Morgunblaðið - 24.01.2020, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Laun á almennum markaði hækkuðu
um 41,2% frá janúar 2015 til október
2019. Til samanburðar hækkuðu
launin hjá hinu opinbera um 38,1%.
Þetta má lesa úr nýjum tölum
Hagstofu Íslands um þróun launa-
vísitölunnar hjá helstu launþega-
hópum en þær eru birtar með
þriggja mánaða tímatöf.
Samkvæmt tölunum hafa laun
ríkisstarfsmanna hækkað um 38,7%
frá janúar 2015 en laun starfsmanna
sveitarfélaga um 37,2%.
Lífskjarasamningarnir voru
undirritaðir í byrjun apríl í fyrra og
var fyrsta launahækkunin 1. apríl sl.
Áhrifin af kjarasamningunum
birtast í því að laun á almennum
markaði hafa hækkað um 4% frá
mars 2019 en laun hjá hinu opinbera
um 1,7%. Þar af hafa laun ríkisstarfs-
manna hækkað um 1,4% frá mars
2019 en laun opinberra starfsmanna
um 2,2%.
Samningum ekki lokið
Skýrist munurinn af því að enn eru
lausir samningar hjá stórum hluta
opinberra starfsmanna.
Til að setja ofangreinda 41,2%
launahækkun á almennum markaði
frá janúar 2015 í samhengi stóð vísi-
tala neysluverðs í 419,3 stigum í jan-
úar 2015 en í 473,3 stigum í desember
2019. Hækkaði hún með því um
12,8% á tímabilinu. Það telst lítil
breyting á verðlagi í íslensku sam-
hengi en lungann af þessu tímabili
var verðbólga undir 2,5% markaði
Seðlabankans og er nú aftur komin
undir markmið, þvert á margar spár.
Þá má nefna að útborguð laun (e.
net earnings) í 28 ESB-ríkjum voru
17.314 evrur að meðaltali 2015, sam-
kvæmt tölum Eurostat, en 17.787
evrur 2018. Það er 2,7% aukning. Til
samanburðar hækkuðu laun á Ís-
landi úr 26.330 evrum 2015 í 36.520
evrur 2018, eða um 38,7%, sam-
kvæmt sömu heimild. Tölurnar voru
síðast uppfærðar 20. janúar.
Kallar á leiðréttingu
Yngvi Harðarson, hagfræðingur
og framkvæmdastjóri Analytica,
reiknaði að beiðni Morgunblaðsins út
þróun raunlauna og landsframleiðslu
á hvern starfandi landsmann frá árs-
byrjun 2005 og út september í fyrra.
Línuritið er endurgert á grafinu hér
til hliðar. Eins og sjá má lækkuðu
raunlaun meira en landsframleiðsla á
hvern starfandi eftir efnahagshrunið
2008.
Árið 2016 fóru raunlaunin hins
vegar að síga fram úr landsfram-
leiðslu á hvern starfandi og hefur bil-
ið síðan aukist jafnt og þétt, þar með
talið í niðursveiflunni í fyrra.
Að mati Yngva er þessi þróun
efnahagslega ósjálfbær til lengri
tíma. Einhvers konar leiðrétting
þurfi að koma til, annaðhvort gengis-
lækkun eða aukin framleiðni hjá
fyrirtækjum. Síðarnefndi kosturinn
geti falið í sér innleiðingu nýrrar
framleiðslutækni og/eða fækkun
starfsfólks við óbreytta framleiðslu.
Á meðan framboð gjaldeyris anni
eftirspurn sé mikil gengislækkun þó
ólíkleg. Önnur leið til að mæta þess-
um hækkunum sé að auka verð-
mætasköpun, t.d. með meiri afla eða
fleiri erlendum ferðamönnum.
Til skýringar þá eru raunlaun
launavísitala staðvirt með vísitölu
neysluverðs. Landsframleiðsla og
fjöldi starfandi eru árstíðaleiðréttar
tölur. Gögn Hagstofu um fjölda starf-
andi ná út júní en fjöldinn er áætl-
aður fyrir tímabilið júlí til septem-
ber. Opinberar tölur Hagstofunnar
um landsframleiðslu skiptast á árs-
fjórðunga. Hér er beitt tölfræðiað-
ferð til að brúa bilið niður á mánuði.
Launin hafa hækkað um
41% frá janúarmánuði 2015
Laun í 28 ESB-ríkjum hækkuðu um 2,7% árin 2015-2018 en um 39% á Íslandi
Morgunblaðið/Hari
Á Laugavegi Kaupmáttur á Íslandi hefur aukist mikið síðustu ár.
Launaþróun og landsframleiðsla
Breyting launavísitölu
Þróun launavísitölu frá des.
2018 til október 2019
Þróun raunlauna og landsframleiðslu
á starfandi mann frá janúar 2005
800
700
600
105
104
103
102
101
100
99
desember 2018 október 2019
41,2% 38,1%
130
120
110
100
90
80
'05 '07 '09 '11 '13 '15 '17 '19
Mánaðarleg launavísitala frá
janúar 2015 til desember 2019
Starfsmenn á alm.
vinnumarkaði
Opinberir
starfsmenn
Heimildir:
Hagstofan, Analytica
Heimild: Hagstofan
des.'18=100 jan. 2015=100
Raunlaun
Landsframleiðsla
á starfandi
700,7
104,9
101,9
B
A
N
K
I
Frá janúar 2015
Starfsmenn á alm.
vinnumarkaði
Opinberir
starfsmenn
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2020
24. janúar 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 123.95 124.55 124.25
Sterlingspund 161.92 162.7 162.31
Kanadadalur 94.81 95.37 95.09
Dönsk króna 18.386 18.494 18.44
Norsk króna 13.817 13.899 13.858
Sænsk króna 13.034 13.11 13.072
Svissn. franki 127.61 128.33 127.97
Japanskt jen 1.1267 1.1333 1.13
SDR 170.87 171.89 171.38
Evra 137.42 138.18 137.8
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.2614
Hrávöruverð
Gull 1558.1 ($/únsa)
Ál 1810.0 ($/tonn) LME
Hráolía 64.57 ($/fatið) Brent
● Markaðsvirði
bandaríska rafbíla-
framleiðandans
Tesla er nú hærra
en Volkswagen-
samsteypunnar,
sem framleiðir
fleiri bíla á ári en
nokkur annar bíla-
framleiðandi í
heimi. Á miðviku-
dag náði Tesla í fyrsta sinn að rjúfa
100 milljarða dollara múrinn í Nas-
daq-kauphöllinni í Bandaríkjunum og
um miðjan dag í gær stóð virði félags-
ins í ríflega 103 milljörðum dollara,
jafnvirði 12.900 milljarða króna.
Bréf félagsins hafa hækkað um
38% frá áramótum og á síðustu 12
mánuðum nemur hækkunin 93%.
Hlutabréfagreinendur rekja gengi
fyrirtækisins til frétta af aukinni fram-
leiðslugetu, opnun nýrrar verksmiðju
(Gigafactory 3) í Shanghai og fyrirætl-
unum um uppbyggingu framleiðslulínu
í Þýskalandi. Bob Lutz, sem komið
hefur að stjórn þriggja stærstu bíla-
framleiðenda Bandaríkjanna og haldið
hefur uppi harðri gagnrýni á Elon
Musk, forstjóra Tesla, sagði í samtali
við FT í gær að hann hefði aldrei haft
jafn mikla trú á fyrirtækinu og um
þessar mundir.
Hlutabréf Tesla fara
með himinskautum
Elon Musk
STUTT
Heildarafli skipa Brims var rétt tæp-
lega 140 þúsund tonn á árinu 2019,
sem er um 16% minni afli en 2018
þegar veidd voru 167 þúsund tonn.
Ástæða minni afla er að engin loðna
var á árinu 2019, að því er fram kem-
ur í aflatölum sem birtar hafa verið á
heimasíðu útgerðarfélagsins. Verð-
mæti heildaraflans nam 17,5 millj-
örðum króna sem er um 5 milljörð-
um meira en árið 2018 þegar
verðmæti aflans nam 12,5 milljörð-
um. Nemur aukningin milli ára 39%.
Afli frystitogara var rúmlega 28,3
þúsund tonn 2019 og jókst um 10,5
þúsund tonn milli ára eða 59%, en
Vigri RE 71 bættist við flota Brims á
árinu. Þá var verðmæti aflans 9,8
milljarðar króna sem er aukning um
1,2 milljarða frá árinu 2018.
Hins vegar minnkaði afli upp-
sjávarskipa vegna loðnubrestsins og
var hann 88,7 þúsund tonn í fyrra
sem er um 31 þúsund tonnum minna
en árið á undan. Nam verðmæti afla
uppsjávarskipanna 3 milljörðum á
móti 3,5 milljörðum 2018. Einnig
dróst saman afli ísfisktogara eða um
7 þúsund tonn, en Engey var seld á
miðju ári og Helga María var í rann-
sóknarverkefni hluta ársins.
Heildarafli ísfisktogaranna var 22,6
þúsund tonn og nam verðmæti hans
4,6 milljörðum króna. Þrátt fyrir
samdráttinn í afla jókst verðmæti
hans um 100 milljónir. gso@mbl.is
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Afli Venus var aflahæsta skip Brims í fyrra með um 47 þúsund tonn.
Aflaverðmæti Brims
17,5 milljarðar
Heildarafli 16% minni milli ára
F á k a f e n i 9 1 0 8 R e y k j a v í kF á k a f e n i 9 1 0 8 R e y k j a v í k
ÚT
SAL
AN
ER
HA
FIN
3 0 - 7 0 %
A f s l á t t u r