Morgunblaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020
Sími 552 2018
info@tasport.is
Sjá allar okkar ferðir
ogmeiri upplýsingar á
1.-5. október
tasport.is
Elton John í Barcelona
Innifalið:
Flug, skattar og gjöld. 20 kg innrituð taska og 10 kg handfarangur. Gisting á 4* hóteli
meðmorgunmat í 4 nætur.Miði á Elton John tónleikana 2. október. Rúta á tónleikana
og til baka. Rúta til og frá flugvelli í Barcelona. Íslensk fararstjórn.
Frekari upplýsingar í síma 552 2018 eða info@tasport.is
Verð frá 156.800
Elton John er þessa stundina á ferð og flugi út um allan heimmeð Farewell
YellowBrick Road tourinn. Þetta er síðasta tónleikaferðalagið hjá
Elton ogmá búast við að nú verði öllu tjaldað til. Hann verðu
í Palau Sant Jordi tónleikahöllinni í Barcelona.
r
Ath.
Takmarkaðurfjöldi sæta
í boði
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Landhelgisdeilurnar við Breta eru
mörgum í fersku minni, en Íslend-
ingar færðu landhelgina út í tólf
mílur 1958, 50 mílur 1972 og í 200
mílur 1975. Í öll skiptin mótmæltu
Bretar harðlega og sendu dráttar-
báta og herskip á Íslandsmið til að
aðstoða og vernda bresku togar-
ana. Óðinn, sem nú er 60 ára, tók
þátt í fyrrnefndum þremur þorska-
stríðum og lenti tíu sinnum í
árekstrum við breskar freigátur,
dráttarbáta og togara.
Varðskipin beittu meðal annars
togvíraklippum frá haustinu 1972
en með þeim voru botnvörpur
klipptar aftan úr breskum tog-
urum með tilheyrandi tilkostnaði
og erfiðleikum fyrir útgerðir. Frá
september 1972 fram á mitt ár
1976 tókst íslensku varðskipunum
að beita þeim með árangursríkum
hætti 130 sinnum gegn landhelgis-
brjótum. Óðinn lagði sitt af mörk-
um í þessum átökum og klippti aft-
an úr 30 erlendum togurum.
Dró mörg skip að landi
Óðinn reyndist sérlega vel sem
björgunarskip og fyrir tveimur ár-
um var rifjað upp í samantekt í 200
mílum Morgunblaðsins þegar skip-
verjum á Óðni tókst að bjarga 18
skipverjum af togaranum Notts
County frá Grimsby í mannskaða-
veðri við Snæfjallaströnd 1968.
Fleira má finna á ferilskrá varð-
skipsins Óðins eins og lesa má um
á heimasíðu Landhelgisgæslunnar.
Hann dró alls tæplega 200 skip til
lands eða í landvar vegna bilana,
veiðarfæra í skrúfu eða eldsvoða
um borð. Einnig dró hann flutn-
inga- og fiskiskip fjórtán sinnum
úr strandi. Þá bjargaði skipið
áhöfnum strandaðra skipa þrisvar
og tvisvar bjargaði það áhöfnum
sökkvandi skipa.
Óðinn sinnti almennu veiðieftir-
liti alla tíð og beindist það bæði að
íslenskum og erlendum skipum.
Fylgjast þurfti með hvar var veitt
og hvernig veiðarfærin voru. Einn-
ig var Óðinn oft kallaður til þegar
ófærð var í landi og erfiðleikar við
fólks- og vöruflutninga, ekki síst í
afskekktustu byggðum landsins.
Óðinn var smíðaður í Álaborg í
Danmörku árið 1959 og kom til
landsins 27. janúar 1960. Skipið er
910 tonn að stærð, 63 m á lengd og
10 m á breidd.
Fautagott skip
Kristján Þ. Jónsson, fyrrverandi
skipherra hjá Landhelgisgæslunni,
segir í samtali við Morgunblaðið,
að Óðinn hafi alla tíð reynst mjög
vel. „Í rauninni var Óðinn fauta-
gott skip, en það var reyndar mikið
atriði hvernig menn hlóðu skipið.
Ef allir tankar voru fullir af sjó eða
olíu gat hann verið hundleiðinlegur
á móti. Skipið varð betra sjóskip
eftir að þyrlupallur og skýli voru
sett á skipið. Þá var hann ekki með
skiptiskrúfur eins og yngri skipin,
en menn lærðu á það.“
Kristján var skráður á Óðin í
2.212 daga sem háseti, stýrimaður,
yfirstýrimaður og skipherra. Í bók
um skipið sem Víkin, Sjóminja-
safnið í Reykjavík, gaf út á hálfrar
aldar afmæli skipsins rifjar Krist-
ján upp er hann, 24 ára gamall
stýrimaður á Óðni, leiddi í fyrsta
skipti flokk varðskipsmanna við
töku á erlendu skipi. Þetta var í
maí 1972 og mun skipið hafa verið
það síðasta sem tekið var í 12
mílna landhelgi áður en fært var út
í 50 mílur 1. september um haust-
ið.
Kristján segir að skondið atvik
hafi komið upp þegar „fjórir korn-
ungir guttar“ hafi farið um borð í
togarann, hann, Hermann Sigurðs-
son, stýrimaður og tveir hásetar á
svipuðum aldri. „Þegar við komum
inn í brú togarans talaði breski
skipstjórinn í VHF-talstöð og til-
kynnti félaga sínum á öðrum tog-
ara hvað væri um að vera og orðaði
það svona: „I have been arrested
by bunch of kids with revolver,“
segir í frásögninni í bókinni. Skip-
stjóranum hefur greinilega fundist
sendisveitin í yngra lagi og með
skammbyssu í farteskinu. Togar-
inn hét Everton og var færður til
hafnar á Seyðisfirði og dæmt í
málinu þar.
Í pönnukökur um helgar
Þrjú sumur 1994-1996 fór Krist-
ján sem skipherra með Óðin í
Smuguna í Barentshafi. Veiðar á
vegum íslenskra útgerða þar voru
vægt sagt illa séðar af Norðmönn-
um og oft skarst í odda milli Ís-
lendinga og Norðmanna. „Fyrsta
sumarið voru þetta bölvuð læti, en
við reyndum að vera mátulega
dipló og tortryggni norsku Strand-
gæslunnar minnkaði smám saman.
Það endaði með því að þeir leyfðu
okkur að fara inn til Hammerfest
til að taka olíu og versla,“ segir
Kristján. Jafnvel hafi menn farið á
milli skipa á sunnudögum til að fá
sér pönnukökur hver hjá öðrum.
Varðskipið veitti íslenska flotan-
um margvíslega aðstoð og meðal
annars var læknir um borð í Óðni
og þar var sjúklingum sinnt.
Óðinn í þremur þorskastríðum
Kom að mörgum erfiðum björgunum Sendinefndin í yngra lagi Til aðstoðar í Smugunni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sextíu ár Óðinn kom við sögu í þremur landhelgisdeilum og kom að björgunarstörfum í meira en fjóra áratugi. Skipið er nýkomið úr slipp.
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Þorskastríð Óðinn eftir ásiglingu breska togarans Arctic Corsair 1976.
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Í návígi Óðinn og bresk freigáta, en tíu sinnum lenti varðskipið í árekstrum.