Morgunblaðið - 23.01.2020, Side 12

Morgunblaðið - 23.01.2020, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020 Að huga vel að eigin heilsueykur líkur á því að með-gangan og fæðingingangi vel og móður og barni heilsist vel. Á meðgöngu gefst tækifæri til að endurskoða daglegar venjur með það í huga að búa barni sínu bestu skilyrði til vaxtar og þroska. Góð næring er mikilvæg fyrir vöxt og þroska barns í móðurkviði og stuðlar að heilbrigði þess síðar á ævinni. Hún er ekki síður mikil- væg fyrir vellíðan og heilsu kon- unnar sjálfrar og stuðlar að hæfi- legri þyngdaraukningu á meðgöngu. Einungis er mælt með að taka fólattöflu og D-vítamín til viðbótar við almennar ráðleggingar um gott mataræði. Þyngdaraukning er eðlileg Það er eðlilegt að þyngjast á meðgöngu. Hæfileg þyngdaraukn- ing er til marks um góða líkamlega aðlögun móður og góðan fóstur- vöxt. Meðganga er hins vegar áhættuþáttur fyrir óhóflega þyngd- araukningu, sem eykur hættu á hjarta- og æðasjúkdómum og syk- ursýki síðar á ævinni. Bæði óhófleg þyngdaraukning og offita hefur verið tengt aukinni áhættu fyrir móður og barn. Ráðleggingar um hæfilega þyngdaraukningu á meðgöngu taka mið af þyngd móður fyrir þungun og eru tengdar rannsóknum á heilsu móður og barns. Konum sem eru í eða undir kjörþyngd er ráðlagt að þyngjast meira en þeim sem eru yfir kjörþyngd. Hreyfing hefur jákvæð áhrif Regluleg hreyfing hefur jákvæð áhrif fyrir móður og barn á með- göngu, í fæðingu og eftir fæðingu. Margt bendir til þess að hreyfing dragi úr fylgikvillum á meðgöngu og auki líkur á hæfilegri þyngdar- aukningu. Hreyfing bætir m.a. blóðflæði og súrefnisflutning frá móður til barns. Hún viðheldur orku og dregur úr þreytu, kemur í veg fyrir bakverki eða dregur úr þeim, minnkar líkur á bjúgsöfnun, minnkar líkur á streitu og kvíða og bætir svefn. Mælt er með því að stunda hreyfingu í minnst 30 mínútur dag- lega og má skipta þessum tíma nið- ur í 10-15 mínútur í senn. Þær konur sem fá meðgöngukvilla, sjúkdóma eða hafa sjúkdóma fyrir njóta líka góðs af reglulegri hreyf- ingu. Svefn er nauðsyn og vímuefni áhætta Nægur svefn er mikilvægur og markviss slökun er áhrifarík til að auka vellíðan og draga úr óþæg- indum, álagi og streitu. Það er mikill heilsufarslegur ávinningur af því að gefa sér þann tíma sem þarf til að sofa. Svefnþörf er aukin á meðgöngu og konan þarf að fara fyrr að sofa en hún er vön og þarf líklega að hvíla sig meira yfir dag- inn. Í lok meðgöngu verður oft breyting á svefnmynstri vegna hinna miklu líkamlegu breytinga sem eiga sér stað. Barnshafandi konur ættu hvorki að neyta tóbaks, áfengis eða vímu- efna. Áhættan sem fylgir notkun þessara efna á meðgöngu er vel þekkt. Efnin fara yfir fylgjuna og geta haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir barnið. Ávinningurinn af því að hætta er því ótvíræður. Hægt er að fá aðstoð í mæðravernd heilsugæslunnar ef þörf krefur. Á heilsuvera.is er að finna upplýs- ingar um meðgöngu og ýmsar ráð- leggingar. Hugað að heilsu á meðgöngu Morgunblaðið/Ásdís Barnshafandi Þær konur sem fá meðgöngukvilla, sjúkdóma eða hafa sjúk- dóma fyrir, njóta líka góðs af reglulegri hreyfingu, segja ljósmæðurnar. Heilsuráð Karitas Ívarsdóttir og Ragnheiður Bachmann, ljósmæður á Þróun- armiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ljósinu, endurhæfingar- og stuðn- ingsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein, var í vikunni færður 700 þús. kr. styrkur í nafni Guðrúnar Ögmundsdóttur, fv. al- þingismanns, sem lést fyrir skömmu. Stofnaður var Gunnusjóður sem ætl- að að styðja við þá sem minna hafa á milli handanna og eiga því erfitt með að nýta sér þætti í starfsemi Ljóssins sem eru í verðskrá. Kristín Jónsdóttir, vinkona Guð- rúnar úr Kvennalistanum, sagði við afhendingu að eftir lát Gunnu hefðu margir viljað minnast þessarar merku konu. Kvennalistakonur stofn- uðu því bankareikning sem fólk gat lagt inn á, segir í tilkynningu. Að sögn Gísla Víkingssonar, eftir- lifandi eiginmanns Guðrúnar, sagði Guðrún að Ljósið væri sér að skapi vildi fólk minnast sín. Einnig komu að málum konur úr Exedra, sem er vett- vangur fjölbreytts hóps kvenna í at- vinnulífinu og Guðrún tók þátt í. „Guðrún hvatti okkur til að vera göldróttar í krafti samstöðu. Hún var ótrúleg kona,“ segir Sigþrúður Ár- mannsdóttir frá Exedra. Þeir sem vilja leggja ljósinu lið geta lagt inn á reikningsnúmer: 0137-05-065826 kt. 590406-0740. sbs@mbl.is Gunnusjóður stofnaður til styrktar Ljósinu Göldróttar í krafti samstöðu Gunna F.v. Sigþrúður Ármann, Kristín Jónsdóttir, Erna Magnúsdóttir, Gísli Víkingsson, Ingibjörg Gísladóttir og Ragnheiður Agnarsdóttir. Jóhann Sveinbjörnsson, 86 ára kylf- ingur á Seyðisfirði, var á dögunum valinn Austfirðingur ársins að mati lesenda Austurfréttar. Þar kemur til að í ágúst síðastliðnum kom Jóhann til hjálpar ungri konu frá Sviss sem hrapað hafði í fjallinu fyrir ofan golf- völlinn á Seyðisfirði og slasast alvar- lega. Á vellinum heyrði hann köll kon- unnar og ekki mátti tæpara standa að henni yrði bjargað. Fuglar kölluðust á „Ég var efst á golfsvæðinu, við ræt- ur Bjólfs, þegar mér fannst ég heyra í fuglum kallast á. Ég heyrði hljóðið nokkrum sinnum svo ég stoppaði og hóaði upp í fjallið. Ég fékk svar, en fuglarnir svara manni stundum, þann- ig að ég hélt áfram að slá. Ég heyrði hljóðið hins vegar við og við og hugs- aði með mér að þetta gæti verið mannsrödd,“ segir Jóhann, sem fékk lögreglumanninn á Seyðisfirði í lið með sér. Þegar þeir báðir lögðu við hlustir fór ekkert á milli mála. Björgunarsveitarfólk úr Ísólfi á Seyðisfirði kom á staðinn með dróna og staðsetti konuna í um 150 metra hæð. Jóhann segir að afar erfitt hafi verið að staðsetja hvaðan köllin komu, hún hafi verið mun nær golfvellinum en hann hélt fyrst. Þakkaði lífgjöfina Konan lá á syllu í vatni og var orðin mjög köld þegar björgunarmenn kom- ust loks til hennar. Aðgerðin gekk hratt og vel fyrir sig, enda eins gott, á þessum árstíma dimmir hratt og talið er að konan hefði ekki lifað af nóttina. Í framhaldinu var konan flutt til Reykjavíkur með sjúkraflugi, hvar læknar björguðu henni frá lömun með skjótum handtökum. Jóhann fékk svo í haust kort frá konunni þar sem hún þakkaði lífgjöfina og er hún á bata- vegi. Jóhann Sveinbjörnsson valinn Austfirðingur ársins Gifturík golfferð á Seyðisfirði Austfirðingur Jóhann Sveinbjörns- son hér með viðurkenningarskjal. Blanda ketóna og beta- hýdroxýbútýrat (BHB), sam- sett til að vinna með ketósa- mataræði og hreyfingu. Minni sykur- löngun Úrval af þorramat Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími 7.30-16.30 Sími 557 8866 pantanir@kjotsmidjan.is Komdu við eða sérpantaðu Gæða kjötvörur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.