Morgunblaðið - 23.01.2020, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 23.01.2020, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020 Að huga vel að eigin heilsueykur líkur á því að með-gangan og fæðingingangi vel og móður og barni heilsist vel. Á meðgöngu gefst tækifæri til að endurskoða daglegar venjur með það í huga að búa barni sínu bestu skilyrði til vaxtar og þroska. Góð næring er mikilvæg fyrir vöxt og þroska barns í móðurkviði og stuðlar að heilbrigði þess síðar á ævinni. Hún er ekki síður mikil- væg fyrir vellíðan og heilsu kon- unnar sjálfrar og stuðlar að hæfi- legri þyngdaraukningu á meðgöngu. Einungis er mælt með að taka fólattöflu og D-vítamín til viðbótar við almennar ráðleggingar um gott mataræði. Þyngdaraukning er eðlileg Það er eðlilegt að þyngjast á meðgöngu. Hæfileg þyngdaraukn- ing er til marks um góða líkamlega aðlögun móður og góðan fóstur- vöxt. Meðganga er hins vegar áhættuþáttur fyrir óhóflega þyngd- araukningu, sem eykur hættu á hjarta- og æðasjúkdómum og syk- ursýki síðar á ævinni. Bæði óhófleg þyngdaraukning og offita hefur verið tengt aukinni áhættu fyrir móður og barn. Ráðleggingar um hæfilega þyngdaraukningu á meðgöngu taka mið af þyngd móður fyrir þungun og eru tengdar rannsóknum á heilsu móður og barns. Konum sem eru í eða undir kjörþyngd er ráðlagt að þyngjast meira en þeim sem eru yfir kjörþyngd. Hreyfing hefur jákvæð áhrif Regluleg hreyfing hefur jákvæð áhrif fyrir móður og barn á með- göngu, í fæðingu og eftir fæðingu. Margt bendir til þess að hreyfing dragi úr fylgikvillum á meðgöngu og auki líkur á hæfilegri þyngdar- aukningu. Hreyfing bætir m.a. blóðflæði og súrefnisflutning frá móður til barns. Hún viðheldur orku og dregur úr þreytu, kemur í veg fyrir bakverki eða dregur úr þeim, minnkar líkur á bjúgsöfnun, minnkar líkur á streitu og kvíða og bætir svefn. Mælt er með því að stunda hreyfingu í minnst 30 mínútur dag- lega og má skipta þessum tíma nið- ur í 10-15 mínútur í senn. Þær konur sem fá meðgöngukvilla, sjúkdóma eða hafa sjúkdóma fyrir njóta líka góðs af reglulegri hreyf- ingu. Svefn er nauðsyn og vímuefni áhætta Nægur svefn er mikilvægur og markviss slökun er áhrifarík til að auka vellíðan og draga úr óþæg- indum, álagi og streitu. Það er mikill heilsufarslegur ávinningur af því að gefa sér þann tíma sem þarf til að sofa. Svefnþörf er aukin á meðgöngu og konan þarf að fara fyrr að sofa en hún er vön og þarf líklega að hvíla sig meira yfir dag- inn. Í lok meðgöngu verður oft breyting á svefnmynstri vegna hinna miklu líkamlegu breytinga sem eiga sér stað. Barnshafandi konur ættu hvorki að neyta tóbaks, áfengis eða vímu- efna. Áhættan sem fylgir notkun þessara efna á meðgöngu er vel þekkt. Efnin fara yfir fylgjuna og geta haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir barnið. Ávinningurinn af því að hætta er því ótvíræður. Hægt er að fá aðstoð í mæðravernd heilsugæslunnar ef þörf krefur. Á heilsuvera.is er að finna upplýs- ingar um meðgöngu og ýmsar ráð- leggingar. Hugað að heilsu á meðgöngu Morgunblaðið/Ásdís Barnshafandi Þær konur sem fá meðgöngukvilla, sjúkdóma eða hafa sjúk- dóma fyrir, njóta líka góðs af reglulegri hreyfingu, segja ljósmæðurnar. Heilsuráð Karitas Ívarsdóttir og Ragnheiður Bachmann, ljósmæður á Þróun- armiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ljósinu, endurhæfingar- og stuðn- ingsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein, var í vikunni færður 700 þús. kr. styrkur í nafni Guðrúnar Ögmundsdóttur, fv. al- þingismanns, sem lést fyrir skömmu. Stofnaður var Gunnusjóður sem ætl- að að styðja við þá sem minna hafa á milli handanna og eiga því erfitt með að nýta sér þætti í starfsemi Ljóssins sem eru í verðskrá. Kristín Jónsdóttir, vinkona Guð- rúnar úr Kvennalistanum, sagði við afhendingu að eftir lát Gunnu hefðu margir viljað minnast þessarar merku konu. Kvennalistakonur stofn- uðu því bankareikning sem fólk gat lagt inn á, segir í tilkynningu. Að sögn Gísla Víkingssonar, eftir- lifandi eiginmanns Guðrúnar, sagði Guðrún að Ljósið væri sér að skapi vildi fólk minnast sín. Einnig komu að málum konur úr Exedra, sem er vett- vangur fjölbreytts hóps kvenna í at- vinnulífinu og Guðrún tók þátt í. „Guðrún hvatti okkur til að vera göldróttar í krafti samstöðu. Hún var ótrúleg kona,“ segir Sigþrúður Ár- mannsdóttir frá Exedra. Þeir sem vilja leggja ljósinu lið geta lagt inn á reikningsnúmer: 0137-05-065826 kt. 590406-0740. sbs@mbl.is Gunnusjóður stofnaður til styrktar Ljósinu Göldróttar í krafti samstöðu Gunna F.v. Sigþrúður Ármann, Kristín Jónsdóttir, Erna Magnúsdóttir, Gísli Víkingsson, Ingibjörg Gísladóttir og Ragnheiður Agnarsdóttir. Jóhann Sveinbjörnsson, 86 ára kylf- ingur á Seyðisfirði, var á dögunum valinn Austfirðingur ársins að mati lesenda Austurfréttar. Þar kemur til að í ágúst síðastliðnum kom Jóhann til hjálpar ungri konu frá Sviss sem hrapað hafði í fjallinu fyrir ofan golf- völlinn á Seyðisfirði og slasast alvar- lega. Á vellinum heyrði hann köll kon- unnar og ekki mátti tæpara standa að henni yrði bjargað. Fuglar kölluðust á „Ég var efst á golfsvæðinu, við ræt- ur Bjólfs, þegar mér fannst ég heyra í fuglum kallast á. Ég heyrði hljóðið nokkrum sinnum svo ég stoppaði og hóaði upp í fjallið. Ég fékk svar, en fuglarnir svara manni stundum, þann- ig að ég hélt áfram að slá. Ég heyrði hljóðið hins vegar við og við og hugs- aði með mér að þetta gæti verið mannsrödd,“ segir Jóhann, sem fékk lögreglumanninn á Seyðisfirði í lið með sér. Þegar þeir báðir lögðu við hlustir fór ekkert á milli mála. Björgunarsveitarfólk úr Ísólfi á Seyðisfirði kom á staðinn með dróna og staðsetti konuna í um 150 metra hæð. Jóhann segir að afar erfitt hafi verið að staðsetja hvaðan köllin komu, hún hafi verið mun nær golfvellinum en hann hélt fyrst. Þakkaði lífgjöfina Konan lá á syllu í vatni og var orðin mjög köld þegar björgunarmenn kom- ust loks til hennar. Aðgerðin gekk hratt og vel fyrir sig, enda eins gott, á þessum árstíma dimmir hratt og talið er að konan hefði ekki lifað af nóttina. Í framhaldinu var konan flutt til Reykjavíkur með sjúkraflugi, hvar læknar björguðu henni frá lömun með skjótum handtökum. Jóhann fékk svo í haust kort frá konunni þar sem hún þakkaði lífgjöfina og er hún á bata- vegi. Jóhann Sveinbjörnsson valinn Austfirðingur ársins Gifturík golfferð á Seyðisfirði Austfirðingur Jóhann Sveinbjörns- son hér með viðurkenningarskjal. Blanda ketóna og beta- hýdroxýbútýrat (BHB), sam- sett til að vinna með ketósa- mataræði og hreyfingu. Minni sykur- löngun Úrval af þorramat Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími 7.30-16.30 Sími 557 8866 pantanir@kjotsmidjan.is Komdu við eða sérpantaðu Gæða kjötvörur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.