Morgunblaðið - 24.01.2020, Qupperneq 10
GRÆN
VIÐVÖRU
N
APPELSÍNUGUL
VIÐVÖRUN
GUL VIÐVÖRUN Veðrið getur haft nokkur eða
staðbundin áhrif og valdið töfum, slysum eða tjóni
ef aðgát er ekki höfð. Slík veður eru ekki óalgeng
en krefjast árvekni við skipulagningu atburða og í
ferðum á milli landshluta.
Óveruleg áhrif á samgöngur og innviði/þjónustu.
Gul viðvörun getur einnig gefið til kynna að litlar eða
miðlungs líkur séu á mjög áhrifamiklu veðri 3-5 daga
fram í tímann.
APPELSÍNUGUL VIÐVÖRUN
Miðlungs eða miklar líkur eru á
veðri sem valdið getur miklum
samfélagslegum áhrifum.
Veðrið getur valdið tjóni og/eða
slysum og ógnar mögulega lífi og
limum ef aðgát er ekki höfð.
Skerðing á samgöngum og
innviðum/þjónustu tímabundin/
staðbundin. Veður sem þessi verða
nokkrum sinnum á ári.
RAUÐ VIÐVÖRUN Miklar líkur
eru á veðri sem hefur mjög
mikil samfélagsleg áhrif, eða
slíkt veður er yfirstandandi.
Einstaklega áköfum og
hættulegum veðurskilyrðum
er spáð.
Búast má við miklum
skemmdum, líkur á slysum
eru miklar, veðrið ógnar lífi og
limum. Viðbúið að samgöngur
lokist og aðgengi að innviðum/
þjónustu skerðist.
Áhrif óveruleg á
daglegar athafnir
RAUÐ
VIÐVÖRUN
GUL
VIÐVÖRUN
Heimild: VeðurstofanVIÐTAL
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Jóhannes Þór Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónust-
unnar (SAF), segir fyrirtæki í grein-
inni fara eftir ýmsu þegar þau meti
hvort fara eigi í ferðir eða aflýsa
þeim. Þar á meðal sé stuðst við aðvar-
anir Veðurstofu og veðurspár.
Tilefnið er viðtal við Hauk Her-
bertsson, rekstrarstjóra fyrir-
tækisins Mountaineers of Iceland, í
Morgunblaðinu í gær. Rætt var um
atvik við Langjökul 7. janúar sl. þeg-
ar 39 ferðamenn urðu veðurtepptir.
Taldi Haukur of
mikið gert úr gul-
um viðvörunum
Veðurstofunnar.
Til upplýsingar
eru aðvörunar-
stigin fjögur sýnd
hér á grafi. Þær
upplýsingar feng-
ust frá Veðurstof-
unni að núverandi
kerfi hefði verið
virkt síðan 1. nóv-
ember 2017. Fjöldi gulra viðvarana
sem gefnar hefðu verið út lægi ekki
fyrir. Unnið væri að talningu. Síðast
hefði verið jafn umhleypingasamur
vetur 2014-2015.
Með veðurathugunarstöðvar
Jóhannes bendir á að fyrirtækin
séu gjarnan með langa reynslu á við-
komandi svæðum og sum jafnvel með
eigin veðurathugunarstöðvar.
„Þetta hlýtur alltaf að vera mats-
kennt eins og það er í viðmiðun
Veðurstofunnar sjálfrar. Við þekkj-
um það víða um land að farnar hafa
verið ýmsar ferðir og ýmis starfsemi í
ferðaþjónustu verið í gangi þótt það
standi á gulri viðvörun á svæðinu.
Með þessum nýja skala fæst ný
vídd, sem er mjög gott. Það þýðir að
menn vita við hverju má búast þegar
nokkur reynsla er komin á hvað gul
viðvörun þýðir. Þá hafa menn betri
mynd af því hvernig heimurinn
mögulega lítur út fyrir framan þá og
hafa þá vonandi betri upplýsingar til
að taka ákvarðanir.
Það er því kannski ekki einhlítt að
gul viðvörun þýði að fella beri einfald-
lega niður ferðaþjónustu í landinu um
tveggja til þriggja daga skeið. Við
þekkjum það vel að aðstæður geta
verið mjög mismunandi. Það hafa
verið farnar vélsleða- og rútuferðir
þegar gul viðvörun er í gildi á ýmsum
svæðum en ekkert komið upp á. Það
er vegna þess að menn hafa metið að-
stæður rétt og kannski hefur lítið ver-
ið að veðri á mörgum þessum stöð-
um,“ segir Jóhannes Þór og ítrekar
að í þessum orðum felist enginn dóm-
ur um atvikið við Langjökul. Hann sé
að ræða um þá almennu yfirsýn sem
þurfi að hafa, burtséð frá einstaka at-
vikum.
Þyrftu að hætta að selja ferðir
Spurður um áhrifin á ferðaþjón-
ustuna ef ferðir yrðu sjálfkrafa felld-
ar niður segir hann að ef öll ferða-
þjónusta ætti að stöðvast í hvert sinn
sem gefin væri út gul viðvörun ætti
mögulega að hætta að selja fólki ferð-
ir til Íslands í janúar og febrúar.
„Það er augljóslega ekki að fara að
gerast þannig að ferðaþjónustufyrir-
tækin verða eins og aðrir að haga sér
í samræmi við aðstæður. Menn þurfa
að meta hvort öryggisviðmið eru upp-
fyllt og það hlýtur alltaf að ráða
ákvörðunum. Ef menn telja að öryggi
viðskiptamanna og starfsmanna sé
nægilega tryggt, eftir bestu upplýs-
ingum sem fyrir hendi eru, er vel
skiljanlegt að fólk nýti sér það og
sinni viðskiptavinum sínum. Við höf-
um séð nú í janúar fjölmörg dæmi um
að það hafi gengið vel og að ekki sé
ástæða til að fella niður ferðir þótt gul
viðvörun sé í gildi. Síðan koma upp
tilvik þar sem menn þurfa einfaldlega
að fella niður ferðir. Það kemur þá
niður á kúnnanum.“
Ekki orðsporsáhætta
Spurður hvort óhöpp vegna veðurs
yfir vetrartímann geti falið í sér orð-
sporsáhættu fyrir ferðaþjónustuna á
Íslandi segir Jóhannes Þór slíka
áhættu ekki geta falist í einu tilviki.
Til dæmis feli atvikið við Langjökul 7.
janúar ekki í sér langvarandi orð-
sporsáhættu fyrir Ísland.
„Við höfum séð það af reynslu okk-
ar og annarra þjóða að það þarf tölu-
vert stærri mál til að búa til langvar-
andi orðsporsáhættu. Við sjáum það
líka að björgunarsveitarkerfi okkar,
sem Landsbjörg stendur fyrir á stór-
kostlegan máta, er orðið þekkt í lönd-
unum í kringum okkur og hjá kúnn-
um okkar. Og fólk treystir með
tímanum á kerfið, sem hefur þá veg-
andi áhrif á móti. Ég hugsa að kerfið
sé einstakt í veröldinni.
Hins vegar er ljóst að ef hér fara að
gera mánuðum saman mjög erfið veð-
ur hefur það mikil áhrif á möguleika
okkar til að bjóða ferðaþjónustu yfir
vetrarmánuðina,“ segir Jóhannes
Þór. Meiri sveiflur geti þá orðið milli
einstakra vetrarmánaða milli ára en
síðustu ár.
Síðustu vetur verið góðir
„Suma vetur, þegar veðrin eru
erfiðari viðfangs, getur þurft að fella
niður fleiri ferðir og það hefur sín
áhrif á rekstur fyrirtækjanna sem
þurfa þá að takast á við það. Aðra
vetur getur þetta verið mun betra
eins og við höfum séð undanfarin ár
en þeir vetur hafa sumir verið með
miklum ágætum og ekki truflað
þennan rekstur neitt,“ segir
Jóhannes Þór Skúlason.
Vetrarferðir myndu leggjast af
Framkvæmdastjóri SAF segir gula viðvörun ekki þurfa að þýða að sjálfkrafa sé hætt við ferðir
Síðustu vetur hafi veður verið gott Ef vetrarveður versni geti það bitnað á afkomu fyrirtækjanna
Morgunblaðið/Ómar
Útivist Erlendir ferðamenn sækja í vaxandi mæli í vetrarferðir á Íslandi.
Jóhannes Þór
Skúlason
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2020
BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S
O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6
gaia Borðstofustóll kr. 49 .900
nú kr. 39.920
Janúarútsala
10 - 50% afsláttur af öllum vörum
Landsréttur hefur hafnað umsókn
Akraneskaupstaðar um leyfi til að
áfrýja dómi Héraðsdóms Reykja-
víkur um ráðningu í starf forstöðu-
manns íþróttamannvirkja Akranes-
kaupstaðar. Niðurstaða þriggja
dómara Lands-
réttar sem fjöll-
uðu um umsókn-
ina var að ekki
væru líkur til
þess að niður-
stöðu héraðs-
dóms yrði breytt
svo einhverju
næmi, ekki fallist
á að úrslit máls-
ins vörðuðu mik-
ilsverða hags-
muni bæjarins og ekki séð að
dómur í málinu hefði verulegt al-
mennt gildi.
Ólögmætt ráðningarferli
„Ég er mjög ánægður með að
hafa farið í þessa vegferð. Ég hef
ríka réttlætiskennd og tel að
menntun og reynsla sé þess virði að
hana beri að meta þegar ráðið er í
stjórnunarstöður hjá sveitarfélagi,“
segir Indriði Jósafatsson, fyrrver-
andi íþrótta- og æskulýðsfulltrúi í
Borgarnesi, sem var meðal um-
sækjenda, fannst fram hjá sér
gengið og fór með málið fyrir dóm-
stóla.
Héraðsdómur komst að þeirri
niðurstöðu í nóvember sl. að Akra-
neskaupstaður hefði staðið með
saknæmum og ólögmætum hætti að
ráðningarferlinu. Indriði var talinn
hafa meiri menntun, víðtækari
þekkingu á málaflokknum sem og
meiri reynslu af rekstri og stjórn-
un. Honum voru dæmdar 700 þús-
und kr. í miskabætur ásamt vöxtum
og 1.500 þúsund kr. í málskostnað.
Er vonandi fordæmi
Málinu er nú lokið með synjun
Landsréttar á leyfi til áfrýjunar.
Indriði bendir á að staðfesting
dómsins hafi engin áhrif á stöðu-
veitinguna. „Ég vona hins vegar að
dómurinn hafi fordæmisgildi gagn-
vart þeim sem stjórna slíkum ráðn-
ingum og hafa örlög manna í hendi
sér. Menn þurfa að hugsa betur
hvað þeir eru að gera. Ef þetta
verður til þess að breyta stjórnsýsl-
unni á Akranesi eða annars staðar
er það nóg fyrir mig,“ segir Indriði.
Hafnaði umsókn
um áfrýjun dóms
Dómur fyrir brot Akraness stendur
Indriði
Jósafatsson