Morgunblaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 35
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Nýliðinn Urald King sækir að körfu ÍR-inga í gærkvöldi en sá hefur komið sterkur inn í lið Stjörnunnar. BREIÐHOLT/KEFLAVÍK Kristófer Kristjánsson Skúli B. Sigurðsson Topplið Stjörnunnar var ekki í mikl- um vandræðum með ÍR-inga þegar liðin mættust í Hertz-hellinum í Dominos-deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi en Garðbæingar unnu afar sannfærandi 93:75-sigur. Stjarnan hefur nú unnið níu deildarleiki í röð og stefnir ótrauð á deildarmeist- aratitilinn annað árið í röð. Stjarnan fékk mikinn liðsstyrk í vetrarfríinu en félagið samdi við landsliðsmanninn Gunnar Ólafsson sem kom frá spænsku B-deildinni og fékk einnig Urald King til liðs við sig en sá lék síðast með Tindastól á síð- ustu leiktíð. King var frábær í Selja- skóla í gær, skoraði 22 stig og tók 19 fráköst og ljóst, þegar litið er á leik- mannahóp Stjörnunnar, að liðið ætlar sér langt í vetur. Það var einmitt gegn ÍR sem Stjörnumenn féllu úr leik í undanúrslitum Íslandsmótsins í fyrra eftir æsispennandi viðureign og eiga Garðbæingar því harma að hefna í vor. ÍR er nú búið að tapa þremur leikj- um í röð, öllum með u.þ.b. 20 stiga mun en illa virðist ganga að setja saman nýtt lið í Breiðholtinu. ÍR- ingar eru að vísu í sama sæti nú og þeir enduðu í í fyrra, 7. sæti, og fóru þá eftirminnilega alla leið í úrslit þar sem þeir töpuðu gegn KR. Það er þó erfitt að ímynda sér þetta ÍR-lið leika sama leik eftir. Liðið var enn eina ferðina einhverjum 20 fráköstum á eftir andstæðingi sínum og virðist hreinlega vanta þá baráttu sem hefur einkennt ÍR-inga undanfarin ár. Sannfærandi í grannaslagnum Keflavík og Grindavík mættust í líkast til allra daufasta leik í manna minnum. Keflavík náði að lokum að landa verðskulduðum og nokkuð áreynslulausum sigri, 80:60. Keflavík leiddi með sex stigum í hálfleik og í raun má segja að sigur liðsins hafi aldrei verið í hættu. Þegar um þrjár mínútur voru liðn- ar af leiknum var Guðmundi Jónssyni úr Keflavík vikið í sturtu eftir að hafa fengið á sig óíþróttamannslega villu og svo í kjölfarið tæknivillu fyrir munnsöfnuð. Hörð refsing má segja, fyrir annars litlar sakir þannig séð. Reglubókin tekur hinsvegar á þessu á þennan hátt. En að leiknum, þá virt- ist hann vera allt frá byrjun annars leikhluta á sjálfstýringu í átt að heimasigri. Keflvíkingar gerðu ein- faldlega það sem þeir þurftu og lyftu ekki fingri umfram það. Leiddir áfram af Dominykas Milka í enn eitt skiptið og setti kappinn í 22 stig og tók heil 19 fráköst í leiknum. Frábær leikmaður! Leikur Grindvíkinga var vandræðalegur nánast allt kvöldið og þetta „villta vestur“ sem loðað hefur við liðið síðustu tímabil virðist ekkert vera að hjaðna. Hvað eftir annað er ein sending í sóknarkerfi liðsins og þar með er einhver leikmaður búinn að taka af skarið og kominn í einleik. Vissulega hafði það áhrif að Jamal Olasawere var í banni en hans vera hefði ekki breytt neinu þetta kvöldið. Stjörnumenn óstöðvandi  Stjarnan vann sinn níunda deildarsigur í röð  ÍR enn eina ferðina undir á öll- um vígstöðvum  Keflavík vann grannaslaginn vandræðalaust og sannfærandi Morgunblaðið/Skúli Sterkur Dominykas Milka fór á kostum í grannaslagnum í Keflavík. Eitt ogannað ÍÞRÓTTIR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2020  Vetrarólympíuleikar ungmenna voru settir í Lausanne í Sviss í gær- kvöldi. Ísland á fjóra keppendur á leik- unum: Einar Árna Gíslason og Lindu Rós Hannesdóttur í skíðagöngu og Gauta Guðmundsson og Aðalbjörgu Lillý Hauksdóttur í alpagreinum en Aðalbjörg var fánaberi Íslands á leik- unum. Grímur Rúnarsson og Dagmar Ýr Sigurjónsdóttir eru þjálfarar í alpa- greinum og þau Sigrún Anna Auðar- dóttir og Vadim Gusev í göngunni. Leikarnir standa yfir frá 9. til 22. jan- úar og eru keppendur 1.880 talsins. Leikarnir eru fyrir afreksfólk á aldr- inum 15 til 18 ára.  Tvíburarnir Dagur og Máni Aust- mann Hilmarssynir eru nú báðir orðn- ir leikmenn Leiknis í Breiðholti sem leikur í B-deild Íslandsmótsins í knatt- spyrnu. Máni gekk í gær í raðir Leiknis frá HK en hann spilaði átta leiki með HK í efstu deild síðasta sumar.  Knattspyrnu- maðurinn Diego Jóhannesson er að skipta um félag á Spáni eftir því sem fram kemur í fjölmiðlum þar í landi. Diego er samningsbundinn Real Oviedo sem leikur í spænsku B-deildinni en hann hefur spilað með liðinu frá árinu 2011. Samkvæmt fréttum er Diego að ganga til liðs við Cartagena á láni. Cartagena leikur í spænsku C-deildinni en þar er liðið í efsta sæti síns riðils og á góðri leið með að tryggja sér sæti í B- deildinni. Diego, sem er 26 ára gamall, hefur lítið komið við sögu hjá Real Oviedo, aðeins spilað fimm leiki af 22, en alls á hann að baki þrjá leiki fyrir ís- lenska landsliðið.  Íslandsmeistarar KR í knattspyrnu gerðu í gær tveggja ára samning við markmanninn Guðjón Orra Sigur- jónsson. Guðjón kemur til KR frá Stjörnunni þar sem hann hefur verið síðustu tvö ár. Guðjón hefur æft með KR í vetur og lék hann með liðinu á Bose-mótinu í síðasta mánuði. Hann lék tvo deildarleiki með Stjörnunni á síðasta tímabili, en var áður hjá ÍBV, KFS og Selfossi. Eyjamaðurinn mun berjast við Beiti Ólafsson um mark- mannsstöðuna hjá KR en Sindri Snær Jensson er hættur.  Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir reikn- ar ekki með því að spila knattspyrnu næstu mánuðina en þetta kemur fram í samtali hennar við netmiðilinn Fót- bolta.net í gær. Markmaðurinn öflugi er án félags eftir að hafa sagt upp samningi sínum við Þór/KA eftir síð- asta tímabil. Bryndís Lára lék þrettán leiki í úrvalsdeildinni með Þór/KA á síðustu leiktíð en hún var að glíma við meiðsli í baki allt tímabilið. „Eins og staðan er í dag þá snýst þetta númer eitt, tvö og þrjú um að ná heils- unni og vera verkjalaus. Ég sé mig ekki í fótbolta næstu vikur eða mánuði. Það gerist fyrst þegar ég er orð- in verkjalaus,“ er meðal ann- ars haft eftir Bryndísi á Fótbolta- .net. Meiðsli og veikindi hafa herjað á Ís- landsmeistara KR síðustu vikur og mátti liðið þola 75:83-tap á útivelli fyrir Haukum í Dominos-deild karla í körfubolta í gærkvöld. Endurkoma Kristófers Acox dugði ekki til fyrir KR, en hann hefur ver- ið að glíma við erfið veikindi. Haukar gengu á lagið og unnu góðan sigur. Þeir vonast nú eftir meiri stöðugleika, en aðeins einu sinni í vetur hafa Haukar unnið tvo leiki í röð. Með einu skrefi áfram hafa yfirleitt tvö fylgt til baka. KR ætti að vinna Fjölni í næstu umferð. Haukar flugu hærra en meistararnir Morgunblaðið/Hari Seigur Kári Jónsson og félagar í Haukum unnu meistarana. Þór Þorlákshöfn vann 87:70-sigur á Val í Dominos-deild karla í körfubolta á heimavelli sínum í gærkvöld. Valsmenn voru með 57:51-forystu fyrir fjórða og síð- asta leikhlutann, en heimamenn sýndu allar sínar bestu hliðar í leikhlutanum. Sigurinn var kær- kominn hjá Þór, sem hafði tapað fjórum af síðustu fimm, en Vals- menn unnu langþráðan sigur á Fjölni í síðasta leik. Þórsarar eru í áttunda sæti með tólf stig á meðan Valsmenn eru í tíunda sæti með átta stig. Þórsarar stungu af á lokakaflanum Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorlákshöfn Dino Butorac og félagar unnu góðan heimasigur. Hertz Hellirinn, Dominos-deild karla, 9. janúar 2020. Gangur leiksins: 0:9, 4:11, 12:20, 16:25, 20:31, 28:38, 33:47, 41:52, 41:59, 44:66, 50:71, 59:76, 60:82, 64:85, 68:91, 75:93. ÍR: Collin Pryor 21/5 fráköst, Evan Christopher Singletary 17/10 frá- köst, Danero Thomas 10, Roberto Kovac 8/6 fráköst, Georgi Boyanov 6/9 fráköst/3 varin skot, Daði Berg Grétarsson 4, Skúli Kristjánsson 3, Arnór Hermannsson 3, Sæþór Elmar Kristjánsson 3/4 fráköst. ÍR – Stjarnan 75:93 Fráköst: 27 í vörn, 10 í sókn. Stjarnan: Urald King 22/19 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 19/6 fráköst/7 stoðsendingar, Gunnar Ólafsson 14, Kyle Johnson 13/5 fráköst, Nikolas Tomsick 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 9, Arnþór Freyr Guðmundsson 2, Ágúst Ang- antýsson 2, Hlynur Elías Bæringsson 2/12 fráköst. Fráköst: 45 í vörn, 9 í sókn. Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Rögn- valdur Hreiðarsson, Gunnlaugur Briem. Áhorfendur: 336. Blue-höllin, Dominos-deild karla, 9. janúar 2020. Gangur leiksins: 2:5, 5:9, 11:14, 18:14, 24:20, 30:24, 36:31, 40:36, 47:36, 49:36, 55:41, 65:43, 67:47, 72:54, 77:58, 80:60. Keflavík: Dominykas Milka 22/19 fráköst, Deane Williams 22/14 frá- köst, Hörður Axel Vilhjálmsson 14/8 stoðsendingar, Reggie Dupree 9, Magnús Már Traustason 4, Callum Reese Lawson 4, Davíð Alexander H. Magnússon 3, Khalil Ullah Ahmad 2/6 stoðsendingar. Keflavík – Grindavík 80:60 Fráköst: 31 í vörn, 12 í sókn. Grindavík: Sigtryggur Arnar Björns- son 18/4 fráköst, Ingvi Þór Guð- mundsson 17/11 fráköst, Ólafur Ólafsson 9/7 fráköst/3 varin skot, Valdas Vasylius 7/5 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4/6 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 3, Davíð Páll Hermannsson 2. Fráköst: 26 í vörn, 7 í sókn. Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Aðalsteinn Hjartarson, Jóhannes Páll Friðriksson. Áhorfendur: 316.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.