Morgunblaðið - 24.01.2020, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2020
Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646
ÚTSALA
20-70% afsláttur
Opið virka daga kl. 10-18
Ef neytendur láta sig
í vaxandi mæli varða
hvernig matvæli eru
framleidd er líklegt að
þeir velji sér til matar
lamba- og nautakjöt af
búfé sem fóðrað var á
vaxtarhormónum?
Myndum við almennt
neyta svínakjöts ef 60-
80% af svínum væru al-
in á hinu umdeilda vaxt-
arlyfi ractopamine? Væri okkur sama
þótt kjúklingaeldið væri svo óþrifalegt
að skola þyrfti kjúklinga upp úr klór-
lausn eftir slátrun? Viljum við að mat-
jurtir okkar séu ræktaðar með seyru
sem inniheldur saur, iðnaðar-, lyfja-
og spítalaúrgang? Þar sem Evrópa
bannaði notkun dýrapróteina í fóðri í
kjölfar gin- og klaufaveikifársins,
myndum við borða nautakjöt af dýr-
um sem fóðruð voru á kjúklingaúr-
gangi – blöndu af dauðum kjúkling-
um, driti, fiðri og skemmdu fóðri?
Værum við sátt við matvælareglur
okkar ef leifar skordýraeiturs greind-
ust í blóði og þvagi 90% nýbura, barna
og þungaðra kvenna? Myndum við
neyta matjurta sem ræktaðar væru
með áburði úr uppleystum og óhreins-
uðum líkamsleifum manna? Líkast til
ekki, en allar þessar aðferðir eru
leyfðar í bandarískum landbúnaði, all-
ar eru þær bannaðar í Evrópu og eng-
ar eru notaðar hér á landi.
Ef til vill er það orsök þess að al-
þjóðlegar vísitölur um heilbrigði þjóða
skipa Íslandi ofar en mörgum ríkustu
og stærstu löndum heims, þ.m.t.
Bandaríkjunum (BNA). Heilbrigð-
isvísitala Bloomberg skipaði Íslandi í
2. og 3. sæti árin 2017 og 2019, en
Bandaríkin vermdu 34. og 35. sæti
sömu ár, á eftir Líbanon og Kosta
Ríka. Mataræði hefur áhrif á alla
þætti sem slíkar vísitölur nota til að
meta heilbrigði þjóða. Íslenskar
mjólkurvörur koma úr grasfóðruðum
kúm. Lambakjöt er af grasfóðruðu
sauðfé, sem ekki fær erfðabreytt fóð-
ur – þökk sé framsýni sauðfjárbænda.
Nautakjöt og hrossakjöt er af búfé
sem er beitt á haglendi. Villtur fiskur
er úr sjálfbærum fisk-
veiðum, sem lúta öflugri
stýringu. Hefðbundinn
landbúnaður er rekinn
án verulegrar notkunar
eiturefna og í landinu er
vaxandi lífræn ræktun,
sem notar engin eitur-
efni.
Ísland og Evrópa
Ísland fylgir að
stórum hluta regluverki
ESB, sem á drjúgan
þátt í að verja gæði mat-
vælamarkaðar okkar og framleiðslu,
einkum þegar um er að ræða notkun
nýrrar tækni, t.d. nanótækni og erfða-
tækni. T.d. eru örsmáar silfurnanó-
agnir notaðar í umbúðir til að varð-
veita ferskleika matvæla, en geta lekið
út í vöruna og drepið nytsamar bake-
teríur í meltingarvegi neytandans.
Engar reglur hafa verið settar í BNA
um notkun nanóagna í matvælagerð.
Frá 2015 hefur reglugerð ESB um
nýfæði krafist þess að ný nanóefni
standist öryggisprófanir.
Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi
erfðabreyttra matvæla. ESB gætir
hagsmuna neytenda með því að krefj-
ast skýrra merkinga á slíkum mat-
vælum. Því er öfugt farið í BNA þar
sem kerfið er hannað til að fela allt
erfðabreytt. Þar fer löggjöfin einungis
fram á að erfðabreytt matvæli séu
með QR-strikamerki, sem neytendur
geta skannað með smartsíma til að
komast á netsíðu sem síðan veitir upp-
lýsingar um hvort varan innihaldi
erfðabreytt efni. Valfrelsi neytenda er
þar af leiðandi skert verulega, þar
sem fæstir hafa nægan tíma til að
skanna hverja vöru sem fer í körfuna
og rannsaka netsíður meðan þeir eru
að versla og enn aðrir hafa ekki
smartsíma við höndina.
Ef framleiðendur ákveða að auð-
kenna erfðabreytt innihald með texta
mega þeir ekki nota orð sem neyt-
endur þekkja s.s. „erfðabreytt“ eða
„GMO“. Þess í stað verða þeir að nota
orð eins og „bioengineered“. Sumar
erfðabreyttar afurðir, s.s. eldunar-
olíur, sælgæti og gos (vinsælt meðal
barna), eru undanþegnar merking-
arkröfum. Ekki batnar það þegar
kemur að matvælum sem þróuð eru í
BNA með nýrri erfðatækni (gene-
editing) á borð við CRISPR-Cas9,
Talans og Zinc fingers, því þau þarf
ekki að merkja sem erfðabreytt. Evr-
ópudómstóllinn hefur hinsvegar við-
urkennt að matvæli framleidd með
þeirri tækni innihaldi erfðabreytt
DNA, og því verði að merkja allar
vörur framleiddar með henni sem
erfðabreyttar.
Framleitt í BNA – Selt á Íslandi
Costco er aðalsöluaðili bandarískra
matvæla hér á landi. Það veldur
áhyggjum að varaforseti gæðastjórn-
unar hjá Costco í Bandaríkjunum
skuli hafa sagt að „við munum við-
urkenna nýja erfðatækni (gene-
editing) með sama hætti og við við-
urkenndum erfðabreyttar lífverur“.
Ísland fylgir reglugerðum ESB sem
krefjast þess að bæði erfðabreyttar
lífverur og matvæli framleidd með
hinum nýju aðferðum (gene-editing)
séu skýrt merkt. Hvernig geta ís-
lenskir innflytjendur vitað hvort
bandarísk matvæli eru örugg til inn-
flutnings ef erfðabreytt matvæli sem
þaðan koma eru ekki skýrt merkt –
eða jafnvel ekkert auðkennd eins og í
tilviki matvæla framleidd með nýju
aðferðunum (gene-editing)? Banda-
rísk matvæli sem merkt eru „non-
GMO project verified“ hafa und-
irgengist prófanir á tilraunastofum og
teljast laus við erfðabreytt efni. Þess
ber að vænta að íslenskir eftirlits-
aðilar vinni með innflytjendum að því
að tryggja að öll innflutt bandarísk
matvæli séu með slíka vottun. Hví
skyldum við leyfa illa eða ómerktum
innflutningi að grafa undan framboði
íslenskrar gæðafæðu – sem eykur vel-
ferð og aflar okkur alþjóðlegrar viður-
kenningar?
Um heilsu og
vellíðan þjóðarinnar
Eftir Söndru B.
Jónsdóttur » Við þurfum að verja
gæði íslenskrar
fæðuframleiðslu, njóta
þeirra gæða og halda
þeim á lofti.
Sandra B. Jónsdóttir
Höfundur er sjálfstæður ráðgjafi.
Þrælahald er ástand
sem hefur fengið að
þróast í okkar sam-
félagi undir málaflokk-
unum vændi, mansali,
nauðungarvinnu o.fl. Á
Íslandi er talið að um
400 manns séu á einn
eða annan hátt í viðjum
þrælahalds eða í nauð-
ungarstörfum sam-
kvæmt fréttum RÚV
31. maí 2016 og einnig 15. desember
2016. Þetta eru um 0,11% af mann-
fjölda á Íslandi sem skartar 49. sæti
hvað varðar hlutfall þræla, fólks í
vændi eða fjölda nauðungarstarfa.
Lauslega er áætlað að um 45 millj-
ónir manna séu þrælar um 0,6% af
mannkyni sem er um tvöfalt fleira
fólk en var numið á brott frá Afríku á
sínum tíma og selt vestur um haf í
þrældóm. Heimsmeðaltal þrælahalds
er því um það bil sex sinnum hærra
en á Íslandi.
Þrælahald hjá okkur er því aðeins
um einn sjötti af heimsmeðaltali. En
hvers konar sigur er það eiginlega?
Hvers vegna þrífst þetta yfirhöfuð á
Íslandi? Í Norður-Kóreu er um ein
milljón, um 4% landsmanna, talin
vera þrælar og er þetta hæsta hlut-
fall í einstöku ríki í heiminum. Við
getum varla keppt við það!
Á dögunum sýndi RÚV fjóra þætti
um sögu þrælahalds þar sem þessi
saga var rakin mjög ítarlega með við-
tölum við heimsþekkta fræðimenn og
prófessora í fjölda greina sem varða
þennan málaflokk. Það hljómar smá
skondið að nú eru í miðri Afríku öfl-
ugir háskólar með viðamikla rann-
sóknarstarfsemi, meðal annars um
mansal, þrælahald o.fl., og voru þess-
um málaflokki gerð mjög ítarleg og
fagleg skil í þessum fjórum þáttum.
Vesturlönd eiga mikið af velsæld
sinni að þakka þrælahaldi þar sem
hvítir menn hnepptu tugi milljóna af
fólki í þrældóm og nauðungarvinnu
til að byggja upp velsæld hjá sér. Það
var ekki nóg heldur voru þrælarnir
niðurlægðir, sveltir, barðir og nauðg-
að í margar kynslóðir ef fólkið á ann-
að borð komst lifandi úr þrælaskip-
unum vestur um haf frá Afríku. Þótt
þrælahald í Norður-Ameríku hafi
orðið frægast í sögunni í gegnum
kvikmyndir enduðu aðeins um fimm
prósent af þeim þrælum sem voru
fluttir yfir hafið í þrælavinnu þar.
Mest fór af þrælum til Brasilíu þar
sem framleiðsla á sykri var enn
gróðavænlegri en að þræla fólki út á
sléttum Bandaríkjanna enda fram-
leiðsla á sykri gríðarlega mannafls-
frekur iðnaður.
Þrælahald á sér margar hliðar sem
í grunninn ganga út á að taka fyrir
sem stærstan hóp manna og færa
niður – eða gera upptæk – einhvers
konar lífsgæði, tekjur, réttindi og
frelsi eða annað sem frjáls maður
hefur og í staðinn færa upp – eða
færa á silfurfati – réttindin eða auð-
legðina sem var numin frá hinum
fjölmenna hópi – til örfárra.
Aðalformúlan er því sem sagt að
færa niður réttindi, hlutdeild í auð-
lindum, farsæld, frelsi og tekjur
fjöldans og færa það í staðinn til
fárra. Þetta er þrælahaldshagkerfið.
Til að gera þetta auðvelt og einfalt
var til dæmis verið að skilgreina sem
stærsta hópa á einu
bretti í þann flokk sem
átti að færa niður –
helst niður í ekki neitt –
fæddir þrælar – og
þannig voru svartir
menn helst allir þrælar
– og tekjur og auðlegð
fárra hvítra manna fært
upp á móti.
Alls konar manna-
nafngiftir hafa verið
notaðar í samfélögum
sem hafa gert svipað
gagn til að draga fólk í flokka. Fólk
fær til dæmis að heita fínu eftirnafni
sem þá aðgreindi það frá fjöldanum.
Á Íslandi voru erlend eftirnöfn mjög
fín. Hjá einni þjóð voru sérstök
mannanöfn fyrir þá sem voru minni-
máttar í samfélaginu meðan hinir
sem áttu allt og réðu öllu höfðu sér-
stök nöfn broddborgara. Börn sem
fæddust inn í slíka fátækrafjölskyldu
áttu aldrei neina von í lífinu.
Svona fólk var hér áður fyrr á Ís-
landi kallað „þurfamenn“ og á ár-
unum 1907 til 1935 gilti hér fátækra-
löggjöf sem svipti þetta fólk sjálfs-
ákvörðunarrétti og mannréttindum.
Fólk var hneppt í fátækragildru sem
er ein útgáfa þrælahaldshagkerf-
isins. Þessi grimmu mannréttinda-
brot virðast þrífast til að mismuna
okkur mannfólkinu gagnvart gæðum
veraldarinnar.
Einkavæðing ríkiseigna þar sem
fáum útvöldum eru færðar á silfurfati
miklar eignir í eigu almennings er
einn angi þrælahaldshagkerfisins.
Svona einkavæðing er framkvæmd
með einhvers konar skýringum um
að viðkomandi opinberar eigur muni
skila betri arði í höndum einkaaðila.
Það kann að vera stundum rétt, en
arðurinn af einkavæddri opinberri
eign fer þá ekki í vasa fjöldans.
Ef fáir útvaldir fá eignir almenn-
ings fyrir lítið eða ekkert eins og þeg-
ar bankarnir voru einkavæddir á Ís-
landi – þá er verið að færa niður
lífsgæði og hag fjöldans og þræla-
haldshagkerfið tekið við og nær allir
Íslendingar skilgreindir sem „þurfa-
menn“ einkavæddu bankanna. Ef
eitthvað fer úrskeiðis í einkavæðingu
ríkiseigna tekur almenningur skell-
inn enda var bankahrunið tvöfaldur
skellur á almenning, verðbætt þræla-
hald með tvöföldu álagi.
Þetta er bara ein hlið þrælahalds
þótt nauðungarvinna, mansal og
vændi séu þekktara fyrirbæri en
einkavæðing ríkiseigna. Þetta er þó
sami hluturinn sem í báðum tilfellum
gengur út á mismunun og mannrétt-
indabrot.
Þurfa Íslendingar að setja upp
sannleiks- og sáttanefnd til að gera
upp bankahrunið, sem var vel útfært
þrælahald til dæmis í formi stökk-
breyttra íbúðalána?
Þrælahald á Íslandi
Eftir Sigurð
Sigurðsson
» Þurfa Íslendingar að
setja upp sannleiks-
og sáttanefnd til að gera
upp bankahrunið sem
var vel útfært þræla-
hald í formi stökk-
breyttra íbúðalána?
Sigurður Sigurðsson
Höfundur er BSc. MPhil-
byggingarverkfræðingur.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar
alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum
milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar
sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í
kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að við-
komandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda
og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.