Morgunblaðið - 23.01.2020, Side 66

Morgunblaðið - 23.01.2020, Side 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020 Jojo Rabbit var ein af umtöl-uðustu kvikmyndum síðastaárs og stjörnugjafir gagn-rýnenda voru allt frá engri stjörnu yfir í fimm, fullt hús stiga, sem er kannski ekki skrítið þegar litið er til þess að í myndinni birtist Adolf Hitler sem ósýnilegur vinur aðalpersónunnar, tíu ára drengs sem kallaður er Jojo og býr í ónefndum bæ í Þýskalandi. Hitler er leikinn skemmtilega af leikstjóra myndar- innar, Waititi, sem er sjálfur af gyð- ingaættum. Í Jojo Rabbit er því einn mesti fjöldamorðingi mannkynssög- unnar gerður fáránlegur, hlægilegur og barnalegur enda sprottinn úr hugarheimi tíu ára drengs sem hef- ur verið heilaþveginn af áróðri Hitl- ersæskunnar. Jojo dýrkar Hitler og hatar gyðinga, sem honum hefur verið kennt að séu afsprengi djöfuls- ins, jafnvel með horn og hala og því réttdræpir. Jojo sækir „kennslustundir“ Hitlersæskunnar með Yorki, næst- besta vini sínum („Hitler er besti vinur minn,“ segir Jojo við Yorki) og lífið virðist fullkomið og hamingjan endalaus. Þetta undirstrikar leik- stjórinn með upphafsatriði þar sem þýsk útgáfa Bítlanna af „I Want to Hold Your Hand“ ómar undir, sem er mjög fyndið. Jojo, Yorki og Hitler hlaupa kátir saman í skóginum á leið í kennslustund en babb kemur fljót- lega í bátinn. Jojo er skipað að drepa kanínu af illkvittnum kennara Hitlersæskunnar. Jojo getur ekki hugsað sér að drepa dýrið og fær þá viðurnefnið „kanína“. Hitler stappar í hann stálinu og segir bara jákvætt að vera kenndur við svo stórkostlega skepnu. Jojo verður þá svo sann- færður um eigið ágæti og hreysti að hann hrifsar handsprengju af kenn- ara sínum, fleygir henni frá sér en ekki fer betur en svo að sprengjan springur nærri honum. Eftir sjúkra- húsdvöl ber Jojo ör í andliti og haltr- ar og getur því ekki lengur sótt tíma í Hitlersæskunni. Dag einn kemst Jojo að því að stúlka af gyðingaættum, Elsa, er í felum á heimili hans. Faðir hans var sendur á vígvöllinn og er líklega fall- inn og býr Jojo því einn með móður sinni, Rosie, sem Scarlett Johansson leikur. Jojo lætur móður sína ekki vita af af því að hann hafi fundið felustað gyðingastúlkunnar en veit nú að móðir hans er í liði með and- stæðingnum og er andsnúin Hitler og nasistum hans. Eftir því sem Jojo kynnist Elsu betur rennur upp fyrir honum að gyðingar eru ósköp venju- legt fólk og verður þeim vel til vina. Vinskapurinn leggst mjög illa í Hitler sem fer smám saman að sýna sitt rétta andlit og missa stjórn á skapi sínu. Þar fer Waititi sem fyrr á kostum og túlkun hans minnir á kvikmyndaupptökur af ofsafengnum ræðum Hitlers. Ekki sú fyrsta Margt er mjög vel gert í þessari kvikmynd Waititi, leikstjóra sem hlotið hefur verðskuldaða athygli og lof fyrir fyrri myndir sínar, m.a. Thor: Ragnarok og Hunt for the Wilderpeople. Nálgun hans á á hrylling seinni heimsstyrjaldar- innar, gyðingahatur, nasisma og skrímslið Adolf Hitler er auðvitað óvenjuleg en kvikmyndin er þó langt í frá sú fyrsta sem sýnir Hitler í spaugilegu ljósi. Nægir að nefna The Producers og kvikmynd Chaplin, The Great Dictator. Hitler hefur meira að segja verið gerður að at- hlægi í teiknimynd með Andrési Önd og ég fæ ekki séð að lítið sé gert úr fórnarlömbum nasisma og gyðinga- ofsóknum með þessari nálgun leik- stjórans, þótt ákveðins ójafnvægis gæti í myndinni þegar kemur að vægi gamans og drama. Spaug getur verið öflugra vopn en dramatík og í þessu tilfelli magnar það upp fárán- leika þess sem börnum var innrætt í Hitlersæskunni, öfgakenndrar hegð- unar Adolfs Hitlers og ólgandi hat- urs hans í garð gyðinga og fólks af öðrum kynþáttum. Atriðin með Hitl- er og hinum unga Jojo eru misfynd- in, yfir sumum brosir maður út í annað en skellir upp úr yfir öðrum. Tilgangurinn með veru Hitlers í myndinni er að mínu mati augljós: að sýna með táknrænum hætti hvernig búið er að heilaþvo tíu ára dreng og þær ranghugmyndir sem nasistum tókst að koma inn í kollinn á fólki. Leikarar standa sig allir með prýði. Sam Rockwell á að vanda góða spretti, að þessu sinni sem ein- eygður liðsforingi sem hefur verið lækkaður í tign og gerður að yfir- manni Hitlersæskunnar. Stephen Merchant er kostulegur í hlutverki Gestapóforingja og Rebel Wilson nýtur sín í hlutverki nasistakvendis þótt hlutverkið sé heldur lítið. Scar- lett Johansson fer vel með hlutverk móður Jojo sem reynir hvað hún getur að vernda son sinn og um leið bjarga lífi gyðingastúlku sem minnir hana á látna dóttur hennar. Börnin í myndinni eiga líka hrós skilið. Davis nær að kitla hláturtaugarnar og vekja samúð með túlkun sinni á Jojo og Archie Yates, sem leikur vin hans Yorki, sprengir alla krúttmæla. Thomasin McKenzie leikur gyð- ingastúlkuna og þykir mér hún, líkt og drengirnir, líkleg til frekari af- reka á hvíta tjaldinu. Betri í hlutum en heild Útlitslega minnir Jojo Rabbit á lit- ríkar og draumkenndar kvikmyndir leikstjóranna Wes Anderson og Jean-Pierre Jeunet og kvikmynda- takan styður vel við þann heim sem Jojo telur sig búa í, heim sem er í raun fantasía. Eftirtekt vekur hversu vel myndefnið er rammað inn af tökumanni og er hönnun á munum og sviðsmyndum fyrsta flokks og gleður augað. Eftir því sem líður á myndina fer gamansemi að víkja fyrir alvöru og dramatík og litir dofna samhliða því enda hillir undir lok seinni heims- styrjaldarinnar og dauða Hitlers. Sagan er sögð frá sjónarhorni barns og líkt og með Hitlersgrínið er hún alls ekki sú fyrsta sem gerir það, sjá til að mynda The Boy in the Striped Pajamas og La Vita e Bella. En væri sagan sterkari ef hún væri algjörlega dramatísk? Ég er ekki viss um það og líklega væri hún meiri upplifun ef Waititi hefði skrúf- að enn betur frá fáránleikanum. En þótt grínið sé almennt gott vantar stundum upp á að það hitti í mark og sama má segja um dramatíkina, þar sem hryllingur stríðsins er aðeins sýnilegur í tveimur stuttum atriðum. Dramatíkin hefur því lítinn sem eng- an slagkraft. Jojo Rabbit hefur að geyma mörg sniðug atriði, fyndin, eftirminnileg og sum falleg og frásagnarlega er hún sterk þótt hún missi aðeins dampinn undir lokin. Heildaráhrifin verða því varla þau sem leikstjórinn sóttist eftir þótt vissulega sé vandað til verka. Waititi blandar saman fantasíu, gríni og alvöru svo úr verð- ur undarlegt hanastél sem hefði að ósekju mátt vera undarlegra. Galdur góðs hanastéls felst bæði í hráefnum og hlutföllum og í þessu tilviki virð- ast hlutföllin ekki hafa verið alveg rétt þótt blandan sé, á heildina litið, nokkuð góð. „Hitler er besti vinur minn“ Ímyndun Mæðginin Jojo og Rosie við matarborðið með Hitler á milli sín. Hitler birtist Jojo sem hress og skemmti- legur jafningi en eftir því sem á líður fer hann að sýna sitt rétta andlit, andlit ófreskjunnar sem hann var. Bíó Paradís, Háskólabíó og Sambíó Álfabakka Jojo Rabbit bbbmn Leikstjórn og handrit: Taika Waititi. Byggt á skáldsögu Christine Leunens. Aðalleikarar: Roman Griffin Davis, Thomasin McKenzie, Scarlett Joh- ansson, Taika Waititi, Sam Rockwell og Rebel Wilson. Bandaríkin, Tékkland og Nýja-Sjáland, 2019. 108 mínútur. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Björk Þorgrímsdóttir hlaut fyrir ljóð sitt „Augasteinn“ Ljóðstaf Jóns úr Vör sem afhentur var í 18. sinn við hátíðlega athöfn í Salnum á af- mælisdegi skáldsins 21. janúar. Í öðru sæti var Freyja Þórsdóttir fyr- ir ljóðið „Skilningur“ og þriðja sæt- ið hlaut Elísabet Kristín Jökulsdótt- ir fyrir ljóðið „Að elska Vestfirðing“. Dómnefnd skipuðu Bjarni Bjarnason formaður, Ásta Fanney Sigurðardóttir og Magnús Sigurðsson. Alls bárust 232 ljóð í keppnina. Í rökstuðningi dómnefndar um vinningsljóðið segir: „Í ljóðinu „Augasteinn“ setur skáldið fram draumkenndar myndir um teng- ingu tveggja einstaklinga. Þeir ræða hugsanleg örlög og lífsleiðir samkvæmt lófalestri án nokkurra orða, sem gefur til kynna annars konar skilning og tengingu þar sem snerting eða ósögð orð leika aðal- hlutverkið. […] Sjálft dansar ljóðið á mörkum hins skiljanlega og hins óskiljanlega, á mörkum tilrauna og hefðar, og gefur til kynna að þegar fetaðar eru ótroðnar slóðir er mikilvægt að búast ekki við viður- kenningu frá öðrum heldur veita sér hana sjálf/ur fyrir að fylgja hjartanu inn í óvissuna. Skáldinu tekst með einstökum hætti að flétta saman sterkt en órætt andrúmsloft sem vekur lesandann til umhugs- unar. Ljóðið nær með þessu móti að ramma inn sinn sérstaka heim, sem þó aðeins er hægt að ýja að með verkfærum ljóðlistarinnar.“ Sæl Ljóðskáldin Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Freyja Þórsdóttir og Björk Þorgrímsdóttir ásamt Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs. Björk hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör árið 2020

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.