Morgunblaðið - 23.01.2020, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 23.01.2020, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020 VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Heilsa kúnna á Hurðarbaki í Flóa stórbatnaði og nytin jókst í kjölfarið við það eitt að bændurnir fóru að gefa maísköggla með öðru fóðri fyr- ir rúmu ári. Búið rauk upp lista um mestu meðalafurðir eftir hverja kú og endaði í efsta sætinu á nýliðnu ári. Hjónin Fanney Ólafsdóttir og Reynir Þór Jónsson hafa verið í bú- skap frá árinu 2004 að þau komu inn í félagsbú með einkahlutafélags- formi með foreldum hennar, Ólafi Einarssyni og Kristínu Stefáns- dóttur. Ólafur er ættaður frá Hurðarbaki en ólst upp á næsta bæ, Dalsmynni. Þau keyptu Hurðarbak og árið 1974 byrjuðu þau að byggja upp. Fanney og Reynir eru nú að taka alfarið við búskapnum þótt Ólafur og Kristín eigi enn hlut í Hurðarbaksbúinu ehf. og hjálpi mikið til. „Þau eru ekki bundin yfir þessu og bera ekki lengur ábyrgð,“ segir Reynir Þór. Breyting á kjarnfóðri Á undanförnum árum hefur Hurðarbaksbúið verið á lista yfir þau 50 kúabú sem skila mestu af- urðum að meðaltali og hæst farið upp í 16. sæti árið 2016 með 7.771 kíló mjólkur eftir hverja kú. Sprengjan kom á nýliðnu ári þegar búið fór upp í fyrsta sætið með 8.678 kíló. Þau eru með rúmlega 50 kýr mjólkandi, fjölguðu aðeins eftir að byggt var nýtt fjós árið 2017. Fanney og Reynir koma með ýmsar skýringar þegar þau eru spurð um ástæður árangurs þeirra og taka fram að þetta séu engin töfrabrögð, það sama geri margir aðrir bændur. Reynir nefnir að gróffóðurtöflur skipti höfuðmáli. Þau segjast búa frekar vel því land- ið sé gott til ræktunar á grasi og korni. Bændurnir á Hurðarbaki tóku mjaltaþjón í gagnið í nýja fjósinu. Afurðirnar hafa aukist, bæði vegna nýrra húsakynna og bættrar að- stöðu fyrir kýr og fólk, auk þess sem aðgangur kúnna að mjaltaþjóni eykur nyt þeirra. Reynir nefnir að gott starf hafi verið unnið í kynbótum á íslenska mjólkurkúastofninum og það skili aukinni framleiðslu á hverju ári. Enn megi bæta þar í. Hjónin leggja bæði mikið upp úr góðu eftirliti með gripunum og segja að hver einasta ferð út í fjós skili sér. Þau eru í þessu starfi af ástríðu. „Við njótum þess að vera bæði í þessu á fullu og erum samstíga,“ segir Fanney. Þá er ótalin breyting sem þau gerðu á kjarnfóðurgjöf fyrir rúmu ári og minnst er á í upphafi viðtals- ins. „Við vorum að glíma við fram- leiðslusjúkdóma, aðallega súrdoða. Okkur var bent á að bæta við maís- kögglum, sem eru mjög orkuríkt fóður. Með því náðum við góðu jafn- vægi í fóðrun, kýrnar urðu heil- brigðari og nytin stórjókst. Við er- um nú búin að vera í góðum málum í tólf mánuði,“ segir Fanney. Þau eru heppin með gripi. Kýrnar mjólka nokkuð jafnt. Engin metkýr er í þeirra fjósi. Fanney segir að þau ættu að geta haldið nokkuð jafnri framleiðslu áfram en segir að kvígur séu að bætast í hóp- inn og þær mjólki minna í upphafi. Ekki vegna launanna Sígild spurning er hvernig gangi í kúabúskapnum um þessar mundir. Þau segja að hægt sé að hafa það ágætt ef skuldir séu ekki miklar. „Við erum ekki með há laun miðað við vinnutíma. Gætum sjálfsagt haft betri laun fyrir jafn mikla vinnu í annarri vinnu. Það fer enginn út í búskap vegna launanna,“ tekur Reynir fram. „Markmiðið er að geta greitt okkur laun og að geta lifað á þessu án þess að vinna annað,“ segir Fanney. Reynir hefur í gegnum tíð- ina unnið mikið af bæ, meðal annars verið við rúning og ekið mjólkurbíl, en hefur dregið mjög úr slíkri vinnu. Þau nefna bæði búskapinn þegar spurt er um áhugamál. Reynir seg- ist vera áhugasamur um ræktun búfjár. Þau eru með um 200 kindur á vetrarfóðrum auk hrossa og fær Reynir útrás fyrir áhuga á kynbóta- starfi þar og í fjósinu. Þau eiga stóra fjölskyldu, fimm börn á aldrinum fjögurra til sextán ára, og fylgja þeim eftir í íþróttum og öðru tómstundastarfi. Ekki eru þau enn búin að sjá út framtíðar- bændur á Hurðarbaki en segja að elstu synirnir séu áhugasamir vinnumenn á sumrin og börnin séu alltaf dugleg að hjálpa til þegar á þurfi að halda. Bæði eru þau á kafi í félags- málum, jafnt í heimasveit sinni og á héraðsvísu. Fanney starfar í ung- mennafélaginu, HSK og kvenfélag- inu og Reynir er í forystu búnaðar- félagsins, sauðfjárræktarfélagsins og afréttarmálafélags og er í stjórn Félags kúabænda á Suðurlandi. Flest félagsmálastörfin tengjast búskapnum eða íþróttum barnanna. Rekist á veggi Lengi hefur verið rætt um að ættliðaskipti séu erfið í búskap. Unga fólkið eigi erfitt með þær fjárfestingar sem fylgi því að kaupa jörð og bú. Fanney er ekki viss um að ættliðaskipti gangi bet- ur þótt búið sé í einkahlutafélagi eins og raunin er hjá þeim á Hurð- arbaki. Þau hafi allavega rekist á veggi. „Hugmyndin með stofnun félagsins var að hjálpa okkur að komast inn í reksturinn. Kannski var ekki hugsað nóg um það hvern- ig við gætum eignast þetta að lok- um,“ segir hún. Náðu jafnvægi með maískögglum  Bændurnir á Hurðarbaki í Flóa náðu eftirtektarverðum árangri í mjólkurframleiðslu á nýliðnu ári  Ungu hjónin eru að taka við rekstrinum á bænum  Býlið er nú orðið nythæsta kúabú landsins Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Í fjósinu Bændurnir á Hurðarbaki í Flóa, Reynir Þór Jónsson og Fanney Ólafsdóttir, hafa ástríðu fyrir kúabúskap. Þau fara frekar fleiri ferðir til eftirlits í fjósið en færri enda segja þau að hver ferð skili árangri. Ljósmynd/Reynir Þór Jónsson Hurðarbak Fjósið er nýtt, tekið í notkun árið 2017 ásamt mjaltaþjóni. Aðstaða fyrir kýrnar batnaði að mun og vinnuaðstaða bændanna. Afurðamestu kúabúin 2019 Meðaltal eftir hverja árskú Býli Skýrsluhaldarar Árskýr Kg mjólkur 1. Hurðarbak, Flóa Hurðarbaksbúið ehf. 54,1 8.678 2. Hvammur, Barð. Ólöf og Valgeir 38,8 8.394 3. Hraunháls, Snæf. Guðlaug og Eyberg 28,2 8.307 4. Stóru-Tjarnir, Þing. Stóru-Tjarnir ehf. 54,8 8.294 5. Brúsastaðir, Vatnsd. Brúsi ehf. 47,0 8.292 6. Hóll, Svarfaðard. Karl Ingi og Erla Hrönn 50,6 8.286 7. Kirkjulækur, Fljótshl. Eggert, Jóna, Páll, Kristín 59,2 8.270 8. Hvanneyri, Borg. Hvanneyrarbúið ehf. 73,8 8.262 9. Miðdalskot, Laugard. Hermann og Sigrún 43,3 8.223 10. Grund, Svarfaðard. Friðrik Þórarinsson 53,2 8.208 Kýr Kg mjólkur Bú 1. Svana 14.345 Flatey, A-Skaft. 2. Spurning 13.617 Birtingaholt, Árn. 3. Rækja 13.515 Flatey, A-Skaft. 4. Píla 13.476 Garður, Ey. 5. 1377801-0643 13.219 Lyngbrekka, Dal. 6. Muska 13.206 Grund, Svarf. 7. Hera 12.968 Smjördalir, Árn. 8. Djassa 12.930 Reykir, Skeið 9. Aría 12.860 Flatey, A-Skaft. 10. Lokka 12.795 Berustaðir, Rang. Afurðamestu kýrnar 2018 Heimild: rml.is 13 vítamín og 16 steinefni · 18 aminósýrur · Blaðgræna · Omega GLA fitusýrur SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans Hrein orka, eflir einbeitingu, eykur súrefnismettun, gefur heilbrigða næringaríka orku sem virkar allan daginn. Eflir mótstöðu og er góð vörn gegn flensum. Frábært gegn þreytu, sleni og pirringi, auðugt af járni. Inntaka: Allur aldur. Nánari upplýsingar á www.celsus.is Fæst í apótekum, Hagkaup, Heilsuhúsinu og víðar | netsala á celsus.is Fjölvítamín náttúrunnar, hreint og ómengað Engin tilbúin næringaefni 22 ára VELGENGNI Á ÍSLANDI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.