Morgunblaðið - 24.01.2020, Side 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2020
✝ Liljar Sveinnfæddist 5. des-
ember 1952 á Suð-
ureyri við Súg-
andafjörð og ólst
þar upp. Hann vað
bráðkvaddur á
heimili sínu í Kópa-
vogi 6. janúar 2020.
Móðir hans er
Dagrún Kristjáns-
dóttir, faðir hans er
Ólafur Heiðar
Ólafsson.
Eiginmaður Dagrúnar og
fósturfaðir Liljars var Þorbjörn
Gissurarson sem lést 2011. Þor-
björn sinnti honum af miklum
kærleik og var góður pabbi.
Systur Liljars sammæðra: El-
ín Þorbjarnardóttir, maki
Magnús Valdimarsson, Sigríður
maki Fannar Freyr Bjarnason,
börn þeirra Kristófer Liljar,
Herdís Milla, Christian Sölvi og
Hendrik Bjarni, C) Lilja Guðrún
Liljarsdóttir, maki Styrmir Már
Smárason, börn þeirra Birta
Lóa, Hrafnhildur Sara, Sindri
Valur og Liljar Smári.
Liljar starfaði í fiskvinnslu
fyrir vestan og múrverki eftir
að þau fluttu suður. Síðustu árin
starfaði hann í bakaríinu Pas-
sion hjá dóttur sinni Lilju og
Styrmi tengdasyni. Hann var
einlægur aðdáandi Liverpool og
unni öllum íþróttum. Hann var
mjög liðtækur íþróttamaður á
árum áður og hafði mjög gaman
af tónlist.
Útför Liljars fer fram frá
Lindakirkju Kópavogi í dag, 24.
janúar 2020, klukkan 15.
Þorbjarnardóttir,
maki Þórhallur Ás-
geirsson, Guð-
munda Þorbjarn-
ardóttir, maki
Friðrik Garðars-
son, Kristbjörg D.
Þorbjarnardóttir,
d. 2017, maki Sig-
urður Elvar Sig-
urðarson.
Systkini Liljars
samfeðra: Baldína
Ólafsdóttir, Oddgeir Ólafsson,
Ólafur Ólafsson.
Liljar kvæntist Guðrúnu
Hauksdóttur, þau skildu. Börn
þeirra: A) Þorbjörn Haukur Lilj-
arsson, d. 2018, sambýliskona
hans var Hanna Guðbjörg, dótt-
ir þeirra er Alexandra Líf, B)
Dagrún Fanný Liljarsdóttir,
Elsku sonur.
Það hefur myndast stórt skarð í
stóru fjölskylduna okkar við fráfall
þitt. Fyrir 2 árum átti ég 5 börn en
í dag á ég 3 dætur og fjölskyldur
þeirra.
Þorbjörn pabbi ykkar, Kitta
okkar og sonur þinn Þorbjörn
Haukur búin að kveðja lífið líka,
það verður tekið vel á móti þér í
sumarlandinu Liljar minn.
Þú varst mikill fjölskyldumaður
og hugsaðir vel um dætur þínar og
fjölskyldur þeirra, elskaðir barna-
börnin þín og vildir allt fyrir þau
gera.
Guð styrki þau og verndi.
Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt
sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt
hverju orði fylgir þögn
og þögnin hverfur alltof fljótt.
En þó að augnablikið aldrei fylli stund
skaltu eiga við það mikilvægan fund
því að tár sem þerrað burt
aldrei nær að græða grund.
Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.
Þú veist að tímans köldu fjötra enginn
flýr
enginn frá hans löngu glímu aftur snýr.
Því skaltu fanga þessa stund
því fegurðin í henni býr.
(Bragi Valdimar Skúlason)
Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi. Þín
mamma.
Elsku pabbi minn. Kletturinn
minn, trúnaðarvinur minn, leið-
beinandinn minn. Mikið sem ég
vildi óska þess að ég þyrfti ekki að
kveðja þig svona snemma. Mér
finnst ég enn þurfa svo mikið á þér
að halda. Mig langar svo að deila
með þér lífinu áfram, sigrunum,
verkefnunum og finna hvað þú ert
alltaf stoltur af mér og með mér
við hlið. Þú hefur verið mér og
okkur svo dýrmætur og mikill vin-
ur. Ég hef alla tíð verið svo mikil
pabbastelpa, svo lík þér og þú hef-
ur kennt mér svo margar góðar
dyggðir, yfirvegun, skynsemi,
raunsæi, jafnaðargeð, nýtni og
hvað húmor skiptir miklu máli í
flestu. Þessum dyggðum bjóst þú
svo vel yfir. Þú hefur hvatt mig
áfram í að sinna fjölskyldunni
minni af bestu getu, vanda mig í
barnauppeldinu og njóta lífsins
með börnunum mínum og eigin-
manni.
Ég er svo þakklát fyrir það hvað
þú stóðst með mér í uppvextinum,
varst alltaf mikill vinur minn,
treystir mér til þess að vera sjálf-
stæð og hversu mikið þú varst allt-
af til staðar. Ég er líka svo þakklát
fyrir hvað þú varst börnunum mín-
um góður afi og leiðbeinandi. Þú
sáðir svo góðum fræjum í afkom-
endur þína og að því búum við
ávallt að.
Þegar lífið gefur manni svona
verkefni, sem eru svona flókin og
þung, eru fá orð sem lýsa því
hversu þakklátur maður er fyrir
samveruna og þig, hvað maður
skilur lítið í mörgu og hversu erfitt
lífið getur verið. Hversu djúp
sorgin er og söknuðurinn mikill.
Við vitum þó bæði að þetta eru
verkefni til að takast á við, læra að
lifa með og lífið heldur áfram með
fólkinu okkar og góðum minning-
um. Ég mun passa það og reyna
að vanda mig.
Englar Guðs þér yfir vaki og verndi
pabbi minn
vegir okkar skiljast núna, við sjáumst
ekki um sinn.
En minning þín hún lifir í hjörtum
okkar hér
því hamingjuna áttum við með þér.
Þökkum kærleika og elsku, þökkum
virðingu og trú
þökkum allt sem af þér gafstu, okkar
ástir áttir þú.
Því viðmót þitt svo glaðlegt var og
góðleg var þín lund
og gaman var að koma á þinn fund.
Með englum Guðs nú leikur þú og
lítur okkar til
nú laus úr viðjum þjáninga, að fara
það ég skil.
Og þegar geislar sólar um gluggann
skína inn
þá gleður okkur minning þín, elsku
pabbi minn.
Vertu góðum Guði falinn er hverfur
þú á braut
gleði og gæfa okkur fylgdi með þig
sem förunaut.
Og ferðirnar sem fórum við um
landið út og inn
er fjársjóðurinn okkar pabbi minn.
(Guðrún Sigurbjörnsdóttir)
Þú skilur eftir þig svo mikið
skarð hjá okkur öllum elsku pabbi
minn, sem verður svo flókið og
erfitt að læra að lifa með. Það má
samt segja að þú hafir kvatt lífið á
toppnum, í góðu formi, lífsglaður
og ómissandi, svo dáður og elsk-
aður af fólkinu þínu. Þú varst svo
mikill þátttakandi, styrkur og
stuðningsmaður við fólkið þitt og
mikið sem við erum þakklát fyrir
það. Minningarnar um þig og
nærvera þín mun lifa með okkur
alltaf og alltaf, sögurnar, og þú
sem fyrirmynd okkar, lifir að eilífu
í hjörtum okkar.
Takk fyrir allt, elsku pabbi
minn.
Þín prinsessa,
Dagrún.
Oft er sagt að veröldin breytist
á svipstundu og lífið verði aldrei
samt á ný. Mánudeginum 6. jan-
úar mun ég aldrei gleyma, deg-
inum þegar hjartað þitt sagði
stopp. Biðin, örvæntingin og grát-
urinn, það gat enginn huggað okk-
ur því við sem biðum vissum innst
inni hvað biði okkar. Sorgin og
ólæknandi sársaukinn hefur tekið
yfir. Síðustu dagar eru þeir verstu
í mínu lífi. Ég kynntist þér fyrst
fyrir 15 árum þegar ég og Lilja
dóttir þín byrjuðum saman. Var
fyrst pínu óttasleginn að hitta
tengdapabba í fyrsta sinn og ekki
skánaði það eftir fyrsta matarboð-
ið sem ég hélt fyrir þig. Ég var bú-
inn að undirbúa mig vel að elda
eitt af uppáhaldi þínu, lambalær-
issneiðar í raspi. Ég lagaði brúna
sósu og þú rakst upp stór augu og
sagðir: Sósa með lambalæris-
sneiðum? Það er aldrei svoleiðis.
Ég hugsaði guð minn góður, próf-
aðu allavega að smakka hana. Þú
snertir ekki á sósunni og ég hugs-
aði: hvað er Lilja mín búin að kalla
yfir mig? Með okkur þróaðist fal-
legt samband og þú varðst einn af
mínum kærustu vinum og afinn
allra afanna. Þú tókst þá meðvit-
uðu ákvörðun að helga líf þitt fólk-
inu þínu, annað skipti engu fyrir
utan Liverpool. Fórnfýsin hefur
öðlast nýja merkingu fyrir mig því
ekki skipti máli hvað var að gerast
í lífi okkar, þú varst alltaf mættur.
Þú varst okkar 112. Þú mættir á
alla viðburði hjá púkunum þínum,
afi var alltaf í stúkunni. Þú frædd-
ir öll börnin mín, lékst við þau og
gafst þig að þeim með áhuga og
væntumþykju. Þau hafa kallað þig
mömmu og pabba fram að 2ja ára
aldri. Eftir sitja margar fallegar
minningar um mann sem var fjár-
sjóður. Hundruð leikja þar sem ég
og þú vorum alltaf með lausnina
að árangri. Sjónvarpskvöldin hjá
þér þar sem borðað var af einum
disk. Fyrst Lilja, svo ég og þú
endaðir með diskinn fram eftir
kvöldi, inni í skáp var óupptekin
jólagjöf sem hafði fengið að dúsa
þar í 10 ár með 12 diskum en nei,
þetta var fínt svona. Vænst þótti
mér um okkar persónulegu samtöl
þar sem ég leitaði til þín og þú
opnaðir þig með ýmislegt sem
fékk mig til að fá djúpan skilning á
hvernig þitt lífshlaup hafði þróast.
Eitt skildi ég þó aldrei, það var
þessi ótrúlegi áhugi á veðurfregn-
um, hreinlega eins og um kappleik
væri að ræða. Sat oft með þér, þú
varst stjarfur en ég horfði í gegn-
um sjónvarpið á sama tíma. Ég sá
bara rauðar og bláar tölur en þú
varst með áttirnar á hreinu, í
hvaða átt rigningin myndi lenda á
húsinu, svo varstu rokinn út í garð
til að raða hnullungum á trampól-
ínið og ég hugsaði: „Sá ég eitthvað
vitlaust, það er tveggja stiga hiti á
morgun.“ Ég hef undanfarna daga
verið að springa úr þakklæti til
þín. Ég hef áttað mig á hve mikið
ég hef lært af þér í gegnum árin og
hvað þú átt mikið í mér og þar
liggur erfiðasta ferlið fyrir mig að
hafa ekki getað sagt takk. Falleg-
ast þótti mér samband ykkar
feðgina, virðingin, væntumþykjan
og gleðin þegar þið voruð saman
var eitthvað sem ég mun aldrei
gleyma en um leið eitthvað sem ég
leit alltaf upp til. Elsku Liljar, þú
varst, ert og verður í mínum huga
einstakur. Hvíldu í friði.
Þinn
Styrmir.
Svo líða dagar, ár og æviskeið.
Vinur minn og faðir barnanna
minna er látinn langt um aldur
fram.
Liljar var aðeins 67 ára er hann
lést en hann varð bráðkvaddur 6.
janúar sl. á heimili sínu.
Liljar var eiginlega í fullu fjöri
og fullri vinnu svo fréttin um and-
lát hans kom eins og þruma úr
heiðskíru lofti. Mér er þakklæti
efst í huga hvað þú passaðir börn-
in okkar vel og hvað þú gafst
barnabörnunum okkar mikinn
tíma og skilyrðislausa ást og hlýju.
Það er þungt að horfa á dætur
okkar bugaðar af sorg, einnig
tengdasyni og barnbörnin. Liljar,
litli nafni þinn hringir stöðugt í afa
sinn. Já þau sakna pabba og afa,
síns besta vinar sem ávallt gaf
þeim nægan tíma og hjartahlýju.
Við Liljar minn misstum elsku-
legan son okkar og nú missum við
þig. Það er þingra en tárum taki.
Við ætlum okkur að vera sterk en
tárin hætta ekki að renna niður
kinnarnar á okkur. Sorgin hefur
bankað á dyrnar hjá okkur enn og
aftur og heltekur líkama og sál.
Það ætlum við að leyfa henni. Við
syrgjum góðan pabba, tengdaföð-
ur, vin og besta afa í heimi. Við
minnumst þín með hlýju og innra
með okkur er ljós sem lýsir okkur
áfram þrátt fyrir mikinn missi.
Ævigangan er okkur öllum ófyr-
irsjáanleg og mikið er gott að
minnast góðra tíma. Lífið heldur
áfram þótt það taki óvænta stefnu
núna. Gleði, hamingja, skuggi og
dimmir dagar mæta okkur flest-
um í lífinu en ljósið þarf að lýsa til
að geta haldið áfram. Mikið sem
ég er þakklát að sjá að dætur okk-
ar og fjölskyldur þeirra með ljós
innra með sér sem mun lýsa þeim í
framtíðinni. Ljósið dofnaði en
slokknaði ekki. Með tímanum
skerpist það aftur hjá okkur öll-
um.
Þú, kæri Liljar, ert ekki eitt-
hvað sem var, þú ert dýrmætar
minningar sem munu ávallt lifa.
Nú hefur þú hitt elsku son okk-
ar í sumarlandinu og ég veit að þið
gantist og skemmtið ykkur. Dauð-
inn er nefnilega ekki endanlegur
heldur framhald af lífinu.
Eftir jarðarförina fer ég og litla
fjölskyldan okkar í sumarhús þar
sem við ætlum að minnast ykkar
feðga í faðmi fjalla og vatna.
Elsku dætur mínar Dagrún
Fanný, Lilja Guðrún og fjölskyld-
ur ykkar. Guð styrki ykkur öll.
Takk fyrir allt, Liljar minn, og
faðmaðu Þorbjörn Hauk frá mér.
Guðrún Hauksdóttir Schmidt.
Í dag kveðjum við hann Liljar
stóra bróður okkar.
Það er sárara en tárum taki að
fá símtal um að eini bróðir okkar
hafi orðið bráðkvaddur langt um
aldur fram.
Þessi ljúfi góði og sérstaki
drengur var einstaklega góður
bróðir, faðir og afi og viljum við
systur hans þakka fyrir samfylgd-
ina í gegnum lífið.
Þegar svona fréttir koma eins
og þruma úr heiðskíru lofti er gott
að eiga góðar og skemmtilegar
minningar og geta brosað í gegn-
um tárin.
Við vitum að pabbi, Kitta systir
og Þorbjörn Haukur taka vel á
móti þér í sumarlandinu.
Eitt andartak stóð tíminn kyrr,
æddi síðan inn um glugga og dyr,
hreif burt vonir, reif upp rætur.
Einhvers staðar engill grætur.
Hvers vegna hér menn spá og spyrja.
Spurningar flæða, hvar á að byrja?
Fólkið á þig kallar, Kristur,
kvölin nístir bræður og systur.
Tárin eru leið til að lækna undir
lífið er aðeins þessar stundir
Gangverk lífsins þau látlaust tifa
og við lærum með sorginni að lifa.
(Bubbi Morthens)
Elsku mamma, Dagrún Fanný,
Lilja Guðrún, tengdasynir og
barnabörn.
Megi allar góðar vættir gefa
ykkur styrk á þessum erfiðu tím-
um.
Þínar systur,
Elín, Sigríður, Guðmunda
og fjölskyldur.
Ég var í vinnu á Suðureyri við
Súgandafjörð fyrir mörgum ár-
um. Í mötuneytinu var ljóshærð
stúlka sem ég var skotinn í og
kannski hún líka í mér en það eru
44 ár síðan. Sigga átti eldri bróður
sem heitir Liljar Sveinn.
Okkar vinátta varði í 44 ár og
aldrei nokkurn tímann slettist upp
á vinskap okkar. Alltaf þegar við
hittumst brostum við til hvors
annars og biðum eftir því að hinn
segði einhverja vitleysu.
Ég og Sigga vorum úti undir
heiðskírum himni á Kanarí þegar
Lilja Guðrún hringdi og sagði
hvernig komið væri fyrir pabba,
þetta var sannarlega eins og
þruma úr heiðskíru lofti.
Það rifjaðist upp fyrir okkur að
fyrir sjö árum vorum við á sama
stað með Liljari. Við fórum saman
út á 60. afmælisdegi hans og átt-
um saman góða daga á suðrænum
slóðum. Strax þegar komið var
heim á hótel þurfti Liljar að fara
og ná í dagskrá fyrir næstu leiki
og eitthvað í gogginn. Fyrr en
varði var ísskápurinn hálf fullur af
sardínudósum, pylsum, bökuðum
baunum og dökku brauði. Það var
dásamlegt að sjá minn mann
spranga um garðinn með gaffal og
spæna í sig beint upp úr sardínu-
dósinni. Þarna var hann hinn eini
sanni Lilli á ferð, ekkert pjatt,
ekkert vesen, bara hafa það hollt
og gott.
Við vissum að Liljar var nálæg-
ur þegar við heyrðum ákveðið
hljóð. Þetta hljóð kom er hann
bankaði pípunni í öskubakkann,
svo oft lamdi hann pípunni í bakk-
ann að mér sýndist pípan gjör-
samlega vera að hverfa undir það
síðasta.
Síðast hitti ég Liljar skammt
frá heimili hans þar sem minn
maður var að versla fyrir kvöld-
matinn. Ég spurði Liljar hvort
hann vildi ekki hitta systur sína
sem beið út í bíl. Komin út á bíla-
plan byrjuðum við að leysa heims-
málin. Liljari fannst að gott væri
að bragðbæta umræðuna aðeins
og seildist í vasann og dró upp
kvöldmatinn, sem að þessu sinni
var væn sneið af sviðasultu.
Sveinninn sanni gjörsamlega
skóflaði sneiðinni upp í sig, orig-
inallinn alltaf samur við sig, ekk-
ert pjatt og ekkert vesen. Þegar
minn maður kom heim var bón-
usinn á borðinu, ekkert uppvask.
Þetta er drengurinn sem mér
þótti alltaf vænt um, en ég veit
ekki af hverju.
Elsku vinur.
Vertu sæll að sinni,
ég mun aldrei gleyma þér.
Þú munt verða í mínu minni
á stað sem enginn sér.
Kveðja,
Þórhallur (Tolli).
Liljar Sveinn Heiðarsson
✝ Jón AðalsteinnVilbergsson,
Alli, fæddist á Flat-
eyri 26. júlí 1927.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Hlé-
vangi í Reykja-
nesbæ 12. janúar
2020.
Foreldrar hans
voru Jóhanna
Steinunn Guð-
mundsdóttir, fædd
24. september 1900 í
Straumfjarðartungu, Mikla-
holtssókn, Hnappadalssýslu, d.
13. janúar 1982, og Vilberg
Jónsson, fæddur 26. maí 1900 á
hann nám í vélsmíði hjá föður
sínum í vélsmiðjunni Blossa og
lauk meistaraprófi í þeirri iðn.
Vann eftir það í nokkur ár sem
vélsmiður þar til hann setti á fót
verslun á Flateyri sem kennd
var við hann og nefnd Allabúð.
Var hún rómuð fyrir ótrúlegt
vöruúrval og einstaka þjónustu-
lund Alla. Þar stundaði hann
kaupmennsku fram á níunda
áratuginn en 1988 flutti hann í
Reykjanesbæ þar sem hann bjó
til til dauðadags.
Úför Alla fer fram frá Ytri-
Njarðvíkurkirkju í dag, 24. jan-
úar 2020, og hefst athöfnin
klukkan 15.
Kirkjubóli, Mos-
vallahreppi í Ön-
undarfirði, d. 14.
apríl 1960.
Systkini Alla eru
1) Guðmundur
Viggó Vilbergsson,
f. 3. des. 1924, d. 25.
september 1991, 2)
Vilberg Valdal Vil-
bergsson, f. 26. maí
1930 og 3) Sara Vil-
bergsdóttir, f. 12.
okt. 1935, d. 19. mars 2011.
Alli bjó lengst af á Flateyri.
Eftir fullnaðarpróf í barnaskól-
anum stundaði hann sjósókn í
nokkur ár en upp úr tvítugu hóf
Alli föðurbróðir okkar var ein-
stakt ljúfmenni. Hann virðist hafa
fengið andlegt jafnvægi í vöggu-
gjöf sem flestir leita að alla ævi á
núvitundar- og jóganámskeiðum
með misjöfnum árangri. Alli var
allra hugljúfi, rólyndið og jafn-
vægið hafði smitandi árif á þá sem
umgengust hann. Þó að rólegur
væri vannst honum vel og var
hann rammur að afli þó að ekki
væri hann að flíka því. Til er saga
af Alla sem ungum manni þegar
hann lyfti upp bíl, sem hafði lent
út af, á meðan maður var dreginn
undan honum. Minningar okkar
um Alla eru nátengdar búðinni
hans, Allabúð, sem hann rak um
áratugaskeið í Hafnarstræti 27 á
Flateyri. Í Allabúð var hægt að
kaupa allt frá saumnálum upp í
sjónvarpstæki – magabelti, smur-
olíu, maskara, vaðstígvél, gull-
festar og grænar baunir. Vöruúr-
val sem stórmarkaðir dagsins í
dag gætu verið fullsæmdir af.
Veggplássið var gjörnýtt frá gólfi
og upp í loft. Á einum veggnum
voru í efri hillum kvenmannsnær-
föt og brjóstahaldarar en þar fyr-
ir neðan stóðu olíubrúsar og allt
sem þurfti til skakveiða. Alli bjó
með móður sinni, ömmu okkar Jó-
hönnu Steinunni, á hæðinni fyrir
ofan búðina. Ekki var óalgengt að
menn kæmu löngu eftir lokun og
vildu fá brýnar nauðsynjar á borð
við spurkóla og lakkrísrör. Ef Alli
fór til dyra var auðsótt að fá af-
greiðslu en ef amma svaraði var
mönnum snúið við á tröppunum.
Hún hafði lítinn skilning á þeirri
sáru neyð sem fékk menn til að
berja húsið að utan undir mið-
nættið. Segja má að Alli hafi verið
á “undan sinni framtíð“ með rúm-
an afgreiðslutíma, enda þjónustu-
lundin annáluð.
Það var mikið ævintýri fyrir
okkur systkinin að fá að afgreiða í
búðinni en hún varð einskonar fé-
lagsmiðstöð unga fólksins í þorp-
inu. Hann var líka með opinn
huga gagnvart sköpunar- og at-
hafnaþrá okkar systkinabarna
sinna, hvort sem það sneri að því
að mála húsið í djarflegum lita-
samsetningum eða búa til flipp-
aðar gluggaútstillingar. Öllu
mætti hann af umburðarlyndi og
sínu innilega, smitandi brosi.
Alli var séntilmaður, smekk-
legur og ávallt vel til fara, naut
þess að dansa og var eftirsóttur
dansherra. Eftirvæntingin lá í
loftinu þegar hann bjó sig upp
fyrir ball í samkomuhúsinu,
gjarnan með koníaksfleyg í
brjóstvasanum. Hann kunni vel
að fara með vín og varð bara enn
brosmildari þegar það fór að
hrífa.
Það er með þakklæti í huga
sem við minnumst Alla frænda.
Hann var okkur góð fyrirmynd,
talaði ekki illa um nokkurn mann
og persóna hans lýsti af rósemd
og hlýju.
Blessuð sé minning hans.
Rúnar, Sara, Bryndís og
Svanhildur Vilbergsbörn.
Jón Aðalsteinn Vilbergsson