Morgunblaðið - 24.01.2020, Side 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2020
þjónustu fatlaðs fólks hér á landi á
miklum breytingatímum er bæði
stórt og mikilvægt. Ég er þakk-
látur fyrir að hafa kynnst Pétri
Sveinbjarnarsyni. Ég votta son-
um hans, fjölskyldum þeirra og
íbúum Sólheima samúð mína.
Megi hann hvíla í friði.
Halldór Kr. Júlíusson
Knattspyrnufélagið Valur
kvaddi marga af sínum góðu fé-
lögum á síðasta ári og í síðustu
erfidrykkjunni sem fram fór að
Hlíðarenda á síðasta ári varð
mönnum tíðrætt um þessa stað-
reynd og Pétur hafði einmitt orð á
því að nú væri nóg komið í bili. Og
það var ekki fararsnið á okkar
mæta félagsmanni og fyrrverandi
formanni Pétri Sveinbjarnarsyni
annað en að hann væri á förum til
Kanaríeyja þar sem hann hugðist
dvelja eins og oft áður. Undirrit-
aður átti samskipti við Pétur
varðandi málefni Vals síðustu
daga fyrir slysið úti á Kanarí og
ekkert var eins fjarri og það sem
síðar gerðist. Pétur gekk ungur til
liðs við Val og náði snemma mik-
illi leikni með knöttinn og góðum
leikskilningi. Hann og Sigurður
Gunnarsson urðu fyrstu KSÍ-
gulldrengir Vals en þvert á spár
varð ferillinn inni á vellinum ekki
langur og hann barðist aldrei um
sæti í meistaraflokki. Lífið bauð
upp á marga spennandi kosti og
þó að Valur væri alla tíð í hjarta
Péturs sneri hann sér að öðrum
hugðarefnum. Þegar síðan kallið
kom og Valur þurfti að endurnýja
stjórn knattspyrnudeildar 1976
þá tók hann við keflinu sem for-
maður deildarinnar. Pétur kunni
að stjórna og deildi út verkefnum
til hinnar vel mönnuðu stjórnar
og sat sem formaður í fjögur ár.
Síðar tók hann við sem formaður
félagsins 1981 og þjónaði því emb-
ætti til ársins 1988. Allan þennan
tíma naut hann góðs stuðnings
mætrar eiginkonu sinnar Auð-
bjargar Guðmundsdóttur og son-
anna Guðmundar Ármanns og
Eggerts og síðar seinni eiginkonu
sinnar, Eddu Kristínar Aaris
Hjaltested. Pétur átti kraftmik-
inn sprett í viðskiptum, starfaði
við ýmis stjórnunar- og nefndar-
störf og mikið innan Sjálfstæðis-
flokksins. Pétur vann feikilega
mikið og gott starf við uppbygg-
ingu á Sólheimum í Grímsnesi og
einnig í stjórn Camphill Village
Trust í Bretlandi en sú hreyfing
vinnur einmitt að velfarnaði fatl-
aðra einstaklinga eins og Sól-
heimar gera. Pétur naut vel lífs-
stílsbreytingar sem hann
tileinkaði sér fyrir nokkrum ára-
tugum og hafði mjög jákvæð áhrif
á líf hans. Pétur var afskaplega
vel að sér í sögu Vals og þrátt fyr-
ir annríki virtist hann alltaf finna
tíma þegar Valur var annars veg-
ar. Hann varð formaður nefndar
um byggingu Friðrikskapellu að
Hlíðarenda, síðar formaður Vals-
hjartans sem er nefnd sem starfar
innan félagsins og sat í stjórn
nefndar sem kom að endurreisn
Fjóssins. Fyrir öll sín góðu störf
fyrir félagið var hann gerður að
heiðursfélaga 2011. Pétur var
sæmdur riddarakrossi hinnar ís-
lensku fálkaorðu árið 2007.
Á kveðjustund þakkar Valur og
sendir innilegar samúðarkveðjur
til fjölskyldunnar.
Halldór Einarsson,
f.h. Knattspyrnufélagsins
Vals og Fulltrúaráðs.
Mér er það minnisstætt þegar
ég hitti Pétur Sveinbjarnarson í
fyrsta sinn. Árið var 2003 og við
höfðum mælt okkur mót í Perl-
unni. Erindið var Sólheimar. Mér
varð þá strax ljóst að þar fór mað-
ur sem bjó yfir einstakri náðar-
gáfu sem fólst í að hrífa fólk með
sér í ferðalag þar sem framsýni
hans og hugmyndaauðgi birtist
manni í einstakri frásagnargáfu.
Pétur var frumlegur í hugsun og
heimsborgari að eðlisfari. Hann
var stórbrotinn maður, vinur vina
sinna, umhyggjusamur, hlýr og
barngóður. Að njóta þeirrar gæfu
að vera samferða Pétri þau 15 ár
sem kynni okkar stóðu auðgaði líf
mitt og kenndi mér margt. En
hann var líka örlagavaldur í lífi
mínu og á stærsta þáttinn í því að
nú sinni ég því hlutverki sem
hann leysti svo vel af hendi í tæp
40 ár.
Þegar Pétur kom fyrst að starfi
Sólheima árið 1979 bjó staðurinn
við þröngan kost og allir innviðir
voru lúnir. Þar skorti vonarsýn.
Móðir Sólheima og frumkvöðull,
Sesselja Hreindís hafði fallið frá
nokkrum árum áður og það vant-
aði upp á kraftinn, leiðsögnina og
þá sköpun sem fylgt hafði störfum
hennar.
Með tilkomu Péturs og þess
öfluga hóps sem fylgdi honum að
máli tók að birta til. Pétur var
framsýnn og hugmyndaríkur og
fór gjarnan ótroðnar slóðir í störf-
um sínum, sem var ekki alltaf til
vinsælda fallið. Í dag efast þó eng-
inn um þau verk sem hann leiddi
til lykta, þá starfsemi sem byggð-
ist upp í hans tíð eða þá leiðsögn
sem hann veitti.
Pétur var góður leiðtogi, fullur
af elju, eldmóði og takamarka-
lausri bjartsýni. Verk hans á Sól-
heimum og víðar tala sínu máli. Í
formannstíð hans voru Sólheimar
endurreistir og þróaðir á grunni
hugmynda Sesselju. Afraksturinn
er innviðir og aðstaða byggðar-
hverfis Sólheima sem á sér fá for-
dæmi enda hafa Sólheimar getið
sér góðan orðstír innlands sem ut-
an, hvort heldur sem horft er til
þjónustu við fólk með sérþarfir
eða sem kyndilberi samfélaga
sem byggja starf sitt á sjálfbærni,
mannspeki og kristilegum gild-
um.
Þekking og reynsla Péturs var
eftirsótt og virt. Hann var kjörinn
í stjórn Camphill Village Trust ár-
ið 2006, sem á og rekur fjölda
byggðahverfa í Bretlandi og veitir
fólki með sérþarfir þjónustu á
sviði búsetu, atvinnu og fé-
lagsstarfs. Pétur var fyrsti er-
lendi ríkisborgarinn sem kosinn
var inn í stjórn sjóðsins. Pétur var
sæmdur riddarakrossi, heiðurs-
merki hinnar íslensku fálkaorðu,
árið 2007 fyrir starf sitt í þágu
Sólheima í Grímsnesi.
Þrátt fyrir nokkurn aldursmun
tókst með okkur Pétri djúp og
traust vinátta sem nú skilur eftir
sig stórt skarð. Minningin um
góðan mann sem helgaði líf sitt
umbótastarfi í þágu æskulýðs og
fólks með sérþarfir mun lifa.
Hann var mér og fjölskyldu
minni ákaflega kær og hans verð-
ur sárt saknað.
Sonum hans Guðmundi Ár-
manni og Eggerti sem og fjöl-
skyldum þeirra vottum við okkar
dýpstu samúð.
Blómin falla, fölskva slær
á flestan ljóma. –
Aldrei hverfur
angan sumra blóma.
Þannig varstu vinur, mér
sem vorið bjarta.
Það sem gafstu
geymist mér í hjarta.
Ilma sprotar, anga lauf,
sem aldrei falla.
Drottinn launi
elskuna þína alla.
(Sigurbjörn Einarsson)
Sigurjón Örn Þórsson,
formaður stjórnar
Sólheima ses.
Fallinn er frá góður vinur og
samferðamaður í áratugi. Leiðir
okkar Péturs lágu saman þegar
við vorum sendisveinar í Sunnu-
búðinni í Mávahlíðinni hjá Óskari
Jóhannssyni, kaupmanni, með
fleiri góðum félögum okkar. Síðar
áttum við samleið í störfum fyrir
Sjálfstæðisflokkinn, aðallega á
vettvangi Heimdallar, félags
ungra Sjálfstæðismanna.
Það sem strax einkenndi Pétur
á unglingsárum var mikið hug-
myndaflug og athafnasemi. Við
störfuðum náið saman að ýmsum
verkefnum, m.a. í fulltrúaráði Sól-
heima í 28 ár og í stjórn Þróun-
arfélags miðborgar Reykjavíkur
á árunum 1990-1995 þar sem Pét-
ur var framkvæmdastjóri. Í báð-
um þessum hlutverkum skilaði
Pétur einstaklega góðu starfi,
þannig að eftir var tekið. Það sem
lýsti störfum Péturs, hvarvetna
sem hann starfaði, var stórhugur,
áræði og útsjónarsemi.
Stjórnarformennska Péturs á
Sólheimum í 38 ár bar þess sann-
arlega merki, en á þeim vettvangi
lyfti hann grettistaki. Að öðrum
ólöstuðum á hann stærstan þátt í
því öfluga starfi sem fram fer á
Sólheimum í dag og þeirri mikil-
vægu innviðauppbyggingu sem
þar hefur átt sér stað á síðustu
áratugum. Edda, eiginkona Pét-
urs, sem lést fyrir rúmum 10 ár-
um, var alltaf stoð hans og stytta.
Að leiðarlokum er mér efst í
huga þakklæti fyrir samfylgdina
og vináttuna. Ég þakka honum
samstarfið í áratugi og öll þau
góðu verk sem hann vann í þágu
mikilvægra málefna. Við Guðrún
sendum sonum hans Guðmundi
Ármanni og Eggert og fjölskyld-
unni allri innilegar samúðarkveðj-
ur.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Með Pétri Sveinbjarnarsyni er
genginn mikill félagsmálamaður
og leiðtogi. Allt frá yngri árum
var Pétur jafnan sóttur til forystu
þar sem hann kom að málum.
Ég fylgdist fyrst með Pétri á
vettvangi Vals. Hann átti feril að
baki sem knattspyrnumaður í
gegnum alla yngri flokka félags-
ins þar sem hann var fyrirliði í
sigursælum hópi. Pétur var beð-
inn að taka að sér formennsku í
knattspyrnudeild Vals sem stóð á
tímamótum. Hann lét tilleiðast og
stýrði miklu uppgangsskeiði í fé-
laginu, fyrst sem formaður knatt-
spyrnudeildar og síðar sem for-
maður félagsins. Pétur bauð mér
að taka sæti í stjórn knattspyrnu-
deildar árið 1977. Þá kynntist ég
forystuhæfileikum Péturs sem
nálgaðist viðfangsefnin gjarnan á
djarfan og óvæntan hátt. Árang-
urinn lét ekki á sér standa.
Á þessum árum var bryddað
upp á ýmsum nýjungum og margt
gert vel. Pétur stýrði samstarfs-
mönnum sínum af festu en oft var
samt stutt í léttleika og gleði.
Menn gátu einnig gert grín að
sjálfum sér samhliða því að gerð-
ar voru miklar kröfur. Þannig lét
Pétur samþykkja það á fundi leik-
manna meistaraflokks karla og
stjórnar knattspyrnudeildar Vals
eitt vorið að við yrðum Íslands-
meistarar það árið. Hann lét
kjósa um tillögu þess efnis við
góðar undirtektir og spurði svo:
„Einhver á móti?“ Enginn reynd-
ist vera mótfallinn tillögunni og
hún skoðaðist því samþykkt með
öllum greiddum atkvæðum. Það
gekk svo eftir að Valur varð Ís-
landsmeistari – enda búið að sam-
þykkja það samhljóða.
Í félagsstarfinu innan Vals
skapaðist traust og vinátta milli
okkar Péturs sem hélst allt til
loka án þess að skugga bæri á.
Fyrir það er ég þakklátur. Það
var margt hægt að læra af Pétri
enda hafði hann til að bera mikla
forystuhæfileika og líflegt hug-
myndarflug sem nýttist bæði hon-
um og öðrum í þeim verkum sem
hann sinnti.
Ég hafði mikla ánægju af því að
fylgjast með merku mannúðar-
starfi sem Pétur vann sem stjórn-
arformaður Sólheima í Grímsnesi
í 38 ár. Þar er unnið mikilvægt
starf sem efldist jafnt og þétt á
þeim áratugum sem Pétur stýrði
þessari merku sjálfseignarstofn-
un studdur af fjölda öflugra sam-
starfsmanna og félaga. Það var
líkt Pétri að leggja slíku mann-
úðarstarfi öflugt lið af heilum hug.
Péturs Sveinbjarnarsonar
verður sárt saknað af vinum, sam-
herjum og samferðamönnum. Við
sjáum á eftir góðum félaga og
merkum frumkvöðli. En mestur
er söknuður nánustu ættingja. Ég
votta sonum Péturs og fjölskyld-
unni samúð okkar hjóna. Blessuð
sé minning Péturs Sveinbjarnar-
sonar.
Helgi Magnússon.
Að stýra fjárvana stofnun eins
og Umferðarráði er ekki auðvelt
verk, en varð sameiginlegt hlut-
skipti okkar Péturs Sveinbjarnar-
sonar. Þetta merka ráð, sem í
fyrstu hét Umferðarmálaráð, en
nafninu síðar breytt í Umferðar-
ráð, var stofnað með reglugerð út-
gefinni af Jóhanni Hafstein, þá-
verandi dómsmálaráðherra, hinn
24. janúar 1969. Þann sama dag
skilaði framkvæmdanefnd
Hægri-umferðar skýrslu til ráð-
herrans, og lauk þar með störfum
við að koma í framkvæmd hægri
umferð á Íslandi. Fyrsti fundur
hins nýja ráðs var haldinn 18. apr-
íl 1969, og þá sat við hlið for-
mannsins, Sigurjóns Sigurðsson-
ar lögreglustjóra í Reykjavík,
ungur maður, 24 ára gamall, sem
ráðinn hafði verið til þess að
gegna stöðu framkvæmdastjóra,
Pétur Sveinbjarnarson. Hann
hafði þá þegar öðlast allmikla
reynslu á sviði umferðarmálefna
með störfum sínum fyrir umferð-
arnefnd Reykjavíkur, þar sem
Sigurjón lögreglustjóri, og Val-
garð Briem, landsþekktir fyrir
störf sín að umferðarmálefnum,
höfðu gegnt formennsku árum
saman.
Í grein sem ég skrifaði í
Morgunblaðið hinn 28. maí 2018, í
tilefni af 50 ára afmæli hægri um-
ferðar á Íslandi tveimur dögum
fyrr, gat ég sérstaklega um mik-
ilsverðan þátt lögreglunnar í
Reykjavík, undir styrkri stjórn
Sigurjóns og Óskars Ólasonar
yfirlögregluþjóns, og afar mikil-
vægt framlag fræðslu- og upplýs-
ingaskrifstofu umferðarnefndar
Reykjavíkur að undirbúningi
hægri umferðarinnar, en þar stóð
Pétur einmitt í brúnni og við hlið
hans menn eins og Guttormur
Þormar o.fl.
Þegar ég kom til starfa hjá
Umferðarráði, árið 1978, naut ég
starfs frumkvöðla á fyrstu árum
ráðsins, og þar var þáttur Péturs
umtalsverður. Hann hafði í störf-
um sínum fyrstu átta starfsár
stofnunarinnar unnið að ýmsum
góðum málum, sumum sem hann
kom með úr starfi sínu með um-
ferðarnefnd borgarinnar, og ýms-
um öðrum, sem hann kom á lagg-
irnar þegar hin nýja stofnun var
að hasla sér völl á sviði umferð-
aröryggismálanna. Þar naut
hann, eins og ég síðar, fulltingis
hugsjónafólks sem vann á skrif-
stofunni og hugsaði sannarlega
minna um laun en árangur í starfi.
Fyrir allt þetta ber að þakka
Pétri við leiðarlok. Ég þykist þess
fullviss að ég tala fyrir hönd
þeirra sem enn eru á lífi, og sátu í
Umferðarráði á fyrstu starfsárum
þess, og samstarfsfólks hans, þeg-
ar ég þakka honum árangursrík
störf á sviði þessa merka mála-
flokks. Einlægar samhryggðar-
kveðjur sendi ég til sona hans og
fjölskyldna þeirra. Blessuð sé
minning Péturs Sveinbjarnarson-
ar.
Óli H. Þórðarson.
Pétur Sveinbjarnarson hefur
nú óvænt kvatt þessa jarðvist.
Með honum er genginn mikilhæf-
ur maður og einn af traustustu
vinum okkar hjóna.
Pétur var víðsýnn og bjó yfir
mikilli þekkingu og víðtækri
reynslu. Hann var drífandi og
trúr þeim verkefnum sem hann
tók sér fyrir hendur og laginn við
að leysa flókin viðfangsefni. Hann
hafði einstaka hæfileika til að laða
fólk til uppbyggilegs samstarfs.
Pétur var athafnamaður og kom
að mörgum ólíkum verkefnum á
lífsleiðinni, svo sem fyrirtækja-
rekstri, opinberum störfum og fé-
lagsstörfum innanlands og utan.
Hann var stjórnarformaður Sól-
heima í Grímsnesi um árabil, eða í
þrjátíu og átta ár alls. Í öllu því
fjölbreytta og þrotlausa starfi við
uppbyggingu og starfsemi sjálf-
bærs samfélags á Sólheimum og
þróun þjónustu við íbúa byggða-
hverfisins var Pétur mikilvægur.
Samfélagið og starfsemin á Sól-
heimum er að okkar mati eitt
fremsta mannfélag á sínu sviði,
ekki einungis á Íslandi heldur
einnig á alþjóðavísu. Á Sólheim-
um er rekin afar mikilvæg starf-
semi, það fallegasta samfélag sem
við höfum kynnst. Framlag Pét-
urs og hans samstarfsfólks var
þar ómetanlegt og verður seint
þakkað til fulls. Hugsjónir Sess-
elju Hreindísar Sigmundsdóttur,
stofnanda Sólheima 1930, voru
hans leiðarljós í áframhaldandi
þróun starfseminnar á Sólheim-
um. Hann naut virðingar þeirra
sem vel til hans þekktu, fram-
ganga hans var ákveðin og fagleg.
Hann ræddi sjaldnast árangur
sinn og nálgaðist sín eigin mál af
hógværð. Pétur tók sjálfan sig
ekki hátíðlega en sýndi flestu í
kringum sig mikinn áhuga og var
hvetjandi til góðra verka, hann
hafði sanna eiginleika sem fram-
sýnn leiðtogi og fór oft á tíðum
ótroðnar slóðir. Við hjónin höfum
þekkt Pétur og Eddu eiginkonu
hans, sem lést árið 2009, náið um
langt árabil og samverustundir og
vinátta okkar var mikil og góð.
Við áttum t.a.m. margar ógleym-
anlegar samveru- og samstarfs-
stundir þegar við bjuggum og
störfuðum á Sólheimum árin 1995
til 2000 og allar götur síðan, aldrei
bar þar skugga á traust vináttu-
bönd. Við hjónin urðum þeirrar
lukku aðnjótandi að ferðast með
þeim Pétri og Eddu víða um
heiminn í gegnum árin. Þau hjón-
in voru veraldarvön og stundir
okkar saman á þessum ferðalög-
um voru og verða okkur mikils
virði. Það byggðist ávallt upp
eftirvænting þegar þessi frí og
ferðalög voru í undirbúningi og
skipulagningu. Pétur var lífsglað-
ur, fróður, kraftmikill, góður og
skemmtilegur vinur. Að eiga sam-
leið, vináttu og samstarf við Pétur
var eftirsóknarvert og verðmætt.
Pétur Sveinbjarnarson kveðj-
um við með söknuði. Lífshlaup,
viðhorf og lífsgleði hans verða
okkur alltaf minnisstæð og þakk-
arverð. Við færum sonum hans,
þeim Guðmundi Ármanni og Egg-
erti, sem og fjölskyldunni allri og
ástvinum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Óðinn Helgi Jónsson og
Guðrún Lára Halldórsdóttir.
Nú ert þú farinn
til þinnar heittelsk-
uðu, kæri Diddi.
Þegar ég fékk frétt-
ir af því að þú værir farinn í ferð-
ina löngu, kom í huga mér fyrsta
heimilið ykkar mömmu í kjallar-
anum á Laugarnesvegi þar sem
frumburður ykkar kom í heim-
inn.
Sá ég þá hversu stolt þið voruð
og stóðuð þétt saman. Ekkert gat
skilið ykkur frá hvort öðru. Ástin
var alltaf í fyrirrúmi.
Fjölskyldan stækkaði. Börnin
urðu fimm. Krafturinn hjá ykkur
að reisa framtíðarheimilið á
Rauðalæk. Síðan reistuð þið tvo
bústaði ásamt bróður þínum Ein-
ari inni í Fljótshlíð. Timbrið var
fengið hjá SÍS, Ármúla, þar sem
þú vannst, utan af vélum sem
Friðrik Jóhann
Stefánsson
✝ Friðrik JóhannStefánsson
fæddist 9. desem-
ber 1927. Hann lést
8. janúar 2020.
Útför Friðriks
fór fram 17. janúar
2020.
komu frá útlöndum.
Veit ekki betur en
það standi sig enn
þá vel.
Man eftir þegar
þið fluttuð á Rauða-
lækinn og við Linda
komum í heimsókn
og Einar minn á
leiðinni í heiminn.
Ég var stoltur og
þið samglöddust
okkur. Ég vil þakka
ykkur fyrir allt sem þið gerðuð
fyrir mig. Sérstaklega vil ég
þakka þér fyrir allar þínar heim-
sóknir til mín á sjúkrahúsið 2011,
þegar ég lá þar. Það var mér mik-
ill léttir. Þú varst jarðbundinn og
allt sem þú tókst þér fyrir hendur
gastu nostrað við með stolti og
gleði í fyrirrúmi.
Nú ertu farinn til mömmu.
Ekki veit ég hvort til er svartur
Renó 1946-7 hjá ykkur. En ef svo
er þá veit ég að þú ferð með
mömmu í góðan bíltúr um sum-
arlandið ykkar, eins og í gamla
daga. Takk fyrir samveruna.
Björgvin (Bubbi),
Einar og fjölskylda.
Í dag 24. janúar
2020 er 95 ára af-
mælisdagur Jóna-
tans Ólafssonar,
Tana afa. Hann lést rúmum fjór-
um mánuðum fyrir þennan afmæl-
isdag sinn þrátt fyrir að gamli
læknirinn hans hefði sagt honum
að hann yrði 102 ára. Þannig var
að Tani þurfti að hitta sinn lækni
sem oftar og er hann kemur inn
spyr læknirinn: Hvað get ég gert
fyrir þig, Jónatan? Svarið var: Ég
er að drepast. Hvaða vitleysa, þú
sem verður 102 ára, svaraði lækn-
irinn. Tana fannst allt í lagi að
verða 102 ára ef heilsan væri góð
annars nennti hann því ekki. Tani
var mjög talnaglöggur og fannst
gaman að spá og leika sér með töl-
ur. Eitt var sem hann gerði sér til
dundurs, það var að reikna út ald-
ur á systkinum sínum við andlát
þeirra til að sjá hver næði hæsta
aldrinum, þá voru ekki bara talin
Jónatan Ólafsson
✝ Jónatan Ólafs-son fæddist 24.
janúar 1925. Hann
lést 15. september
2019.
Útför hans fór
fram 24. september
2019.
árin, það skyldi vera
upp á dag, s.s. ár,
mánuðir og dagar.
Ogga, elsta systirin,
hafði lengi vinning-
inn þar til Fjóla fór
fram fyrir hana
2018. Án þess að
hann segði það er ég
viss um að hann ætl-
aði sér að vinna
Fjólu því keppnis-
skapið var fyrir
hendi. En svo fór sem fór. Hann
ákvað að drífa sig að kveðja okkur
og það tók hann ekki langan tíma
frekar en annað sem hann tók sér
fyrir hendur. Það sást vel við jarð-
arförina hve félagslyndur hann
var, félagarnir fylgdu honum, hafi
þeir þökk fyrir. Það hefur eðlilega
verið tómlegra og hljóðara að
koma í Lindasíðuna síðan um
miðjan september og erum við að
læra að venjast því. Það er óneit-
anlega gaman að eiga minjagrip
hér uppi á vegg, útsaumaða mynd
eftir Tana. Yngstu stelpurnar
okkar fengu einnig saumaða
mynd en eldri krakkarnir málaða
mynd. Tani, þú vildir aldrei læra
að prjóna. Takk, takk fyrir allt.
Kveðja,
Ráðhildur.