Morgunblaðið - 24.01.2020, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.01.2020, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 2 4. J A N Ú A R 2 0 2 0 Stofnað 1913  20. tölublað  108. árgangur  FJÓRIR MYND- LISTARMENN Í FORVALI BOÐAÐAR BREYTINGAR GAGNRÝNDAR MILLJÓNIR Í KÍNA SETTAR Í FARBANN GRÁSLEPPUVEIÐAR 14 KÓRÓNAVEIRAN 13MYNDLISTARVERÐLAUN 37 Éljagangur og hvassviðri var víða á sunn- anverðu landinu í gær þó að staðan væri enn verri víða, til dæmis á Vestfjörðum. Í miðbænum í Reykjavík kippti fólk sér ekki upp við þessa smámuni, heldur arkaði í gegnum snjófjúk og storm til þess að sinna sínum erindum. Skapleg- asta veður verður á landinu í dag en svo skellur á með snjókomu og roki í kvöld rétt eins og búast má við í janúarmánuði. Í snjófjúki í miðborginni Morgunblaðið/Eggert Umhleypingar í veðrinu rétt eins og búast má við í janúarmánuði  Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, segir að ef gul viðvörun leiði sjálfkrafa til þess að hætt sé við ferðir geti það mögulega leitt til þess að hætt verði að selja ferðir til Íslands í janúar og febrúar. Tilefnið er umræða um björgun ferðamanna á vegum Mountaineers of Iceland við Langjökul 7. janúar. Að mati Jóhannesar Þórs þarf gul viðvörun ekki að þýða að hætt sé við vetrarferðir. »10 Gul viðvörun þýðir ekki niðurfellingu Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Á Norðurlöndum nema á Íslandi hef- ur á undanförnum árum verið leitað leiða til þess að fjarlægjast formlegt samráð við hagsmunaaðila og í stað þess fagþekking innan stjórnkerfis- ins aukin. Hér hefur hins vegar verið viðhaldið samráðskerfinu, að sögn Stefaníu Óskarsdóttur, dósents við stjórnmálafræðideild Háskóla Ís- lands. Alls eru 665 nefndir, ráð og stjórnir nú starfræktar á vegum ís- lenska ríksins og hefur þeim fjölgað um 10% frá árinu 2017. Spurð hvaða breytingar hafi átt sér stað annars staðar á Norðurlönd- um, sem hafi kallað á kerfisbreyt- inguna, svarar hún: „Ein af forsend- unum fyrir því að samráðskerfi sé starfrækt er að hagsmunasamtökin sem í hlut eiga tali í nafni alls hóps- ins. En það sem hefur verið að ger- ast víða, meðal annars í Skandinavíu, er að þessi hagsmunasamtök eru að brotna upp og eru ekki jafn öflug og áður.“ Þar af leiðandi hefur dregið úr kostum samráðskerfisins fyrir ríkis- valdið þar sem ekki er hægt að treysta því að samtökin tali fyrir nægilega stóran hóp, að sögn Stef- aníu. „Hér [á Íslandi] eru hins vegar hagsmunasamtökin mjög sterk og hafa sterka stöðu gagnvart ríkis- valdinu.“ Nefndir og ráð ríkisins nú 665  Sterk staða hagsmunasamtaka gagnvart ríkinu undirstaða samráðskerfisins Fjölgar á ný » Árið 1970 voru nefndir og ráð 371 talsins og var talan orðin 500 árið 1985. Á næstu árum jukust vinsældir sam- ráðskerfisins og árið 2000 voru nefndirnar orðnar 910, en nefndum fækkaði um þriðjung til 2017. MNý ríkisstjórn 2017 fjölgaði… »4 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Laun á almennum vinnumarkaði höfðu síðastliðið haust hækkað um rúmlega 41% frá ársbyrjun 2015. Þá hafa laun á al- mennum vinnu- markaði hækkað um 4% frá mars í fyrra en um 1,7% hjá hinu opinbera skv. nýjum tölum Hagstofunnar. Þá kemur fram í tölum Eurostat, hagstofu ESB, að útborguð laun á Íslandi hækkuðu um 38,7% mælt í evrum milli 2015 og 2018 en um 2,7% að meðaltali hjá 28 ESB-ríkjum. Launin hækkuðu því mun meira á Íslandi en á það ber að líta að krónan styrktist á tímabilinu. Ósjálfbær þróun til lengdar Yngvi Harðarson hagfræðingur segir mikla hækkun raunlauna um- fram þjóðarframleiðslu á hvern starfandi landsmann ekki vera sjálf- bæra til lengdar. Einhvers konar leiðrétting þurfi að koma til. Til dæmis gengislækkun. »12 Mun meiri hækkun á Íslandi  Laun hafa hækkað miklu meira en í ESB Matvælastofnun hefur greitt fyrir- tækinu Kræsingum í Borgarnesi 112 milljónir króna í skaðabætur vegna „nautabökumálsins“ sem upp kom á árinu 2013. „Þetta var klárað fyrir jól, er jólagjöfin mín það árið. Ég hef gert upp við alla þá birgja sem stóðu með mér í erfiðleikunum og biðu með kröfur sínar,“ segir Magnús Níelsson, eigandi fyrirtækisins. Kræsingar sem áður hétu Gæða- kokkar voru sýknaðar af kæru um vörusvik í nautabökum sem lögð var fram vegna rannsóknar Matvæla- stofnunar og fékk síðan skaðabóta- skyldu Mast viðurkennda fyrir héraðsdómi og hæstarétti. Síðan hefur verið togast á um fjárhæð skaðabóta og mat á tjóni sveiflast frá 69 milljónum upp í rúmar 200 milljónir. Mast bauð 69 milljónir í samræmi við yfirmat. Seg- ist Magnús að lokum hafa tekið því en með vöxtum og kostnaði sem Mast tók þátt í varð upphæðin 112 milljónir. Magnús segir dapurlegt hvernig ríkið þreyti borgarana með málaferl- um til að hafa sitt fram. Hann hafi lagt allt undir til að halda tæknilega gjald- þrota fyrirtæki sínu gang- andi og til að standa í málaferlum til að leita réttar síns. Nýtt mál hefði tekið 3-5 ár og hann segist ekki hafa séð fram á að geta staðið undir því. „Það hefði verið hægt að semja árið eftir að ég var sýknaður. Ég myndi gjarn- an vilja vita hvað þessi málaferli hafa kostað skattgreiðendur landsins,“ segir Magnús. helgi@mbl.is Fengu 112 milljónir í bætur  Hafa gert upp skuldir við birgja vegna „nautabökumálsins“ Flugmenn Icelandair verða í sumar um 100 færri en var gert ráð fyrir. Þar ræður að Boeing 737 MAX- þotur félagsins verða áfram kyrr- settar og komast ekki í notkun fyrir háönn sumarsins, eins og greint var frá í vikunni. Félagið verður með 41 vél í notkun í sumar í stað 46 í fyrra. „Þetta hefur ekki gerst hjá okkur í 10 ár að það séu ekki allir flugmenn Icelandair í vinnu yfir sumartímann. Þetta sýnir hve stórt vandamálið er í tengslum við þessa kyrrsetningu,“ segir Örnólfur Jónsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Menn í stéttinni hafi þó áfram tiltrú á flugvélum Boeing en kyrrsetning- armálið allt sé þó mikill álitshnekkir fyrir framleiðandann. »6 100 færri flugmenn hjá Icelandair í sumar Morgunblaðið/Hari Max Vandræðin halda áfram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.