Morgunblaðið - 24.01.2020, Qupperneq 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2020
Forvalslistar Íslensku myndlistar-
verðlaunanna 2020 hafa verið gerðir
opinberir. Fjórir listarmenn eru í
forvali til Myndlistarmanns ársins
og þrír eru á lista Hvatningar-
verðlauna ársins. Alls bárust mynd-
listarráði yfir 60 tilnefningar.
Í forvali til Myndlistarmanns árs-
ins eru Anna Guðjónsdóttir fyrir
sýninguna Hluti í stað heildar í
Listasafni Reykjavíkur, Guðjón
Ketilsson fyrir Teikn í Listasafni
Reykjanesbæjar, Hildigunnur
Birgisdóttir fyrir Universal Sugar á
vegum Listasafns ASÍ og Ragnar
Kjartansson fyrir Figures in Lands-
cape í i8 galleríi.
Íslensku myndlistarverðlaunin
verða afhent í Iðnó 19. febrúar næst-
komandi. Verðlaunin eru veitt í nafni
myndlistarráðs og er tilgangur
þeirra að vekja athygli á því sem vel
er gert á sviði myndlistar á Íslandi.
Áhrifamikil og djörf tilraun
Um sýningu Önnu (f. 1958) segir í
umsögn dómnefndar að þar hafi sýn-
ingarrýmið umbreyst í „form-
hreinan sýningarskáp sem gestir
gengu inn í, umvafðir málverkum og
veggteikningum sem spegluðu rým-
ið sjálft og opnuðu líka inn í aðra og
óvænta heima. […] Verkið vakti
spurningar, ekki aðeins um lista-
verkið og virkni þess, heldur um
náttúru og skynjun okkar á henni,
varðveislu og hvað það er sem við
gefum gildi og veitum athygli.“
Sýningin „var áhrifamikil og djörf
tilraun, þar sem sýningarrýmið og
inngrip listamannsins runnu saman í
merkingarheild, þar sem list-
upplifun áhorfanda var virkjuð á
spennandi og óvæntan hátt.“
Áhrifamikil úrvinnsla og viðbót
Sýning Guðjóns (f. 1956), Teikn,
var „samsett úr átta verkum sem
tengdust með markvissri framsetn-
ingu í sýningarrýminu og fjölluðu öll
með einum eða öðrum hætti um
tákn, táknmerkingu og „lestur““.
Guðjón hefur unnið jöfnum hönd-
um að teikningum og þrívíðum verk-
um og á sýningunni „mátti sjá ým-
iskonar þemu og hugmyndir sem
hafa verið áberandi í verkum Guð-
jóns á síðustu árum, sett fram í nýj-
um verkum á einstaklega áhrifarík-
an hátt. Sýningin var rökrétt
framhald af höfundarverki lista-
mannsins en jafnframt áhrifamikil
úrvinnsla og viðbót við það, og vísar
leiðina inní nýja og spennandi merk-
ingarheima.“
Mikilvægar og krefjandi
Hildigunnur (f. 1980) er tilnefnd
fyrir sýningatvennuna Universal
Sugar – 39.900.000 ISK 11.900.000
ISK en sýningarnar voru settar upp
í ólíkum íbúðum í Vestmannaeyjum
og í Garðabæ. „Í tómum íbúðunum
hafði listakonan komið fyrir, eftir
persónulegu kerfi, ýmsum fjölda-
framleiddum hlutum sem virkjuðu
rýmið með áhugaverðum og glettn-
islegum hætti þar sem áhorfandinn
fór um, eins og gestur í leit að íbúð
að kaupa. Og það var markviss
speglun milli innsetninganna, þar
sem listakonan beitti „ómerkilegum
efniviði“ – svo sem pappaglösum,
innkaupapokum, minnismiðum – til
að skapa eftirminnilega tímabundna
listupplifun í íbúðunum […]
Það er mat dómnefndar að í þess-
ari sýningartvennu koma sterk höf-
undareinkenni Hildigunnar greini-
lega fram, og í gegnum léttleikandi
nálgun sína fjalli hún á áhrifaríkan
hátt um mikilvægar og krefjandi
spurningar í samtímanum.“
Nýstárleg listræn nálgun
Ragnar (f. 1976) er tilnefndur fyr-
ir sýninguna Fígúrur í landslagi. Á
sjö skjáum í sýningarsalnum gengu
jafn margar 24 klukkustunda þöglar
frásagnir. Á stórum skjá sem snéri
út að Tryggvagötu gengu verkin síð-
an hvert af öðru, sólarhring eftir sól-
arhring, og mynduðu vikulanga
kvikmyndaða frásögn. Á skjáunum
sáu áhorfendur fígúrur í hvítum
sloppum […] ráfa um manngert
landslag, í alls kyns afslöppuðum
samskiptum eða í íhugun, einn eða
fleiri í senn – stundum var sviðið
mannlaust og máluð leikmyndin sem
vísar til rómantískrar náttúru fékk
að njóta sín sem málverk.“
Fígúrur í landslagi á sér fastan
sýningarstað í læknaháskólanum í
Kaupmannahöfn, þar sem það er
einskonar klukka hússins.
„Verkið sver sig með áhrifaríkum
hætti inn í höfundarverk listamanns-
ins,“ skrifar dómnefnd. „Máluð leik-
myndin minnir á rómantískar leik-
hús- og óperusýningar, með tilvísun
í drauma um ægifegurð, og vís-
indafólkið í sloppunum minnir á
hetjulegar lágmyndir frá fyrri hluta
20. aldar […] En írónían er líka
nærri, á tímum þar sem vísindi og
þekking hafa lyft mannsandanum en
stefna jafnframt hnettinum í glöt-
un.“
Sýningin var að mati dómnefndar
metnaðarfull tilraun með frásagnar-
máta, virkni og merkingu listaverks-
ins. „Í verkinu fæst Ragnar við
spurningar um hversdagsleika
mannlegrar tilveru, samband okkar
við umhverfi okkar og beitir til þess
nýstárlegri listrænni nálgun.“
Fjögur tilnefnd til
Myndlistarverðlaunanna
Anna
Guðjónsdóttir
Hildigunnur Birg-
isdóttir
Guðjón
Ketilsson
Ragnar
Kjartansson
Norræna húsið opnar sýninguna
Land handan hafsins í dag, föstu-
dag, kl. 17 og fagnar um leið endur-
opnun á nýuppgerðum sýningarsal
hússins og nýjum veitingastað,
MATR, sem mun bjóða upp á veit-
ingar fyrir sýningargesti.
Land handan hafsins er sýning á
verkum fimm finnskra myndlistar-
manna sem veita innsýn í hug-
myndir sínar og drauma um betri
heim, eins og því er lýst í tilkynn-
ingu en sýningastjóri er Juha-
Heikki Tihinen. Listamennirnir
fimm eru Erik Creutziger, Marjo
Levlin, Carl Sebastian Lindberg,
Susanna Majuri og Pauliina
Turakka Purhonen. Sýningarrýmið
verður opnað kl. 17.15 og mun Sab-
ina Westerholm, forstjóri Norræna
hússins, bjóða gesti velkomna og
Ann-Sofie Stude, sendiherra Finn-
lands á Íslandi, flytur ávarp. Kl. 18
mun svo sýningarstjórinn kynna
sýninguna og finnska listakonan
Ilona Valkonen flytur anarkískan
blómagjörning.
Fimm finnskir sýna
Börn Hluti verks eftir Susönnu
Majuri sem er ein sýnenda.
Sara Oskarsson opnar málverka-
sýninguna Ljósaskipti í dag kl. 17
að Laugavegi 74. Ferill Söru spann-
ar 18 ár og hefur hún haldið fjölda
einkasýninga og fengið umfjöllun í
erlendum miðlum, m.a. enska dag-
blaðinu Telegraph og sjónvarps-
stöðinni Arte í Frakkalandi. Einnig
hafa listaverkasafnarar víða um
heim keypt verk eftir hana, að því
er fram kemur í tilkynningu.
Opnar Ljósaskipti
Kraftmikið Hluti verks eftir Oskarsson.
Þrír myndlistar-
menn eru í for-
vali til Hvatn-
ingarverðlauna
ársins, en verk
þeirra vöktu sér-
staka athygli val-
nefndarinnar.
Það eru þau
Claire Paugam,
Emma Heiðars-
dóttir og Sigurður Ámundason.
Claire (f. 1991) lauk meist-
aranámi við LHÍ árið 2016 og hefur
verið virk í myndlistarumhverfinu
bæði á Íslandi og Frakklandi. Hún
fæst við myndlist og önnur fjöl-
breytt verkefni á sviði sýningar-
stjórnunar, sviðshönnunar og gerð-
ar tónlistarmyndbanda, ljóða og
textaverka. Valnefnd segir hana
vinna með persónulega fagurfræði
og hafa „skýra og áhugaverða list-
ræna sýn“.
Emma (f. 1990) fæst við „rými
listaverksins og fyrirfram gefnar
hugmyndir um virkni þess. Í verk-
um sínum endurskilgreinir hún og
brýtur upp list-
upplifun áhof-
enda, og spyr
með því áleitinna
spurninga“. Sýn-
ing hennar í D-
sal Hafnarhúss-
ins vakti verð-
skuldaða athygli,
fyrir „sterka og
ögrandi heild þar
sem bæði verk og sýningarrými
voru sett í óvænta samhengi“.
Hjá Sigurði (f. 1986) bar hæst á
árinu „sýninguna Endur-endurreisn
í gallerí Kling og Bang þar sem
hann sýndi teikningar, vídeó og þrí-
víð verk sem
einnig voru hlut-
ar af gjörningi
…Verk Sigurðar
eru í senn gáska-
full og tregafull.
Þau búa yfir ögr-
andi fagurfræði
og sveiflast á
milli fantasíu og
raunveruleika“.
Claire, Emma og Sigurður hvött til dáða
Claire Paugam Emma Heiðarsdóttir
Sigurður Ámundason
Shakespeare verður ástfanginn (stóra sviðið)
Lau 25/1 kl. 19:30 ALLRA
SÍÐASTA SÝNING
Hrífandi og skemmtileg stórsýning fyrir áhorfendur á öllum aldri
Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) (Kassinn)
Lau 25/1 kl. 19:30 ALLRA
SÍÐASTA SÝNING
Ágengt og tragíkómískt nýtt íslenskt verk sem spyr stórra spurninga
Atómstöðin (Stóra Sviðið)
Fös 24/1 kl. 19:30 síðustu
sýningar
Nýtt og framsækið leikverk byggt á skáldsögu Nóbelskáldsins Halldórs Laxness
Engillinn (Kassinn)
Sun 26/1 kl. 19:30 9. sýn Lau 1/2 kl. 19:30 10. sýn Fös 7/2 kl. 19:30 11. sýn
Leiksýning byggð á textum og myndlist eftir Þorvald Þorsteinsson
Meistarinn og Margarita (Stóra Sviðið)
Sun 26/1 kl. 19:30 8. sýn Lau 1/2 kl. 19:30 9. sýn Lau 8/2 kl. 19:30 10. sýn
Hnyttin háðsádeila, gædd myrkum töfrum
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Fim 27/2 kl. 19:30 29. sýn Sun 1/3 kl. 19:30 30. sýn
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Þitt eigið leikrit II (Kúlan)
Fös 14/2 kl. 18:00 Frums Lau 22/2 kl. 15:00 4.sýn Lau 7/3 kl. 15:00 8. sýn
Lau 15/2 kl. 15:00 2.sýn Sun 23/2 kl. 15:00 5.sýn Sun 8/3 kl. 15:00 9. sýn
Sun 16/2 kl. 15:00 3.sýn Lau 29/2 kl. 15:00 6. sýn
Fös 21/2 kl. 18:00 auka Sun 1/3 kl. 15:00 7. sýn
Hvert myndir þú fara? Þú mátt velja núna!
Dansandi Ljóð - Leikhúslistakonur 50+ (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 24/1 kl. 20:00 Sun 26/1 kl. 16:00
Kynngikraftur kvenna birtist í leiklist, ljóðum og tónlist
Konur og krínólín - Leikhúslistakonur 50+
(Þjóðleikhúskjallarinn)
Lau 15/2 kl. 16:00 Lau 22/2 kl. 16:00
Sun 16/2 kl. 16:00 Sun 23/2 kl. 16:00
Tískugjörningur sem allir hafa beðið eftir! Fegurð, fræðsla og fjör.
Útsending (Stóra Sviðið)
Fös 21/2 kl. 19:30 Frums Fös 28/2 kl. 19:30 3.sýn Lau 7/3 kl. 19:30 5.sýn
Lau 22/2 kl. 19:30 2. sýn Lau 29/2 kl. 19:30 4.sýn
Magnað verk um átök innan fjölmiðlaheimsins og vald fjölmiðlanna
Skarfur (Kúlan)
Fös 20/3 kl. 19:30 Frums Lau 21/3 kl. 19:30 2. sýn
Í heimi þar sem illskan nærist á náttúrunni er ekki pláss fyrir ófleyga fugla.
Bara góðar (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 30/1 kl. 20:00
Sprenghlægilegt uppistand!
Heimsókn í Herdísarvík (Þjóðleikhúskjallarinn)
Þri 28/1 kl. 19:30
Leiklestur
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
BORGARLEIKHÚSIÐ
Sex í sveit (Stóra sviðið)
Fös 24/1 kl. 20:00 41. s Lau 1/2 kl. 20:00 45. s Lau 15/2 kl. 20:00 49. s
Lau 25/1 kl. 20:00 42. s Fös 7/2 kl. 20:00 46. s Mið 19/2 kl. 20:00 50. s
Sun 26/1 kl. 20:00 43. s Lau 8/2 kl. 20:00 47. s Fös 21/2 kl. 20:00 51. s
Fös 31/1 kl. 20:00 44. s Fös 14/2 kl. 20:00 48. s Lau 22/2 kl. 20:00 52. s
Sýningum lýkur í mars.
Vanja frændi (Stóra sviðið)
Fim 30/1 kl. 20:00 8. s Sun 9/2 kl. 20:00 11. s Sun 23/2 kl. 20:00 14. s
Sun 2/2 kl. 20:00 9. s Sun 16/2 kl. 20:00 12. s
Fim 6/2 kl. 20:00 10. s Fim 20/2 kl. 20:00 13. s
Er líf okkar andlegt frjálst fall?
Helgi Þór rofnar (Nýja sviðið)
Fös 24/1 kl. 20:00 3. s Fös 31/1 kl. 20:00 6. s Fös 7/2 kl. 20:00 9. s
Lau 25/1 kl. 20:00 4. s Lau 1/2 kl. 20:00 7. s Lau 15/2 kl. 20:00 10. s
Sun 26/1 kl. 20:00 5. s Sun 2/2 kl. 20:00 8. s
Lífið getur verið svo niðurdrepandi!
Um tímann og vatnið (Stóra sviðið)
Mán 27/4 kl. 20:00 7. s
Kvöldstund með listamanni.
Kæra Jelena (Litla sviðið)
Sun 26/1 kl. 17:00 32. s Fim 30/1 kl. 20:00 34. s Lau 1/2 kl. 17:00 Lokas.
Allra síðustu sýningar!
Skjáskot (Nýja sviðið)
Þri 11/2 kl. 20:00 4. s Fim 27/2 kl. 20:00 5. s
Kvöldstund með listamanni.
Club Romantica (Nýja sviðið)
Mið 12/2 kl. 20:00 21. s Fös 14/2 kl. 20:00 22. s Fös 21/2 kl. 20:00 23. s
Allra síðustu sýningar.
Gosi (Litla sviðið)
Sun 23/2 kl. 13:00 Frums. Sun 22/3 kl. 13:00 9. s Sun 19/4 kl. 15:00 17. s
Sun 23/2 kl. 15:00 2. s Sun 22/3 kl. 15:00 10. s Fim 23/4 kl. 13:00 18. s
Sun 1/3 kl. 13:00 3. s Sun 29/3 kl. 13:00 11. s Lau 25/4 kl. 13:00 19. s
Sun 1/3 kl. 15:00 4. s Sun 29/3 kl. 15:00 12. s Sun 26/4 kl. 13:00 20. s
Sun 8/3 kl. 13:00 5. s Sun 5/4 kl. 13:00 13. s Sun 26/4 kl. 15:00 21. s
Sun 8/3 kl. 15:00 6. s Sun 5/4 kl. 15:00 14. s Lau 2/5 kl. 13:00 22. s
Sun 15/3 kl. 13:00 7. s Lau 18/4 kl. 13:00 15. s Sun 3/5 kl. 13:00 23. s
Sun 15/3 kl. 15:00 8. s Sun 19/4 kl. 13:00 16. s Sun 3/5 kl. 15:00 24. s
Eitt ástsælasta ævintýri allra tíma
Er ég mamma mín? (Nýja sviðið)
Sun 9/2 kl. 20:00 Frums. Sun 23/2 kl. 20:00 4. s Sun 8/3 kl. 20:00 8. s
Fim 13/2 kl. 20:00 2. s Sun 1/3 kl. 20:00 6. s Fim 12/3 kl. 20:00 9. s
Sun 16/2 kl. 20:00 3. s Fim 5/3 kl. 20:00 7. s
Tvær sögur ■ eða alltaf sama sagan?
Kynntu þér matseðil Leikhúsbarsins á
borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is