Morgunblaðið - 23.01.2020, Síða 62

Morgunblaðið - 23.01.2020, Síða 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020 Síðustu þrjá áratugi hefur Damon Albarn verið einn þekktasti og vin- sælasti dægurtónlistarmaður Breta og hefur getið sér orð sem söngv- ari, hljóðfæraleikari, laga- og textahöfundur og upptökustjóri, ýmist í sólóverkefnum eða með öðr- um og ólíkum listamönnum. Albarn sló fyrst í gegn sem söngvari og leiðtogi hljómsveitarinnar Blur, sem sendi fyrstu plötuna frá sér ár- ið 1991. Hljómsveitin varð á ár- unum þar á eftir ein sú vinsælasta á heimsvísu og seldust plötur hennar í bílförnum. Blur kemur enn saman af og til en Albarn hefur verið með mörg önnur hljómsveitarverkefni í gangi. Þekktastar eru sveitirnar Gorillaz, sem hann stofnaði árið 1998 við annan mann en Albarn rekur nú einn og fær til liðs við sig hópa ólíkra listamanna hverju sinni er hann hljóðritar, og súpergrúpp- urnar The Good, the Bad & the Queen og Rocket Juice & the Moon. Í fyrrnefndu eru einnig Paul Sim- onon úr The Clash, Simon Tong úr The Verve og hinn heimskunni trymbill Tony Allen, og í hinni er Allen líka auk Flea, bassaleikara Red Hot Chili Peppers. Damon Albarn er rúmlega fimm- tugur og hlaut fyrir þremur árum OBE-orðu úr hendi Bretadrottn- ingar, fyrir mikilsverð tónlistar- störf. Svalir Albarn fremstur í Blur sem sló í gegn snemma á tíunda áratugnum. Heimsþekktur og áhrifamikill listamaður VIÐTAL Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Mig hefur lengi langað til að skapa tónverk sem fjallar um það að horfa út um gluggann minn hérna. Þetta er svo heillandi og síbreytilegt sjónarspil,“ segir breski tónlistar- maðurinn Damon Albarn. Hann þagnar og horfir út í éljakófið sem byrgir þá stundina sýn í hvassviðr- inu sem lemur á húsi hans í Staða- hverfinu nyrst í Reykjavík. „Sjónar- hornin eru sífellt að breytast hérna,“ bætir hann svo við hugsi. „Stundum er loftið ótrúlega tært og kyrrt – og Snæfellsjökull beint fyrir framan mig! Þarna,“ segir hann og bendir norður yfir Faxaflóann. „Hann blas- ir oft við með öllum sínum smá- atriðum. Stundum finnst mér hann vera svo nærri að það er eins og toppurinn gnæfi yfir okkur hér. En í önnur skipti, eins og núna, þá byrgir veðrið sýn, snjór eða regn. Glugg- arnir hér eru eins og linsur sem beinast að heillandi náttúrunni.“ Damon Albarn kom fyrst til Ís- lands fyrir tæpum aldarfjórðungi, árið 1996, á hátindi vinsælda hljóm- sveitarinnar Blur sem hann leiddi sem söngvari og var orðinn heims- þekktur fyrir. Hann var fyrst einn á ferð og kynnti sér næturlífið, eins og fjallað var þá um í fréttum. Skömmu síðar var Blur byrjuð að hljóðrita nýja plötu í London en meðlimirnir komu síðan allir til Reykjavíkur og luku hér upptökum á fimmtu breið- skífu sveitarinnar, sem var einfald- lega nefnd eftir henni, Blur. Albarn kveðst hafa bundist landinu sterkum böndum á þessum tíma og skömmu seinna festi hann sér lóð og hóf að byggja hús hér í úthverfi borgar- innar, með þessu tilkomumikla út- sýni yfir ströndina og hafið, í átt að Snæfellsjökli og Esju. Og þetta út- sýni er kveikjan að og efniviðurinn í nýju tónverki listamannsins, The Nearer the Fountain, More Pure the Stream Flows, sem hann mun flytja ásamt stórri hljómsveit, með strengjum og blásurum, í rómuðum tónleikasölum í nokkrum evrópskum stórborgum Evrópu í vor. Þegar til- kynnt var um þá tónleika seldist strax upp á þá alla, enda viðburður að Damon Albarn leggi upp í ferð með nýtt og spennandi tónverk. Í dag er síðan upplýst um loka- tónleika ferðalagsins, en þeir verða í enn einni rómaðri tónleikahöll – sem stendur við Faxaflóann aðeins nokkru vestar en tónverkið var sam- ið, í Eldborgarsal Hörpu 12. júní. Stórhljómsveit í stofu Albarns Þegar ég sæki Damon Albarn heim í útjaðri Reykjavíkur er komið hádegi og hlé hefur verið gert á hljómsveitaræfingu í stofu lista- mannsins. Ellefu manna strengja- og blásarasveit, auk tækniliðs og upptökumanns, hefur undanfarna daga verið að æfa undir stjórn út- setjarans og hljómsveitarstjórans André de Ridder hluta úr þessu nýja tónverki Albarns. Sveitin er aðallega skipuð breskum tónlistarmönnum en einnig nokkrum íslenskum. Stemningin er heimilisleg þar sem listamennirnir sitja í rúmgóðri og hlýrri stofunni og snúa allir að flennistórum gluggum með útsýni til hafsins, sem hverfur af og til í élja- hryðjurnar. Þar úti stígur hópur hrafna loftdans og virðast þeir njóta þess að leika í veðurhamnum. Þetta er í þriðja sinn sem tón- listarmenninir koma til landsins og æfa verkið í nokkra daga heima hjá Albarn. Við einn gluggann er píanó tónskáldsins og á því bunki af texta- blöðum sem hann er að vinna í. Þegar tónleikaröðin var kynnt, að Albarn myndi flytja ásamt stórri hljómsveit nýtt verk í tónleikahöll- um á borð við Fílharmóníuna í París, Barbican í London og Bozar í Bruss- el, var sagt að það væri samið undir áhrifum af einstakri náttúru Íslands, landi miðnætursólarinnar. Þar mætti finna jökla, eldfjöll, hveri, tignarleg fjöll og einstakt hálendi, í landi á mótum Norður-Ameríku og Evrópu, og þar væri uppspretta verks Albarns, sem hefði dvalið reglulega á Íslandi í hátt í þrjá ára- tugi. Heillaður af náttúrunni hér Við Albarn ræðum um verkið nýja á neðri hæð hússins, þar sem tveim- ur stólum hefur verið komið fyrir við lítið borð í svefnherbergi hans – og eins og í stofunni uppi snúa stólarnir að gluggunum og útsýninu sem hann kveðst aldrei fá nóg af. „Þegar ég er hér í húsinu hef ég nær alltaf dregið frá, svo ég geti fylgst með náttúrunni, sumar sem vetur,“ segir Albarn og bætir við að sér finnist þessi tími árs líka hríf- andi hér, þegar nóttin er svo löng og sólin lágt á himni. Hann segist lengi hafa verið heill- aður af náttúrunni hér og líka alls kyns þjóðsögum og ævintýrum sem henni tengjast. Hann nefnir sem dæmi að fyrir mörgum árum hafi hann fyrst hrifist af Bjarnafossi við Búðir á Snæfellsnesi, en þá hafi hann verið á ferð að vetrarlagi og ís- lenskur kunningi sagt sögur af skessu sem byggi í fossinum og ver- um sem kæmu þar úr hafinu. Þegar umboðsmaður Albarns spurði hann fyrir ekki svo löngu hvort það væri eitthvert ögrandi verkefni sem hann virkilega langaði að hella sér í, þá sagðist hann lengi hafa gengið með þann draum að skapa verk um út- sýnið frá gluggunum sínum hér í Reykjavík. Og það mætti krydda með sögum eins og þeim sem hann heyrði á sínum tíma á Snæfellsnesi. „Titillinn á verkefnið kom úr ljóðinu „Love and Memory“ eftir John Clare og ég gaf umboðsmanninum hann með stuttri lýsingu sem hann gæti notað til að selja miða á tón- leikaröðina,“ segir Albarn og bætir brosandi við að þegar hafi miðarnir á þá alla selst upp – „fyrir utan á tónleikana hér í Hörpu!“ – og hann var ekki enn farinn að festa nótu á blað. Fimm eða sex sinnum í fyrra „Ég hef komið eins mikið hingað og ég hef getað,“ segir Albarn, sem er annars búsettur ásamt fjölskyldu sinni í London. „Ég var hér fimm eða sex sinnum á síðasta ári. Ég hef verið að semja hér, og stundum með aðra tónlistarmen með mér og ég hef reynt að fá þá til að fanga með mér þær furðulegu tilfinningar sem kvikna við að horfa hér út,“ segir hann með þungri áherslu á orðin furðulegu tilfinningar. „Í dag heyrum við heldur betur í veðrinu, enda stormur úti, en oft er hér algjör þögn. Fólk bregst við þessum aðstæðum á áhugaverðan hátt og þegar þau leika á hljóðfærin hvet ég þau til að leika og túlka nátt- úruna og landslagið fyrir utan, að leika eins og smáfuglarnir flögra úti og horfa hér út á Hrosshólma og Geldinganes, og tjá dans hrafnanna. Undanfarið hef ég gefið hröfnunum að éta hér úti og þeir eru ótrúlegir – þvílíkar kúnstir! Það er ágætt að „Þetta er íslenska verkið mitt“  Hinn kunni breski tónlistarmaður Damon Albarn semur tónaljóð út frá útsýninu frá heimili sínu í Staðahverfi Reykjavíkur  Tónleikaferð með verkið um Evrópu lýkur í Eldborgarsal Hörpu 12. júní Ljósmynd/Linda Brownlee Íslandslag „Sjónarhornin eru sífellt að breytast hérna,“ segir Damon Albarn um útsýnið frá heimili sínu í Reykjavík. „Stundum er loftið ótrúlega tært og kyrrt – og Snæfellsjökull beint fyrir framan mig!“ Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2 Augnlyfting Einstökmeðferð til að lyfta slappri húð á augnsvæði • Dregur úr hrukkumog línum • Hjálpar húðinni að endurnýja sig Er ástand húðarinnar verra en aldurinn gefur til kynna? 15% afslátturí janúar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.