Morgunblaðið - 24.01.2020, Blaðsíða 40
Bjartari
framtíð með
Fyrsta sýning ársins í Galleríi
Gróttu var opnuð í gær og nefnist
hún Ný verk. Á henni sýnir mynd-
listarmaðurinn Steingrímur Gauti
Ingólfsson og er sýningin níunda
einkasýning hans. „Það er mikið á
strigunum. Stundum mikið sem lít-
ur út eins og lítið, og lítið eins og
mikið. Auðvelt eins og erfitt og
öfugt. En þá er það kannski ekki
lína sem er þarna á milli,“ segir
m.a. í sýningartexta.
Mikið virðist lítið og
lítið virðist mikið
FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 24. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylf-
ingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur,
verður að mestu vestanhafs á
þessu ári og ætlar að leggja megin-
áherslu á Symetra-mótaröðina í
Bandaríkjunum. Ólafía er ekki
lengur með keppnisrétt á LPGA-
mótaröðinni en góður árangur á
Symetra gæti skilað henni inn á
LPGA á næsta ári. »35
Ólafía leggur áherslu
á Symetra-mótaröðina
ÍÞRÓTTIR MENNING
Tónlistarmaðurinn Auðunn
Lúthersson, sem gengur undir
listamannsnafninu Auður, og Stuð-
menn senda frá sér lag í dag sem
þeir unnu í sameiningu. Lagið heitir
„Elsku vinur“ og sömdu lagið þeir
Auður, Egill Ólafsson og Jakob Frí-
mann Magnússon en textann Þórð-
ur Árnason. „Elsku vinur“ er popp-
ballaða sögð frá sjónarhorni eldri
tónlistarmanns til nútímans, þar
sem virðist sem allt sé í
autotune, segir um lag-
ið í tilkynningu.
Auður og Stuðmenn
senda frá sér lag
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Síðan í lok árs 2017 hafa starfsmenn
Jarðvísindastofnunar Háskóla Ís-
lands undir stjórn Páls Einarssonar,
prófessors emeritus, unnið að því að
safna saman og skanna skjálftarita-
safn landsins frá því mælingar hófust
1910 til 2010. Sigurður Jakobsson,
fyrrverandi jarðefnafræðingur hjá
Jarðvísindastofnun, átti frumkvæði
að verkefninu. Í safninu eru um
300.000 síður úr síritum og er búið að
skanna tæplega helminginn, en ráð-
gert er að verkefninu, sem vinna átti
á fjórum árum, ljúki á tilsettum tíma
á næsta ári.
„Við erum að gera upplýsingarnar
aðgengilegar og varðveita mjög
merkileg gögn um skjálftavirkni
landsins, að bjarga verðmætum,“
segir Páll. Opnaður hefur verið vefur
(seismis.hi.is), þar sem efnið er birt
jafnóðum og það er tilbúið. Hann er
fyrst og fremst hugsaður fyrir al-
þjóðamarkað og er í stöðugri þróun.
Gögnin, sem unnið er með, eru á
nokkrum stöðum eins og hjá Þjóð-
skjalasafninu, Veðurstofunni, Raun-
vísindastofnun HÍ og Jarðvísinda-
stofnun. „Þetta eru frumgögn um það
sem er að gerast í jarðskorpunni,“
leggur Páll áherslu á.
Skráning á pappír í 100 ár
Áður en tölvuskráning hófst 2010
voru öll gögn skráð á pappír. Páll seg-
ir að þau séu fyrst og fremst mikil-
væg fyrir vísindamenn og þá sem eru
læsir á það sem þau hafa að geyma.
„Það þarf alltaf að fara til baka og at-
huga hvort staðan sé raunverulega
eins og menn ímyndi sér hana. Þetta
eru því mikilvæg gögn til áframhald-
andi rannsókna.“
Jarðskjálftar hafa verið Páli hug-
leiknir frá því hann byrjaði að kynna
sér þá markvisst í háskóla fyrir um 50
árum. Hann segir að það hafi strax
höfðað til sín að fást við jarðskjálfta
sem fyrirbrigði og jarðfræðina sem
tengist þeim. „Það hefur verið mitt
sérsvið.“ Páll bætir við að áður hafi
verið takmarkaður skilningur á þess-
um fræðum en á háskólaárum sínum
hafi komið fram nýjar kenningar eins
og flekakenningin og landrekskenn-
ingin og í fyrsta sinn hafi verið hægt
að setja hlutina í rökrétt samhengi.
„Auk þess fleygði tækninni fram
þannig að ég hef lifað í gegnum
nokkrar byltingar í mælitækninni.
Nú eru mæligögnin á hvers manns
borði í tölvukerfum.“
Alþjóðleg samtök skjálftafræðinga
settu upp fyrsta jarðskjálftamælinn
hérlendis í gamla Sjómannaskólanum
við Öldugötu 1910. „Ástæðan er sú að
í skólanum var besta klukka lands-
ins,“ segir Páll og vísar til þess að
skipstjórar hafi reglulega þurft að
leiðrétta klukku sína til þess að geta
staðsett sig nákvæmlega á sjó. Sér-
stakur útbúnaður hafi verið á skól-
anum svo skipstjórar í Reykjavíkur-
höfn gætu stillt klukkuna á hádegi
daglega.
Fyrir tölvuvæðingu voru pappírs-
skrifarar alls staðar þar sem mæl-
arnir voru víðs vegar um landið og
fékk heimafólk leiðbeiningar um
hvernig standa skyldi að verkum.
„Við dreifðum upplýsingum til þeirra
í svokölluðu Skjálftabréfi. Þau gögn
hafa líka verið skönnuð, þannig að á
síðunni má finna fróðleik um atburði
sem urðu á talsverðu árabili áður en
tölvurnar komu til sögunnar,“ segir
Páll.
Ljósmynd/HÍ/Kristinn Ingvarsson
Vísindi Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir gögnin vera frumgögn um það sem er að gerast í jarðskorpunni.
Bjarga verðmætum
Páll Einarsson, prófessor emeritus, segir skjálftaritasafn-
ið vera mikilvæg gögn til áframhaldandi rannsókna