Morgunblaðið - 23.01.2020, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 23.01.2020, Qupperneq 58
58 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020 Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Vefverslunin alltaf opinwww.listverslun.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Kolibri trönur í miklu úrvali, gæða- vara á góðu verði Kolibri penslar Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu verði Ennþá meira úrval af listavörum WorkPlus Strigar frá kr. 195 50 ára Soffía fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp og í Kópa- vogi og býr í Kópavogi. Hún er hjúkrunarfræð- ingur að mennt frá HÍ og er með MA-gráðu í lýðheilsufræði frá HR. Soffía er sérfræðingur hjá VIRK – starfs- endurhæfingarsjóði. Maki: Bernharð Ólason, f. 1967, verk- fræðingur hjá Verkfræðistofunni Lotu. Börn: Óli Sveinn, f. 1991, Guðbjörg Birta, f. 1995, og Eiríkur, f. 1999, Bernharðs- börn. Foreldrar: Eiríkur Bogason, f. 1947, d. 2018, framkvæmdastjóri Samorku, og Guðbjörg Ólafsdóttir, f. 1949, fv. stuðn- ingsfulltrúi, búsett í Kópavogi. Soffía Eiríksdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þótt það sé stundum gott að fá at- hygli skaltu gæta þess að það sé ekki á annarra kostnað. Þú færð dásamlegar fréttir af fjölskyldumeðlim. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú þarft að fara gætilega í ákvarð- anatöku þinni því þú veist að ekki verður aftur snúið. Leyfðu ástinni að blómstra. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Smám saman er það að renna upp fyrir samstarfsmönnum þínum, hvílík gersemi þú ert. Sýndu skoðunum annarra þá virðingu sem þú vilt að menn sýni þín- um. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gerðu allt sem þú getur til þess að bregða út af vananum í dag. Hafðu stjórn á skemmtanagleði þinni, þú þarft að hvíla þig stundum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft að vinna í því að ná tökum á tilfinningum þínum. Komdu þér út úr klípu sem þú komst þér í með gleðina að vopni. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Gættu þess að ofmetnast ekki nú þegar allir vilja hrósa þér fyrir árangur þinn í starfi. Styrkur þinn er mestur í mótvindi. 23. sept. - 22. okt.  Vog Allt sem tengist peningum og vinnu er hagstætt í dag. Einhver snurða hefur hlaupið á þráðinn í ástarsambandinu, láttu daginn líða og sjáðu svo hvað morgundag- urinn ber í skauti sér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Fjölskyldan og heimilið eru í brennidepli hjá þér þessa dagana. Ekki gera úlfalda úr mýflugu þó einhver hlaupi ekki eftir öllu sem þú segir. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Varastu stóryrtar yfirlýsingar og skuldbindingar sem kunna að koma þér í koll. Nú er komið að uppskeru hjá þér eftir margra vikna puð. 22. des. - 19. janúar Steingeit Flottur stíll felst í fleiru en að kaupa fleiri flíkur. Ekki bíða of lengi með að biðjast afsökunar. Við það teflirðu á tæp- asta vað. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er engin ástæða fyrir þig til þess að vera að væla yfir hlutunum. Margir eru í sömu sporum og þú. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þótt enginn sjái framtíðina fyrir er hægt að búa sig undir hana með marg- víslegum hætti í smáu sem stóru. Taktu þig á og farðu vel með sjálfa/n þig. Kristlaug sat í stýrihóp um nor- rænt vinabæjasamstarf með áherslu á leikskólamál. Hún tók þátt í því starfi frá upphafi 2001 og til 2018 og Ég vildi síðan fá mér vinnu innan bæjarmarkanna í Mosfellsbæ því það er töluvert að keyra á hverjum degi til Reykjavíkur.“ K ristlaug Þórhildur Svavarsdóttir er fædd 23. janúar 1960 á Ólafsvegi 17 í Ólafs- firði. „Ólafsfjörður var yndislegur staður til að alast upp á, fjaran var uppáhaldsleiksvæðið. Enn þann dag í dag hefur fjaran mikið aðdráttarafl fyrir mig. Pabbi minn rak bifreiðaverkstæði og þar var ég oft. Þegar ég var átta ára tóku foreldrar mínir þá ákvörðun að flytja til Akureyrar. Ég segi stund- um að ég hafi verið flutt nauðungar- flutningum því ég var ósátt við þessa ákvörðun, til að byrja með.“ Kristlaug var í Grunnskólanum í Ólafsfirði, Barnaskóla Akureyrar, Gagnfræðaskóla Akureyrar, Menntaskóla Akureyrar og útskrif- aðist þaðan árið 1980. „Þá var ég orðin móðir með tveggja ára barn og gerði hlé á námi og fór út á vinnu- markaðinn.“ Kristlaug starfaði sem leiðbein- andi við grunnskóla Akureyrar næstu árin, eða allt þar til hún fór í leikskólakennaranám við Fóstur- skóla Íslands og útskrifaðist sem kennari 1995. Árið 1996 tók hún við stöðu leikskólastjóra við leikskólann Iðavöll á Akureyri. Því starfi gegndi hún í 22 ár, til ársins 2019. „Árið 2019 ákvað ég að prófa eitt- hvað nýtt, áður en ég yrði of gömul. Ég sagði upp stöðunni á Akureyri og flutti til Mosfellsbæjar.“ Í dag starf- ar hún sem aðstoðarleikskólastjóri við leikskólann Reykjakot í Mosfellsbæ. „Ég kann mjög vel við mig í Mos- fellsbæ, það er afskaplega mikil og falleg náttúra hérna og margar gönguleiðir sem ég er dugleg að nýta mér. Mér kemur það í raun á óvart hvað mér líkar vel hér fyrir sunnan. Ég var með mikla fordóma gagnvart höfuðborgarsvæðinu og ætlaði aldrei að flytja hingað, en það voru ákveðin tímamót hjá mér 2016, ég fór í gegnum skilnað og ákvað að breyta til og vera ekki alltaf í sama farinu. Önnur dóttir mín býr hér í Mosfellsbæ og það hafði mikið að segja um að flytja hingað. Hin dóttir mín býr í Bandaríkjunum og það kom ekki til álita að flytja þangað. sá hún um fjórar ráðstefnur sem haldnar voru á Akureyri. „Markmið verkefnisins er að mynda vettvang fyrir leikskólafólk á Norðurlönd- Kristlaug Svavarsdóttir leikskólakennari – 60 ára Með dætrunum Frá vinstri: Gerður, sem býr í Connecticut, Kristlaug og Katrín Björg, sem býr í Mosfellsbæ. Vildi breyta til og flutti suður Leikskólakennarinn Kristlaug fluttist í fyrra í Mosfellsbæinn eftir að hafa ávallt búið fyrir norðan, en hún var leikskólastjóri á Akureyri í 22 ár. Norrænt samstarf Kristlaug á síðustu ráðstefnunni sem hún stóð fyrir, 2016. 30 ára Una fæddist í Reykjavík en ólst upp í Linköping í Svíþjóð til níu ára aldurs. Hún flutti þá til Hafnar- fjarðar en býr núna í Reykjavík. Una er myndlistarmaður og útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands og er með meistaragráðu frá ÉCAL í Laus- anne í Sviss. Hún er nýbúin að opna sýn- ingu í Hafnarhúsinu sem stendur til 15. mars. Maki: Logi Leó Gunnarsson, f. 1990, myndlistarmaður. Foreldrar: María Ólafsdóttir, f. 1960, heimilislæknir í Reykjavík, og Steem Magnús Friðriksson, f. 1961, læknir í Gautaborg. Una Björg Magnúsdóttir Til hamingju með daginn Kópavogur Freya Elena Danko fædd- ist 26. apríl 2019 kl. 19.27. Hún vó 3.568 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Ramona Diana Fratila og Ioan Stefan Danko. Nýr borgari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.