Morgunblaðið - 24.01.2020, Side 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2020
prófa og ég lét til leiðast. Alltaf
var það Þóra sem tók frumkvæð-
ið í sínar eigin hendur.
Hjá Söngsmiðjunni sungum
við í tvö ár og í framhaldi var
kvennakórinn Kyrjurnar stofn-
aður þar sem við sungum sam-
fellt í 17 ár. Ógleymanlegur tími,
samferða á kóræfingar einu sinni
til tvisvar í viku, vortónleikar,
jólatónleikar, æfingabúðir, kóra-
mót og tónleikar á erlendri
grundu.
Hin síðari ár höfum við verið í
reglulegu sambandi. Þóra gerði
það að vana sínum að koma við
hjá mér í Hafnarfirðinum eftir að
hafa verið í hársnyrtingu hjá
Línu lokkafínu. Við þreyttumst
aldrei á að rifja upp gamlar sam-
verustundir þó svo að umræðu-
efnið hafi oftast verið börnin og
barnabörnin, þau áttu hug henn-
ar, Þóra var stoð þeirra og stytta.
Nú á þessari stundu þegar
minningarnar streyma um hug-
ann er mér efst í huga þakklæti
fyrir að hafa átt Þóru að sem vin-
konu í meira en hálfa öld. Hún
auðgaði líf mitt með nærveru
sinni og var alltaf til staðar.
Elsku fjölskylda, Friðrik,
Kristinn, Jakob, Svanhvít, barna-
börn, tengdabörn og aðrir að-
standendur. Ég og fjölskylda mín
vottum ykkur okkar dýpstu sam-
úð á þessari erfiðu stundu. Guð
veri með ykkur.
Kolbrún Gunnarsdóttir.
Í maí 1961 stofnuðu 6 skáta-
stelpur flokkinn Tátur í Kven-
skátafélagi Reykjavíkur. Í þeim
hópi var Þóra og er hún fyrst til
að kveðja, eða fara heim eins og
skátar segja.
Tátur töldu nauðsynlegt að
eignast tjald og var safnað fyrir
stóru og góðu tjaldi með því að
rukka fyrir áskrift Eldhúsbókar-
innar sem var öllum húsmæðrum
á þeim tíma nauðsynleg. Tjaldið
fékk nafnið Tátuhreiður. Margar
urðu útilegurnar, mikið sungið og
farið í ótal gönguferðir.
Nú eru að verða 60 ár frá því
við bundust vináttuböndum.
Margs er að minnast og mun
samvera okkar með Þóru aldrei
gleymast.
Við kveðjum Þóru með kvöld-
söng kvenskáta.
Sofnar drótt, nálgast nótt
sveipast kvöldroða himinn og sær.
Allt er hljótt, hvíldu rótt.
Guð er nær.
(Kvöldsöngur skáta)
Alda, Anna, Erna,
Margrét og Jóhanna.
Vorið 1964 útskrifaðist vaskur
hópur námsmeyja frá Kvenna-
skólanum í Reykjavík. Flestar
höfðu stundað nám í fjögur ár við
skólann og var Þóra ein þeirra.
Allt frá útskrift hefur hópurinn,
sem kenndur er við 4. Z, hist einu
sinni í mánuði yfir veturinn. Sam-
vistunum var í upphafi komið í
ákveðið kerfi: fyrsta þriðjudags-
kvöld í mánuði og til skiptis
heima hjá bekkjarsystrum eftir
stafrófsröð. Í rúma hálfa öld höf-
um við notið þess að hittast og
hefur þátttakan frekar eflst með
árunum. Ein bekkjarsystir okkar
féll frá ung að árum, en nú meg-
um við sjá á bak mjög kærri
bekkjarsystur, okkar elskulegu
Þóru. Það er stórt skarð höggvið í
þennan samhenta hóp. Við mun-
um sakna hlýrrar og fallegrar
nærveru Þóru. Við dáðumst að
æðruleysi hennar og dugnaði í
baráttu við veikindi sín. Síðast
kom hún á bekkjarfund í byrjun
október. Hún líktist þá okkar
sterku Þóru, en okkur duldist
ekki að baráttan var hörð og að
hún hafði tekið sinn toll. Nú hefur
Þóra fengið hvíldina. Hennar
verður sárt saknað. Blessuð sé
minning hennar.
Við sendum Friðriki, börnun-
um og fjölskyldum þeirra okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Kveðja frá Kvennaskólasystr-
um,
Guðný Helgadóttir.
✝ SveinbjörnSveinbjörnsson
fæddist hinn 16.
mars 1950 á Lyng-
ási í Holtum í
Rangárvallasýslu.
Hann lést á Sjúkra-
húsinu á Akureyri
14. janúar 2020.
Foreldrar hans
voru hjónin Svein-
björn Stefánsson,
verkstæðisfor-
maður á Hellu, f. 15.7. 1914, d.
9.7. 1990, og Sigríður Tómas-
dóttir, f. 24.7. 1911, d. 25.10.
1995. Systkini Sveinbjörns voru
Þórir, f. 16.3. 1936, d. 29.1.
2011, Kristín Höbbý, f. 23.7.
1937, gift Magnúsi Jenssyni, d.
2008, Eygló, f. 29.8. 1938, d. 5.2.
1990, Bergur, f. 15.6. 1943,
kvæntur Pálínu Kristinsdóttur,
Anna, f. 5.8. 1945, gift Birni
Bergmann Jóhannssyni, Áslaug,
f. 27.3. 1947, gift Ragnari Haf-
liðasyni, og Sighvatur, f. 21.12.
1953, fyrr kvæntur Báru
Guðnadóttur d. 2006, nú kvænt-
ur Laima Jakaite.
Sveinbjörn var giftur Hönnu
Soffíu Jónsdóttur (gift 4.7.
1970), f. 10.7. 1952 á Böggvis-
stöðum Dalvík, foreldrar Jón
Jónsson, f. 25.5. 1905, d. 21.2.
15.6. 2019, Júlía Rós, f. 3.8.
2001. 5) Jón Helgi, f. 28.9. 1985.
Ungur hóf Sveinbjörn vinnu
hjá Jarðborunum ríkisins og
vann þar í allmörg ár. Einnig
vann hann mikið við virkjanir á
hálendinu á vegum Landsvirkj-
unar. Þá starfaði Sveinbjörn
mikið á trukkum og vinnu-
vélum. 1985 opnaði hann hjól-
barðaverkstæði á Dalvík með-
fram fullu starfi hjá bíla- og
vélaverkstæði Hjalta Sigfús-
sonar á Árskógsströnd. Enn-
fremur starfaði hann á bíla-
verkstæði Dalvíkur og sinnti
leigubílakstri þar í bæ. Svein-
björn stofnaði sitt eigið fyrir-
tæki ásamt eldri syni sínum,
SxS Cargoline ehf. á Dalvík,
árið 1998 þar sem þeir unnu við
viðgerðir og nýsmíði fyrir
stærstu flutningafyrirtæki
landsins. Árið 2000 flutti hann
til Akureyrar og stofnuðu þeir
feðgar fyrirtækið Trukkinn
ehf., fyrst á Óseyri en fyrir-
tækið flutti síðar á Hjalteyrar-
götuna. Í október 2006 seldu
þeir feðgar Trukkinn og héldu
báðir til starfa hjá Íslenskum
orkurannsóknum. Áður en hann
lauk svo atvinnuferli sínum rak
hann sitt eigið verkstæði og
hlaut það nafnið SS bíla- og
vélaviðgerðir ehf. Hjá honum
störfuðu börn og barnabörn
sem honum var kært.
Útför hans fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 24. jan-
úar 2020, klukkan 13.30.
Meira: mbl.is/andlat
1988, og Anna Arn-
fríður Stefáns-
dóttir, f. 1.12. 1909,
d. 29.1. 1985. Börn
þeirra: 1) Svein-
björn, f. 27.6. 1971,
maki Dröfn Ás-
laugsdóttir, f. 3.8.
1972, dætur þeirra
Gyða Dröfn, f. 16.1.
1992, maki Heiðar
Ernest Karlsson, f.
29.4. 1989, Hulda
Dröfn, f. 20.10. 1998, og Áslaug
Dröfn, f. 7.9. 2004. 2) Anna
Berglind, f. 12.2. 1974, sonur Al-
exander Elí Sigvaldason, f. 25.3.
2002. 3) Sigríður Erla, f. 12.2.
1974, synir Júlíus Fannar Arn-
arsson, f. 21.12. 1993, maki
Thelma Björk Sævarsdóttir, f.
25.3. 1997, börn Efemía Von
Bergland með fyrrverandi
maka, f. 10.12. 2015, og með nú-
verandi maka Maísól Mjöll, f.
25.1. 2019. Sveinbjörn Heiðar
Stefánsson, f. 11.5. 2011. 4)
Eygló, f. 25.6. 1979, maki Berg-
þór Ásgrímsson, f. 3.5. 1965.
Sonur Kristján Loftur Jónsson,
f. 14.12. 1999, dætur Bergþórs
eru Bergþóra Heiðbjört, f. 25.1.
1995, maki Orri Blöndal, f.
10.10. 1990, börn Hafdís Hekla,
f. 4.8. 2017, og Margrét Heiða, f.
Elsku Bjössi, nú hefur þú feng-
ið hvíldina eftir erfið veikindi.
Þakka þér fyrir samfylgdina í
meira en 51 ár. Margt hefur drifið
á daga okkar í gegnum tíðina.
Eigum við margar góðar minn-
ingar með börnum okkar og
barnabörnum sem að þú vildir
alltaf hafa í kringum þig. Ég
reyni að vera ekki eigingjörn,
auðvitað hefði ég vilja hafa þig í
miklu fleiri ár en þín vegna var
gott að þessu lauk á býsna frið-
sælan hátt. Best þykir mér að ég
skyldi geta haldið í höndina á þér
þegar yfir lauk.
Þú varst mikið náttúrubarn og
undir þér hvergi betur en á há-
lendi Íslands en líka naustu þess
að sitja hérna úti á pallinum okk-
ar og horfa á allt sem þú varst bú-
inn að gera í garðinum okkar.
Þú varst ótrúlega mikill elju-
maður. Það var ekki til í þínum
huga nein uppgjöf. Ef þú fékkst
verkefni í hendur, þá kom ekkert
annað til greina en að leysa það
og gafst þú aldrei upp í einu eða
neinu sem að þú tókst þér fyrir
hendur.
Þú komst að ótal mörgum
verkefnum sem tengdust vörubíl-
um og vinnuvélum. Oft á sumrin
þegar að við vorum á ferðalagi, þá
brást það ekki að við sáum ein-
hver tæki þar sem handbragð þitt
hafði komið við sögu.
Ég er viss um að foreldrar þín-
ir og systkini sem farin eru hafa
tekið utan um þig þegar þú komst
í Sumarlandið. Nú kveð ég þig í
hinsta sinn, elskan mín, og ég er
viss um að þú ert tekinn til starfa í
Sumarlandinu. Þú gast aldrei
verið verklaus og þó að það hafi
komið dagar þar sem heilsa þín
var með því móti að þú hefðir
kannski frekar átt að vera heima,
fórstu samt í vinnu og kvartaðir
þú aldrei yfir neinu mótlæti sem
þú mættir í gegnum tíðina.
Ég treysti því, ástin mín, að þú
takir á móti mér þegar að þar að
kemur. Þá höldum við áfram
göngu okkar saman.
Hanna Soffía Jónsdóttir.
Elsku pabbi minn, nú ertu
kominn á vit nýrra ævintýra. Ég
er viss um að foreldrar þínir, Þór-
ir bróðir þinn og Eygló systir þín
hafa tekið vel á móti þér. Eins
mikið og ég er viss um að þér líði
vel þar sem þú ert núna, er það
samt ofboðslega sárt að þú sért
ekki lengur hér með okkur. Það
er fyrst núna sem ég virkilega
skil textann við lagið Söknuð sem
Villi Vill söng svo fallega. Þú hélst
einmitt svo mikið upp á þann frá-
bæra söngvara.
Þegar ég lít til baka yfir farinn
veg dettur mér fyrst í hug þetta
textabrot úr lagi með Mugison:
„Þú kenndir mér svo margt“. Eitt
er mér sérstaklega eftirminnilegt
varðandi hugarfar þitt sem þú
reyndir að kenna mér. Birtist það
meðal annars í þessum frasa þín-
um sem þú sagðir mér fyrst þegar
ég var á grunnskólaaldri: „Aldrei
að segja aldrei því að aldrei getur
aldrei verið aldrei“. Á öðru formi
en með sama boðskap voru svo
lífsreglurnar tvær sem þú kennd-
ir mér. Þú sagðir að það væru
bara tvær reglur í lífinu; regla nr.
1: Aldrei gefast upp! og regla nr.
2: Muna eftir reglu nr. 1.
Annað sem ekki er hægt að
minnast ekki á er ást þín á ýmsu
amerísku; svo sem country-mús-
ík, bílategundunum GMC og
Chevrolet ásamt ýmsu sem teng-
ist kúrekamenningunni. Að sumu
leyti fannst mér að þú hefðir ef til
vill fæðst í vitlausu landi, að þú
hefðir í raun átt að fæðast í ein-
hverju kúrekaríkinu í Norður-
Ameríku. Þú hafðir þó sérstak-
lega mikið dálæti á að ferðast um
Ísland og þá einna helst hálendið.
Það var þinn heimavöllur og man
ég hversu vel þér leið alltaf þegar
þú varst kominn upp á fjöllin.
Þær voru nú nokkrar ferðirnar
sem við fórum saman upp á há-
lendið, m.a. yfir Kjöl, Sprengi-
sand, í Veiðivötn, í Herðubreið-
arlindir og Öskju, fjallabaks-
leiðirnar og upp í Kverkfjöll. Þú
þekktir hálendið og fjöllin eins og
handarbakið á þér og kunnir
nöfnin á mörgum fjöllum, sér-
staklega á æskuslóðum þínum ná-
lægt Heklu.
Þú varst líka alveg frábær
kennari þegar kom að því að
kenna manni handtökin og virkni
hluta í bílvélum svo ég nefni
dæmi. Ég byrjaði minn atvinnu-
feril hjá þér og þú kenndir mér
meðal annars rafsuðu. Eitt það
fyrsta sem við gerðum saman á
verkstæðinu var að smíða skipti-
kassagrindurnar sem þú hannað-
ir sjálfur á 10. áratug síðustu ald-
ar. Við smíðuðum þær svo saman
og er ég ákaflega stoltur að hafa
fengið að taka þátt í því með þér.
Þú varst alveg ótrúlegur þegar
kom að viðgerðum og að smíða
eitthvað úr járni. Það var í raun
og veru eins og að þú hefðir eitt-
hvert æðra skilningarvit á því
sviði. Þú byrjaðir náttúrlega
mjög ungur, einungis örfárra ára
gamall, að fara með föður þínum
út í bílskúr og áttir þú eftir að lifa
og hrærast í svoleiðis bransa allt
þitt líf.
Elsku pabbi, nú hefst næsta
vegferð þín. Ég er afskaplega
þakklátur fyrir allt sem þú gerðir
fyrir mig í þessu lífi. Ég óska þér
góðrar ferðar og við sjáumst aft-
ur þegar minn tími kemur.
Meira: mbl.is/andlat
Jón Helgi Sveinbjörnsson.
Það er mér þungbært, elsku
pabbi minn, að vera að kveðja þig
svona allt of snemma úr þessu
jarðlífi okkar. Það er alltaf erfitt
að sjá á eftir góðu fólki og enn erf-
iðara er það þegar í sama einstak-
lingnum fer manns bezti vinur og
félagi ásamt því að vera pabbi
líka. Mér er sagt að ég hafi verið
um eins árs aldurinn þegar ég fór
að fylgja þér í bílskúrinn og byrj-
aði að fylgjast með þér brasa eitt-
hvað. Mér er allavega minnis-
stætt að hafa verið með þér frá
því ég man eftir mér í alls konar
grúski. Lengi vel höfum við verið
vinnufélagar, þá bæði í okkar eig-
in rekstri og einnig þegar við unn-
um hjá Íslenzkum orkurannsókn-
um. Það hefur ekki alltaf lánast
hjá feðgum að vinna saman, en
einhvern veginn gekk það vel hjá
okkur. Auðvitað vorum við ekki
alltaf sammála en gátum alltaf
rætt málin. Þá eru ófáar ferðirnar
sem ég var búinn að fara með þér
þegar þú varst að keyra hjá Ósk-
ari Jónss. & co á Dalvík. Þar sá
maður hversu vel þú unnir land-
inu og hafðir í raun gaman af
ferðalögum. Okkur lánaðist einn-
ig að eiga breytta jeppa og gátum
farið á fjöll, þar sá maður þig eins
og kominn heim. Þetta voru ótrú-
lega góðar ferðir og dýrmætar
minningar sem ég geymi og er
þakklátur fyrir nú þegar þú ert að
fara þína síðustu ferð. Ég hef
einnig dáðst að seiglunni í þér í
gegnum lífið og það sýndi sig
einnig í þessum veikindum sem
þú laust í lægra haldi fyrir núna
þann 14. janúar. Að gefast upp
virtist ekki til í þinni orðabók og á
maður nokkrar minningar úr við-
gerðartúrum þar sem menn voru
með allt í skrúfunni og tómt ves-
en. En að gefast upp var ekki í
boði. Þá er mér einnig minnis-
stætt að hafa verið með á vörubíl
frá Dalvík og suður á Hellu og
fengum við 8 punkteringar á leið-
inni suður, aldrei uppgjöf, aldrei
kvartað og alltaf haldið áfram.
Þessi ferð mun hafa verið eitt-
hvað rétt í kringum 1980 og var
þá allt önnur staða á þjóðvega-
kerfi okkar Íslendinga. Þessi
dugnaður í þér setti auðvitað sinn
svip á þig og einnig varð kannski
minna um að þú sinntir þeim fé-
lagsskap sem var þér svo kær og
þú varst stoltur af að vera þátt-
takandi í, frímúrarareglunni hér
á Akureyri. Það vantaði ekki að
þér þætti vænt um fjölskylduna
þína. Þú varst duglegur að hóa
sem flestum saman og oft var bú-
ið að koma til ykkar í Hraungerði
í grill og fjölskyldustund. Þú hef-
ur einnig alltaf verið bjartsýnn og
alveg ótrúlega þolinmóður. Það
fannst mér skína í gegn árið 2010
er við báðir hættum störfum hjá
Íslenzkum orkurannsóknum
vegna þess verkefnaskorts sem
þá hafði sagt til sín vegna hruns-
ins. Þá byrjaðir þú og lagðir
grunninn að því verkstæði sem þú
starfræktir síðan fram á þinn síð-
asta dag. Þá byrjaðir þú að keyra
um með verkfæratöskur og gera
við, síðan komstu í eigið húsnæði
og við Júlíus ásamt Berglindi og
Eygló komum svo inn í á mismun-
andi tímum. Þú varst ótrúlega
framsýnn og fljótur að tileinka
þér nýja tækni og það verður erf-
itt að venjast því að hafa þig ekki
á staðnum framar. Í lokin vil ég
óska þér góðrar ferðar í sumar-
landið þar sem þið Þórir getið nú
haldið áfram þar sem frá var
horfið.
Sveinbjörn Sveinbjörnsson.
Elsku afi Bjössi.
Fyrsta minningin mín af afa er
þegar ég var lítil og fór ásamt
mömmu og pabba að heimsækja
ömmu og afa á Dalvík. Pabbi hélt
á mér í fanginu og afi tók á móti
okkur í forstofunni þegar við
komum inn. Hann spurði mig
hvað ég væri nú eiginlega með í
eyranu? Ekki neitt, sagði ég, al-
veg viss um að ekkert væri í eyr-
anu mínu. En hann sagðist nú víst
sjá eitthvað þar, og teygði hönd-
ina að eyranu og dró fram smá-
pening. Ég varð ein stór augu, al-
veg steinhissa á því hvernig
honum tókst að galdra peninginn
fram úr eyranu.
Afi var nefnilega göldrum
gæddur. Þeim göldrum gæddur
að geta séð spaugilegu hliðina á
hverju sem er. Að alltaf fylgdi
honum líf og fjör og hjá honum
var aldrei dauð stund.
Afi var mikið fyrir að grínast í
manni. Ég gleymi aldrei hvernig
hann glotti út í annað þegar hann
var að grínast í manni, og hló svo.
Hvernig hann hækkaði í uppá-
haldslögunum sínum og tók dans-
spor. Hvað hann var alltaf glæsi-
lega til fara þegar fólk kom
saman, í skyrtunni sinni og kú-
rekastígvélum. Hvað hárið á hon-
um var alltaf jafn flott og óaðfinn-
anlega greitt.
Elsku afi, það er svo ósann-
gjarnt að hafa þurft að kveðja þig
svona snemma en ég veit að þér
líður betur núna. Ég veit þú fylg-
ist með okkur öllum og heldur
áfram að toga í spotta fyrir okkur
hér og þar. Og jafnvel stríða okk-
ur þegar þér fer að leiðast.
Sjáumst síðar.
Gyða Dröfn
Sveinbjörnsdóttir.
Í dag kveðjum við kæran bróð-
ur og vin. Bjössi ólst upp í stórum
systkinahópi á Lyngási. Hann var
kátur og margt var brallað. Ekki
lét hann sitt eftir liggja þegar um-
ræður snérust um bíla sem voru
strax frá unga aldri hans áhuga-
mál. Snemma fór hann að vera í
bílskúrnum hjá pabba sínum og
þannig lærði hann undirstöðuat-
riðin, síðar kom reynslan, þannig
lærðu þeir allir bræðurnir. Ungur
fór hann að vinna inni á hálendinu
við virkjanaframkvæmdir og alla
tíð heillaðist hann af öræfakyrrð-
inni og að fara í Veiðivötn var full-
komið.
Það fylgdi honum alla tíð að
bílarnir sem hann átti áttu að
vera flottir svo eftir væri tekið.
Bjössi náði sér í Dalvíkurmey,
þau voru flott par. Hanna Soffía
og Bjössi byggðu sér hús á Lyng-
ási og lagði hann metnað í að gera
það eins flott og efni leyfðu.
Á Lyngási eignuðust þau
fyrstu 3 börnin sín og var mikill
samgangur á milli þar sem var
fullt af börnum og öll áttu ömmu
og afa til að hlaupa til.
Eftir að þau fluttust norður
voru málin rædd í símtölum,
stundum ansi löngum.
Nú er komið að kveðjustund,
áfram verður Bjössi í hjörtum
okkar. Við vottum Hönnu og öll-
um afkomendum samúð og biðj-
um Guð að veita þeim styrk.
Bergur og Sighvatur
Sveinbjörnssynir.
Þegar komið er að kveðju-
stund. Elsku bróðir, er við minn-
umst þín nú er okkur efst í huga
þakklæti. Þakklæti og gleði fyrir
allar yndislegu samverustundirn-
ar sem við áttum með ykkur fjöl-
skyldunni. Ætíð þegar við kom-
um við hjá ykkur á fallega
heimilinu ykkar á Dalvík, seinna á
Akureyri, var hóað í alla krakk-
ana og slegið upp veislu og haft
gaman, þið eruð svo yndislega
samhent og skemmtileg fjöl-
skylda. Þá eru minnisstæðar allar
fjallaferðirnar okkar saman, við
þurftum engin kort, þú þekktir
hvert fjall og hverja á, hvar væri
best að fara yfir og hvar væri best
að gista. Ekki má gleyma öllum
símtölunum sem við áttum, bara
til að spjalla eða leita ráða sem
voru alltaf auðfengin.
Þú varst yndislegur bróðir og
góður vinur, þín verður sárt sakn-
að. Sendum elsku Hönnu og fjöl-
skyldunni þinni hlýjar samúðar-
kveðjur. Þar til við hittumst á ný.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson)
Höbbý, Anna og Björn,
Áslaug og Ragnar.
Sveinbjörn
Sveinbjörnsson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður,
„Senda inn minningargrein,“ val-
inn úr felliglugganum. Einnig er
hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda
örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar