Morgunblaðið - 24.01.2020, Page 34

Morgunblaðið - 24.01.2020, Page 34
34 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2020 til í að tæma hólkinn á mettíma. Á stundum virðist einfaldlega vanta fleiri bolta inn á völlinn. Einhvern veginn finnst manni þeir skrapa botninn í sínum leik og að í næsta leik spyrni þeir sér upp og fari að spila betri körfuknattleik í stað þess að hver og einn einstaklingur sé að- eins að hugsa um sig og sitt. Þetta hljómar allt nokkuð harkalegt en þetta er bláköld staðreynd og ef lítið gerist í þeirra leik gæti farið svo að þeir yrðu einfaldlega ekki með í „stóra dansinum“ í mars þegar úr- slitakeppnin hefst. Eitthvað sem engum hefði dottið í hug í upphafi móts. Sem stendur eru Grindvík- ingar í 9. sæti á meðan Njarðvík- ingar standa í fjórða sæti deild- arinnar. Áreynslulaust í Njarðvík  Öruggur sigur hjá Njarðvíkingum gegn nágrönnum þeirra úr Grindavík  Mættu með fullhlaðnar byssur  Sæti í úrslitakeppninni í hættu í Grindavík Morgunblaðið/Skúli B. Sigurðarson Átök Jens Valgeir Óksarsson, Grindavík, í baráttunni við Mario Matasovic, Njarðvík, í Ljónagryfjunni í gær. Í NJARÐVÍK Skúli B. Sigurðsson skulibsig@mbl.is Njarðvíkingar vörðu heimavöll sinn í gærkvöldi þegar grannar þeirra í Grindavík mættu í heimsókn í úr- valsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Njarðtaks gryfjuna í Njarðvík í fimmtándu um- ferð deildarinnar í gær. Furðulega áreynslulaus sigur leit dagsins ljós eftir 40 mínútna leik þegar Njarðvík- ingar höfðu skorað 101 stig gegn 75 stigum Grindvíkinga. Í hálfleik voru Njarðvíkingar búnir að koma sér í þægilegt forskot og þrátt fyrir fínan þriðja fjórðung frá Grindavík ógn- uðu þeir aldrei sigri Njarðvíkinga. Grindvíkingar gengu því til búnings- klefa niðurlútir eftir slæma útreið. Njarðvíkingar komu inn í þennan leik með tvo tapleiki á bakinu úr síð- ustu tveimur umferðum. Ákveðin pressa fylgir því sem þeir stóðust svo um munar. Njarðvíkingar gengu frá þessum leik strax í fyrri hálfleik og virtust vera komnir aftur í sinn sterka varnarleik, að undanskildum þriðja leikhluta. Sem fyrr segir þá þurftu Njarðvíkingar ekki að hafa mikið fyrir þessum sigri sem er í raun fróðlegt í sögulegu samhengi rimmu þessara liða. Að engu leyti er hægt að setja út á leik Njarðvíkinga, nema þá að þeir hægðu fullmikið á sínum leik í seinni hálfleik, þegar þeim leið vel og voru komnir í góða forystu. Eitthvað sem gerist virðist vera ósjálfrátt en í slíkri stöðu er kjörið að æfa og fínpússa aðra þætti. Grindvíkingar, hvað skal segja! Und- irritaður hefur fá orð um þá að segja annað en að þeir valda gríðarlegum vonbrigðum með spilamennsku sinni. Það þarf ekki að fjölyrða um að leikmenn hafa hæfileika en það agaleysi sem einkennt hefur liðið síð- ustu ár virðist enn loða við það. Hvað eftir annað í sóknarleik sínum fara þeir út úr kerfum sínum til þess að taka ótímabær skot. Inni á eru fimm kúrekar með hlaðnar byssur og allir Snæfell vann óvæntan sigur gegn Skallagrími í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Stykkishólmi í sautjándu umferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með 73:54-sigri Snæfells en þetta var fimmti sigurleikur Snæfells á tímabilinu. Jafnræði var með lið- unum framan af en Hólmarar voru mun sterkari í fjórða leikhluta. Am- arah Coleman var stigahæst í liði Snæfells með 18 stig og níu fráköst en liðið er með 10 stig í sjötta sæti deildarinnar. Skallagrímur er í því fimmta með 20 stig. Fimmti sigur Snæfells í vetur Morgunblaðið/Hari 7 Gunnhildur Gunnarsdóttir fór fyr- ir Snæfelli og gaf sjö stoðsendingar. Haukar eru komnir í fjórða sæti úr- valsdeildar kvenna í handknattleik, Olísdeildarinnar, eftir 25:21-sigur gegn Aftureldingu á Varmá í Mos- fellsbæ í þrettándu umferð deild- arinnar í gær. Afturelding var sterkari aðilinn framan af en Hauk- ar náðu tveggja marka forskoti um miðjan síðari hálfleikinn og létu forystuna aldrei af hendi eftir það. Þetta var fimmti sigur Hauka á tímabilinu en liðið fer upp fyrir HK í fjórða sæti deildarinnar og er nú með 12 stig. Afturelding er án stiga í botnsætinu. bjarnih@mbl.is Hafnfirðingar í fjórða sætið Morgunblaðið/Árni Sæberg 5 Guðrún Erla Bjarnadóttir var næstmarkahæst hjá Haukum. Njarðtaksgryfjan, Dominos-deild karla, fimmtudag 23. janúar 2020. Gangur leiksins: 6:2, 15:4, 23:9, 25:14, 32:16, 38:18, 44:20, 54:25, 59:31, 65:39, 72:47, 76:55, 81:59, 93:63, 97:69, 101:75. Njarðvík: Chaz Calvaron Williams 27/5 fráköst/7 stoðsendingar, Auri- mas Majauskas 19/8 fráköst, Krist- inn Pálsson 17/4 fráköst, Mario Matasovic 16/12 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 6, Ólafur Helgi Jónsson 6/4 fráköst, Tevin Alex- ander Falzon 5, Jón Arnór Sverr- NJARÐVÍK – GRINDAVÍK 101:75 isson 3/4 fráköst/5 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 2. Fráköst: 30 í vörn, 13 í sókn. Grindavík: Sigtryggur Arnar Björns- son 21/6 fráköst, Valdas Vasylius 19/7 fráköst, Ingvi Þór Guðmunds- son 18, Ólafur Ólafsson 15/9 frá- köst, Dagur Kár Jónsson 2/4 frá- köst. Fráköst: 21 í vörn, 7 í sókn. Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Ísak Ernir Kristinsson, Rögnvaldur Hreiðarsson. Áhorfendur: 250. England Wolves – Liverpool................................... 1:2 Staðan: Liverpool 23 22 1 0 54:15 67 Manch.City 24 16 3 5 65:27 51 Leicester 24 15 3 6 52:24 48 Chelsea 24 12 4 8 41:32 40 Manch.Utd 24 9 7 8 36:29 34 Tottenham 24 9 7 8 38:32 34 Wolves 24 8 10 6 35:32 34 Sheffield Utd 24 8 9 7 25:23 33 Southampton 24 9 4 11 31:42 31 Arsenal 24 6 12 6 32:34 30 Crystal Palace 24 7 9 8 22:28 30 Everton 24 8 6 10 28:35 30 Burnley 24 9 3 12 28:38 30 Newcastle 24 8 6 10 24:36 30 Brighton 24 6 7 11 27:34 25 Aston Villa 24 7 4 13 31:45 25 West Ham 23 6 5 12 27:38 23 Bournemouth 24 6 5 13 23:37 23 Watford 24 5 8 11 21:36 23 Norwich 24 4 5 15 24:47 17 Bikarkeppnin, 3. umferð: Tranmere – Watford ........................ (frl) 2:1  Tranmere mætir Manchester United í fjórðu umferð á sunnudaginn. Grikkland Lamia – PAOK ......................................... 0:1  Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn fyrir PAOK. Alþjóðlegt mót U17 drengja Leikið í Hvíta-Rússlandi: Ísland – Ísrael .......................................... 2:0 Danijel Dejan Djuric 48., 72.  Ísland mætir Úsbekistan á morgun í keppni um 7. sætið á mótinu.  Olísdeild kvenna Afturelding – Haukar .......................... 21:25 Staðan: Fram 12 11 0 1 377:252 22 Valur 12 9 1 2 331:244 19 Stjarnan 12 6 3 3 299:273 15 Haukar 13 5 2 6 283:314 12 HK 12 5 2 5 326:329 12 KA/Þór 12 5 0 7 282:339 10 ÍBV 12 3 2 7 260:296 8 Afturelding 13 0 0 13 248:359 0 Asíumót karla 2020 Japan – Sameinuðu furstadæmin...... 31:19  Dagur Sigurðsson þjálfar Japan. Barein – Sádi-Arabía .......................... 18:17  Aron Kristjánsson þjálfar Barein.  Japan og Barein fara í undanúrslit ásamt Katar og Suður-Kóreu og þessi fjögur lið eru jafnframt komin á HM 2021 í Egypta- landi.   Dominos-deild karla Þór Þ. – KR ........................................... 74:76 Fjölnir – Haukar .................................. 83:94 Njarðvík – Grindavík ......................... 101:75 Staðan: Stjarnan 14 12 2 1288:1141 24 Keflavík 14 11 3 1252:1142 22 Tindastóll 14 9 5 1218:1159 18 Njarðvík 15 9 6 1280:1150 18 KR 14 9 5 1167:1147 18 Haukar 15 9 6 1338:1280 18 ÍR 14 7 7 1139:1203 14 Þór Þ. 15 6 9 1194:1222 12 Grindavik 15 5 10 1255:1340 10 Þór Ak. 13 4 9 1070:1207 8 Valur 14 4 10 1119:1204 8 Fjölnir 15 1 14 1279:1404 2 Dominos-deild kvenna Snæfell – Skallagrímur........................ 73:54 Staðan: Valur 17 15 2 1429:1118 30 KR 17 12 5 1291:1099 24 Keflavík 17 12 5 1262:1185 24 Haukar 17 11 6 1219:1188 22 Skallagrímur 17 10 7 1143:1114 20 Snæfell 17 5 12 1143:1318 10 Breiðablik 17 2 15 1068:1333 4 Grindavík 17 1 16 1103:1303 2 Danmörk Horsens – Bakken Bears .................. 70:103  Finnur Freyr Stefánsson þjálfar Hor- sens. NBA-deildin Toronto – Philadelphia ...................... 107:95 Detroit – Sacramento....................... 127:106 Orlando – Oklahoma City ................ 114:120 New York – LA Lakers ..................... 92:100 Boston – Memphis.............................. 119:95 Miami – Washington................ (frl.) 134:129 Atlanta – LA Clippers........................ 102:95 Chicago – Minnesota........................ 117:110 Houston – Denver ............................ 121:105 Phoenix – Indiana............................... 87:112 New Orleans – San Antonio ............ 117:121 Golden State – Utah........................... 96:129  Efst í Austurdeild: Milwaukee 39/6, Miami 31/13, Toronto 30/14, Boston 29/14, Indiana 29/16, Philadelphia 29/17.  Efst í Vesturdeild: LA Lakers 35/9, Utah 31/13, LA Clippers 31/14, Denver 30/14, Dallas 27/16, Houston 27/16.   Michael Craion var betri en enginn fyrir Íslandsmeistara KR þegar lið- ið heimsótti Þór frá Þorlákshöfn í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Iceland Glaci- al-höllina í Þorlákshöfn í fimm- tándu umferð deildarinnar í gær. Craion setti niður tvær körfur í röð þegar rúm mínúta var til leiksloka, kom KR fjórum stigum yfir 74:70, og þann mun tókst Þórsurum ekki að vinna upp. KR er með 18 stig í fimmta sæti deildarinnar, líkt og Haukar og Njarðvík, en KR á leik til góða á bæði lið. Þór er í áttunda sætinu með 12 stig. bjarnih@mbl.is KR-ingar sterkari á ögurstundu Morgunblaðið/Hari Seigur Michael Craion reyndist ör- lagavaldurinn í sigri meistaranna. Flenard Whitfield fór á kostum fyr- ir Hauka þegar liðið heimsótti Fjölni í úrvalsdeild karla í körfu- knattleik, Dominos-deildinni, í Dal- hús í Grafarvogi í fimmtándu um- ferð deildarinnar í gær. Whitfield var með tvöfalda tvennu, skoraði 26 stig og tók 21 frákast, en Fjöln- ismenn leiddu með tíu stigum í hálf- leik. Fjölnismenn mættu ekki til leiks í þriðja leikhluta, sem lauk með 29:11-sigri Hauka og Hafnfirð- ingar fögnuðu 94:83-sigri í leikslok. Haukar eru í sjötta sæti deildar- innar með 18 stig en Fjölnismenn eru sem fyrr á botninum með 2 stig. Fjölnir réð ekki við Whitfield Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tvenna Flenard Whitfield fór á kostum í Dalhúsum í Grafarvogi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.