Morgunblaðið - 24.01.2020, Síða 29

Morgunblaðið - 24.01.2020, Síða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2020 ✝ Sigrún Þórar-insdóttir fædd- ist í Reykjavík 10. maí 1957. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 16. janúar 2020. Foreldrar hennar voru Þóra Rannveig Sigurð- ardóttir, frá Siglu- firði, f. 3.11. 1936, d. 13.9. 2008, og Þórarinn Helgason rafverktaki, frá Ísafirði, f. 18.12. 1929, d. 9.11. 1981. Systkini Sigrúnar eru Sig- urður, f. 13.5. 1958, og Helga Sig- ríður, f. 17.3. 1965. Maki Sigrúnar er Ólafur Þór Kjartansson forstjóri, f. 21.11. 1955. Móðir hans var Edda Ólafs- dóttir, f. 18.2. 1939, d. 19.1. 2015. Börn Sigrúnar og Ólafs Þórs eru: 1) Edda, f. 21.12. 1978, maki Rún- ar Helgason, f. 9.8. 1984. Börn þeirra eru Nadía Rós, f. 14.2. 2011, og Sara Dís, f. 31.8. 2017. 2) Þóra, f. 7.3. 1984, maki Vign- ir Óðinsson, f. 23.4. 1982. Börn þeirra eru Viktoría, f. 10.6. 2004, Adam Fannar, f. 27.12. 2005, Natan Nóel, f. 15.4. 2011, og Fálki Mír, f. 23.8. 2017. 3) Óli Valur, f. 1.11. 1990. Sigrún lauk prófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1980 og starfaði fyrstu árin við Hólabrekkuskóla eða til ársins 1987. Eftir það kenndi Sigrún við Selásskóla í yfir 20 ár og síðustu árin við Kelduskóla í Vík. Sigrún og Ólafur Þór bjuggu í Reykjavík til ársins 2009 en þá fluttu þau að Litlakrika 17 í Mosfellsbæ. Útför Sigrúnar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag, 24. jan- úar 2020, og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku mamma mín, það er erf- itt að trúa því að þú sért farin frá okkur en ég er glöð að vita að nú færðu loksins hvíld eftir þessa hörðu baráttu við krabbameinið. Síðastliðið ár var erfitt fyrir þig og okkur öll, að heyra það síðasta sumar að þú ættir einungis nokkr- ar vikur eftir var mikið áfall og þvílíkur rússíbani sem tók við, oft stóð tæpt hjá þér en þú gafst aldr- ei upp og ætlaðir þér alltaf að sigra. Læknarnir voru farnir að hrista hausinn, þessi kraftur og já- kvæðni dró þig áfram, já, þú varst einstök. Þið pabbi voruð búin að plana svo margt, eitt af því var að stækka fallega sumarbústaðinn ykkar svo að við öll fjölskyldan gætum átt góðar stundir þar saman. Pabbi vann hörðum höndum í allt sumar að reyna að gera bústaðinn kláran svo þú gætir séð lokaútkomuna. Þú hlakkaðir svo mikið til, varst búin að kaupa allt í stíl og innrétta, enda mikill fagurkeri með allt á hreinu. Það er sárt að hugsa til þess að þú verðir ekki með okkur í næstu bú- staðarferð. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig sem mömmu og að stelp- urnar mínar hafi átt svona ynd- islega ömmu. Orð geta ekki lýst því hversu mikið ég sakna þín en þótt þú sért ekki hér til að halda utan um er ég fullviss um að þú munt vaka yfir okkur öllum og halda verndarvæng yfir okkur. Það er stórt tómarúm í hjarta mínu sem ég veit ekki hvort hægt er að fylla upp í nokkurn tímann, ég sakna þín ekki bara sem mömmu heldur líka sem vinkonu. Takk fyrir allar fallegu minning- arnar, elsku mamma, einhvern daginn hittumst við aftur og þá fæ ég að knúsa þig og kyssa aftur. Ég elska þig, Þín Edda. Elsku amma. Við söknum þín rosalega mikið. Það verður skrítið að fara í ömmu og afa hús og sjá þig ekki meira þar. Það var alltaf svo gaman að heimsækja þig, öll knúsin, allur ís- inn, allir litirnir, málningardótið og auðvitað uppáhalds dúkkuhús- ið. Okkur fannst skemmtilegast í sumarbústaðnum hjá þér og afa, við erum búnar að velja fallegt bleikt blóm fyrir þig sem við ætl- um að gróðursetja í sveitinni með afa. Við munum passa vel upp á blómið og afa fyrir þig elsku amma. Takk fyrir allt og góða nótt. Þínar ömmustelpur, Nadía og Sara. Elsku systir mín er farin frá okkur. Það er erfiðara en orð fá lýst að sætta sig við það að hún hafi ekki fengið lengri tíma í þessu lífi. Nú eru minningarnar dýrmæt- ar og svo margt að þakka. Sigrún var átta árum eldri en ég og orðin unglingur þegar mínar fyrstu minningar verða til. Her- bergið hennar í Fellsmúlanum fullt af góssi. Barbie-dúkkur, car- men-rúllur og Bjöggi á fóninum er það sem kemur fyrst upp í hug- ann. Öllu var fallega raðað upp og mamma sagði mér seinna að hún hefði verið svo þolinmóð við mig sem var alltaf að reyna að komast inn og fá að skoða dótið hennar. Sigrún systir var góð fyrir- mynd í öllu sem hún gerði. Ég fylgdist með henni og skólafélög- unum úr Versló læra saman heima í Ljósalandinu og man svo vel myndina af þeim fagna peysu- fatadeginum sem tekin var heima og birtist í Morgunblaðinu. Ég var tólf ára þegar Óli Þór kom í fjölskylduna. Aftur varð her- bergið hennar Sigrúnar spennandi þegar Edda litla fæddist og það fylltist af bleyjum og barnadóti. Það var mikil gleði hjá okkur öll- um að fá að hafa fyrsta barnabarn- ið svo mikið heima á meðan Sigrún kláraði kennaranámið. Það var svo allt of stuttu síðar sem pabbi okkar féll skyndilega frá og allt breyttist. Þá var gott að eiga stóru systur að. Ég var mikið hjá þeim Óla þegar þau bjuggu í Krummahólunum og fékk að passa Eddu litlu. Sigrún var þá farin að kenna í Hólabrekkuskóla, þar sem hún vann í nokkur ár. Þau voru flutt yfir í Hrafnhóla þegar Þóra fædd- ist og alltaf var ég mikið hjá þeim og fékk að passa litlu frænkurnar mínar sem ég átti svo mikið í. Það var líka mikil gleðistund þegar Óli Valur bættist í hópinn. Prinsinn var mættur og ég fékk að passa hann og eiga mikið í honum líka. Sigrún og Óli voru þá flutt í Rau- ðás 6, þar sem við áttum svo margar góðar stundir og vorum saman hver einustu jól og áramót. Það var líka gott að eiga stóru systur að þegar Helga Þóra mín kom í heiminn. Þá var Sigrún með mér, klippti á naflastrenginn og klæddi prinsessuna mína í fyrstu fötin. Frá fyrsta degi var hún besta frænkan. Við þrjár fórum í ferðalag til Balí um síðustu páska þar sem við upplifðum fjölbreytta skemmtun og framandi menningu. Minningin um þessa ferð er okkur svo ótrú- lega dýrmæt núna og við erum svo þakklátar fyrir að hafa átt þennan tíma saman. Elsku systir mín og besta frænkan, takk fyrir allt og allt. Helga Sigríður og Helga Þóra. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höfundur ók.) Vinátta okkar Sigrúnar batt okkur sterkum böndum fyrir 40 árum. Við erum óendanlega þakk- lát fyrir að hafa fengið að kynnast Sigrúnu, hjartahlýju lífsglöðu of- urhetjunni okkar. Hún var alltaf til staðar, tilbúin að hlusta og styðja. Hún var baráttukona og stað- ráðin í að láta ekki óvininn ná tök- um á sér. Alveg sama hversu hart hann bankaði hjá henni þá mátti engu að síður sjá gríðarlegan bar- áttuvilja, kraft og fallegt bros sem yljaði okkur, sem og öllum í kring- um hana, alveg inn að hjartarót- um. Sigrún var glæsileg, alltaf svo vel tilhöfð eins og drottning. Komið er að leiðarlokum og leiðir skilja að sinni, því kveðjum við elskulega vinkonu okkar, megi hún hvíla í friði og minning hennar lifa. Elsku fjölskylda, Guð styrki ykkur í sorginni og leiði ykkur veginn. Guðrún, Einar og fjölskylda. Sigrún Þórarinsdóttir kennari var góður liðsmaður í starfshópi Kelduskóla. Hún var glaðlynd og henni var lagið að sjá broslegar hliðar á tilverunni. Sigrún hafði smitandi hlátur og það var gott að hlæja með henni. Sigrún var farsæll kennari sem lét sér annt um velferð nemenda sinna. Hún var fagurkeri og kennslu- stofan hennar bar þess ávallt merki. Hún skapaði aðlaðandi námsumhverfi í umsjónarstof- unni sinni og þar vildi hún að nemendum liði vel. Sigrún laðaði fram það besta í nemendum sín- um og efldi með þeim metnað og áhuga. Hún hreif nemendur á miðstigi auðveldlega með sér inn í ævin- týraheim sagna og bókmennta. Sigrúnu var einnig annt um samstarfsfólk sitt og lét okkur finna það með margvíslegum hætti. Hún kom oftar en ekki með eitthvað gott með kaffinu til þess að hressa upp á tilveruna. Sigrún kunni að njóta lífsins og hreif aðra með sér. Hún sýndi hugrekki og andlegan styrk í bar- áttunni við veikindi sín og ætlaði sér sigur. Sigrún var fjölskyldumann- eskja, stolt af sínu fólki og áttu barnabörnin hennar hug og hjarta. Við vottum fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð. Við starfsfólk Kelduskóla þökk- um Sigrúnu fyrir samfylgdina, minning hennar mun lifa í hjört- um okkar. Fyrir hönd starfsfólks Keldu- skóla, Árný Inga Pálsdóttir, skólastjóri Kelduskóla. Sigrún Þórarinsdóttir ✝ Rósa Ingólfs-dóttir fæddist í Reykjavík 5. ágúst 1947. Hún lést hinn 14. janúar 2020 á Hjúkrunarheim- ilinu Hömrum í Mosfellsbæ. For- eldrar hennar voru Ingólfur Sveinsson, f. 1914, d. 2004, lög- reglumaður í Reykjavík, og k.h. Klara Halldórsdóttir, f. 1917, d. 1972, húsmóðir. Foreldrar Ing- ólfs: Sveinn Jón Einarsson, bóndi, múrsmiður og kaup- maður, í Bráðræði í Reykjavík og k.h. Helga Ólafsdóttir frá Hlíð- arendakoti. Foreldrar Klöru: Halldór Jónsson frá Kalastaða- koti, skipstjóri og kaupmaður í Reykjavík, og k.h. Guðmunda Guðmundsdóttir frá Hvammi í Dýarfirði. Bræður Rósu: Halldór, flugstjóri, f. 1940, d. 2004, Þor- steinn Örn, nemi, f. 1945, d. 1964. Dóttir Rósu, með Geir Rögn- valdssyni: Klara Egilson blaða- maður, f. 1971. Synir Klöru: Ing- ólfur Máni Hermannsson, f. 1992, Guðmundur Galdur Egilson, f. 2008. Dóttir Rósu með Þráni Hafsteinssyni: Heiðveig Riber Madsen, hársnyrtir í Kaupmannahöfn, f. 1985. Börn Heið- veigar: Thor Riber Madsen, f. 2011, og Freyja Riber Mad- sen, f. 2014. Rósa hafði mörg járn í eldinum. Hún var m.a. sjónvarpsþula, auglýs- ingateiknari, myndlistarmaður, leikari, söngvari og tónskáld. Hún lauk námi í auglýs- ingateiknun frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1968, var í Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1969-1972, lærði einnig söng og tónlist, var auglýsingateiknari hjá Sjónvarpinu og víðar, form- ari á teiknistofu Sjónvarpsins, var einnig um skeið þáttagerðar- maður. Hún gaf út hljómplötur, hélt myndlistarsýningar, var vin- sæll skemmtikraftur og síðast en ekki síst landsfræg sjónvarps- þula. Útför Rósu fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 24. janúar 2020, klukkan 13. Okkur vinkonum Rósu Ingólfs- dóttur sem nú er látin eftir löng veikindi langar að minnast hennar í fáum orðum. Það eru orðin ein 50 ár síðan leiðir okkar lágu fyrst saman, var það í gegnum leik- listina. Rósa var einstök og við tökum undir orð dóttur hennar Klöru er hún segir á Fésbókinni: Mamma var stórleikkona, ljóð- skáld, tónlistarkona, baráttu- manneskja, frumkvöðull, fegurð- ardís, myndlistarkona, vinkona, lífsfélagi, samferðamanneskja, húmoristi, pistlahöfundur, þátta- gerðarmanneskja, sjónvarpsþula, sálufélagi og trúnaðarvinur. En þrátt fyrir alla þessa titla var Rósa ekki allra og eins og stendur í við- talsbókinni Rósumál er Jónína Leósdóttir skráði var Rósa einfari og fór sínar eigin leiðir eins og margir listamenn gjarnan gera. Rósa ólst upp á menningar- heimili. Ingólfur lögregluþjónn, faðir Rósu, var listrænn, samdi bæði lög og ljóð og fékkst einnig við að mála. Við útför Ingólfs lás- um við vinkonur Rósu ljóð hans og Lögreglukórinn í Reykjavík söng lög hanns og ljóð sem var ákaflega fallegt. Er Klara barnabarnið fæddist samdi Ingólfur: Þegar víkur vetrar braut, verður létt um sporið. Alla þína ævibraut út í bjarta vorið. Þetta ljóð hefur fylgt mér alla ævi, segir Klara. Móðir Rósu var einnig listræn, hafði fallega söng- rödd, var handavinnukona og mik- il og góð húsmóðir. Rósa dáði foreldra sína mjög og ræddi oft um þau. Það er margs að minnast þegar komið er að leiðarlokum. Hugur- inn nemur staðar andartak við sérstök minningabrot, eins og þegar við leikfimishópurinn Rós- irnar héldum upp á 10 ára afmæli Jazzballettskóla Báru, hressar og kátar og við Rósa sömdum og lék- um leikþáttinn Eitt kíló upp og eitt kíló niður og er Rósa kom í Sálarrannsóknarfélagið í Garða- stræti, en þar uppi bjó ég og Rósa kom oft við í leiðinni og gátum við rabbað um alla heima og geima og hlegið mikið. Alltaf var umræðu- efnið, listin, tilfinningar og anda- heimurinn. Það þótti okkur ekki leiðinlegt. Að lokum kveðjum við vinkonu okkar með þakklæti og óskum henni góðrar ferðar inn í sumar- landið. Vottum dætrum hennar Klöru og Heiðveigu og fjölskyldunni allri innilega samúð. Hvíl í frið. Jónína Herborg Jónsdóttir, Heiðdalshúsi Eyrabakka, Geirlaug Þorvaldsdóttir, skólasystir úr Leiklistarskóla Þjóðleikhússins. Frumherjarnir, sem unnu við það að móta íslenskt sjónvarp á fyrstu árum þess, voru flestir svo ungir, að líklega hefur verið leitun að opinberri stofnun á þeim tíma, þar sem starfsmannahópurinn samanstóð af jafn ungu fólki. Og frumherjaandinn í þessum tiltölu- lega fámenna hópi var einstakur og smitandi; allt var svo nýtt, bæði í tækni og viðfangsefnum um allt land. Framfaraskrefin voru sam- felld. Eitt af þeim skrefum var þegar farið var úr svart-hvítu yfir í lit í lok áttunda áratugarins. Þeg- ar frá leið eftir þau tímamót birt- ust samskipti frumherjanna í óformlegum samtökum þeirra, sem mynduðust einhvern veginn af sjálfu sér undir heitinu „Svart- hvíta gengið“. Á þeim fjórum áratugum sem liðnir eru á ferli þessa hóps hafa ríkt vaxandi samkennd og gróin vinátta, sem mynduðust strax í upphafi. En jafnframt hefur tím- ans straumur farið að setja mark sitt á hann, þannig að smám sam- an hefur kvarnast úr honum; nú síðast með fráfalli Rósu Ingólfs- dóttur. Orðið sjónarsviptir kemur upp í hugann þegar hún kveður jarðlíf sitt, því að orðmyndirnar „sjón“ og „sýn“ eiga við um svo margt í lífi hennar, sjónvarp, sjón- varpsskjár, sjónvarpstexti, sjón- varpsgrafík, sjónvarpsframkoma, ásjóna, ásýnd og lífssýn. Rósa var leikhúsmanneskja fram í fingur- góma, sem gerði sjónvarpið að að- alvettvangi sínum. Leiksvið hefur þann óviðjafnanlega kost að skapa þráðbein og gagnvirk hughrif í beinu augnsambandi á milli túlk- andans á sviðinu og áhorfandans. Að sama skapi er skortur á þess- um beinu gagnvirku tengslum helsti akkilesarhæll sjónvarps og kvikmynda. En ef ætti að nefna einhvern sem virtist geta brotist í gegnum þennan ósýnilega múr kemur nafn Rósu Ingólfsdóttur vissulega upp í hugann. Henni tókst að gera jafn einfaldan hlut og að hella upp á kaffibolla og fá sér sopa í örlítilli þularstofu að ógleymanlegri upplifun sinni og sjónvarpsáhorfenda. Lífsgleði hennar og ákafi við að deila kjör- um og einlægum skoðunum með fólkinu, sem var hinum megin við linsuna og sjónvarpsskjáinn, var einstakur; oftast litlir gimsteinar sem glitruðu fölskvalaust og urðu minnisstæðir, lífguðu upp á hvers- daginn og bættu alla, jafnt í gegn- um tækni myndvörpunarinnar sem og í persónulegum samskipt- um á vinnustað og í hversdagslífi. Ómar Ragnarsson. Ég sendi hugheilar samúðar- kveðjur til ástvina Rósu, vinkonu minnar. Rós er farin í ferðina löngu, fortjaldið á látins braut. Man merka sál á sérgöngu, minning um fortíð þaut. Hjartasól hljóðgeisli í tónaóð himnasál leynist í laut. Rós sér í veglegu vökubönd í vonum daufra ljósa. Fugl á himni, Drottins hlý hönd í lystigarði fallinna rósa. Himnasól hljóðgeisli í tónaóð ferðalok, kveðja til rósa. Rós halloka við harm svarta hugga engla á herferð. Himna kærleiksgjöfin í hjarta, heillasál á heilagri ferð. Hjartasól hljóðgeisli í tónaóð himnasál í eilífðina sérð. Rós er geisli gimsteins þar, við grátum og engil þágum. Friðaland í Jesú það er svar eilíft líf Almættis ef náum. Himnasól hljóðgeisli í tónaóð, himnasál, síðar þig sjáum. Rós er á ferð í feigðarklaustur fortjald opið, sól sefur. Drottinn dýrðar huggar traustur dauf sunna birtu tefur. Himnasól hljóðgeisli í tónaóð himnaröðull ljós hefur. Rós himna hljómur hjarta rís hönd Drottins í englasýn. Þrot sálar þróun kærleika ós, þjáning liðin blessun þín. Á himni hels, uppskeran rós. harmur er ást í Paradís. (Jóna Rúna Kvaran.) Jóna Rúna Kvaran Guðmunda Rósa Ingólfsdóttir Innilegar þakkir fyrir hlýju og samúið við andlát og útför okkar ástkæru konu, móður, ömmu og tengdamóður, LILJU SIGURÐARDÓTTUR áður til heimilis að Klapparhlíð 18, Mosfellsbæ. Aðstandendur færa starfsfólki hjúkrunarheimilisins Hamra bestu þakkir. Trausti Brekkan Hjaltason Birgir Ægir Kristjánsson Hlín Albertsdóttir Hermann Páll Traustason Karin Eva Hermannsdóttir Sigurður Trausti Traustason Kolbrún Ýr Einarsdóttir Tómas Pétur Einarsson Corrine Einarsson og barnabörn Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför okkar áskæru móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, BJARNEYJAR SIGURÐARDÓTTUR frá Seyðisfirði, Hæðargarði 29, Reykjavík. Rannveig Jónína Ásbjörnsd. Stefán Carlsson Björn Eyberg Ásbjörnsson Valgerður Sveinsdóttir Fanney Björk Ásbjörnsdóttir Tómas Jóhannesson Ester Ásbjörnsdóttir Einar Egilsson og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.