Morgunblaðið - 23.01.2020, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 23.01.2020, Qupperneq 60
60 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020 England Manchester United – Burnley ............. (0:2)  Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Burnley. Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun, sjá mbl.is/ sport/enski. Leicester – West Ham ............................. 4:1 Tottenham – Norwich .............................. 2:1 Grikkland Larissa – Panetolikos.............................. 2:2  Ögmundur Kristinsson varði mark Lar- issa í leiknum.  EM karla 2020 MILLIRIÐILL I, Vín: Króatía – Spánn.................................... 22:22 Hvíta-Rússland – Austurríki............... 36:36 Tékkland – Þýskaland ......................... 22:26 Lokastaðan: Spánn 5 4 1 0 153:127 9 Króatía 5 4 1 0 127:113 9 Þýskaland 5 3 0 2 141:125 6 Austurríki 5 1 1 3 139:156 3 Hvíta-Rússland 5 1 1 3 138:160 3 Tékkland 5 0 0 5 122:139 0 MILLIRIÐILL II, Malmö: Portúgal – Ungverjaland..................... 34:26 Noregur – Slóvenía .............................. 33:30 Ísland – Svíþjóð .................................... 25:32  Kristján Andrésson þjálfar Svíþjóð. Lokastaðan: Noregur 5 5 0 0 157:135 10 Slóvenía 5 3 0 2 138:132 6 Portúgal 5 2 0 3 146:142 4 Svíþjóð 5 2 0 3 120:122 4 Ungverjaland 5 2 0 3 126:140 4 Ísland 5 1 0 4 126:142 2 Undanúrslit í Stokkhólmi á morgun: 17.00 Spánn – Slóvenía 19.30 Noregur – Króatía Leikur um 5. sætið á laugardag: 15.00 Þýskaland – Portúgal  Leikið er um bronsverðlaun kl. 17.30 á laugardag og úrslitaleikurinn hefst kl. 15.30 á sunnudag. Danmörk Aarhus United – Esbjerg.................... 23:23  Rut Jónsdóttir skoraði eitt mark fyrir Esbjerg. Frakkland Toulon – Nice....................................... 21:24  Mariam Eradze skoraði eitt mark fyrir Toulon. Noregur Oppsal – Byåsen .................................. 25:33  Thea Imani Sturludóttir lék ekki með Oppsal.   Dominos-deild kvenna KR – Valur ............................................ 62:77 Keflavík – Breiðablik ........................... 81:51 Grindavík – Haukar..................... (frl.) 70:78 Staðan: Valur 17 15 2 1429:1118 30 KR 17 12 5 1291:1099 24 Keflavík 17 12 5 1262:1185 24 Haukar 17 11 6 1219:1188 22 Skallagrímur 16 10 6 1089:1041 20 Snæfell 16 4 12 1070:1264 8 Breiðablik 17 2 15 1068:1333 4 Grindavík 17 1 16 1103:1303 2 Evrópubikarinn UNICS Kazan – Galatasaray ............. 94:69  Haukur Helgi Pálsson skoraði 10 stig fyrir UNICS, tók eitt frákast og átti eina stoðsendingu á 24 mínútum.  Staðan í E-riðli: UNICS Kazan 2/1, Ry- tas 2/1, Mónakó 1/2, Galatasaray 1/2. NBA-deildin Dallas – LA Clippers........................ 107:110   Knattspyrnu- maðurinn Hösk- uldur Gunn- laugsson er alkominn heim í Breiðablik og skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Kópavogs- félagið. Hösk- uldur fór frá Blikum í sænska félagið Halmstad sumarið 2017 en var lánaður aftur heim á síðasta tímabili og skoraði 7 mörk í 20 deildaleikjum. Hann lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Kan- ada á dögunum. vs@mbl.is Höskuldur laus frá Halmstad Höskuldur Gunnlaugsson EM 2020 Kristján Jónsson kris@mbl.is Ísland hafnaði í 11. sæti á EM karla í handknattleik en liðið lauk keppni á mótinu í Malmö í gær. Ísland mætti þá gestgjöfunum Svíum sem unnu öruggan sigur 32:25. Svíar höfðu góð tök á leiknum mestallan tímann. Náðu að komast í 4:1, 13:8 og voru yfir 18:11 að loknum fyrri hálfleik. Eins og daginn áður þurfti íslenska liðið að fara út í síðari hálf- leikinn sjö mörkum undir. Í gær var enginn neisti til staðar í liðinu til að saxa á forskotið eins og sást þó á móti Norðmönnum. Hverju sem um er að kenna þá virkuðu menn mjög daufir í þessum síðasta leik mótsins. Væntanlega voru menn orðnir þreyttir andlega og líkamlega. Fyrir vikið var leik- urinn sá slakasti hjá íslenska liðinu í mótinu. Þeir kaflar sem voru góðir hjá liðinu voru mjög stuttir. Sænska liðið naut sín við þessar aðstæður og Svíarnir litu miklu bet- ur út en í öðrum leikjum í milliriðl- inum. Þeir hafa verið í vandræðum í sókninni þar sem spilið hefur verið mjög hægt og þunglamalegt. Gegn Íslenska liðinu skoruðu þeir 18 mörk í fyrri hálfleik og alls 32 mörk. Virtust ekki hafa mikið fyrir því. Í markinu lék Mikael Appel- gren vel og var valinn maður leiks- ins af mótshöldurum. Ekki í fyrsta skipti í sögunni sem sænskur mark- vörður leikur vel gegn Íslandi á stórmóti. Illa gekk að stöðva blæðingu Sveiflurnar í leikjum og á milli leikja voru miklar hjá Íslandi á mótinu. Þjálf- arateymið hlýtur af þeim sökum að velta fyrir sér sálræna þættinum. Hæpið er að slíkt megi eingöngu skrifa á lík- amlega þáttinn. Íslenska liðið var yngra á HM í fyrra en nú komu þrír leikmenn vel yfir þrítugt aftur inn í hópinn og tveir þeirra, Guðjón og Björgvin, mjög reyndir. Þess vegna kemur manni nokkuð á óvart hversu liðið er sveiflukennt í leik sínum. Þegar blæðing átti sér stað gekk illa að stöðva blæðinguna eins og sást í síðari hálfleik gegn Ungverjum og í fyrri hálfleik gegn Norðmönnum. Hvar stöndum við eftir 3 ár? Margir leikmenn sem eiga framtíðina fyrir sér komu við sögu í mótinu. Ég vil hrósa Guðmundi landsliðsþjálfara og hans teymi sérstaklega fyrir það að tefla Viktori Gísla og Hauki fram af alvöru í mótinu. Af og til eignumst við Íslend- ingar leikmenn sem hafa hæfileika til að komast í heimsklassa í handboltanum. Þá þarf að gefa þeim tækifæri til að dafna og þeir Viktor og Haukur hafa nú kynnst því við hvað er að eiga. Þá geta menn eins og Elvar, Ýmir, Sigvaldi, Viggó, Janus, Arnar Freyr og Sveinn átt mörg stórmót eftir með landsliðinu ef þeir halda áfram að bæta sig. Margir fleiri eiga framtíðina fyrir sér sem ekki voru í eldlínunni nú eins og Ómari Ingi Magnússnon, Gísli Krist- jánsson, Óðinn Þór Ríkharðsson og Teitur Örn Einarsson. Ég er ekki viss um að Norðmenn og Svíar valti yfir Ís- land eftir tvö til þrjú ár. Ísland í 11. sæti á EM í Svíþjóð  Slæmt tap gegn Svíþjóð í síðasta leiknum  Dauft yfir okkar mönnum Malmö Arena, EM karla, milliriðill II, miðvikudag 22. janúar 2020. Gangur leiksins: 4:1, 6:3, 9:6, 13:8, 15:10, 18:11, 20:12, 23:15, 26:17, 27:20, 30:23, 32:25. Mörk Svíþjóðar: Linus Arnesson 7, Jerry Tollbring 5/1, Andreas Nilsson 5, Lukas Nilsson 5, Jim Gottfridsson 4, Max Darj 1, Kim Du Rietz 1, Fredric Pettersson 1, Daniel Pettersson 1, Valter Chrintz 1, Simon Jeppsson 1. Varin skot: Mikael Appelgren 13/1, Andreas Palicka 1. Utan vallar: 8 mínútur. SVÍÞJÓÐ – ÍSLAND 32:25 Mörk Íslands: Kári Kristján Krist- jánsson 5, Bjarki Már Elísson 5/1, Guðjón Valur Sigurðsson 4, Alexand- er Petersson 3, Sigvaldi Björn Guð- jónsson 2, Haukur Þrastarson 2, Ólafur Guðmundsson 1, Sveinn Jó- hannsson 1, Viggó Kristjánsson 1, Janus Daði Smárason 1. Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson 5, Björgvin Páll Gústavsson 2. Utan vallar: 0 mínútur. Dómarar: Matija Gubica og Boris Milosevic, Króatíu. Áhorfendur: 7.153. Þrefaldir meistarar Vals eru komnir með sex stiga forskot á toppi Dom- inos-deildar kvenna í körfubolta eft- ir sannfærandi 77:62-sigur á KR á útivelli í gærkvöldi. Aðeins munaði tveimur stigum á liðunum fyrir síð- asta leikhlutann, en í honum var Val- ur miklu sterkari og tryggði sér að lokum öruggan sigur. Einverjir höfðu áhyggjur af Val í desember, er liðið tapaði tveimur leikjum á skömmum tíma, en nýja árið byrjar vel fyrir Valskonur. Þær hafa nú unnið fjóra leiki í röð. Hel- ena Sverrisdóttir er komin á fullt á ný eftir meiðsli og þegar hún spilar vel á ekkert lið möguleika í Val. Það verður erfitt að sjá eitthvert lið stöðva Valslestina, sem fer hraðar með hverri umferðinni sem líður. KR þarf að fá meira frá Danielle Rodriguez til að eiga möguleika gegn Val, en sú bandaríska skoraði aðeins 16 stig í gær. Micheline Mercelita spilaði sinn fyrsta leik með Val í gær og skoraði fjögur stig og tók tíu fráköst.  Keflavík átti ekki í neinum vandræðum með að vinna Breiðablik á heimavelli, 81:51. Keflavík er nú með 24 stig, eins og KR. Það hefur vantað stöðuleika í Keflavíkinga til að veita Valskonum alvörukeppni á toppnum. Keflavík hefur unnið tvo og tapað tveimur í síðustu fjórum. Keflavík leikur við Val í næstu um- ferð og er ljóst að deildarmeist- aratitilinn verður afar fjarlægur draumur með tapi. Breiðablik hefur tapað níu leikjum í röð og er í miklu basli.  Haukar fóru upp í fjórða sætið með 78:70-sigri á Grindavík á útivelli í framlengdum leik. Grindavík hefur spilað mun betur síðustu vikur en í byrjun leiktíðar, en stigin standa á sér og eru nýliðarnir aðeins með tvö stig í neðsta sæti. Grindavík hefur fengið tvö stig úr síðustu fjórum leikjum en tapleikirnir hafa allir komið eftir mjög jafna leiki. Haukar töpuðu fyrir Skallagrími í síðustu umferð en hafa unnið sex af síðustu sjö. Það verða væntanlega Haukar og Skallagrímur sem berjast um fjórða sætið, síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni. jo- hanningi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hlíðarendi Valskonan Kiana Johnson og KR-ingurinn Hildur Björg Kjart- ansdóttir í hörðum slag í toppleik liðanna í gærkvöld. Meistararnir að stinga af  Valskonur með sex stiga forskot
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.