Morgunblaðið - 23.01.2020, Page 48

Morgunblaðið - 23.01.2020, Page 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020 Það er ótrúlegt að ég sé að skrifa minn- ingargrein um Jón Val en samt stað- reynd sem ég þarf að meðtaka. Jón Valur elskulegur vinur minn er allur hér á jörð. Það koma upp margar góðar minningar. Við Jón kynnumst við stofnun Íslensku þjóðfylkingar- innar. Einnig vorum við sam- ferða í kristilegum stjórnmála- samtökum þar sem Jón stjórnaði rösklega og samtaka í að berjast fyrir landi og þjóð. Fóstureyðingar voru baráttu- mál okkar beggja. Þar stóð Jón upp úr hér á landi. Hann barðist „með kjafti og klóm“ við að verja líf hinna ófæddu. Það sló oft í brýnu á milli Jóns og andstæð- inga hans í því máli svo og öðrum málum. Alltaf var Jón eldklár og svaraði málefnalega án þess að vera með leiðindi. Það er eftir- sóknarveður eiginleiki. Jón Valur kunni að tjá sig svo eftir var tekið og vakti gríðarlega athygli á bloggsíðum og sam- félagsmiðlum. Einn af styrkleik- um hans var það sem ég sjálf tel mikilvægt að búa yfir, það er að standa alveg á sama hvað öðrum finnst. Þetta að vinna að hugsjón- um sínum hve mikill sem mótbyr- inn og stundum óvildin í garð manns er. Að ganga á móti straumnum… það einkennir al- vöru hugsjónafólk! Jón vann öt- ullega við það sem hann tók að sér og féll aldrei verk úr hendi. Ekki voru efnisleg gæði honum í huga en hugsjónir áttu hjarta hans. Við vorum samstíga í póli- tíkinni, bæði mjög ákveðið þjóð- frelsisfólk. Því að vernda íslensk- Jón Valur Jensson ✝ Jón Valur Jens-son fæddist 31. ágúst 1949. Hann lést 5. janúar 2020. Útför Jóns fór fram 16. janúar 2020. an menningararf, auðlindir og sjálf- stæði vann hann að af heilindum bæði í skrifum og sannar- lega í verki. Fráfall Jóns Vals Jenssonar er landi og þjóð gríðarlegt áfall. Þar fór mjög mikil þekking og greind, baráttuvilji og manngæska. Allt þetta er vandfundið í einum og sama einstaklingi. Þetta var hann Jón Valur vinur minn. Við Jón áttum það sameiginlegt að eiga trú á hinn eina sanna Guð og frelsarann Jesú Krist. Ég veit því hvar Jón Valur er nú, í góðum höndum. Það huggar mig í söknuðinum. Við vorum góðir vinir og margar stundirnar ræddum við saman. Það voru dýrmæt sam- skipti. Við ræddum stjórnmál, fósturdeyðingar eins og þú rétt- nefndir þann sorglega atburð þegar barn er deytt í móðurkviði, stjórnmál, persónuleg og heilsu- tengd mál en hjúkrunarfræðing- urinn María ráðlagði vini sínum allt það besta. Á stundum svolítið óþekkur að fara eftir leiðbeining- um vinkonu þinnar. Jón kom á Ljósanótt á heimili mitt sl. haust og skemmti sér konunglega ásamt vini sínum Gúnda. Hann hafði ætlað að koma oft, mikið var ég glöð að það gekk upp í þetta sinn, grun- aði aldrei að hann kæmi ekki meir á Ljósanótt. Takk, elsku Jón minn, fyrir dýrmæta vináttu og samveru- stundir sem ég ylja mér við nú. Takk fyrir ljóðin þín, snillingur, sakna þín! Sjáumst í himninum þar sem engin sorg, sjúkdómar eða stríð geisa. Á meðan verðum við sem eftir sitjum að vera án þín í baráttunni fyrir Íslandi. Það er söknuður og stórt skarð í hópnum okkar sem er vandfyllt. Kvöldið er komið og sólin sest í lífi þínu vinur. Í lífsins nýjar víddir ferð. Skil eigi, spyr, en Drottinn veit best. Ég treysta honum verð. (María Magnúsdóttir) Þín vinkona, María. Genginn er góður drengur. Jón Valur Jensson, guðfræð- ingur og baráttumaður góðra verka, hefur nú allt of snemma gengið til Guðs síns. Þess Guðs sem hann sótti visku sína, hug- sjónir og trú til. Leiðir okkar Jóns lágu fyrst saman fyrir rúmum áratug þeg- ar Íslendingar upplifðu „hrunið mikla“ – haustið 2008. Við störf- uðum í hópi hugsjónafólks sem kallaðist Samstaða þjóðar. Öllum fannst okkur ekki ná nokkurri átt að ábyrgðarmenn gætu skot- ið sér undan ábyrgð og að stjórn- völd okkar hygðust láta okkur Íslendinga greiða ósannaðar kröfur erlendra þjóða. Jón Valur, meðal annarra, átti mikinn þátt í að skora á forseta Íslands að vísa málinu í þjóðarat- kvæðagreiðslu – sem síðan hafn- aði greiðslu „Icesave-kröfunnar“ sem svo nefndist. Hér gekk Jón Valur fram af festu og óeigin- girni, knúinn þeirri réttlætis- kennd og þjóðarást sem honum bjó í brjósti. Hann safnaði undir- skriftum, skrifaði á bloggsíður, talaði stundum í útvarp og oft mátti sjá hann á mótmælafund- um á Austurvelli. Minningin um stundir okkar Jóns saman er góð, hvort sem við ræddum þjóðmál, trúmál eða dægur- og fjölskyldumál. Ávallt var hann til í rabb og jafnan fór maður fróðari af hans fundi. Aðeins eitt kom í veg fyrir að Jón Valur hefði tíma til að hitt- ast, eða rabba; það var ef börnin hans voru að koma í heimsókn – þau gengu fyrir. Þeim sendi ég innilegar samúðarkveðjur og bið þess að þau gangi í ljósi þess Guðs sem gekk með föður þeirra og hann trúði staðfastlega á. Jón Valur, þér vil ég þakka vináttu þína og góð orð. Það veit ég líka að raddar þinnar verður saknað í umræðu og átökum sem fram undan eru. Ég hefði gjarna vilja eiga með þér lengri stund, en það vita allir að „enginn ræð- ur sínum næturstað“. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Baldur Ágústsson. Við Jón Valur kynntumst, þegar ég var liðlega tvítugur, og urðum góðir vinir. Þá vorum við báðir glaðir stúdentar. Hann skrifaði mér síðast tölvupóst 2. janúar, og það kvöld töluðum við saman í síma. Áttum reyndar von á að eiga fleiri samtöl. Langt er síðan Jón Valur vakti hjá mér áhuga á því að vinna í þágu lífs og sérstaklega gegn fóstureyðingum, og hjá hvorug- um okkar átti sá áhugi eftir að daprast. Það á við um fleiri mik- ilvæg málefni, sem tengjast kristnu siðferði og eru því miður ekki eins óumdeild og á fyrri tíð. Ég er þakklátur fyrir þá sam- fylgd. Þetta tengist kannski því, að við vorum báðir að upplagi kristnir menn. Og við áttum reyndar eftir að feta sömu braut innan kristindóms, þótt ekkert sammæli væri okkar á milli um það. Við gerðumst sem sagt báðir kaþólikkar. Mig grunar að heil- agur Tómas Aquinas hafi ekki sízt valdið nokkru um það, því að báðir lásum við verk hans með at- hygli, Jón í Cambridge en ég í Keflavík. Nema Jón valdi sér Þorlák biskup að nafndýrlingi, og ég hef reynslu af því, að hann er sannarlega máttugur. Ég bið hann að biðja fyrir Jóni Val. Ég valdi mér hins vegar Ólaf konung að nafndýrlingi, og þar er ekki heldur í kot vísað. Jón var skeleggur baráttu- maður í stjórnmálum, til dæmis því að hafna samningum um Ice- save og inngöngu Íslands í ESB og ýmsum pökkum og tilskipun- um frá Brussel. Ég er líka þakk- látur honum fyrir það. Þjóðin þarf að fara varlega. Jón Valur var ættfræðingur góður og hélt oft námskeið til að kenna áhugasömu fólki fræði sín, hafði safnað prýðilegum bóka- kosti í því skyni. Nú kemur upp í hugann, að við lögðum í nokkur skipti saman krafta okkar til að leysa erfið viðfangsefni. Eitt af þeim var hann Jón Ófeigsson yngri, sem fæddist á Jónsmessu 1776 og ólst upp í Hvammi í Lóni. Steingrímur biskup skráði, að hann hefði 1806 siglt og ætlað til Austur-Indía. Hvað svo? Það var lengi óráðin gáta, þangað til við Jón Valur komumst yfir hol- lenzka þýðingu á skírnarvottorði Jóns, sem C.G. Reihete, löggiltur skjalaþýðandi, skráði árið 1820. Þá laukst allt upp, og við sann- færðum sjálfa okkur um, að Jón þessi hefði setzt að í Hollandi, verið smiður og (eftir frekari rannsókn) átt árið 2000, þegar við vorum að velta því fyrir okk- ur, niðja á lífi í Hollandi. Þetta þótti okkur víst báðum skemmti- legt. Nú er ekki annað eftir en að óska Jóni vini mínum alls góðs á Guðsríkis braut, þakka honum langa og góða samfylgd, votta fjölskyldu hans samúð mína og biðja alsæla Maríu og heilagan Þorlák að vera með honum. Jú, og biðja Drottin Guð að vekja upp fleiri jafn skelegga, rökfasta og gagnfróða baráttumenn fyrir kristnum sið á Íslandi. Sigurður Ragnarsson. Lífsgleði og hjálpsemi er það sem einkenndi Guddu. Hún tók okkur opnum örmum þegar við komum til Wiesbaden sumarið 1991 og þessi fyrstu kynni gerðu það að verkum að hún og fjöl- skyldan hennar urðu okkar fjöl- skylda næstu árin. Það virtist vera ótrúlega auðvelt og sjálf- sagt fyrir Guddu að hafa okkur inni á heimilinu í nokkrar vikur áður en við fengum okkar eigin Guðbjörg Bergs ✝ GuðbjörgBergs fæddist 3. október 1951. Hún lést 9. janúar 2020. Útför Guð- bjargar fór fram 17. janúar 2020. íbúð og það hafði mjög mótandi áhrif á afstöðu okkar til þess að hjálpa öðr- um. Þegar Glói fæddist var ómet- anlegt að hafa Guddu til staðar og hún þjónaði sannar- lega hlutverki ömmunnar fyrstu þrjú æviár hans. Gudda fylgdist allt- af með af áhuga og var mjög hvetjandi og uppbyggileg og þegar hún heyrði að Glói ætti von á barni gladdist hún af öllu hjarta. Við minnumst hennar af virðingu og væntumþykju og geymum yndislegar minningar um hjartahlýjan töffara. Ólöf Breiðfjörð og Gunnar Guðbjörnsson. Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og systur JÓRUNNAR LINDU JÓNSDÓTTUR íþróttakennara. Aldís Buzgò Valmir Qeleposhi Heiðdís Buzgò Eggert Orri Hermannsson Dagný Lára Stefánsdóttir Ólafur Ólafsson Alda Konráðsdóttir Svala Haukdal Jónsdóttir Kjartan Oddur Þorbergsson Þórdís Elva Jónsdóttir Hafsteinn Ágústsson Guðríður Erna Jónsdóttir Ólafur Ágúst Gíslason Sími 5 @utfarir.is · www.utfarir.is· 67 9110 · utfarir Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Elís Rúnarsson Stofnað 1990 Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi Innilegar þakkir fyrir auðsýnda hlýju og samúð við andlát og útför okkar ástkæra sonar, bróður, mágs og frænda, PÁLS KRISTINS PÁLSSONAR, Hólmasundi 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á bráðadeild og deild A 6 á Landspítalanum í Fossvogi, sem og forstöðumanns og starfsfólks sambýlisins Hólmasundi 2. Páll Kristinn Pálsson Elsa María Ólafsdóttir Tryggvi Þór Pálsson Ólafur Sölvi Pálsson Margrét Kristín Pálsdóttir og fjölskyldur þeirra ✝ Okkar bestu þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts okkar ástkæru, GUNNARS MAGNÚSSONAR sem lést 5. maí 2019 og GÍSLÍNU ÞÓRARINSDÓTTUR sem lést 29. desember 2019, áður til heimilis að Litlagerði 14 í Reykjavík. Enginn gleymist sem hefur verið elskaður. Hjartans þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Reykjavík fyrir frábæra umönnun, hlýju og kærleika. Starf ykkar er ómetanlegt. Guðbjörg Gunnarsdóttir Ólafur Guðjónsson Arnar Þór Gunnarsson Ester Guðbjörnsdóttir Harpa Gunnarsdóttir Guðmundur Baldursson Magnús Gunnarsson Margrét B. Jóhannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.