orðinn mann. Það var óraunhæft,
en hann var ákveðinn í að verða
bóndi, átti tvo traktora og var
klár í slaginn. Var alvörupeyi sem
fór sína leið og ætlaði að meika
það í sveitinni. En Leif átti ekki
eins góða samleið með skólabók-
unum og sveitalífinu. Maður þarf
ekki að kunna dönsku eða sam-
félagsfræði til að geta unnið á
stærsta traktornum í sveitinni
með rúlluvél í eftirdragi, eða
aleinn að bera skít á tún fram á
nótt. Gera við, vera maður og
halda öllu gangandi. En það er
ekki prófað í skólanum hvað mað-
ur kann í lífinu. Ekki frekar en í
þinginu. Þá hefði minn maður
dúxað alla grunnskóla. Grunn-
skólakerfið er ekki fyrir nemend-
ur sem kunna meira á lífið en
kennslubækurnar. Samt ætlaði
Leif að koma heim og klára nám-
ið, hann var tilbúinn þegar hann
tók þá ákvörðun sjálfur. Ég
heyrði í honum rétt fyrir slysið og
við ætluðum að hittast í Eyjum
um jólin. Hann var kokhraustur
og ætlaði að taka bílpróf í janúar
og kaupa sér Mustang. Leif bar
sig vel í símtalinu, en svo brast
röddin. Hann var bara barn,
blessaður litli frændi minn,
óharðnaður og bjó að þyngri
reynslu en barn á að bera. Ég
sagði honum ekki frá því að við
hinn endann á línunni láku líka
tárin mín. Við kvöddumst sem
vinir með tárvot augu. Síðasta
kveðjan var blaut og köld eins og
þegar Leif kvaddi þennan heim á
leið inn í ljósið á milli trjátopp-
anna í Mandal.
Votta Grétari Má, systrum
Leifs og fjölskyldunni samúð.
Ásmundur Friðriksson.
Við í sveitinni okkar undir
Eyjafjöllum höfum fengið að
reyna að tilveran er undarlegt
ferðalag eins og Tómas Guð-
mundsson kvað fyrr á árum. Við
erum gestir en ráðum ekki hvað
langan tíma við fáum. Það bætast
nýir hópar í skörðin en það kemur
enginn í staðinn fyrir þá sem við
missum. Og elsku Leif Magnúsi
mínum honum lá svo reiðinnar
ósköp á.
Ég kynntist Leif Magnúsi þeg-
ar hann fimm ára gamall kom
með Grétari pabba sínum að
Hvassafelli eftir að ég flutti þang-
að. Þá strax kotroskinn, glaður og
stríðinn strákur. Grétar hafði
verið hér á hlaðinu frá því hann
var smá peyi, fyrst hjá Sigurjóni í
Steinum og síðan hjá Magnúsi
mínum á Hvassafelli. Grétar var
Magnúsi miklu meira en vinnu-
maður því hann var honum eins
og sonur og einn af hans bestu
vinum. Ég held að það hafi fáum
komið á óvart þegar Grétar ákvað
skíra son sinn í höfuðið honum og
Leif Magnús
Thisland
✝ MagnhildurSigurðardóttir
fæddist í Efsta-Dal í
Laugardalshr.
Árn., 4. desember
1922. Hún lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Mörkinni í
Reykjavík 2. janúar
2020. Hún var dótt-
ir hjónanna frá
Efsta-Dal, Jór-
unnar Ásmunds-
dóttur húsfreyju, f. 5. okt. 1880 í
Efsta-Dal, d. 11. júní 1970 í
Reykjavík, og Sigurðar Sigurðs-
sonar, bónda í Efsta-Dal, f. 14
jan. 1879 í Eystri-Dalbæ í Land-
broti, V-Skaft., d. 17. mars 1946 í
Efsta-Dal. Systkini Magnhildar
voru: Ásmundur, f. 1913, d. 1996,
Magnhildur, f. 1914, d. sama ár,
Sigurður, f. 20. sept. 1915, d. 2.
des. 2008, Steinunn, f. 1917, d.
1976, Magnús, f. 1918, d. 1997,
Ingvar, f. 1919, d. 1990, og
Björn, f. 1920, d. 2008.
Magnhildur giftist 17. október
1942 Sigurði Friðriki Jónssyni
búfræðingi og lögregluþjóni en
foreldrar hans voru Sigrún Sig-
urðardóttir húsfreyja, f. 12. júní
1891 í Tjarnargarðshorni, Svarf-
Sigrún, f. 22. mars 1955. M.
Þröstur Þorvaldsson, f. 24. okt.
1956. Börn hennar: Jóhann Pét-
ur, f. 13. jan. 1975, Snorri, f. 10.
júlí 1983, Birkir, f. 9. mars 1993,
Hlynur, f. 9. mars 1993. Börn
hans: Kristinn Andri, f. 2. des.
1976, Sólveig, f. 23. júlí 1980. 5)
Jón, f. 8. des. 1957. M. Ingibjörg
Þóra Arnarsdóttir, f. 31. jan.
1958. Börn hans: Karen Amelía,
f. 15. júní 1979, Daði Rúnar, f.
20. maí 1982, Heiða Rún, f. 23.
okt. 2000, Ásta María, f. 5. maí
2002. Börn hennar: Arnar
Ström, f. 27. feb. 1981, Sólveig
Lilja Ström, f. 1. nóv. 1983. 6)
Hilmar Steinar, f. 1. apríl 1963.
K. Þórdís Sigurðardóttir, f. 20.
nóv. 1965. Börn þeirra: Guð-
björg, f. 8. ág. 1990, Jóhannes, f.
27. okt. 1992, Hildur Sif, f. 5. júní
1999.
Magnhildur ólst upp í Efsta-
Dal í Laugardal, en flutti til
Reykjavíkur um 1940 og bjó á
Snorrabraut 35 en 1954 flutti
fjölskyldan í Skaftahlíð 29. Eftir
að börnin komust á legg starfaði
Magnhildur við ýmis störf,
lengst af á Grensásdeild Land-
spítalans. Síðustu árin bjó hún í
Mörkinni við Suðurlandsbraut,
fyrst í leiguíbúð en flutti síðan á
hjúkrunarheimilið í Mörkinni
þar sem hún lést.
Útför Magnhildar verður
gerð frá Dómkirkjunni í Reykja-
vík í dag, 10. janúar 2020, og
hefst klukkan 13.
aðardalshr., Eyjaf.,
d. 8. nóv. 1972 í
Reykjavík, og Jón
Þorsteinsson, út-
vegsbóndi á Fagra-
nesi á Langanesi,
N-Þing., síðar bóndi
á Syðri-Grund í
Svarfaðardal, Eyj.
1930, f. 29 ágúst
1889 á Blikalóni á
Melrakkasléttu,
Presthólahr., N-
Þing., d. 4. des. 1939 á Akureyri.
Börn: 1) Júlíus, f. 5. feb. 1943 í
Reykjavík, d. 18. nóv. 2017. K. 28
des. 1963 Jóhanna Ellý Sigurð-
ardóttir, f. 24. júlí 1943 í Kefla-
vík. Börn þeirra: Erlendur Ás-
geir, f. 25. júní 1964, d. 19. apr.
2011, Hildur, f. 1. nóv. 1966, Júl-
íus Þór, f. 16. maí 1975, Davíð, f.
18. maí 1978. 2) Sigurður, f. 16.
mars 1945. Börn: Svala Rún, f.
25. feb. 1966, Elísabet, f. 27. nóv.
1973, d. 11. mars 2010, Egill
Ragnar, f. 22. ág. 1980. 3) Jór-
unn, f. 22. jan. 1951. M. Sigurður
Kolbeinn Eggertsson, f. 20. feb.
1949. Börn þeirra: Sigur-
mundur, f. 26. nóv. 1972, Stein-
unn Hildur, f. 12. júní 1974, Sig-
urður Friðrik, f. 3. apr. 1978. 4)
Mamma kvaddi í Mörkinni í
Reykjavík 2. janúar sl. og hefði
orðið 98 ára á þessu ári. Í Mörk-
inni leið henni vel í góðri íbúð þar
sem alltaf var heitt á könnunni og
nóg til með kaffinu. Pönnukök-
urnar hennar voru frægar og lifði
hún fyrir að taka vel á móti gest-
um sínum. Undir lokin bjó hún á
hjúkrunarheimilinu í Mörkinni og
sýndi starfsfólkið þar henni alltaf
einstaka vináttu.
Mamma hafði alla tíð sterka
tengingu við æskuheimili sitt í
Efstadal. Móðir hennar Jórunn
og faðir hennar Sigurður voru
dugnaðarfólk og frumkvöðlar í
sveitinni. Hún var alltaf svo stolt
af þeim þar sem þau voru langt á
undan sinni samtíð. Mamma
sýndi ung hversu kjörkuð hún var
þegar hún flutti ein til Reykjavík-
ur árið 1940, þá aðeins 18 ára.
Hún vildi vera nálægt Steinu
systur sinni sem hafði yfirgefið
Efstadalinn á þessum tíma. Milli
systranna var einstaklega náið
samband. Mamma fékk vinnu á
veitingastað í Aðalstræti og Ráða
vinkona hennar útvegaði her-
bergi til leigu á Baldursgötunni
fyrir þær báðar. Síðan kom pabbi
fljótlega inn í myndina og eitt
leiddi af öðru.
Mamma var engri lík hvernig
hún tengdist fólki sterkum bönd-
um, ungum sem öldnum. Hún var
dagmamma í nokkur ár og sum
barnanna sem hún passaði urðu
síðan hluti af okkar fjölskyldu.
Hún var gleðigjafinn í fjölskyldu-
boðunum og hláturinn hennar
ómaði um allt húsið. Hún hélt fjöl-
skyldunni saman frá því ég man
eftir mér í gegnum súrt og sætt.
Við vorum öll sex systkinin að
reyna að ná athygli hennar alla
daga og við vildum öll standa okk-
ur vel fyrir mömmu. Ég sagði
reglulega við hana að ég ætti
bestu mömmu í heimi og hún var
alltaf miðpunkturinn í öllu í okkar
lífi. Þegar ég bauð vinum mínum
heim í partí enduðu allir inn í eld-
húsi hjá mömmu að spjalla og þar
var kátt á hjalla. Gleðigjafinn hún
mamma var alltaf tilbúin að mæta
í allar veislur eða fara í bíltúra og
síðast en ekki síst elskaði hún að
ferðast um heiminn.
Minnisstæðar eru ferðirnar
okkar saman til Kaupmannahafn-
ar að heimsækja Unu systur. Þá
var mikið fjör og hlegið frá
morgni til kvölds. Einnig var ferð-
in til Berlínar 2014 með mömmu
og Nonna bróður mikil ævintýra-
ferð. Í þeirri ferð var mamma að
verða 92 ára og fannst sjálfsagt að
taka með sér soðið hangilæri því
það mátti enginn verða svangur í
hennar ferðum. Hún lifði fyrir
börnin sín og tengdist þeim öllum
mjög sterkum böndum og var
þeim frábær móðir, besti vinur og
helsti ráðgjafi. Mamma lagði
áherslu á dugnað, menntun,
sparnað og mikilvægi þess að eiga
sitt eigið húsnæði. Hún var snjöll í
fjármálum og hafðir skoðanir á
pólitík. Mamma átti viðburðaríka
ævi og komst í gegnum erfiðleik-
ana með dugnaði og ótrúlegum
styrk. Lífið verður aldrei eins án
mömmu en minningin um hana og
gildin hennar munu lifa áfram
meðal okkar barnanna.
Hvíl í friði elsku mamma.
Hilmar Steinar Sigurðsson.
Við andlát móður minnar,
Magnhildar Sigurðardóttur frá
Efsta-Dal, koma upp í hugann
nokkur minningabrot liðinna ára.
Þann 4. desember árið 1922 fædd-
ist lítil perla í gamla bænum í
Efsta-Dal í Laugardal. Magnhild-
ur hét hún, kölluð Magga og lést
hún 2. janúar sl., þá 97 ára gömul.
Ég líki móður minni við dýrmæta
perlu vegna þess að perla getur
verið einstök, sérstaklega verð-
mæt, sterk og einnig getur hún
stækkað og dafnað í skelinni
sinni. Móðir mín var yngst í hópi
sjö systkina og að sjálfsögðu var
hún í miklu uppáhaldi hjá foreldr-
um sínum og sérstaklega var
kært með henni og Steinu eldri
systir hennar. Margar sögur hef-
ur maður nú heyrt úr sveitinni og
sérstaklega er mér minnisstæð
sagan þegar Sigurður faðir henn-
ar kom ríðandi á hesti úr jóla-
kaupstaðarferðinni á aðventunni,
þá kaldur og blautur. Litla perlan
hans kom þá á harðaspretti niður
Efsta-Dals brekkuna til að taka á
móti honum og færði honum þá
þurra og hlýja ullarvettlinga sem
Jórunn kona hans hafði þá prjón-
að. Þessi litla perla fékk gott upp-
eldi í Efsta-Dal og óx þar úr grasi,
hún var ansi spræk og fjörug og
var mikil pabbastelpa.
En það kom að því að perlan yf-
irgaf skelina sína í Laugardalnum
þá 18 ára og flutti til Reykjavíkur
sem þá var hernumin af breska
hernum, eða árið 1940. Hún festi
fljótlega ráð sitt, kynntist Sigurði
F. Jónssyni sem hafði þá stuttu
áður yfirgefið Svarfaðardalinn og
réð sig í vinnu fyrir sunnan. For-
eldrar mínir eignuðust sex börn
og ég var svo heppinn að vera eitt
af þeim og næstyngstur.
Móðir mín lifði alltaf mjög heil-
brigðu lífi, fór í sund, göngur og
elskaði gömlu dansana. Hún gerði
jógaæfingar á stofugólfinu heima
langt fram eftir aldri og það geisl-
aði af henni lífskrafturinn. Hún
gekk með mér á topp Esjunnar
þegar hún var komin yfir sjötugt
og einnig tók hún þátt í víða-
vangshlaupum. Haustið 2014 tók
ég þátt í Berlínarmaraþoninu og
móðir mín ákvað að koma með
sem dyggasti stuðningsaðilinn, en
þá var hún að verða 92 ára.
Hlaupið gekk vel og við áttum
yndislega daga í Berlín ásamt
Hilmari bróðir mínum sem fór
með okkur um alla borg. Áhuga-
mál hennar voru að fylgjast vel
með okkur börnunum og hún
sýndi fjölskyldu sinni mikla ást og
umhyggju. Hún var okkar trún-
aðarvinur og allrabesti vinur og
við elskuðum hana öll. Það var
gott að vera nálægt henni, þessir
jákvæðu straumar og þessi hlýja
frá henni umvafði okkur.
Þessi litla perla úr sveitinni
varð að risastórri, þroskaðri
gæðaperlu sem ekki var hægt að
klóna eða verðleggja til fjár, bara
horfa á hana og dást að lífsgleði
hennar og dugnaði. Hún var ráða-
góð og virtist alltaf vera með
réttu svörin við hinum flóknustu
vandamálum, fann alltaf lausnir
og stappaði í mann stálinu. Henn-
ar verður sárt saknað.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Megi minning um ástkæra
móður mína lifa að eilífu.
Jón Sigurðsson (Nonni).
Móðir mín Magnhildur Sigurð-
ardóttir lést 2. janúar sl. í Hjúkr-
unarheimilinu í Mörkinni í
Reykjavík, 97 ára að aldri. Hún
var yngst átta systkina frá Efsta-
Dal í Laugardal.
Eftir langa ævi í gríðarlega
góðum tengslum og vináttu við
fjölskyldu sína, ættingja og vini
þá er af mörgu að taka þegar allar
hinar góðu minningar flæða fram
nú að leiðarlokum.
Auðlegð móður minnar var
fyrst og fremst gríðarlegt þol-
gæði og elja og þessi stóri fjöl-
skylduhópur, ættingjar og vinir
sem héldu stöðugu og gríðarlega
verðmætu sambandi við hana í
gegnum lífið með einhvers konar
ósýnilegum hætti. Engu breytti
hvort fólk hittist oft eða sjaldan,
alltaf var eins og vináttan, hlýjan
og einlægnin væri órjúfanleg.
Þessi einstaka sterka vinátta
og fjölskyldutengsl birtust mjög
vel þegar hún hélt upp á stærri
áfanga í lífinu svo sem merk af-
mæli því þá mættu allir og hlát-
urinn og faðmlögunum ætlaði
aldrei að linna. Margir vina henn-
ar heiðruðu hana alltaf á afmæl-
um og ótrúlegt hvernig börn sem
hún gætti þegar þau voru yngri
Magnhildur
Sigurðardóttir