Morgunblaðið - 23.01.2020, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020
Glæsilegar danskar
innréttingar í öll
herbergi heimilisins
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is
Mán. – Fim. 10–18
Föstudaga. 10–17
Laugardaga. 11–15
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Bóndadagurinn er á morgun og sala
á þorrabjór hefst í Vínbúðunum í
dag. Alls verða 14 tegundir þorra-
bjórs í boði þetta árið og ætti bjór-
áhugafólk að finna sitthvað for-
vitnilegt í hillum verslana. Einn af
þeim bjórum sem vekja athygli
nafnsins vegna er Linda B. Í ljós
kemur að þar er um samstarfsverk-
efni tveggja brugghúsa að ræða,
hins fornfræga Víking brugghúss og
RVK Brewing sem hefur verið að
gera sig gildandi síðustu misseri.
„Ég hef verið með það á bak við
eyrað í nokkur ár að fá að vinna með
Baldri og er himinlifandi með að það
hafi gengið upp. Hann er sá sem
hefur starfað lengst allra brugg-
meistara á Íslandi og ég kem víst
næstur í röðinni. Þetta er því risa-
samstarf,“ segir Valgeir Valgeirs-
son, bruggmeistari hjá RVK Brew-
ing.
Með Lindubuff í farteskinu
Valgeir hefur starfað sem brugg-
meistari hér á landi síðan 2007 en
Baldur Kárason hefur verið aðal-
bruggari Víking brugghúss frá árinu
1993 og hefur á þeim tíma þróað yfir
fimmtíu bjóra. Þeir félagar brugg-
uðu saman stóran og mikinn bjór í
Imperial Stout-stíl, 10,5% að styrk-
leika, sem meðal annars er bragð-
bættur með Lindubuffi.
„Hugmyndin var sú fyrst maður
var að fara að brugga fyrir norðan
að notast við einhverja norðlenska
vöru. Sælgætisgerðin Linda var
stofnuð á Akureyri og Lindubuffin
eru því norðlenskt sælgæti. Við vor-
um með nokkra kassa af Lindubuff-
um og það kom á daginn að þau
hentuðu mjög vel í bjórinn, þau
komu með smá kakó og vanillusætu
sem blandast vel við sterka tóna frá
apótekaralakkrís. Þetta tikkar í öll
boxin og ég er himinlifandi með út-
komuna,“ segir Valgeir.
Við fótskör meistarans
Valgeir hefur í gegnum tíðina
bruggað marga Imperial Stout-
bjóra. Þrátt fyrir alla reynslu Bald-
urs gat Valgeir við þetta tækifæri
miðlað þekkingu sinni.
„Ég leit á þetta sem ákveðið tæki-
færi fyrir mig því Víking hefur aldr-
ei bruggað í þessum bjórstíl. Það var
gaman að taka þátt í að skapa eitt-
hvað nýtt á þeim bæ,“ segir Valgeir,
en stefnt er að því að Baldur heim-
sæki Valgeir í RVK Brewing síðar á
árinu og samstarfið verði endur-
tekið. Þá má búast við því að Valgeir
fái að nema við fótskör meistarans.
Þeir reyndustu
tóku höndum saman
Valgeir og Baldur notuðu Lindubuff í þorrabjórinn
Morgunblaðið/Eggert
Samstarf Bruggmeistararnir Valgeir Valgeirsson og Baldur Kárason fögnuðu útkomunni á Prikinu á dögunum.
Útlendingastofnun segir að góður
árangur hafi náðst við afgreiðslu um-
sókna um alþjóðlega vernd hjá stofn-
uninni í fyrra.
Afgreiddum umsóknum fjölgaði
um 42% miðað við árið á undan, óaf-
greiddum umsóknum fækkaði um
37% frá ársbyrjun auk þess sem
málsmeðferðartími styttist verulega
eftir því sem leið á árið.
Fram kemur á heimasíðu Útlend-
ingastofnunar, að umsóknir um al-
þjóðlega vernd hafi verið 867 og
fjölgaði lítillega milli ára en flestir
umsækjendur komu frá Venesúela
og Írak. Alls voru umsækjendur af
71 þjóðerni. Hlutfallslega voru um-
sóknir um vernd flestar á Íslandi af
Norðurlöndunum.
Þá segir að fjöldi einstaklinga sem
Útlendingastofnun veitti vernd hafi
aldrei verið meiri á einu ári sem
skýrist af því hve stór hluti umsækj-
enda hafði þörf fyrir vernd og hve
mörg mál tókst að afgreiða.
„Til viðbótar við þá 376 einstak-
linga, sem fengu jákvæða niðurstöðu
hjá Útlendingastofnun, fengu sam-
tals 155 einstaklingar veitta alþjóð-
lega vernd eða mannúðarleyfi hjá
kærunefnd útlendingamála, sem að-
standendur flóttamanna hér á landi
eftir umsókn til Útlendingastofnun-
ar eða sem kvótaflóttamenn í boði ís-
lenskra stjórnvalda. Í heild fékk því
531 einstaklingur alþjóðlega vernd,
viðbótarvernd eða dvalarleyfi af
mannúðarástæðum hér á landi árið
2019,“ segir á vef Útlendingastofn-
unar.
Aldrei fleirum verið
veitt vernd á einu ári
Afgreiddum umsóknum fjölgaði um 42%
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi auk-
ist hér á landi á seinustu misserum,
er það þó enn mun minna á Íslandi
en í meirihluta aðildarríkja Efna-
hags- og framfarastofnunarinnar
(OECD). Atvinnuleysi er einnig
minna hér á landi en á öðrum löndum
á Norðurlöndunum samkvæmt ný-
birtum tölum OECD um atvinnu-
ástandið í OECD-ríkjum.
Sá samanburður sýnir að hér á
landi var 3,6% atvinnuleysi í nóvem-
ber síðastliðnum. Af 36 aðildarríkj-
um OECD mælist minna atvinnu-
leysi en hér á landi í átta ríkjum,
þ.á m. eru Bandaríkin með 3,5% at-
vinnuleysi, Pólland 3,2% atvinnu-
leysi og Holland 3,5%. Minnst var at-
vinnuleysið í nóvember í Tékklandi
og Japan þar sem það var 2,2% í báð-
um löndunum.
Samkvæmt tölum OECD var at-
vinnuleysið í aðildarlöndunum að
meðaltali 5,1% í nóvembermánuði.
6,3% atvinnuleysi mælist að meðal-
tali í ríkjum Evrópusambandsins og
7,5% að meðaltali á evrusvæðinu.
Ef litið er á samanburð á atvinnu-
ástandinu á Norðurlöndunum má sjá
að atvinnuleysi í Noregi var lítið eitt
meira þar en á Íslandi í október eða
3,8% (nóvembertölur eru ekki birtar
fyrir Noreg). Önnur lönd á Norður-
löndum búa hins vegar við mun
meira atvinnuleysi, það var 7,3% í
Svíþjóð í nóvember, 6,7% í Finnlandi
og 5,2% í Danmörku. Með versnandi
atvinnuástandi hér á landi að und-
anförnu hefur staða Íslands í sam-
anburði OECD versnað á skömmum
tíma. Árið 2017 mældist atvinnuleys-
ið minnst hér á landi meðal allra
OECD ríkja, þegar það var 2%. Ári
síðar var Ísland í þriðja neðsta sæt-
inu á lista yfir atvinnuleysið í aðild-
arlöndunum en þá mældist 2,7% at-
vinnuleysi á Íslandi en í nóvember sl.
var Ísland í níunda neðsta sætinu
eins og fyrr segir.
Upplýsingar um atvinnuleysi
meðal ungs fólks í flestum aðildar-
ríkjum OECD hafa verið sláandi.
Skv. tölum OECD voru t.a.m. rúm
20% ungs fólks á aldrinum 15 til 24
ára í Svíþjóð án atvinnu í nóvember
sl. Á Spáni reyndist vera 32,1% at-
vinnuleysi í þessum aldurshópi,
11,6% í Kanada, 16,9% í Finnlandi en
5,9% í Þýskalandi. Hér á landi var
9,9% atvinnuleysi meðal 15 til 24 ára
fólks í nóvember.
OECD birtir einnig reglulega
upplýsingar um atvinnuþátttöku í
aðildarríkjunum og þar hefur Ísland
lengi skorið sig úr vegna mikillar
þátttöku landsmanna á vinnumark-
aði. Á þriðja ársfjórðungi nýliðins
árs voru 82,7% fólks á aldrinum 15 til
64 ára hér á landi virkir á vinnu-
markaði. Sviss er eina landið í
OECD auk Íslands sem nær 80%
markinu í atvinnuþátttöku sem var
80,5% þar í landi. Til samanburðar
var atvinnuþátttaka í Noregi 75,7%,
Í Svíþjóð 77% og í Danmörku var
hún 75,1%. Atvinnuþátttaka í lönd-
um Evrópusambandsins var að með-
altali 69,3% og meðaltal allra OECD
ríkjanna reyndist vera 68,9%.
Atvinnuleysi á Norðurlöndum og í löndum OECD
Nóvember 2019*
6%
4%
2%
0%
Ísland Noregur* Svíþjóð Danmörk Finnland
3,6% 3,8%
7,3%
5,2%
6,7%
ESB-lönd, meðaltal: 6,3%
OECD-ríki, meðaltal: 5,1%
*Tölur fyrir Noreg eru frá okt. Heimild: OECD.
Í 9. sæti á lista yfir
minnst atvinnuleysi
Minnst hér meðal Norðurlandanna
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Við störf Atvinnustig er hátt á Ís-
landi í samanburði OECD.