Morgunblaðið - 23.01.2020, Síða 53
úr því myndast tengingar sem eru svo
skemmtilegar,“ segir Greipur.
„Svo er hér í boði klassa háskóla-
menntun í listum í Listaháskólanum,
sem ekki skal vanmeta. Þar er mikill
suðupottur. Mér finnst alltaf gaman
að fylgjast með því sem næstu kyn-
slóðir listamanna eru að gera. Já, og
afleiðan af þessari lagköku er auðvit-
að sprúðlandi menningarlíf, alger
bragðsprengja,“ segir hún.
– Farið þið á sýningar og á tónleika
í hverri viku?
„Ég held að það komi alveg ein-
hverjar vikur sem maður gerir ekki
neitt en flestar vikur fer ég á eitthvað.
Framboðið er svo
ótrúlegt, tónleikar
oft í viku, opnanir
og leiksýningar.
Það er hægt að
vera í fullri vinnu
við þetta. Og það
er auðvitað kjarni
málsins. Maður
verður að velja,“
segir hann og
Edda tekur undir.
„Stundum þarf
ég pásu, það er
eins og hugurinn
mettist og ég þarf
svigrúm til að
vinna úr því sem ég
hef safnað saman í
líkamanum og get
þá ekki hugsað mér að fara á sýn-
ingar eða annað og langar bara að
vera heima eða í Heiðmörk. En al-
mennt séð þá er það að fara á sýn-
ingar eðlilegur hluti af hversdeginum
mínum, það er eins og það gerist af
sjálfu sér, það togar. Það er alltaf eitt-
hvað að græða, líka við að sjá og finna
það sem talar ekki til manns og það er
ekki síður mikilvægt. Annars er svo
margt sem hægt er að gera að heiman
og stundum á það betur við, og stund-
um bendum við lesendum okkar líka á
eitthvað þannig,“ segir hún.
Hvað gefur það ykkur að sinna
menningarlífi af krafti?
„Krafturinn sveiflast upp og niður,
en það getur verið verulega mikið
kikk að sjá og finna eitthvað verða úr
engu, að sjá lítið hugmyndakorn
verða að heilu verki, jafnvel heilli sýn-
ingu eða heilli hátíð. Hugmyndir eru
ókeypis, það er framkvæmdin á þeim
sem er aðalmálið. Nema þær séu and-
virði hundraða milljóna, svo ég snúi
málinu upp í þversögn og vísi í tvo
listamenn. En það
er þetta ferli sem
getur verið svo nær-
andi, alger alkemía.
Með því að vinna
og eiginlega lifa í
menningarlífinu
bætir maður alltaf
einhverju við sig, þó
það sé eins og heim-
urinn þenjist út í
sömu andrá, sem
hann svo sem gerir.
Maður finnur fávísi
sína betur eftir því
sem maður lærir
meira og það er
ósköp ágætt líka.
Kannski eins og í
matargerð, þeim
mun fleiri brögð sem maður smakkar
og lærir á, þeim mun skýrara verður
hvað maður á eftir að smakka mikið
af heiminum. Þetta er einhvern veg-
inn svona í listinni líka, hún er óþrjót-
andi en það er hægt að komast nær
listinni í sjálfum sér í smáskömmtum,
uppgötva stórkostlega hluti innra og
ytra með því að smakka.
Samtakamátturinn í menningarlíf-
inu á Íslandi er líka ósköp fallegur,
meðal listamanna og liststofnana/
staða ríkir hjálpsemi og greiðvikni
umfram samkeppni, sem er mikil
blessun, enda er það ekki sjálfgefið,
þó það sé sjálfsagt. Þó kerfin marg-
umtöluðu þurfi á endurskilgreiningu
að halda þá er góður andi í
menningarlífinu og það er (andlega)
gefandi að hrærast í því,“ segir hún.
Eru listir ykkar stærsta áhugamál?
„Ég veit ekki hvort það er hægt að
orða það þannig að menningin sé
stærsta áhugamálið, jú ábyggilega, en
það er svo margt sem mótar menn-
ingu og snúið að skilgreina hvar hún
hefst og endar. Hvernig sem sú skil-
greining er, þá vitum við að hún er
það sem skilgreinir okkur sem sam-
félag umfram allt annað. Svo þetta er
ákveðin afstaða líka. Ég hef mjög ein-
læga, ábyggilega barnslega trú á list-
inni, hún er bæði svo máttug og dul-
arfull, mild og gjöful. Einskonar
nærandi afl sem finnur sér leið ef
maður treystir því og hleypir inn í líf
sitt, kannski svona eins og páfarnir
guði. Er það ekki, Greipur,“ spyr hún.
„Hún er eins og þú, máttug og dul-
arfull, mild og gjöful,“ segir hann og
hlær.
„En ef hægt er að setja alla list-
viðburði undir einn hatt þá má segja
að mest af frítíma mínum fari í það.
Og ef það er mælikvarði þá get ég
svarað þessu játandi,“ segir Greipur.
„Ég hefði annars áhuga á að heyra
meiri og dýpri umfjöllun um listir al-
mennt séð. Á málþingi um tungutak
um listina, sem Bandalag íslenskra
listamanna stóð fyrir í Hörpu um
næstsíðustu helgi, kom meðal annars
fram að við mættum taka okkur páf-
ana tvo (kvikmyndina The Two Po-
pes, sem við mæltum með í síðasta
fréttabréfi og mælum eindregið með
að fólk horfi á) og kaþólsku kirkjuna
sérstaklega til fyrirmyndar um það
eitt (og aldeilis ekki margt annað) að
tala meira um kjarna málsins. Páf-
arnir töluðu um guð og við gætum tal-
að meira um listina – ekki listamann-
inn, ekki listfræðina, heldur verkin
sjálf, listina sjálfa. Ég er sammála
þessu, kannski getur litla fréttabréfið
okkar orðið kveikja að slíku samtali í
einhverjum hópum,“ segir hún.
Eitt að lokum, þið látið áskrift að
fréttabréfinu kosta smá, af hverju?
„Okkur langar að veita áskrif-
endum vandað efni og auðvitað leggj-
um við mikla vinnu í þetta. Við vönd-
um okkur. Svona á því ekki að vera
ókeypis,“ segir hann.
„Ég held að það felist líka ákveðin
tenging í því, þá er móttaka bréfsins
meðvitað valin af viðkomandi. Svona
eins og að fá sér kött í Kattholti. Það
gefur víst betri raun ef fólk er látið
borga fyrir kettina, þá hugsar það
betur um þá. Mjög skrýtið,“ segir
hann.
„Og ég nenni heldur ekki að skrifa
og skrifa fyrir ruslkörfur pósthólfa út
um allan bæ. Það geta bara aðrir ver-
ið í því,“ segir hann.
„Ég er annars að reyna að venja
mig á að hætta að tala um peninga,
það er skemmtilegra að tala um
listina, sérstaklega ef maður er blank-
ur. Þetta er í sannleika sagt eiginlega
til að minna á að þekking í menningu
er dýrmæt, alveg eins og þekking í
öðrum greinum. Svo kostar þetta nú
ekki mikið. Fréttabréfið kemur út
annan hvern sunnudag og kostar eins
og sæmilegt súkkulaðistykki í hvert
sinn,“ segir hún.
„Mig langar í súkkulaði,“ segir
Greipur.
„Jæja, við þurfum að þjóta. Er
þetta ekki bara komið? Og takk fyrir
hlý orð, Greipur. Þú ert líka ágætur,“
segir hún.
„Hugmyndir eru
ókeypis, það er fram-
kvæmdin á þeim sem
er aðalmálið. Nema
þær séu andvirði
hundraða milljóna,
svo ég snúi málinu
upp í þversögn og vísi
í tvo listamenn. En
það er þetta ferli sem
getur verið svo nær-
andi, alger alkemía.“
Morgunblaðið/Eggert
Greipur og Edda Kristín eru sérfræðingar í menningarlífi borgarinnar.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020
NÝR ÞÁTTUR
AF HEIMILISLÍFI
Þættir Mörtu Maríu Jónasdóttur, Heimilislíf, hafa algerlega slegið í gegn en fyrsti þáttur
fór í loftið í júní 2017. Það voru mikil viðbrigði fyrir Agnesi M. Sigurðardóttur biskup Íslands
að flytja til Reykjavíkur eftir að hafa búið á Vestfjörðum nánast allt sitt líf. Agnesi finnst
einna skemmtilegast að vera í vinnunni og njóta samvista við fjölskyldu sína.
Vinsælasti þátturinn á Smartlandi!
SMARTLAND
MÖRTUMARÍU