Morgunblaðið - 24.01.2020, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2020
Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is
Úlpur
Jakkar
kr. 4.000
Gerið verðsamanburð
AÐ LÁGMARKI
50%
AFSLÁTTUR
af öllum
vörum
ÚTSALAN Í FULLUM GANGI
20 milljónir íbúa kyrrsettar í Kína
Kórónaveiran fannst í Singapúr WHO telur ekki neyðarástand Fjórir til skoðunar í Bretlandi
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Um 20 milljónir manna í tveimur
kínverskum borgum voru settar í
farbann af stjórnvöldum í gær
vegna kórónaveirunnar nýju en
hvorki flugvélar né lestir máttu yfir-
gefa borgirnar Wuhan og Huang-
gang í gær. Þá var öllum vegum til
og frá borgunum lokað í von um að
koma mætti í veg fyrir frekari út-
breiðslu lungnabólgunnar sem veir-
an veldur.
Auk borganna tveggja tilkynntu
yfirvöld í borginni Ezhou að lest-
arstöðinni þar hefði verið lokað. Þá
hafa stjórnvöld í Xiantao og Chibi
einnig gripið til ferðatakmarkanna
vegna sjúkdómsins.
Fundað um ástandið
Singapúr og Víetnam bættust í
gær í hóp þeirra ríkja þar sem veir-
unnar hefur orðið vart og alþjóða-
flugvöllurinn í Dubai, stærstu borg
Sameinuðu arabísku furstadæm-
anna, ákvað að láta alla farþega sem
koma frá Kína, óháð hvaðan, gang-
ast undir skimun.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hélt
neyðarfund í gær, annan daginn í
röð, til þess að ákveða hvort út-
breiðsla veirunnar kallaði á að lýst
yrði yfir alþjóðlegu neyðarástandi,
en fundi miðvikudagsins var slitið
án niðurstöðu. Stofnunin tilkynnti
um kvöldmatarleytið í gær að enn
væri ekki ástæða til þess að lýsa yfir
neyðarástandi.
Tedros Adhanom Ghebreyesus,
framkvæmdastjóri WHO, sagði eftir
fundinn á miðvikudaginn að ekkert
benti til annars en að ástandið væri
enn stöðugt. Sagði Ghebreyesus að
skiptar skoðanir hefðu verið í fram-
kvæmdastjórn stofnunarinnar um
hvort lýsa ætti yfir alþjóðlegu neyð-
arástandi, en sú ákvörðun yrði ekki
tekin af léttúð. Því væri stofnunin
með fulltrúa í Kína til að safna
gögnum.
Fyrirbyggjandi aðgerðir
Veirunnar hefur enn ekki orðið
vart í Evrópu svo vitað sé. Hins veg-
ar voru fjórir manns með lungna-
bólgu teknir til sérstakrar skoðunar
í Stóra-Bretlandi í gær, þrír í Skot-
landi og sá fjórði á Norður-Írlandi.
Allir fjórir munu hafa heimsótt
Wuhan á síðustu tveimur vikum og
eru nú í einangrun.
AFP
Sóttvarnir Lögreglumaður með
grímu á Torgi hins himneska friðar.
Alþjóðadómstóllinn fyrirskipaði í
gær stjórnvöldum í Búrma að gera
allt sem í þeirra valdi stæði til þess
að koma í veg fyrir að framið yrði
þjóðarmorð á róhingjum.
Setti dómstóllinn í úrskurði sín-
um fram nokkur skilyrði sem ríkið
þarf að uppfylla til þess að binda
enda á ofbeldi gegn þjóðflokknum,
en Búrmaher hrakti um 740.000
meðlimi hans yfir landamærin til
Bangladess árið 2017.
Afríkuríkið Gambía hefur kært
stjórnvöld í Búrma fyrir þjóðar-
morð, en úrskurðurinn í gær er
hugsaður sem tímabundið neyðar-
úrræði til þess að tryggja réttindi
róhingja þar til málið sjálft verður
tekið fyrir í réttinum, en mögulega
gætu liðið nokkur ár þar til þau
málaferli hefjast.
Abdulqawi Ahmed Yusuf, sem sat
í forsæti réttarins, sagði að dóm-
arar málsins væru á einu máli um
að róhingjar í Búrma ættu enn á
hættu að verða fyrir ofsóknum
stjórnvalda.
Stjórnvöldum í Búrma er gert að
gera allt sem í þeirra valdi stendur
til að koma í veg fyrir þjóðarmorð,
auk þess sem þeim er ætlað að skila
skýrslu um framgang málsins innan
næstu fjögurra mánaða, og svo aft-
ur á hálfs árs fresti eftir það.
Þá er sérstaklega kveðið á um að
óheimilt sé að reyna að þurrka út
sönnunargögn um þjóðarmorð gegn
róhingjum, séu þau fyrir hendi.
Málið vakti athygli í desember
síðastliðnum, en Aung San Suu Kyi,
leiðtogi Búrma og friðarverðlauna-
hafi Nóbels, hélt uppi vörnum fyrir
réttinum. Úrskurðurinn er bindandi
fyrir Búrma, en dómstóllinn hefur
enga leið til að framfylgja honum.
Gert að hindra
þjóðarmorð
Úrskurðað gegn stjórnvöldum í Búrma
AFP
Úrskurður Abubacarr Tambadou,
dómsmálaráðherra Gambíu, fagnar
úrskurði dómstólsins í gær.
Isabel dos San-
tos, sem kölluð
hefur verið „rík-
asta kona Afr-
íku“, var ákærð í
gær af stjórn-
völdum í Angóla
fyrir peninga-
þvætti og að hafa
misfarið með al-
mannafé þegar
hún sat í stjórn
ríkisolíufélagsins Sonangol.
Dos Santos sendi frá sér yfirlýs-
ingu í gær þar sem hún hafnaði öll-
um ásökunum á hendur sér og sagði
þær byggðar á röngum og misvís-
andi upplýsingum. Dos Santos hét
því að hún myndi berjast fyrir al-
þjóðlegum dómstólum til þess að
hreinsa nafn sitt af þeim.
Sagði Dos Santos jafnframt að
ásakanirnar væru pólitískar í eðli
sínu, en hún er dóttir Jose Eduardo
dos Santos, sem var forseti landsins
frá 1979 til 2017.
Ákærð fyr-
ir peninga-
þvætti
Isabel
dos Santos
Dos Santos hyggst
hreinsa nafn sitt
Þjóðarleiðtogar hvaðanæva úr heiminum komu
saman í Jerúsalem í gær og minntust þess að
næstkomandi mánudag verða 75 ár liðin frá því
að Rauði herinn frelsaði gyðinga úr útrýmingar-
búðunum í Auschwitz. Talið er að meira en ein
milljón gyðinga hafi látið lífið þar.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins,
var fulltrúi Íslands og lagði blómsveig að minn-
ismerki um uppreisn gyðinga í Varsjá 1943.
Minntust helfararinnar í Jerúsalem
AFP