Morgunblaðið - 24.01.2020, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2020
✝ Þóra Jak-obsdóttir fædd-
ist á Blönduósi í
Austur-Húnavatns-
sýslu 16. maí 1947.
Hún lést á líknar-
deild LSH í Kópa-
vogi 13. janúar
2020.
Foreldrar henn-
ar voru Ásta Þórð-
ardóttir frá Ystagili
í Langadal, f. 19.
október 1921, d. 17. mars 1993,
og Jakob Björgvin Þorsteinsson
frá Geithömrum í Svínadal, f. 14.
október 1920, d. 23. janúar 2009.
Bræður Þóru eru Þorsteinn
Þröstur, f. 6. október 1953, Ósk-
ar Matthías, f. 29. janúar 1955,
og Halldór, f. 2. ágúst 1956.
Þóra giftist hinn 27. júní 1970
eftirlifandi eiginmanni sínum,
Friðriki Sveini Kristinssyni
byggingatæknifræðingi, f. 30.
mars 1946. Foreldrar hans:
Svanhvít Friðriksdóttir, f. 29.
janúar 1925, og Kristinn Sig-
vann þar allt þar til hún hóf nám
í Lýðháskóla í Svíþjóð veturinn
1967-68. Þegar heim kom hóf
hún störf hjá dagblaðinu Tím-
anum og síðar á skrifstofu Múr-
arafélagsins. Árið 1992 hóf hún
störf hjá Hönnunar- og ráðgjaf-
arstofunni Lagnatækni, þar sem
hún sá um bókhald fyrirtækisins
þar til hún hætti 2015, eftir störf
í 23 ár. Árið 2007 greindist hún
með brjóstakrabbamein og fékk
viðeigandi meðferð við því. Árið
2014 greindist hún svo aftur með
krabbamein og fékk þá í fram-
haldi lyfjameðferð sem stóð stöð-
ugt yfir allt þar til yfir lauk.
Þrátt fyrir allt þetta gekk hún til
liðs við Kvenfélagið Hringinn
2014 og tók þátt í því öfluga
starfi sem félagið beitir sér fyrir
til styrktar sjúkrastofnunum í
þágu barna. Náði hún að veita
þessu starfi lið allt fram í aðvent-
una 2019. Þóra var árum saman í
Kvennakórnum Kyrjunum sem
var með tónleikahald bæði inn-
anlands og utan.
Útför Þóru fer fram frá Vída-
línskirkju í Garðabæ í dag, 24.
janúar 2020, og hefst athöfnin
klukkan 13.
urjónsson, f. 4. apríl
1923.
Börn Þóru og
Friðriks eru: 1)
Kristinn, f. 22. nóv-
ember 1971, maki
Helga Gréta Krist-
jánsdóttir, f. 31. júlí
1963. 2) Jakob, f. 27.
janúar 1978, maki
Carolin Huehnken,
f. 16. júní 1984, son-
ur þeirra er Bjarki,
f. 2018. 3) Svanhvít, f. 1. sept-
ember 1982, maki Ólafur Guð-
björn Skúlason, f. 24. maí 1980,
börn þeirra eru Friðrik Rafn, f.
2004, Ólöf Birna, f. 2008, og Þóra
Kristín, f. 2011.
Þóra lauk grunnskólanámi í
Langholtsskólanum og eftir það
fjögurra ára námi frá Kvenna-
skólanum í Reykjavík 1964. Í
framhaldi fór hún til Bandaríkj-
anna sem skiptinemi á vegum
AFS, með dvöl í Los Angeles í eitt
ár. Þegar heim kom hóf hún störf
hjá Samvinnutryggingum og
Í dag kveð ég elskulegu og frá-
bæru móður mína í hinsta sinn.
Það verður skrítið að hafa þig
ekki lengur hér hjá mér því við
vorum mjög nánar enda höfum
við ætíð verið bestu vinkonur. Ég
gat alltaf leitað til þín en þú varst
mín stoð og stytta í lífinu. Þú
varst ávallt rödd skynseminnar
og hjálpaðir mér að sjá hlutina í
réttu ljósi. Eitt sinn var ég búin
að ákveða það að ég gæti ekki
lært á bíl en þú sagðir að fyrst
það væru svo margir vitleysingar
í umferðinni með bílpróf þá gæti
ég auðveldlega lært á bíl. Ég
hugsaði að þetta væri alveg rétt
og skellti mér í ökunám. Við átt-
um margar góðar stundir saman
þar sem mikið var hlegið og gant-
ast. Nú seinast um jólin þar sem
við bökuðum saman smákökur og
hlógum yfir því þegar við pabbi
vorum að vandræðast með deigið.
Þú fannst svo einhvern hlut inn í
skáp þegar við vorum að leita að
kökuformi og varst að reyna að
lýsa fyrir okkur hvað þetta væri
og lýsingin var svo fyndin að við
grétum úr hlátri.
Þú varst einstök tengda-
mamma og amma barnanna
minna og verð ég þér ævinlega
þakklát fyrir það. Þegar ég og Óli
byrjuðum að vera saman tókst þú
honum opnum örmum alveg eins
og hann væri eitt af börnunum
þínum. Krakkarnir voru svo
heppin að þið pabbi bjugguð svo
stutt frá okkur að heimilið ykkar
hefur verið þeirra annað heimili.
Þú hefur alltaf verið boðin og bú-
in að hjálpa þeim ef eitthvað bját-
ar á, hlustað á þau tala um allt
milli himins og jarðar, bakað með
þeim, lesið fyrir þau, horft á bíó-
mynd, farið í göngutúra og svo
lengi gæti ég talið áfram. Þau
dýrkuðu þig og fannst ekkert
skemmtilegra en að fara til
ömmu og fá óskipta athygli. Ég
gæti haldið endalaust áfram um
hversu yndisleg, frábær og góð
mamma og amma þú varst en
þetta ljóð lýsir því nokkuð vel.
Mamma, elsku mamma,
man ég augun þín,
í þeim las ég alla
elskuna til mín.
Mamma, elsku mamma,
man ég þína hönd,
bar hún mig og benti
björt á dýrðarlönd.
Mamma, elsku mamma,
man ég brosið þitt;
gengu hlýir geislar
gegnum hjarta mitt.
Mamma, elsku mamma,
mér í huga skín
bjarmi þinna bæna,
blessuð versin þín.
Mamma, elsku mamma,
man ég lengst og best
hjartað blíða, heita –
hjarta, er sakna’ ég mest.
(Sumarliði Halldórsson)
Ég þakka þér, elsku mamma,
fyrir þína skilyrðislausu ást og
yndislegar minningar í gegnum
árin sem munu hlýja mér og fjöl-
skyldu minni á erfiðum stundum.
Minning þín lifir í þeim sem þú
elskaðir.
Þín verður sárt saknað.
Þín dóttir
Svanhvít.
Það er þyngra en tárum taki að
setjast niður og skrifa hinstu
kveðju til minnar elskulegu
tengdamóður. Ég hef oft sagt að
það var mín lukka í lífinu þegar ég
kynntist Svanhvíti að ég fékk þau
Þóru og Friðrik í kaupbæti. Frá
fyrsta degi tóku þau mér opnum
örmum og ég varð hluti af fjöl-
skyldunni um leið.
Það var sama hvað gekk á í
kringum okkur þá varst þú til
staðar til að veita okkur ráð eða
styðja okkur í því sem við vorum
að gera. Þegar móðir mín lést fyr-
ir 16 árum gekkst þú mér í móð-
urstað og gat ég ávallt leitað til
þín með það sem á mér lá hverju
sinni. Ég á eftir að sakna þess að
sitja með þér við eldhúsborðið og
ræða um daginn og veginn. Þú
varst alltaf með skynsemina að
leiðarljósi og vildir allt fyrir alla
gera. Það skipti þig miklu máli að
fólkinu þínu liði vel og gerðir þú
það sem þú gast til að svo væri.
Ég mun sakna ferðanna okkar
á Brúarvelli þar sem við sátum
við spil á kvöldin. Svanhvít og
Friðrik í hörkukeppni en ég og þú
meira að grínast og hlæja að því
hversu alvarlega þau tóku spilið.
Við vorum meira bara með og að
spjalla.
Elsku Þóra, þú skilur eftir mik-
ið skarð í fjölskyldunni sem verð-
ur erfitt að fylla. Þegar við kvödd-
umst í síðasta sinn baðstu mig um
að hugsa vel um fjölskylduna okk-
ar og þá ósk mun ég geyma í
hjarta mér alla tíð og gera allt
sem í mínu valdi stendur til að
uppfylla hana. Börnunum mínum
veittir þú mikla hamingju og
vissu þau fátt betra en að eyða
deginum með ömmu við lestur,
bakstur eða í afslöppun.
Eftir standa minningar um frá-
bæra tengdamóður sem ég mun
aldrei gleyma. Ég mun ekki geta
fullþakkað þér fyrir þann stuðn-
ing og þær gæðastundir sem við
áttum saman með fjölskyldunni.
Elsku Friðrik, Svanhvít, Krist-
inn og Jakob. Ég votta ykkur
mína dýpstu samúð. Megi guð
færa ykkur styrk á þessari erfiðu
stundu.
Elsku Þóra, minning þín er ljós
í lífi okkar allra.
Þinn tengdasonur,
Ólafur Guðbjörn Skúlason.
Elsku amma okkar.
Við trúum því varla að þú sért
farin. Við eigum eftir að sakna
þess að koma til þín á Brúarflöt-
ina eftir skóla í kósístund. Þú
tókst alltaf á móti okkur með
bros á vör, hjálpaðir okkur með
heimalærdóminn, spjallaðir við
okkur um alla heima og geima.
Þú varst okkar helstu stuðn-
ingsmaður í hverju sem við tók-
um okkur fyrir hendur og hvattir
okkur áfram í því sem við vorum
að gera. Þú mættir á allar sýning-
arnar okkar hvort sem það voru
tónleikar, dans, leiklist eða bara
sýning í skólanum.
Takk fyrir allar góðu stundirn-
ar okkar saman. Við munum allt-
af geyma þær í hjarta okkar.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Hvíl í friði, elsku amma. Þín
barnabörn,
Friðrik Rafn, Ólöf Birna
og Þóra Kristín.
Eilífur snjór í augu mín
út og suður og vestur skín,
samur og samur út og austur,
einstaklingur! vertu nú hraustur.
Dauðinn er hreinn og hvítur er snjór,
hjartavörðurinn gengur rór
og stendur sig á blæju breiðri,
býr þar nú undir jörð í heiðri.
Víst er þér, móðir! annt um oss;
aumingja jörð með þungan kross
ber sig það allt í ljósi lita,
lífið og dauðann, kulda og hita.
(Jónas Hallgrímsson)
Systir okkar er horfin af braut
eftir baráttu við illvígan sjúkdóm.
Þegar við lítum til baka hrann-
ast minningabrotin upp. Þóra átti
nóg til af mennskunni og gat rætt
við fólk og ráðlagt því og hafði
þann eiginleika að geta umgeng-
ist alla og fólk laðaðist að henni.
Dugnaðarforkur var hún að eðl-
isfari og leysti öll verk vel af
hendi.
Þóra hafði sterka réttlætis-
kennd og hafði ákveðnar skoðan-
ir á málefnum líðandi stundar.
Þóra hafði unun af söng og
kunni ógrynni af lögum og text-
um en grunnurinn að því var
fenginn í skátahreyfingunni á
yngri árum. Í seinni tíð naut hún
þess að syngja með Kyrjunum,
kvennakór.
Góðar bókmenntir áttu hug
hennar allan og las hún mikið af
bókum, innlendum og erlendum.
Það verða fagnaðarfundir þeg-
ar fjölskyldumeðlimir koma sam-
an á Brúarvöllum, sumarhúsi
sem fjölskyldan byggði. Þar er
spilað, farið í leiki, lesið og veidd-
ur silungur í ánni sem rennur
skammt frá bústaðnum. Einnig
höfum við notið þess að veiða í
Svínavatni, en að dvelja þar góða
stund með veiðistöng, njóta frið-
arins og náttúrunnar er engu líkt.
Sumarhúsið hefur ávallt verið
sælureitur fyrir fjölskylduna.
Þar naut Þóra sín vel með sínum
nánustu.
Minnisstæðar eru ferðir sem
við systkinin ásamt mökum fór-
um til Bandaríkjanna þar sem
nokkrar stórborgir voru heim-
sóttar, einnig sigldum við saman
með skemmtiferðaskipi til
Mexíkó.
Á sínum yngri árum hafði Þóra
verið skiptinemi í Kaliforníu.
Þóra naut þess að ferðast, skoða
heiminn og kynnast fólki víðsveg-
ar að úr heiminum.
Við erum ævinlega þakklátir
fyrir allt sem Þóra gerði fyrir
okkur á uppeldisárunum en við
strákpjakkarnir gátum stundum
verið baldnir.
Mikil vinátta og virðing hefur
einkennt samskipti fjölskyldna
okkar og nú hefur stórt skarð
verið rofið sem er vandfyllt.
Söknuðurinn hellist yfir en
minningarnar um yndislega syst-
ur lifir.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
(23. Davíðssálmur)
Við eru vissir um að þegar þú
kemur að ströndinni hinum meg-
in bíður þín hópur fólks til að taka
á móti þér.
Blessuð sé minning þín, kæra
systir,
Þorsteinn, Óskar og Halldór.
Ævilöng vinátta er ómetanleg
gjöf. Það er orðið langt síðan við
Þóra, frænka mín og vinkona,
lékum okkur fyrst saman heima á
Geithömrum. Síðan hefur vinátta
okkar varað eða svo lengi sem ég
man. Á hverju sumri komu Jak-
ob, frændi minn, og Ásta kona
hans norður. Með þeim kom Þóra
og síðar bræður hennar. Heim-
sóknir Þóru voru í mínum huga
dýrðardagar. Ég man okkur í
dúkkulísuleik inni og ég man okk-
ur sem fagurhærðar prinsessur
með arfaflækjur á höfðinu úti á
túni. Þegar við eltumst reyndist
Þóra vel liðtæk við störf okkar
krakkanna.
Á skólaárum mínum bjó ég
fjóra vetur hjá Ástu og Jakobi og
hef síðan nánast tilheyrt fjöl-
skyldunni. Vinátta okkar Þóru
hélst óbreytt þótt eðlilega ættum
við hvor sinn félagahóp. Þegar
Þóra og Friðrik stofnuðu heimili
og eignuðust fjölskyldu var ég
tíður gestur á heimili þeirra.
Á hverju sumri dvöldu Þóra og
Friðrik um tíma í sumarbústaðn-
um á Brúarvöllum, fyrst með
börnum sínum en síðar oft tvö
ein. Meðan Friðrik fékkst við
veiðiskap leituðum við Þóra
gjarnan á fornar slóðir og fórum
á berjamó í fjallinu heima, síðast
þegar við vorum sjötugar og vor-
um þá mjög ánægðar með okkur
sjálfar.
Eitt af því sem við Þóra áttum
sameiginlegt frá fyrstu tíð var
lestrarástríða okkar og yndi af
bókum. Við lánuðum hvor ann-
arri flestar bækur sem á fjörur
okkar rak og reyndum að kaupa
ekki þær sömu. Bækurnar urðu
gjarnan uppspretta heimspeki-
legra umræðna og vangaveltna
um lífið og tilveruna og gátu jafn-
vel leitt okkur út í heimsmálin.
Þóra var glæsileg kona og
hafði til að bera meðfæddan
myndugleika sem aflaði henni
trausts og virðingar þeirra sem
henni kynntust. Hún var réttsýn
og einörð, skjót til svars og lét
engan segja sér fyrir um skoð-
anir og lífssýn en virti jafnframt
viðhorf annarra. Hún var vinföst
og trygglynd, æskuvinkonur
hennar voru alltaf bestu vinkon-
urnar. Samband hennar við fjöl-
skyldu sína og tengdaforeldra
var alltaf gott og náið.
Þóra naut þeirrar gæfu að eiga
góðan mann, góð og efnileg börn
og indæl tengdabörn og barna-
börn. Á heimili þeirra Friðriks
var allt í reglu og föstum skorð-
um og þar var ró yfir öllu. Þau
voru afar samhent og samrýnd
hjón, fóru oft í leikhús, voru virk í
ýmsum félagsmálum og ferðuð-
ust mikið saman einkum þegar
börnin eltust. Þau nutu þess að
sjá barnabörnin vaxa úr grasi í
næsta nágrenni. Litli Bjarki er sá
eini þeirra sem ekki nær að muna
ömmu sína.
Þóra vissi vel að hverju stefndi
en hún kvartaði aldrei og fjölyrti
ekki um veikindi sín. Síðustu vet-
ur var venja okkar að heimsækja
hvor aðra á föstudagskvöldum
þegar Friðrik var á Oddfellow-
fundum. Í haust kom það í minn
hlut að heimsækja hana en föstu-
dagskvöldunum slepptum við
ekki.
Kæri Friðrik, Kiddi, Jakob,
Svanhvít og fjölskyldur. Ykkar
missir er mestur og ég bið guð að
vera með ykkur og styrkja.
Ég kveð Þóru, hjartans
bernskuvinkonu mína, með sökn-
uði og trega en um leið þökk fyrir
ævilanga vináttu og tryggð. Ég á
þá von að við getum staðið við síð-
ustu ákvörðun okkar, að hittast
aftur einhvers staðar í blámóðu
eilífðarinnar.
Kristín.
Hver minning dýrmæt perla að
liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, sem fengu
að kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Með þessum orðum kveð ég
elsku Þóru frænku með miklum
söknuði en með innilegu þakklæti
fyrir góðu samverustundirnar í
gegnum tíðina. Minning hennar
lifir áfram í hjörtum okkar.
Elsku Friðrik, Kiddi, Jakob,
Svanhvít og fjölskyldur, mínar
dýpstu samúðarkveðjur til ykkar
allra.
Hildur Halldórsdóttir.
Við Þóra hittumst fyrst sjö ára
gamlar í Kleppsholtinu og urðum
strax vinkonur en ég var nýflutt í
hverfið. Skemmtileg minning
kemur upp í hugann frá þeim
tíma þegar við töldum krökkun-
um í hverfinu í trú um að ég væri
dóttir Roy Rogers, í stuttri heim-
sókn á Íslandi. En, eins og flestir
vita var Roy Rogers helsta“ idol“
íslenskrar æsku á sjötta áratug
síðustu aldar. Mín frægðarsól
hneig þó skjótt til viðar þegar
upp komst að ég væri bara ís-
lensk. Okkar vinskapur hélt
áfram að blómstra þegar við
fluttum báðar tíu ára að aldri í
Vogahverfið. Þar brölluðum við
margt saman en hverfið sem var í
byggingu var fullt af börnum,
óteljandi ævintýrum og óheft
sköpunargleði. Við urðum ung-
lingar, og upp kemur minning;
við erum í Vogar hraðferð og
flissum alla leið niður á Torg, lífið
var jú, svo skemmtilegt. Og ekki
má gleyma rúntinum sem var
genginn í öllum veðrum, því ekki
mátti missa af neinu. Allt breytt-
ist, við festum ráð okkar og eign-
umst báðar okkar fyrstu börn í
nóvember 1971. Á þessu við-
kvæma tímabili veittum við hvor
annarri mikinn stuðning. Lífið
heldur áfram á ógnarhraða en
vinskapur okkar hefur haldist í
gegnum árin sem er ómetanlegt.
Ég vona innilega að ég hafi getað
veitt Þóru vinkonu minni ein-
hvern stuðning í hennar veikind-
um.
Kæra vinkona, ég mun sakna
þín.
Dagbjört.
Það var enginn ósnortinn af
því að kynnast Þóru Jakobsdótt-
ur því þar var á ferð einstök kona.
Hvers manns hugljúfi, hafði
yndislega nærveru, úrræðagóð,
glettin, ljúf og heilsteypt.
Margra ljúfra samverustunda
er að minnast og góðar minning-
ar fara um hugann, en þær eru
það dýrmætasta sem við eigum
og enginn tekur frá okkur. Sér-
staklega vil ég nefna þegar við
dvöldum löngum stundum á
Brúarvöllum þegar var verið
að byggja sumarhús fjölskyld-
unnar frá grunni og við með börn
á sama aldri. Þar var mikið spjall-
að um landsins gagn og nauð-
synjar og aldrei var komið að
tómum kofunum hjá Þóru, eins
víðlesin og hún var.
Ég er svo þakklát fyrir að Þóra
gat verið við skírn Ástu Birnu
ömmustelpu minnar í júlí sl. Ynd-
isleg samvera sem geymist í
minningabankanum.
Á lífsleiðinni hittum við ein-
stakar persónur sem eru sannir
vinir og skilja eftir spor í hjarta
okkar, það gerði Þóra mín svo
sannarlega og hennar verður sárt
saknað.
Elsku Friðrik sér nú á bak ást-
kærri eiginkonu sinni og besta fé-
laga. Missir hans, barna þeirra
og fjölskyldna er mikill. Mínar
innilegustu samúðarkveðjur til
ykkar allra.
Birna Guðjónsdóttir.
Árið 1965, ég nýorðin 17 ára,
fluttum við fjölskyldan frá Sand-
gerði, þar sem ég ólst upp, í
Kópavog. Ég hafði fengið vinnu
hjá Samvinnutryggingum í
spjaldskrárdeild. Í deildinni
unnu nokkrar stúlkur við spjald-
skrá hinna ýmsu tryggingasviða.
Á næsta borði við mig sat jafn-
aldra mín, Þóra Jakobsdóttir.
Fljótlega gaf hún sig á tal við
mig, matar- og kaffitímar voru
síðan notaðir til að spjalla um
framtíðardrauma okkar.
Þóra var ákveðin í að fara í
lýðháskóla og þá helst til Svíþjóð-
ar eftir eitt til tvö ár. „Ertu
með?“ spurði hún mig eitt sinn.
Ég svaraði játandi rjóð á vang-
ann. Á þeirri stundu voru hnýtt
þau vináttu- og tryggðarbönd
sem héldu alla tíð. Nú tók við
tímabil eftirvæntingar og til-
hlökkunar eftir skólavistinni í
Svíþjóð. Ýmislegt var brallað
eins og gengur hjá stúlkum á
þessum aldri. Mér er það til
dæmis minnistætt þegar við
greiddum hvor annarri í heysátu
fyrir dansæfingarnar á laugar-
dagskvöldum.
Árið á Wendelsberg í Svíþjóð
var ævintýri líkast og var Þóra
haldreipi mitt í einu og öllu. Hún
átti mjög gott með að umgangast
og kynnast samnemendum okkar
af hinum ýmsu þjóðernum sem
löðuðust að henni enda Þóra ein-
staklega heilsteypt og heiðarleg
manneskja. Hún nálgaðist alltaf
menn og málefni af mikilli virð-
ingu og nærgætni. Þannig gerði
Þóra okkur hin, sem þekktum
hana og umgengumst, að betri
manneskjum.
Eftir dvölina í Svíþjóð tók al-
vara lífsins við. Þóra stofnaði sína
fjölskyldu með Friðriki og áttum
við fjölskyldurnar saman margar
ánægjustundir og má þar nefna
tjaldútilegur og sumarbústaða-
ferðir norður á Illugastaði í
Fnjóskadal.
Árið 1995 var eftirminnilegt ár
en þá fékk Þóra hugmynd sem
átti eftir að efla okkar traustu
vinuáttubönd. Hún hringdi í mig
og las upp auglýsingu frá Söng-
smiðjunni. Auglýsingin hljóðaði
svona: „Ertu laglaus, langar þig
til þess að syngja?“ Þóra spurði
mig hvort við ættum ekki að
Þóra Jakobsdóttir