Morgunblaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 40
40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020 Í síðustu viku missti ég hökuna nið- ur í bringu. Og þá meina ég það í orðsins fyllstu merkingu. Það var þannig að mér barst símtal um 22.15 rétt eftir síðari kvöld- fréttir frá ágætri frænku minni sem bú- sett er í austurhluta borgarinnar. Þessi frænka mín sem hringdi í mig hefur aldrei kosið neitt annað en Samfylkinguna að hennar sögn, þrátt fyrir að ég, frændi hennar, hafi margsinnis reynt að snúa henni í aðrar áttir. En svona er það nú bara, mér þykir jafn vænt um hana þrátt fyrir. Það vill svo til að hún er á þeim aldri að eiga barn á leikskólaaldri. Hún er útivinnandi og einstætt foreldri. Hún sækir vinnu mið- svæðis í borginni. Og hún er einn af þeim kjósendum Samfylkingar sem eiga erfitt með að viðurkenna það sem aflaga fer hjá þessum blessaða flokki. Í þessu símtali okkar kvað þó heldur betur við annan tón. Og er það kannski ekki skrýtið að mér, frænda hennar, hafi brugðið all- verulega. Enda hélt ég í fyrstu, í sannleika sagt, að hún væri að gantast í mér, eins og hún á til að gera. Hún tilkynnti mér það að hún væri gefast upp á því að búa í Reykjavík og bað mig, borgar- fulltrúann og frænda sinn, að reyna hvað ég gæti að til að snúa þeirri, svo mjög vægt sé til orða tekið, vanhugsuðu ákvörðun meirihlutans við. Nú allt í einu opnaði hún sig. Staðreyndin er sú að hún þarf að aka til og frá vinnu og það tek- ur hana 70 mínútur, ef hún er heppin, fram og til baka, daglega. 35 mínútur hvora leið. Og stund- um, sagði hún mér, getur það tek- ið á morgnana hátt í eina klukku- stund aðra leiðina. Þessi ákvörðun meirihlutans olli henni það miklum áhyggjum og kvíða að hún hringdi í frænda sinn, sem er í flokki sem hún hef- ur aldrei stutt. Ekki það, hún hringir nú stundum í mig, en aldrei talar hún við mig um póli- tík enda hefur verið þegjandi samkomulag á milli okkar, frá því að hún fór að hafa vit á stjórn- málum, að ræða hana ekki. Ég viðurkenni það þó að ég brýt nú oftar en ekki samkomulagið þegar að kosningum kemur. En sem betur fer er okkur mjög vel til vina og hún fyrirgefur mér svona oftast nær. Í þetta skiptið, og kannski eðli- lega, grátbað hún mig um reyna allt hvað ég gæti að snúa þessari ákvörð- un við, enda hafði hún í orðsins fyllstu merkingu miklar áhyggjur af því hvað vinnuveitandi hennar myndi segja þegar hún þyrfti að til- kynna honum að hún yrði að fara í lægra starfshlutfall ef ákvörðun meirihlut- ans gengi eftir. Ein- stæða móðirin sem hefur lítið á milli handanna. Hún kvaðst kvíða þessu mjög. Ég verð að viðurkenna að það fauk allhressilega í mig við að hlusta á frásögn hennar. Og hugsa um afleiðingar þessarar ákvörðunartöku meirihlutans. Og þetta er dagsatt, hér er um engar ýkjur að ræða. Þessi vel gerða manneskja er ekki ein um þetta vandamál, enda hefur um- ferðarþunginn í Reykjavík aldrei verið meiri, og enginn meirihluti hefur boðað jafn mikinn óvina- fögnuð og þessi meirihluti. Samt sem áður ákveður meiri- hlutinn að vísa frá tillögu okkar þess efnis að falla frá ákvörðun hans um styttingu opnunartíma leikskólanna á síðasta borgar- stjórnarfundi. Þetta er sennilega óvinsælasti meirihluti sem hefur starfað í borginni frá upphafi borgar- stjórnar. Þetta er meirihlutinn sem er með færri atkvæði en minnihlutinn á bak við sig. Það er ekki bara umferðarþunginn sem meirihlutinn þverskallast við að leysa, heldur eru það fjármálin, skólamálin og skipulagsmálin svo fátt eitt sé nefnt. Við getum nefnt mörg önnur mál, s.s. Elliðaárdalinn, samein- ingar í Grafarvogi, nýtt leiðakerfi strætó, vegakerfið, klóakmálin, innkaupamálin og margt, margt fleira. Þetta er saga, og þetta er saga meirihlutans. Það er ekki eitt, það er allt. Óvinafagnaður Eftir Björn Gíslason » Í þessu símtali okkar kvað þó heldur betur við annan tón. Og er það kannski ekki skrýtið að mér, frænda hennar, hafi brugðið allverulega. Enda hélt ég í fyrstu, í sannleika sagt, að hún væri að gantast í mér, eins og hún á til að gera. Björn Gíslason Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Opið bréf til Sól- veigar Önnu Jóns- dóttur, formanns Efl- ingar – stéttarfélags. Ég sé í fjölmiðlum undanfarna daga að þú krefur viðsemjendur Eflingar hjá Reykja- víkurborg um að hlusta á kröfur fé- lagsmanna Eflingar og láta af þeirri vanvirð- ingu sem þú telur að borgin hafi sýnt félagsmönnum. Um þetta leyti er vel á annað ár síðan þú hófst baráttu þína gegn þáverandi stjórn og starfsmönnum Eflingar. Á vef Sósíalistaflokksins var lýst eftir andstæðingum stjórnar Efl- ingar til að fella stjórnina. For- ystumönnum og starfsmönnum Efl- ingar var borið á brýn að þeir væru óhæfir til að starfa fyrir launafólk. Þú hófst feril þinn í starfsmannamálum með því að reka skrifstofustjóra Eflingar fyr- irvaralaust á fjölmennum starfs- mannafundi. Þú hést því á fund- inum að ekki stæði til að reka fleiri. Þú gekkst á bak þeirra orða þinna. Síðan þá hefur þú sagt upp eða hrakið úr starfi á annan tug starfsmanna. Aldrei rætt við okkur Allan þann tíma sem þetta ástand hefur varað á skrifstofu Efl- ingar hefur þú aldrei sýnt lit á því að ræða við okkur sem höfum leit- að eftir að réttindi okkar sem launamanna séu virt. Þú hefur sýnt okkur algera vanvirðingu. Þú hefur neitað að ræða við okkur í eigin persónu en beitt fyrir þig lögmönn- um úti í bæ, lögmanni félagsins og lögmönnum ASÍ sem áður fyrr vörðu hagsmuni starfsmanna og fé- lagsmanna Eflingar. Þú hefur beitt öllum brögðum hinna lágkúruleg- ustu atvinnurekenda með fram- kvæmdastjóra þínum til að losa þig við starfsmenn sem um langan tíma hafa haldið uppi starfsemi á skrifstofu Eflingar. Okkur er löngu nóg boðið og við krefjumst virð- ingar fyrir störf okkar. Hver kemur illa fram við konur? Þú leggur í opnu bréfi til borgarstjóra mikla áherslu á að illa sé komið fram við konur. Það vill svo til að flestir þeirra starfsmanna sem þú hefur rekið frá Efl- ingu eða bolað í veik- indaleyfi eru konur. Þér leyfist sem sé vond framkoma við konur á sama tíma og þú sakar borgarstjóra um að vanvirða konur og störf þeirra. Þú krefst sjálf virðingar. Þú krefst þess að á þig verði hlustað. Þau sem krefjast virðingar af öðr- um verða að sýna hana sjálf. Þar sýnir þú sjálf vont fordæmi. Fólkið sem þú losaðir þig við á skrifstofu Eflingar gengur ekki að neinum störfum úti í samfélaginu, þar sem sérhæft starf á vegum Efl- ingar býður ekki upp á slíkt að starfsferli loknum. Ég vil halda því fram að viðhorf og framkoma ykkar Viðars Þorsteinssonar, fram- kvæmdastjóra Eflingar, lýsi mann- vonsku og mannfyrirlitningu sem aldrei hefur viðgengist á skrif- stofum stéttarfélaga fyrr. Það stefnir í að reynda starfs- menn með áratuga reynslu og þekkingu úr eldra starfsliði megi telja á fingrum annarrar handar. Flesta starfsmenn af kjaramála- sviði hefur þú losað þig við og allir reyndustu starfsmenn á fræðslu- sviði eru horfnir af vettvangi. Fræðslusviðið hefur verið stolt okk- ar í Eflingu frá stofnun félagsins. Svo má lengi telja. Allir sem fengist hafa við starfs- mannamál vita að mannauður er það dýrmætasta sem við eigum á vinnustaðnum. Þú hefur fórnað því sem er mikilvægast í Eflingu. Þekkingu starfsmanna sem unnið hafa þar áratugum saman. Þú fórn- aðir reynslu þeirra, kunnáttu og hæfni. Allt til að koma að hug- myndafræði og baráttuaðferðum sem eiga eins og útjaskaðar stjórn- málastefnur heima á öskuhaugum sögunnar. Fyrirlítur þá sem hafa aðra skoðun en þú En vandi þinn er því miður djúp- stæður. Hann felst í því að fyrirlíta þá sem eru annarrar skoðunar en þú. Það á jafnt við um starfsmenn, stjórnarmenn og viðsemjendur. Þú reynir að kúga þetta fólk. Þú getur gert það með ófyrirleitinni fram- komu á vinnustaðnum um tíma en til lengdar gengur það ekki, hvorki á vinnustaðnum, meðal samherja né viðsemjenda. Hótanir þínar og Við- ars Þorsteinssonar í garð starfs- manna, samstarfsaðila og viðsemj- enda geta gengið um hríð en svo lætur fólk ekki bjóða sér þetta. Við sem höfum svo mánuðum skiptir reynt að ná sáttum við þig, Sólveig Anna Jónsdóttir, mætum hroka valdsins. Framkvæmdastjóri þinn hefur sagt í umboði þínu að skrifstofa hans sé ætíð opin fyrir samninga við okkur. Við vitum að hann segir allt annað í sínum hópi. Þar segir hann að aldrei verði sam- ið við fyrrverandi starfsmenn Efl- ingar. Þennan blekkingarleik leikur hann í fjölmiðlum þannig að ekkert er að marka tal hans um samninga við okkur. Þú býður okkur að fara í mál við stéttarfélagið okkar, sem við höfum eytt lunganum af starfs- ævi okkar til að byggja upp. Þetta er sú virðing sem þú sýnir okkur. Það er löngu tímabært að for- maður Eflingar fari að gera kröfur til sjálfrar sín. Að þú sýnir okkur starfsmönnum sama hugarfar og þú krefst af öðrum. Að ganga frá mannsæmandi lausnum á málum sem þú hefur komið í óásættanlega stöðu með framkomu þinni og virð- ingarleysi. Við krefjumst virðingar Eftir Þráin Hallgrímsson »Ég vil halda því fram að viðhorf og fram- koma ykkar Viðars Þor- steinssonar, fram- kvæmdastjóra Eflingar, lýsi mannvonsku og mannfyrirlitningu. Höfundur er fyrrverandi skrifstofustjóri Eflingar. Þráin Hallgrímsson TAUBLEIUBÚÐIN ÞÍN Kíktu á netverslun okkar bambus.is Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 info@fedaszdental.huHafðu samband: + 36 70 942 9573 www.tannlaeknathjonusta.is Tannlækningar í Ungverjalandi Sparaðu allt að 50-70%! Fyrir Eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.