Morgunblaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 34
34 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2020
Spánn
Meistarabikar, undanúrslit:
Barcelona – Atlético Madríd ....................2:3
Atlético Madríd mætir Real Madrid í úr-
slitaleik á sunnudaginn.
Vináttulandsleikur karla
Svíþjóð – Moldóva .................................... 1:0
KNATTSPYRNA
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin::
Dalhús: Fjölnir – Þór Akureyri ...........18:30
Sauðárkrókur: Tindastóll – Njarðvík..20:15
HANDKNATTLEIKUR
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Fylkishöll: Fylkir – Fjölnir .......................19
Víkin: Víkingur – HK U........................19:30
Safamýri: Fram U – FH.......................20:15
KNATTSPYRNA
Reykjavíkurmót karla:
Egilshöll: KR – Fylkir .............................. 19
Egilshöll: ÍR – Fjölnir............................... 21
Norðurlandsmót ka., Kjarnafæðismótið:
Boginn: KA – Magni.................................. 19
Í KVÖLD!
EM 2020
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Erlingur Richardsson var fyrsti Ís-
lendingurinn á stóra sviðið í EM
karla á handbolta, en hann stýrði
Hollendingum í fyrsta leik þjóð-
arinnar á Evrópumóti gegn Þjóð-
verjum í C-riðli í Þrándheimi í gær.
Hann mátti hins vegar þola 23:34-
tap. Hollendingar stóðu lengi vel í
þýska liðinu og var staðan 22:19
snemma í seinni hálfleik. Þá tóku
Þjóðverjar hins vegar öll völd og
unnu að lokum sannfærandi sigur.
Leikurinn var að mörgu leyti svip-
aður og vináttuleikur Íslands og
Þýskalands í Manheim í undirbún-
ingi fyrir mótið. Markmenn Þjóð-
verja vörðu vel og útileikmenn refs-
uðu fyrir mistök með hraðaupp-
hlaupum. Líkt og íslenska liðið stóð
það hollenska lengi vel í þýska lið-
inu, en það má ekki mikið út af bera
gegn jafn sterku liði og því þýska.
Erlingur getur tekið margt jákvætt
með sér úr þessari frumraun í leik
gegn Lettum á morgun. Þjóðverjar
virðast vera með afar sterkt lið og
verður spennandi að sjá þá mæta
ríkjandi Evrópumeisturum Spánar á
morgun.
Það tók Spánverja nokkurn tíma
að komast í gang gegn Lettum, sem
eru að leika á EM í fyrsta skipti.
Staðan var 18:16 þegar nokkuð var
liðið á seinni hálfleik, en þá duttu
Spánverjarnir í gang og unnu að lok-
um sannfærandi sigur. Leikurinn
var þægilegur fyrir Spánverja á
þessum tímapunkti og fengu margir
leikmenn að spreyta sig. Þeir verða
væntanlega sterkari eftir því sem
líður á mótið og verður afar áhuga-
vert að sjá þá kljást við Þjóðverja.
Í A-riðli mættust Hvíta-Rússland
og Serbía í Graz í Austurríki. Þar
höfðu Hvít-Rússar betur, 35:30.
Margir spá því að Hvít-Rússar gætu
náð langt og byrjunin lofar sann-
arlega góðu. Í sama riðli hafði Kró-
atía betur gegn Svartfjallalandi.
Luka Cindric, samherji Arons Pálm-
arssonar hjá Barelona, átti stórleik
fyrir Króata og skoraði sjö mörk og
lagði auk þess upp fjölmörg á liðs-
félaga sína. Það verður áhugavert að
sjá hvernig Hvít-Rússum gengur
gegn Króötum, en liðin mætast á
morgun.
Fengu sömu með-
ferð og Íslendingar
Hollendingum skellt í frumrauninni
AFP
Frumraun Kay Smits leitar leiða framhjá markmanninum Andreas Wolff.
Jóhann Berg Guðmundsson, lands-
liðsmaður í knattspyrnu og leik-
maður enska úrvalsdeildarliðsins
Burnley, er ekki illa meiddur. Fór
hann meiddur af velli í 4:2-sigri
Burnley gegn Peterborough í
ensku bikarkeppninni um síðustu
helgi. Sean Dyche, knattspyrnu-
stjóri Burnley, sagði á blaðamanna-
fundi í gær að um væri að ræða
smávægilega tognun aftan í læri
hjá Íslendingnum. Jóhann mun þó
ekki taka þátt í næsta leik sem er
gegn Chelsea í London í úrvals-
deildinni. bjarnih@mbl.is
Smávægileg
tognun í læri
Ljósmynd/Burnley
Tognun Jóhann verður væntanlega
orðinn leikfær innan tíðar.
Martin Hermannsson, landsliðs-
maður í körfuknattleik, stóð fyrir
sínu að venju með Alba Berlín þeg-
ar liðið þurfti að sætta sig við tap á
heimavelli gegn ísraelska stórliðinu
Maccabi Tel Aviv, 89:95, í Euro-
league í gær. Martin var stigahæst-
ur í Berlínarliðinu með 16 stig en
gaf auk þess fjórar stoðsendingar á
samherja sína.
Maccabi er í 4. sæti deildarinnar
en róðurinn hefur verið þungur fyr-
ir þýska liðið í Euroleague en Alba
Berlín er nú í 16.-17. sæti af átján
liðum. kris@mbl.is
Stigahæstur
gegn Maccabi
Ljósmynd/Euroleague
Atkvæðamikill Martin hefur látið
að sér kveða í Evrópuleikjunum.
EM karla
A-RIÐILL, Graz:
Hvíta-Rússland – Serbía...................... 35:30
Króatía – Svartfjallaland ..................... 27:21
Staðan:
Króatía 1 1 0 0 27:21 2
Hvíta-Rússland 1 1 0 0 35:30 2
Serbía 1 0 0 1 30:35 0
Svartfjallaland 1 0 0 1 21:27 0
C-RIÐILL, Þrándheimi:
Þýskaland – Holland ........................... 34:23
Erlingur Richardsson þjálfar Holland.
Spánn – Lettland.................................. 33:22
Staðan:
Þýskaland 1 1 0 0 34:23 2
Spánn 1 1 0 0 33:22 2
Holland 1 0 0 1 23:34 0
Lettland 1 0 0 1 22:33 0
Svíþjóð
Skövde – Skuru.................................... 25:34
Eva Björk Davíðsdóttir skoraði ekki fyr-
ir Skuru.
Grill 66-deild kvenna
Valur U – Selfoss .................................. 22:27
Staðan:
Fram U 11 11 0 0 375:252 22
FH 11 9 1 1 309:238 19
Selfoss 12 8 2 2 280:258 18
Grótta 11 7 1 3 276:255 15
ÍR 11 7 0 4 286:266 14
Valur U 12 6 1 5 323:304 13
ÍBV U 11 4 1 6 275:276 9
Stjarnan U 11 3 1 7 267:309 7
Fylkir 11 3 0 8 214:244 6
Fjölnir 11 3 0 8 262:303 6
HK U 11 2 1 8 262:326 5
Víkingur 11 0 0 11 247:345 0
Dominos-deild karla
ÍR – Stjarnan ........................................ 75:93
Þór Þ. – Valur ....................................... 87:70
Haukar – KR......................................... 83:75
Keflavík – Grindavík ............................ 80:60
Staðan:
Stjarnan 13 11 2 1215:1075 22
Keflavík 13 10 3 1155:1057 20
Tindastóll 12 8 4 1061:1006 16
Njarðvík 12 8 4 1014:887 16
KR 12 7 5 995:990 14
Haukar 13 7 6 1156:1124 14
ÍR 13 6 7 1054:1128 12
Þór Þ. 13 6 7 1044:1063 12
Grindavík 13 5 8 1107:1151 10
Valur 13 4 9 1044:1119 8
Þór Ak. 11 2 9 893:1038 4
Fjölnir 12 1 11 1020:1120 2
1. deild karla
Breiðablik – Álftanes ......................... 107:95
Staðan:
Breiðablik 13 11 2 1314:1086 22
Höttur 12 11 1 1040:928 22
Hamar 13 11 2 1287:1159 22
Vestri 11 6 5 957:881 12
Álftanes 13 5 8 1078:1131 10
Selfoss 11 4 7 845:879 8
Snæfell 12 2 10 949:1150 4
Skallagrímur 11 2 9 921:1066 4
Sindri 10 1 9 808:919 2
Evrópudeildin
Alba Berlín – Maccabi Tel Aviv ......... 89:95
Martin Hermannsson skoraði 16 stig,
tók 2 fráköst og gaf 4 stoðsendingar fyrir
Alba Berlín.
NBA
Boston – San Antonio....................... 114:129
Charlotte – Toronto ......................... 110:112
Indiana – Miami................................ 108:122
Orlando – Washington ....................... 123:89
Atlanta – Houston ............................ 115:122
Dallas – Denver ................................ 106:107
New Orleans – Chicago.................... 123:108
Utah – New York.............................. 128:104
Golden State – Milwaukee................. 98:107
EM 2020
Jóhann Ingi Hafþórsson
Kristján Jónsson
Íslenska karlalandsliðið í handbolta er mætt til
Malmö í Svíþjóð, þar sem liðið leikur í E-riðli Evr-
ópumótsins. Fyrsti leikur liðsins er gegn Dönum á
morgun klukkan 17:15.
Ferðalaginu var flýtt um 16 klukkutíma vegna
veðurs, en annars gekk það áfallalaust fyrir sig, að
sögn Kjartans Vídó Ólafssonar, markaðsstjóra
HSÍ, en hann verður liðinu til halds og trausts
meðan á mótinu stendur. Leikmenn náðu að hvíl-
ast vel í næturflugi og gátu sofið út í kjölfarið.
Þeir æfðu í fyrsta skipti í Svíþjóð í gær og tóku
allir fullan þátt í æfingunni, þar á meðal Elvar Örn
Jónsson, Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson,
en þeir hafa glímt við meiðsli að undanförnu eins
og fram hefur komið.
Að öllu óbreyttu ættu því allir að geta tekið þátt í
fyrsta leik liðsins á morgun og má því segja að bati
Elvars hafi verið hraður en hann tognaði á ökkla í
vináttulandsleiknum gegn Þjóðverjum á dögunum.
Leikið í Malmö á HM 2011
Íslenska liðið æfir í keppnishöllinni í fyrsta
skipti í dag, en Malmö Arena tekur um 13.000
manns í sæti. Ekki verður þetta í fyrsta skipti sem
handboltalandsliðið spilar í höllinni. Ísland mætti
þar Króatíu í leik um 5. sætið á HM árið 2011. Kró-
atía hafði betur 34:33. Fimm sem nú eru í hópnum
voru á leikskýrslu í Malmö Arena árið 2011. Fyr-
irliðinn Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 10 mörk í
leiknum og Alexander Petersson 6. Björgvin Páll
Gústavsson, Aron Pálmarsson og Kári Kristján
Kristjánsson voru þá einnig í liðinu. Guðmundur Þ.
Guðmundsson var landsliðsþjálfari þá eins og nú.
Auk Dana og Íslendinga eru Ungverjar og
Rússar í E-riðlinum. Ísland leikur við Rússland
mánudaginn 13. janúar og tveimur dögum síðar við
Ungverjaland. Komast tvö efstu liðin áfram í milli-
riðil.
Allir tóku fullan þátt í æfingu
Landsliðið æfir í keppnishöllinni í dag Allir heilir heilsu og æfa á fullu
Vel hvíldir þrátt fyrir breytt flug Höllin í Malmö tekur um 13.000 áhorfendur
Morgunblaðið/RAX
Landsliðsæfing Guðmundur Guðmundsson gat notað alla sína leikmenn á æfingu í gær.