Morgunblaðið - 24.01.2020, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2020
✝ Pétur Svein-bjarnarson
fæddist i Reykjavík
23. ágúst 1945. Hann
lést á Kanaríeyjum
23. desember 2019.
Foreldrar hans
voru Guðrún Péturs-
dóttir f. 6.3. 1911, d.
13.1. 1983, og Svein-
björn Tímóteusson,
f. 26.2. 1899, d. 26.4.
1988. Systkini Pét-
urs eru: Helga sölufulltrúi, f.
10.7. 1937, og Magnús bóndi og
landpóstur, samfeðra, f. 25.11.
1929, d. 30.4. 2016.
Fyrri eiginkona Péturs er
Auðbjörg Guðmundsdóttir, þau
skildu. Synir þeirra eru: 1)
Guðmundur Ármann, f. 9.5.
1969, sambýliskona hans er
Birna Ásbjörnsdóttir. Börn
þeirra eru: a) Embla Líf, f. 24.8.
2004, og b) Nói Sær, f. 22.2.
2010. Áður átti Guðmundur Ár-
mann Auðbjörgu Helgu, f. 23.3.
1996. 2) Eggert, f. 18.7. 1973.
Sambýliskona hans er Malin
Svensson og eiga þau tvö börn
a) Freyju Christine, f. 5.7. 2004,
og b) Einar Pétur Lars, f. 16.5.
2007.
Síðari eiginkona Péturs var
Edda Kristin Aaris Hjaltested,
f. 11.8. 1945, d. 4.10. 2009. Syn-
ir Eddu eru: 1) Friðrik Örn, f.
18.2. 1970, börn hans eru: a)
Úlfhildur Lokbrá, f. 28.9. 2007,
og b) Skorri Ísleifur, f. 27.1
2011, og 2) Óli Rafn, f. 17.8.
1974, eiginkona hans er Val-
gerður Magnúsdóttir, f. 26.5.
1976. Börn þeirra eru: a) Atli
Þór, f. 7.3. 2008, og b) Edda Sól
f. 11.10. 2009.
vík 1970-1971. Pétur sat í
Æskulýðsráði Reykjavíkur
1969-1974 og í stjórn Æskulýðs-
sambands Íslands 1969-1973. Þá
sat hann í framkvæmdastjórn
Bíafra landssöfnunar og í full-
trúaráði og framkvæmdastjórn
Hjálparstofnunar kirkjunnar.
Hann var formaður stjórnar
Kaupstefnunnar Í Reykjavík
1982-1986. Þá sat hann í stjórn
Menningarnætur frá stofnun
1996 til ársins 1999.
Pétur sat í stjórn Sólheima,
sjálfseignarstofnunar, 1979-
2018 og var formaður frá 1983.
Þá sat hann í framkvæmda-
stjórn Camphill Village Trust í
Bretlandi 2007-2017, en Camp-
hill-hreyfingin er óhagnaðar-
drifin, stofnuð á grundvelli
kenninga mannspekingsins
Rudolfs Steiner og rekur heim-
ili og vinnustaði fyrir fatlaða
einstaklinga eins og Sólheimar.
Pétur var formaður knatt-
spyrnudeildar Vals 1976-1980
og formaður félagsins 1981-
1988. Þá var hann formaður
framkvæmdanefndar um bygg-
ingu Sr. Friðrikskapellu 1989-
1993 og formaður stjórnar
Valshjartans ehf frá stofnun
2017. Fyrir störf sín á vegum
Vals hlaut hann Valsorðuna
1991 og á aldarafmæli félagsins
11. maí 2011 var hann gerður
að heiðursfélaga Knattspyrnu-
félagsins Vals.
Pétur var sæmdur riddara-
krossi hinnar íslensku fálka-
orðu árið 2007.
Útför Péturs fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag, 24. janúar 2020, klukkan
13.
Pétur lauk
gagnfræðaprófi
frá Gagnfræða-
skóla Austur-
bæjar 1961. Hann
var blaðamaður á
dagblaðinu Vísi
1961-1963. Pétur
var í starfsnámi
hjá AA (Automo-
bile Association),
RoSPA (Royal
society for pre-
vention of accidents) og bresku
lögreglunni 1964. Í framhaldi
af því varð hann fulltrúi í
umferðarnefnd Reykjavíkur og
síðan forstöðumaður fræðslu og
upplýsingaskrifstofu umferðar-
nefndar og lögreglu vegna
gildistöku hægri umferðar
1968. Hann var framkvæmda-
stjóri Umferðarráðs frá stofnun
1969 og til 1976 og hlaut m.a.
Silfurbíl Samvinnutrygginga
1973 fyrir framlag til um-
ferðaröryggismála. Þá var
hann framkvæmdastjóri ís-
lenskrar iðnkynningar 1977.
Pétur var framkvæmdastjóri
veitingahúsa Asks, Veitinga-
mannsins og Jumbo 1981-1987
og framkvæmdastjóri Þróunar-
félags Reykjavíkur 1990-2000.
Pétur var virkur í skáta-
hreyfingunni á yngri árum.
Hann lék knattspyrnu með
yngri flokkum Vals og varð Ís-
landsmeistari með 4. og 3.
flokki. Hann sat í stjórn Heim-
dallar, FUS, 1968-1971 og var
formaður félagsins 1970-1971.
Hann sat í stjórn Sambands
ungra sjálfstæðismanna 1969-
1971 og í stjórn fulltrúaráðs
Sjálfstæðisfélaganna i Reykja-
Það er mér mikil gæfa að eign-
ast tengdaforeldra mína Eddu og
Pétur og hefði maður kosið að
hafa þau lengur hjá okkur. En ég
er þakklát fyrir þann tíma sem við
fengum með þeim.
Það eru komin 19 ár síðan ég
hitti Pétur fyrst og fékk ég góð-
látlega viðvörun frá Óla að hann
væri með sérstakan húmor og
spurull með eindæmum. En strax
við fyrstu kynni fann ég hlýja
nærveru og það var svo margt við
Pétur sem var líkt með afa mín-
um, svo ég þekkti húmorinn vel og
sömuleiðis áhugi hans á ættfræði.
Ekki skemmdi það fyrir mér mín-
ar tengingar við Sólheima.
Fyrstu jólin mín með fölskyld-
unni gaf Edda mér minn fyrsta jó-
laóróa frá Georg Jensen og spurði
hvort ég vildi ekki safna þeim,
nýja tengdadóttirin þorði ekki
annað en að segja já, þó að á þeim
tíma væri ég ekki svo spennt fyrir
þeim. En í dag er þetta eitt af því
sem mér þykir vænst um þegar
við setjum upp jólin.
Eftir að Edda lést var Pétur
svo fallegur og tók upp sið Eddu
að gefa mér áfram jólaóróana, svo
að safnið er orðið myndarlegt.
Mun því minning þeirra lifa áfram
þegar þeir verða settir upp.
Edda og Pétur voru dugleg að
rækta fjölskylduna og varðveitir
maður góðar minningar af fjöl-
skylduferðum erlendis, regluleg-
um matarboðum og samveru-
stundum á Sólheimum.
Eftir að Edda lést var það
reglulegur siður hjá Pétri að
bjóða okkur á Hamborgara-
fabrikkuna og þar deildu Pétur og
Edda Sól ávallt bananasplitti með
extra rjóma því það var þeirra
sameiginlega uppáhald.
Pétur var einstaklega góður afi
og sýndi þeim ávallt áhuga og gaf
sér tíma til að tala við þau. Atli
Þór og Edda Sól gátu líka alltaf
treyst á eitthvert góðgæti hjá afa
og að lágmarki súkkulaðirúsínur.
Hann Pétur afrekaði mikið á
sinni lífsleið og tel ég að hann sé
nú sáttur kominn til Eddu sinnar
og við komin með nýjan verndara
sem vakir yfir okkur.
Takk fyrir allt, elsku Pétur.
Þín tengdadóttir
Valgerður Magnúsdóttir.
Við sviplegt fráfall Péturs vin-
ar míns rifjast upp ótal atburðir
æskuáranna í Hlíðahverfinu, þar
sem við ólumst upp ásamt stórum
hópi barna á svipuðum aldri. Hlíð-
arnar byggðust hratt upp á árun-
um eftir síðari heimsstyrjöldina
og þangað fluttu stórar barnafjöl-
skyldur. Enn var búið á bæjunum
Klömbrum og í Reykjahlíð og
Imba gamla rak kýrnar hans
Geirs í Eskihlíð á hverjum degi
yfir Öskjuhlíðina í haga fyrir ofan
Fossvogskirkjugarðinn. Leik-
svæðin voru mörg og mismun-
andi. Bílar voru fáir og malargöt-
urnar voru yfirleitt notaðar til
boltaleikja og annarra leikja.
Stóru leiksvæðin voru Klambra-
túnið og Öskjuhlíðin, þar sem leif-
ar stríðsáranna voru tilvalin leik-
tjöld og leiktæki fyrir unga og
athafnasama menn. Og svo var
það Valsvöllurinn, sem dró að sér
stráka á öllum aldri. Í þessu um-
hverfi urðu til ævilöng vináttu-
sambönd og það átti við um okkur
Pétur.
Pétur hóf ungur að iðka knatt-
spyrnu með félögum sínum í Val
að Hlíðarenda, sem frá þeim tíma
varð annað heimili hans. Með
yngri flokkum félagsins lék hann
yfirleitt sem fyrirliði. Knatttækni
hans var við brugðið og hann varð
annar tveggja fyrstu gulldrengja
Vals. Pétur varð síðar einn af ötul-
ustu forystumönnum félagsins.
Hann var formaður knattspyrnu-
deildar, formaður félagsins og
vann að málefnum Vals allt til
dauðadags.
Pétur gaf sig alltaf að fullu í
þau störf, sem honum var trúað
fyrir. Samstarfsmenn hans nutu
skipulagsgáfna hans og atorku
hvort sem það var í störfum fyrir
Val eða Sólheima í Grímsnesi, þar
sem hann gegndi stjórnarfor-
mennsku í 35 ár. Þar vann hann
ásamt öflugu samstarfsfólki stór-
kostlegt uppbyggingarstarf, sem
eftir er tekið – einnig utan land-
steinanna. Hann beitti sér af öllu
afli í þágu skjólstæðinga stofnun-
arinnar og var stundum umdeild-
ur og gagnrýndur einkum af þeim
sem litu árangurinn öfundaraug-
um.
Við Pétur störfuðum saman í
skátahreyfingunni árum saman
og síðar í Val. Einnig unnum við
saman í Sjálfstæðisflokknum, þar
sem hann gegndi m.a. for-
mennsku í Heimdalli. Fyrir meira
en hálfri öld stofnuðum við ásamt
nokkrum öðrum forystumönnum
ungra sjálfstæðismanna Miðviku-
dagsklúbbinn, sem enn heldur
fundi hálfsmánaðarlega.
Það var alltaf líf og fjör í kring-
um Pétur enda var hann hug-
myndaríkur og uppátækjasamur.
Segja mætti sæg af sögum um
það, sem brallað var á ungdóms-
árunum. Mest af því var saklaust
grín og sprell, sem engum varð
meint af, en gaf lífinu lit. Við eig-
um eftir að rifja það upp þegar við
hittumst hinum megin.
Á tímabili glímdi hann við
Bakkus, en þeirri glímu lauk með
fullnaðarsigri Péturs fyrir meira
en þremur áratugum.
Pétur Sveinbjarnarson var
með hjartað á réttum stað. Hann
var ávallt tilbúinn að rétta hjálp-
arhönd, þegar einhver átti í erf-
iðleikum. Ég mun ætíð sakna
hans og minnast sem trausts og
góðs vinar.
Við Sigríður Dúna sendum
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur til sona Péturs, Guðmundar
Ármanns og Eggerts, og Helgu
systur hans og fjölskyldna þeirra.
Friðrik Sophusson.
Pétur Sveinbjarnar var ein-
stakur maður, það var gaman að
starfa með honum en hann var
ekki allra. Við bjuggum báðir í
Hlíðunum þegar við vorum strák-
ar og Hlíðarendi og Öskjuhlíðin
var okkar leiksvæði. Pétur var
góður í fótbolta, fyrsti gulldreng-
ur Vals, en ég held að hann hafi
lítið stundað fótbolta eftir 18 ára
aldur. Félagsmálin áttu hug hans
allan, hann vildi veg Vals sem
mestan og var með stórar hug-
sjónir, svo stórar að sumum
fannst þar verið að skjóta yfir
markið. En ég held að flestir
draumar Péturs varðandi þær
hugsjónir hafi ræsts.
Pétur hafði einstaklega gott
lag á því að fá menn til að starfa
með sér. Við unnum saman um
árabil í aðalstjórn Vals, mest á ní-
unda áratugnum, þegar hug-
myndir um framtíðaruppbygg-
ingu Hlíðarenda voru að fæðast.
Þá var boðað til stórs fundar í
skíðaskála Vals, þar sem nú
stendur Hellisheiðarvirkjun, og
málin rædd heilan dag. Pétur
undirbjó þetta allt og stjórnaði
fundinum. Fyrst af öllu varð að
byggja kapellu í minningu stofn-
anda Vals, séra Friðriks, og þar
var Pétur í fararbroddi. Síðar var
að byggja upp velli, stórt íþrótta-
hús og endað á uppbyggingu
„Fjóssins“ þar sem enn má sjá
móta fyrir flórnum. Gamla íbúð-
arhúsið bíður og eitthvað er í
stóra knattspyrnuhúsið.
Pétur passaði vel upp á að
menn héldu hópinn, styrktu rað-
irnar og ræktuðu vinskapinn. Um
1990 hófum við um 12 manna hóp-
ur sem starfað hafði með Pétri í
aðalstjórn Vals að halda þorrablót
og þau voru auðvitað kennd við
Pétur og hafa verið haldin allar
götur síðan þótt stundum hafi
þetta breyst í „góugleði“. Pétur
var þarna veislustjóri og í essinu
sínu, hver hafði sitt hlutverk, flutt
var minni séra Friðriks, Elli Her-
geirs söng „kerlinguna“ og menn
grétu af hlátri, þarna hljómuðu 18
rauðar rósir alltaf úr barka ágæts
söngmanns og svo mætti lengi
telja. Við Pétur sátum saman á
síðasta Herrakvöldi Vals í byrjun
nóvember og þá var fastsett að
veisla Péturs Sveinbjarnar yrði
um miðjan mars. Hann ætlaði að
vera óvenjulega lengi á Kanarí.
En skjótt skipast veður í lofti. Nú
kveðjum við Pétur en veislan góða
verður nú haldin í minningu
tveggja fallinna vina og félaga.
Knattspyrnufélagið Valur á
Pétri mikið að þakka og það er
gæfa félagsins að eiga slíka menn
innan sinna vébanda.
Takk fyrir allt og allt. Minn-
ingin um góðan dreng lifir.
Jafet Ólafsson.
Lífið er hverfult. Minn gamli
góði vinur, Pétur Sveinbjarnar-
son, hélt í sitt árlega frí í byrjun
vetrar, en að þessu sinni reyndist
það hans hinsta ferð. Margs er að
minnast og margt er að þakka eft-
ir langa vináttu og mikið og gott
samstarf.
Leiðir okkar Péturs lágu sam-
an þegar á barnaskólaaldri, við
vorum jafnaldrar og Hlíðabúar og
gengum í Austurbæjarskólann og
Gagnfræðaskóla Austurbæjar.
Eins og margir Hlíðastrákar
dvöldum við löngum stundum á
Hlíðarenda og æfðum og lékum
fótbolta með Val í yngri flokkum
félagsins. Pétur var meðal bestu
fótboltastráka okkar kynslóðar
og var m.a. annar tveggja fyrstu
Gulldrengja Vals. Í gegnum lífs-
hlaup sitt var Pétur ávallt í for-
ystu og þannig var það þegar í
boltanum í þá gömlu góðu daga.
Pétur sinnti ýmsum sviðum
mannlífsins og meðal þess eru
umferðaröryggismál, málefni
miðborgar Reykjavíkur, sýninga-
hald á vegum Kaupstefnunnar og
veitingarekstur hjá Aski og Veit-
ingamanninum. Eftir nám starf-
aði Pétur sem blaðamaður á dag-
blaðinu Vísi. Síðasta haust áttum
við saman góða daga í London og
þá rifjaði hann upp eftirminnileg-
asta verkefni sitt í blaðamennsku,
er hann tók að sér fyrir blaðið að
vera við og segja frá útför Sr.
Winstons Churchill sem fór fram
frá Pálskirkju 30. janúar 1965, en
hann hafði verið í starfsnámi í
London.
Pétur var mikill Valsmaður alla
tíð og braut blað á ýmsa vegu í
störfum sínum fyrir félagið. Hann
var maður framkvæmda þar sem
annars staðar, en lagði ávallt
áherslu á nauðsyn þess að virða
og varðveita söguna og hefðina
innan félagsins.
Sá vettvangur þar sem Pétur
hefur markað dýpst og varanleg-
ust spor er hjá Sólheimum í
Grímsnesi. Þar gegndi hann for-
ystu í nær 40 ár og sú gríðarlega
uppbygging sem átt hefur sér
stað þar á þessum tíma er einstök
og öll hefur hún miðast að því að
bæta sífellt aðstöðuna fyrir þá
fötluðu einstaklinga sem þar búa,
starfsfólk og aðra íbúa. Það er á
engan hallað þegar sagt er að
mestan heiður þeirrar uppbygg-
ingar á Pétur. Það var hans fram-
tíðarsýn, staðfesta og kraftur sem
þar réði för. Hann hvikaði aldrei
þó unnið væri gegn Sólheimum,
stóð styrkan vörð um staðinn og
var ávallt trúr hugmyndafræði
Sesselju, stofnanda Sólheima.
Pétur naut trausts og virðingar á
þessum vettvangi og var m.a.
kjörinn í stjórn Camphill-samtak-
anna sem reka heimili og vinnu-
staði fyrir fatlað fólk.
Pétur var örlagavaldur í mínu
lífi því fyrir tilstilli hans fór ég
m.a. að vinna fyrir Val og Sól-
heima, störf sem hafa styrkt mjög
okkar vináttubönd. Pétur var
mikill vinur vina sinna og var um-
hugað um velferð þeirra. Í öllum
samskiptum var hann traustur og
sanngjarn, en gat verið fastur á
sinni meiningu.
Pétur var ekki samur eftir frá-
fall Eddu, þau voru til að mynda
mikið ferðafólk og fóru víða, inn-
anlands sem utan og hún studdi
starfið á Sólheimum með ráðum
og dáð.
Að leiðarlokum þökkum við
Kristín okkar kæra vini allar góðu
samverustundirnar í leik og starfi
og allt trygglyndið. Guðmundi Ár-
manni, Eggert, Friðrik Erni, Óla
og Helgu og fjölskyldum vottum
við innilega samúð.
Ólafur G. Gústafsson.
Kveðja frá Miðvikudags-
klúbbnum
Við skyndilegt andlát Péturs
Sveinbjarnarsonar er enn hoggið
skarð í okkar hóp og nú í annað
sinn á skömmum tíma. Í minning-
argrein um félaga okkar og vin,
Birgi Ísleif Gunnarsson í nóvem-
ber sl. rituðum við m.a.
„Fyrir meira en fimmtíu árum
hittumst við nokkrir ungir sjálf-
stæðismenn til að ræða stöðu
Sjálfstæðisflokksins. Allir vorum
við virkir þátttakendur í Heim-
dalli og Sambandi ungra sjálf-
stæðismanna. Mikið rót var í
stjórnmálunum á þessum tíma og
róttækar stefnur í tísku. Á auka-
þingi SUS haustið 1968, þegar
Birgir Ísleifur Gunnarsson var
formaður SUS, kom fram
óánægja með forystu flokksins,
rætt var um flokksræði; og þess
m.a. krafist að prófkjör yrðu við-
höfð í ríkari mæli. Það var í þessu
andrúmslofti, sem við stofnuðum
Miðvikudagsklúbbinn og höfum
hist allar götur síðan hálfsmánað-
arlega á veturna. Fyrstu árin hitt-
umst við á miðvikudögum en í
langan tíma hafa fundirnir verið á
föstudögum án þess að nafn
klúbbsins breyttist. Í tímans rás
hafa umræðuefnin breyst og dag-
skráin opnast fyrir nýjum áhuga-
málum en vináttuböndin eru alltaf
jafn traust.“
Í þessum samstillta hópi átti
Pétur Sveinbjarnarson sinn stóra
sess.
Pétur kom víða við á sinni ævi.
Hann varð fyrst kornungur blaða-
maður og síðan, enn á unga aldri,
þjóðþekktur af störfum sínum að
umferðarmálum síðast sem fyrsti
framkvæmdastjóri Umferðar-
ráðs. Hann átti og rak þekkt veit-
ingafyrirtæki um árabil, var einn
eigenda og stjórnarformaður
Kaupstefnunnar Reykjavík og
framkvæmdastjóri Þróunarfélags
miðborgar Reykjavíkur í mörg ár.
Pétur var snillingur í knatt-
spyrnu með yngri flokkum Vals,
var félagi þar af lífi og sál alla tíð
og gegndi forystustörfum m.a.
sem formaður félagsins. Hann sat
í 39 ár í stjórn sjálfseignarstofn-
unarinnar Sólheima í Grímsnesi.
Þar af var hann stjórnarformaður
í 35 ár. Hann var sæmdur fálka-
orðunni fyrir framlag sitt til
þeirrar mikilsverðu starfsemi,
sem þar fer fram.
Pétur tók virkan þátt í störfum
Sjálfstæðisflokksins um langa
hríð og var m.a. formaður Heim-
dallar FUS í Reykjavík.
Pétur var alla tíð einstaklega
frjór í hugsun og atorkusamur
frumkvöðull, hvort heldur var í
starfi eða leik, og mikill vinur vina
sinna.
Við, félagarnir í Miðvikudags-
klúbbnum, þökkum langa samleið
með einlægum vini og minnumst
hans með hlýju, söknuði og virð-
ingu. Sonum hans, systur, fjöl-
skyldum þeirra og öðru vensla-
fólki, vottum við okkar dýpstu
samúð.
Björgólfur Guðmundsson,
Eggert Hauksson,
Friðrik Sophusson,
Jón Magnússon,
Ólafur B. Thors,
Páll Bragi Kristjónsson,
Ragnar Tómasson,
Sigurður Hafstein og
Valur Valsson.
Í árslok 1982 var ég ráðinn for-
stöðumaður Sólheima í Gríms-
nesi. Ég var þá nýkominn frá
námi í sálfræði og sóttist eftir
þessu starfi, sem í mínum huga
fólst í stjórn meðferðarsamfélags.
Á Sólheimum sá ég einstakt tæki-
færi til að þróa samfélag sem bæri
í sér aðstæður fyrir hamingju-
samt og tilgangsríkt líf jafnt fatl-
aðra sem ófatlaðra íbúa.
Aðstæður við ráðningu mína
voru sérstakar, en þáverandi
stjórnarformaður hafði ákveðið
að hætta án þess fyrir lægi hver
tæki við og setti hann það að
nokkru leyti í mínar hendur. Lá
þá beint við að ræða fyrst við
varaformann stjórnar, Pétur
Sveinbjarnarson, sem þá var bú-
settur á Eyrarbakka. Sá hængur
var á að ég hafði verið varaður við
að Pétur væri tortrygginn gagn-
vart sálfræðingum.
Þannig háttaði því til að ég átti
fyrsta fund minn með Pétri Svein-
bjarnarsyni yfir hádegisverði á
veitingastað í kjallara Alþýðu-
hússins við Arnarhól á þriðjudegi
í byrjun árs 1983. Í upphafi fund-
arins lét hann mig vita að ákvörð-
un hans um stjórnarformennsku
færi algjörlega eftir því hvernig
honum litist á mig. Á þeim tveim-
ur tímum sem við sátum undir
borðum þennan kalda vetrardag
skýrði ég honum frá hugsjón
minni um meðferðarsamfélag á
Sólheimum þar sem markvisst
væri unnið með tengsl íbúa við
ytra umhverfi jafnt sem fé-
lagslegt umhverfi, að því marki að
efla tengsl þeirra við sjálfa sig –
styrkja sjálfsmynd þeirra. For-
senda þess var að endurnýja bú-
setuaðstæður íbúa og skapa nýja
vinnustaði. Jafnframt að byggja
leikhús sem væri forgangsverk-
efni. Allar þessar umbætur áttu
síðan að taka mið af hinum marg-
brotna hugmyndaheimi Rudolfs
Steiner, sem var andlegur leiðtogi
Sesselju. Ég sagði Pétri þá skoð-
un mína að hugmyndafræði Stein-
ers félli einstaklega vel að þörfum
meðferðarsamfélags og lýsti veg-
inn í þróun sjálfbærs samfélags
þar sem matvörur væru unnar úr
heimafengnu hráefni, bæði græn-
meti, kartöflur og kjöt; þar sem
vinnustofur framleiddu vörur sem
væru smíðaðar úr viði sem rækt-
aður væri á staðnum; þar sem
haldnar væru sýningar á listmun-
um framleiddum af íbúum og þar
sem sett væru upp leikrit í sam-
starfi íbúa og starfsfólks. Þegar
við skildum var hvorki minnst á
menntun mína né hver tæki að sér
stjórnarformennsku. Við ákváð-
um hins vegar forgang verkefna
og dagsetningu fyrsta stjórnar-
fundar.
Skemmst er frá því að segja að
þessi fundur var upphaf áratugar
náins samstarfs okkar Péturs,
samstarfs sem var bæði árang-
ursríkt, lærdómsríkt og krefj-
andi. Pétur var hugsjónamaður
með sterkan framkvæmdavilja.
Hann hafði einstaka hæfni til að
öðlast yfirsýn og tengja hluti sam-
an. Hann var stefnufastur og
fylgdi hlutum svo vel eftir að orðið
ýtinn kemur ósjálfrátt upp í huga
mér. Þá var Pétur vel tengdur,
sem kom oft að góðum notum.
Pétur hélt hollustu við Sól-
heima allt sitt líf. Framlag hans til
Pétur Sveinbjarnarson