Morgunblaðið - 23.01.2020, Side 43

Morgunblaðið - 23.01.2020, Side 43
UMRÆÐAN 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020 Gildismat manna breytist með aldrinum vegna reynslu sem þeir öðlast á lífsleið- inni. Þess vegna var svo lengi vel að eldri menn fóru með stjórn þjóðfélagsins og voru ráðgefandi í mikil- vægum málum sem snertu land og þjóð. Þetta voru landsfeður og höfðingjar hlaðnir visku og dóm- greind sem þeir höfðu öðlast á langri ævi. Ég heyrði eldri mann segja frá því að það sem honum hefði þótt rétt að gera fyrir tíu árum dytti honum aldrei í hug að framkvæma í dag vegna lífsreynslu sinnar. Nú er það orðið svo að farið er að velja ungt fólk, svo til nýkomið af táningsaldri, inn á Alþingi Íslend- inga, til að taka mikilvægar ákvarð- anir við að stjórna landi og þjóð, bæði innanlands og á erlendri grund. Slík stjórnmálastefna er óðs manns æði. Hvernig í ósköpunum hefur þessi óheillavænlega stefna verið tekin? Hví hefur þjóðin blind- ast og tapað dómgreindinni og orðið vitfirrtri menningarstökkbreytingu að bráð? Vegna þessa hefur sjaldn- ast ríkt jafn mikil óstjórn og fyrir- hyggjuleysi í landinu. Fimm til sex ára veturseta í háskóla kemur ekki í staðinn fyrir lífslanga reynslu öld- unga af lífinu og kryddlegin hjörtu þeirra, sem þroskast hafa í blóði lífs- baráttunnar hátt í eina öld. Þessir höfðingsmenn eru fyrirlitnir af há- skólaliði, sem setið hefur á rassinum og telur sig allt vita. Það eru önnur öfl sem áhrif hafa á þetta fólk en umhyggja fyrir þjóð sinni og komandi kyn- slóðum. Gráar hærur eru heiðurskóróna, segir í gamalli bók um tíma- laus sannindi. (Orðs- kviðirnir 16:31) Vit öld- unganna er auður þjóðar, sem má ekki fara forgörðum og hylj- ast moldu í kirkjugörðum. Ofurtrú unglinga á háskólum á kostnað öld- unga og ættfeðra er hættuleg í höndum reynslulausra ungmenna og veldur óskaplegri félagslegri eyði- leggingu og hefur ill áhrif á land og þjóð. Það væri margt öðruvísi og mikil breyting til batnaðar ef öld- ungar, sem þekkja lífið og lífsbarátt- una af eigin raun, sætu í öldungaráði íslenska ríkisins. Alþingi hefur því miður verið líkt við leikskólakrakka í sandkassaleik, sem segir sína sögu af ástandinu á þingi. Krakkar í fullorðinsleik og ung- lingar sem telja sig fullþroska eiga að leika sér annars staðar en inni á Alþingi Íslendinga. Öldungar og ættfeður Eftir Einar Ingva Magnússon Einar Ingvi Magnússon » Vit öldunganna má ekki fara forgörðum og hyljast moldu í kirkjugörðum. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. einar_ingvi@hotmail.com 1. desember 2018 héldum við upp á 100 ára afmæli fullveldis ís- lensku þjóðarinnar og buðum Margréti II Danadrottningu í heimsókn af því tilefni. Þegar talað er um full- veldi er oftast átt við fullveldi ríkis, sem ræður sjálft yfir eigin málum. Íslendingar voru undir yfirráðum Norðmanna og Dana í 656 ár, 1262- 1918. Á 19. öld hófst sjálfstæðisbar- átta okkar, sem vildum breyta þessu ástandi og vinna fullveldi þjóðar- innar úr höndum Dana. Fullveldi ríkis skiptist í tvennt. Ytra fullveldi fjallar um rétt ríkisins til að koma fram gagnvart öðrum fullvalda ríkjum. Innra fullveldi lýt- ur að því að ráða yfir eigin borg- urum og setja þeim takmörk með lögum og reglum. Fullvalda ríki hef- ur forræði yfir eigin landsmönnum og eignum þeirra. En er þetta vald takmarkalaust? Það var svo lengst af, sérstaklega í einvaldsríkjum. Fyrst eftir sjálfstæðisbaráttu og byltingu Bandaríkjamanna og Frakka á ofanverðri 18. öld töldu menn að lýðræði og kosningar til fulltrúaþings kæmu í veg fyrir mis- notkun fullveldis ríkisins gegn eigin landsmönnum. Brátt sáu menn þó að lýðræðislega kosnir fulltrúar gátu misnotað meirihlutavald sitt til að kúga samborgara sína á margan hátt. Vegna þessa sömdu Banda- ríkjamenn viðbót við stjórnarskrá sína „Bill of Rights“-mannréttindi, sem áttu að vernda einstaklinga gegn misnotkun valdhafanna. Mann- réttindin eru fullveldi einstaklings- ins gegn fullveldi ríkisins. Fullveldi ríkisins nær ekki lengra en að mörk- um fullveldis einstaklinganna, mannréttindum þeirra, sem eru ósnertanleg samkvæmt orðanna hljóðan. Fullveldi ein- staklinganna – mann- réttindin komu á undan fullveldi ríkisins til Ís- lands. Baráttumenn fyrir sjálfstæði Íslands höfðu lítinn áhuga á mannréttindum. Hug- ur þeirra snérist allur um fullveldi þjóðar- innar, endurreisn og stofnun ís- lensks ríkis. Yfirráð íslenskrar valdastéttar yfir samborgurum sín- um, öðrum Íslendingum, í stað Dana. Fullveldi landsins kom fyrst árið 1918. Menn gefa því lítinn gaum að mannréttindin, fullveldi einstakling- anna gegn ríkisvaldinu, hlotnaðist Íslendingum 1874 eða 44 árum fyrr en fullveldi ríkis þeirra. Það er eins og fólk hafi hvorki tek- ið eftir þessu né hugsað út í það. Á þessum tíma taldi almenningur mannréttindi ekki skipta miklu máli. Flestir voru bláfátækir og höfðu mjög lítil tök á að berjast fyrir eða standa á réttindum sínum, jafnvel þó að þau væru komin í stjórnarskrá landsins. Menn höfðu lítinn skilning á þessum réttindum og gildi þeirra. Það notfærði yfirstéttin sér. Manni dettur jafnvel í hug að allt of margir ráðamenn hafi verið að berjast fyrir eigin völdum í baráttunni, sem á yfirborðinu var fyrir fullveldi ís- lenska ríkisins. Mannréttindin voru að miklu leyti sniðgengin nema helst í réttarfari gegn brotamönnum. Mannréttindin voru þverbrotin. Má þar sérstaklega nefna vistarbandið, lög um húsaga og lausamennsku. Sjaldan eða aldrei var því haldið fram í dómsmálum að lög brytu í bága við mannréttindaákvæði stjórnarkrárinnar. Fyrst árið 1943 eru lög dæmd brjóta gegn stjórnar- skránni í svokölluðu Hrafnkötlumáli. Þá var stjórnarskrá Íslands og prentfrelsi búið að gilda hér á landi í 69 ár. Mannréttindin 1874 voru svoköll- uð fyrsta kynslóð mannréttinda (nei- kvæð) borgaraleg réttindi, sem voru aðallega sett til að vernda einstak- lingana gegn ríkisvaldinu. Þau eru enn í fullu gildi. Vellíðan fólks þótti ekki vaxa nógu hratt og var fátækt og ójöfnuði kennt um. Til varð svo- kölluð önnur kynslóð mannréttinda (jákvæð) félagsleg réttindi. Þessi fé- lagslegu réttindi voru oft takmörkuð við borgara viðkomandi ríkis og fjár- lög þess. Félagsleg réttindi eru háð ýmsum skilyrðum og takmarka þá ábyrgð sem menn fá að hafa á sjálf- um sér. Kostnaðurinn við félagsleg réttindi hefur orðið sífellt stærri hluti fjárlaga ríkisins og erfiðara er að láta þessi mál ganga upp. Spurn- ingin er hvort ekki sé ráðlegt að auka eignir og efnahag hins fátækari hluta landsmanna svo fleiri geti bor- ið meiri ábyrgð. Eftirsóknarvert er að þurfa ekki að vera háður fé- lagslegum réttindum meira ein nauðsyn krefur og fá að bera viðbót- arábyrgð á sjálfum sér. Ábyrgðin gerir yður frjálsa. Eftir Jóhann J. Ólafsson »Kostnaðurinn við fé- lagsleg réttindi hef- ur orðið sífellt stærri hluti fjárlaga ríkisins og erfiðara er að láta þessi mál ganga upp. Jóhann J. Ólafsson Höfundur er fv. stórkaupmaður. Fullveldi gegn mannréttindum Gæðavörur í umhverfisvænum umbúðum Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Hollt, bragðgott og þæginlegt Vegan - Keto - Pascaterian - Glutenlaust Sölustaðir: Hagkaup, Nettó, Heilsuhúsin, Fjarðarkaup, Melabúðin, Frú Lauga, Brauðhúsið og Matarbúr Kaju á Akranesi ALVÖRU VERKFÆRI 145 EITTRAFHLÖÐUKERFI YFIR VERKFÆRI VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is vfs.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.