Morgunblaðið - 24.01.2020, Qupperneq 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2020
✝ Helgi Braga-son fæddist í
Bolungarvík 21.
desember 1957.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 10. jan-
úar 2020.
Foreldrar: Bragi
Helgason, 1933-
2015, vélstjóri, og
Þorbjörg Maggý
Jónasdóttir, hús-
móðir, f. 1937. Systkini: A)
Brynjar Bragason, f. 1955,
kvæntur Önnu Þorbjörgu Ing-
ólfsdóttur, f. 1957. Þau eiga
þrjú börn. B) Sigríður Jóna
Bragadóttir, f. 1956.
Helgi kvæntist Ásdísi Gúst-
avsdóttur, f. 1961, þann 11. jan-
úar 1986. Foreldrar Ásdísar:
Gústav Adolf Bergmann, 1933-
1997, og Þuríður Svava
Ásbjörnsdóttir, 1933-1996. Börn
Helga og Ásdísar eru: 1) Sigríð-
ur Maggý, f. 1984, og 2) Bragi,
f. 1990. Eiginkona Braga er Na-
talia Pitala, f. 1996. Þeirra son-
ur er a) Helgi, f.
2019. Sonur Braga
er b) Natan, f.
2012. Dóttir Ásdíar
og fósturdóttir
Helga er 3) Svava
Ingþórsdóttir, f.
1978. Sambýlis-
maður Svövu er
Þorsteinn Konráð
Ólafsson, f. 1975.
Sonur Helga er 4)
Þórhallur, f. 1979.
Eiginkona Þórhalls er Guðlaug
Erla Ágústsdóttir, f. 1979. Dæt-
ur þeirra eru a) Kristrún Ósk,
f. 1999, og b) Rannveig Sif, f.
2002.
Helgi hóf ungur að vinna í
frystihúsinu í Bolungarvík. Eft-
ir að hann tók meirapróf vann
hann á vinnuvélum hjá Ingvari
Ásmundssyni og keyrði olíubíl
fyrir Skeljung. Einnig vann
hann um árabil í Vélsmiðjunni
Mjölni í Bolungarvík.
Útför Helga fer fram frá
Hólskirkju í Bolungarvík í dag,
24. janúar 2020, klukkan 14.
Sofðu vinur vært og rótt
verndi þig Drottinn góður.
Dreymi þig vel á dimmri nótt
dýrð þíns Jesú bróður.
(Þorkell G. Sigurbjörnsson.)
Elsku eiginmaður minn, hvíl í
friði. Þín
Ásdís Gústavsdóttir.
Elsku pabbi. Þín er sárt sakn-
að. Okkur finnst þú vera með
okkur og það er gott að finna
það. Alltaf varstu að hjálpa fólki
og komst stundum heim með fisk
eða annan varning eftir að hafa
verið að gera öðrum greiða. Þú
varst alltaf svo léttur og hress.
Pabbi var mikill matmaður.
Honum þótti gaman að elda og
gerði mikið úr litlu. Þegar við
spurðum hvað væri í matinn
sagði hann alltaf eitthvað öfugt
við það sem var. Ef við hringdum
í hann þegar hann var að keyra á
milli Bolungarvíkur og Reykja-
víkur og spurðum hvar hann
væri þá sagðist hann kannski
vera í Borgarnesi en var svo yf-
irleitt kominn lengra. Þetta var
hans húmor.
Hann vann alltaf rosalega
mikið. Eitt skiptið spurði Sigga
Maggý hvort hún mætti fara
með honum í eina ferðina hans
með vörubíl til Reykjavíkur. Hún
sagði að sig langaði til að kynn-
ast honum betur, fannst að hún
næði ekki sambandi við hann því
hann var svo lítið heima. Þannig
að þau fóru af stað og rétt áður
en þau komu til Reykjavíkur
segir pabbi: „Bíddu, ætluðum við
ekki að kynnast betur, Sigga
mín.“ Sigga leit á pabba og svar-
aði: „Jú pabbi, en ég vissi ekki
hvað ég ætti að segja.“ Þetta
fannst okkur fyndið og var svo-
lítið grín hjá okkur í gegnum ár-
in. Seinna kynntumst við honum
betur. Hann hafði alltaf svo mik-
ið að segja og hafði alltaf
ákveðnar skoðanir á öllu.
Nú ertu kominn í sumarland-
ið, hvíl í friði elsku pabbi.
Mér tregt er um orð til að þakka þér,
hvað þú hefur alla tíð verið mér.
Í munann fram myndir streyma.
Hver einasta minning er björt og
blíð,
og bros þitt mun fylgja mér alla tíð,
unz hittumst við aftur heima.
Ó, elsku pabbi, ég enn þá er
aðeins barn, sem vill fylgja þér.
Þú heldur í höndina mína.
Til starfanna gekkstu með glaðri
lund,
þú gleymdir ei skyldunum eina
stund,
að annast um ástvini þína.
Þú farinn ert þangað á undan inn.
Á eftir komum við, pabbi minn.
Það huggar á harmastundum.
Þótt hjörtun titri af trega og þrá,
við trúum, að þig við hittum þá
í alsælu á grónum grundum.
Þú þreyttur varst orðinn og þrekið
smátt,
um þrautir og baráttu ræddir fátt
og kveiðst ekki komandi degi.
(Hugrún)
Þín börn,
Sigríður Maggý,
Bragi og Svana.
Núna þegar ég kveð þig, kæri
bróðir, hrannast upp góðar
minningar úr æsku þegar ég
kom heimsókn til pabba. Þá lék-
um við okkur saman og stundum
fékk Sigga systir að vera með.
En af því að við ólumst ekki upp
saman þá hittumst við ekki oft
en rákumst stundum hvor á ann-
an úti á götu í Bolungarvík og
oftar þó á skólagöngunum. Þú
varst litli bróðir og leist mikið
upp til mín sem mér féll auðvitað
vel en seinna fannst mér að ég
hefði getað gefið mig meira að
þér. Í minningunni varst þú allt-
af glaðvær og hlýr þrátt fyrir að
ég viti að þú varðst stundum fyr-
ir aðkasti og stríðni á þessum ár-
um.
Það dró úr samskiptum okkar
þegar ég flutti í burtu en við náð-
um að bæta aðeins úr því á
sumrin þegar ég kom heim. En
svo fórst þú líka að spá í lífið og
stóra ástin þín hún Ásdís kom
vestur og þið áttuð þá bæði von á
barni en ekki saman og Svava og
Þórhallur bættust inn í ykkar
heim. Ekki leið á löngu þar til
Sigga og Bragi bættust við svo
þið höfðuð nóg að gera.
Helgi undi hag sínum vel inn-
an fjallahringsins sem umlykur
Bolungarvík. Hann byrjaði ung-
ur að vinna á lyftara í íshúsinu
hjá EG en tók síðar meirapróf og
fór að stjórna stærri vinnuvélum
og keyra olíubíl. Skemmtilegast
fannst Helga að keyra olíubílinn
en pabbi okkar hafði einnig gert
það um tíma sem ungur maður
og nú hefur Bragi sonur Helga
tekið við keflinu og ekur olíubíl
fyrir Skeljung. Helgi var varkár
og einstaklega laginn við stjórn-
un véla og við akstur. Hann um-
gekkst marga í störfum sínum og
kom sér alls staðar vel. Margar
sögur sagði hann mér frá krefj-
andi verkefnum við erfiðar að-
stæður sem oft skapast í mis-
jöfnum veðrum á Vestfjörðum.
Síðast starfaði hann fyrir vél-
smiðjuna Mjölni í Bolungarvík.
Þegar Helgi greindist með
krabba á alvarlegu stigi fyrir
átta árum þá leist okkur ekki á
blikuna en hann fór strax í lyfja-
meðferð og náði þokkalegri
heilsu og gat haldið áfram að
vinna. Dagarnir voru þó misgóð-
ir og mikið átak að halda út með-
ferðina og þær aukaverkanir
sem fylgdu. En vinnan gaf hon-
um mikið og ég vil þakka þeim
Tungubræðrum í Mjölni fyrir að
hafa reynst Helga einstaklega
vel. Síðustu tvö árin voru erfið
og hann hætti að geta stundað
vinnu.
Elsku Helgi, ég er þakklátur
fyrir að hafa fengið að fylgja þér
á lokasprettinum á Landspítal-
anum þar sem þú áttir nokkra
góða daga þótt smám saman
drægi af þér og öllum væri ljóst
hvert stefndi, einnig þér. Við
gátum heimsótt Gústa frænda á
milli hátíðanna, það var góð
stund sem við Gústi geymum í
hjartanu.
Þú náðir líka að vera heima
með Siggu og Svövu um áramót-
in. Heimsókn okkar Helga Birgis
til þín á nýársdag og kvöldstund-
in með „Gunnu á móti“, þar sem
þið gerðuð að gamni ykkar og
rifjuðuð upp gamlar góðar
stundir úr Blokkinni, var okkur
öllum ómetanleg.
Við Anna vottum Ásdísi,
Svövu, Siggu Maggý, Braga,
Þórhalli og fjölskyldum þeirra og
einnig Maggý og Siggu okkar
innilegustu samúð. Guð geymi
ykkur öll.
Brynjar (Binni) bróðir.
Helgi Bragason
✝ Ingibjörg RakelBragadóttir
fæddist í Hvera-
gerði 16. ágúst
1959. Hún lést á
Sjúkrahúsinu í Ála-
borg í Danmörku
28. desember 2019
eftir stutt veikindi.
Foreldrar hennar
voru Lilian Agneta
Mörk húsmóðir, f. í
Þórshöfn í Fær-
eyjum 25. maí 1926, d. 13. maí
2013, og Bragi Rafn Guðmunds-
son bifreiðarstjóri, f. 24. janúar
1928, d. 7. ágúst 2003. Ingibjörg
var sjötta í röð sinna systkina, en
börn þeirra Lilian og Braga eru
sjö: 1) Valdimar, búsettur á Sel-
fossi, f. 31.8. 1948, kvæntur Haf-
Lars Rokkjær, hún á þrjú börn og
2 barnabörn. 6) Ingibjörg Rakel,
búsett í Reykjavík, f. 16.8. 1959.
7) Ari Mörk, búsettur í Reykjavík,
f. 1.5. 1961, kvæntur Lísu Braga-
son og eiga þau eitt barn.
Seinni maður Lilian var Sæ-
mundur Guðlaugsson, f. 4. júní
1933, d. 18. janúar 2015, saman
eiga þau Ingva Þór sem er bú-
settur í Skotlandi, f. 3. 8. 1963,
kvæntur Julie Sæmundsson.
Ingvi á 2 börn og eitt barnabarn.
Ingibjörg Rakel ólst upp í
Reykjavík frá 6 ára aldri og bjó
þar alla ævi, fyrir utan 14 ár sem
fjölskyldan bjó í Danmörku. Var
allt danskt henni einkar hug-
leikið og auðvitað talaði hún
reiprennandi dönsku.
Útför Ingibjargar Rakelar var
gerð frá kapellu Sjúkrahússins í
Álaborg 3. janúar 2020 en minn-
ingarathöfn hennar fer fram í
Fossvogskapellu í dag, 24. janúar
2020, klukkan 13 og í framhaldi
af því verður duftker hennar lagt
í jörð í Sóllandi.
dísi Marvinsdóttur
og eiga þau fjóra
syni og sjö barna-
börn. 2) Jóhannes
Hörður, búsettur í
Englandi, f. 6.1.
1950, kvæntur El-
ísabeth Bragason,
hann á fimm börn
og sjö barnabörn. 3)
Jóhanna Sig-
urbjörg, búsett í
Colarado Springs
USA, f. 6.8. 1953, gift Joseph
Mondragon, hún á þrjú börn og
fjögur barnabörn. 4) Jón Sverrir,
búsettur í Reykjavík, f. 24.5.
1955, kvæntur Ragnheiði Viðars-
dóttur, hann á þrjú börn og tvö
barnabörn. 5) Ester Sunrid, bú-
sett í Danmörk, f. 17.11. 1957, gift
Þegar Ingibjörg Rakel fæddist
varð hún fyrir heilaskaða sem hún
glímdi við allar götur síðan.
Henni var vart hugað líf og fékk
því svokallaða skemmri skírn og
læknar sögðu að þetta litla stúlku-
barn myndi varla lifa lengi, ekki
ná 10 ára aldri. En það reyndist
vera töggur í stelpunni litlu, sem
alltaf var kölluð Baddý, og þegar
hún kvaddi í lok desember sl. hafði
hún náð 60 ára aldri. Hafði einmitt
haldið upp á tímamótin í ágúst sl.
með veglegri veislu þar sem hún
bauð ættingjum og vinum að
gleðjast með sér. Varð það eftir-
minnileg og fjölmenn samveru-
stund.
Baddý ólst upp í stórum hópi
systkina og vina þar sem öllum
þótti vænt um hana og hún bar
mikið traust til sinna nánustu og
var alltaf í góðu sambandi við fólk-
ið sitt.
Eftir að internetið og Facebook
komu til sögunnar fylgdist hún vel
með og vissi nánast allt um sitt
fólk. Ef maður ætlaði að segja
henni fréttir af ættingjunum svar-
aði Baddý stuttaralega, „já, já, ég
veit þetta allt“. Baddý var ótrú-
lega dugleg að ferðast og mörg hin
síðari ár dvaldist hún hjá Ester
systur sinni í Danmörku í sum-
arfríum og yfir jól og áramót og
það var einmitt í slíkri heimsókn
sem hún veiktist, milli jóla og ný-
árs, og lést svo á Sjúkrahúsinu í
Álaborg laugardaginn 28. desem-
ber.
Við Hafdís og fjölskylda okkar
þökkum Baddý fyrir samfylgdina.
Valdemar Bragason.
Elsku Baddý, það er sárt til
þess að hugsa að þú sért farin.
Alltaf varst þú brosandi þegar ég
sá þig og ég get í sannleika sagt að
þú varst uppáhalds KR-ingurinn
minn.
Það gladdi mig snemma í sum-
ar þegar þú hringdir og baðst um
aðstoð við sextugsafmælið þitt.
Mér fannst þú vera full tímanlega
í þessu öllu en þú hafðir áhyggjur
af því hversu gleyminn ég er.
Mér varð það einhvern tímann
á að segja þér að ég hefði skallað
of marga bolta í gegnum tíðina og
tapað minninu. Þú varst dugleg að
skjóta því að mér.
Þú varst mikið á ferðinni og
margoft hitti ég þig á förnum vegi
en sjaldan á sama stað, það lýsir
kannski dugnaðinum í þér.
Ég á eftir að sakna húmorsins,
stríðninnar og meinlausari mann-
eskju er ekki hægt að finna. Ég
kveð þig með söknuði, elsku
frænka, en minningarnar lifa og
þú verður örugglega í besta sæt-
inu þegar Liverpool tekur á móti
titlinum í vor.
Það verður vel tekið á móti þér,
bið að heilsa ömmu og afa.
Þinn frændi,
Ómar.
Ingibjörg Rakel
Bragadóttir
✝ Reynir Karls-son fæddist á
Hvammstanga 8.
mars 1929. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Hrafnistu
í Hafnarfirði 15.
janúar 2020 eftir
stutta dvöl þar.
Reynir var sonur
hjónanna Önnu Sig-
ríðar Agnarsdóttur,
f. 10.1. 1907, d. 7.11.
1987, og Karls Ingvars Halldórs-
sonar, f. 8.6. 1904, d. 13.2. 1963.
Þau skildu þegar Reynir var ung-
ur og fór þá Reynir í stutt fóstur
hjá bróður föður síns, Gústaf
Adólf Halldórssyni, og eiginkonu
hans, Jakobínu Bergsveins-
dóttur. Ári síðar flytur móðir
Reynis með hann til Borgarness
þar sem hún giftist Magnúsi Jón-
assyni.
Reynir átti eitt alsystkin sem
var hún Valgerður Karlsdóttir, f.
9.9. 1927, d. 1.1. 1928. Samfeðra
systkin eru Guðlaug Karlsdóttir,
f. 25.1. 1941, d. 2.7. 2016, og Guð-
björn Sævar, f. 18.8. 1944. Sam-
mæðra systkin eru Ingibjörg
Ásta Magnúsdóttir, f. 20.12.
1934, og Skjöldur Magnússon, f.
29.2. 1936.
1931, d. 7.9. 2014. Eiginkona
hans er Sigríður Jóhanna Tyrf-
ingsdóttir, f. 3.10. 1947. Saman
eiga þau Tyrfing Þór, Ástu og
Kolbrúnu.
Barnabarnabörnin eru 23 og
barnabarnabarnabörn 3.
Reynir bjó sín uppvaxtarár í
Borgarnesi hjá móðir sinni Önnu
og stjúpföður Magnúsi Jón-
assyni. Hann lauk gagnfræða-
prófi á Akureyri og fluttist þá
aftur í Borgarnes. Þar starfaði
hann sín fyrstu ár hjá Magnúsi
sem rak og átti Bifreiðastöð
Borgarness. Reynir spilaði í
Danshljómsveit Borgarness frá
1945-1952 eða þar til hann hóf
störf hjá Eimskipum og starfaði
þá á fossunum. Hann starfaði síð-
ar hjá Landsímanum sem leiddi
til þess að hann kynntist Slökkvi-
liðinu í Keflavík þar sem hann
starfaði frá 1965 til 1972. Hann
starfaði svo á Borgarspítalanum
frá 1976 þar til hann varð 67 ára.
Samhliða störfum sínum var
hann einnig ökukennari.
Reynir og Svala bjuggu flest
sín ár á Melabrautinni á Seltjarn-
arnesinu eða frá 1969 þar til þau
flytja saman á Skólabautina.
Reynir var þar virkur í fé-
lagsmálum og starfaði lengi í
húsfélaginu sem formaður.
Útför Reynis fer fram frá Sel-
tjarnarneskirkju í dag, 24. jan-
úar 2020, klukkan 15.
Eiginkona Reynis
er Svala Krist-
insdóttir en þau
giftust í Reykjavík
22.1. 1954 í Laug-
arneskirkju. For-
eldrar Svölu voru
Ágústa Sigríður
Kristófersdóttir, f.
17.11. 1908, d. 6.7.
1998, og Guð-
mundur Kristinn
Magnússon, f. 2.11.
1895, d. 15.8. 1956.
Börn Reynis og Svölu eru: 1)
Ragnheiður Björk Reynisdóttir,
f. 8.6. 1954, eiginmaður hennar
er Björgvin Halldórsson og sam-
an eiga þau Svölu Karítas og Odd
Hrafn, 2) Anna Reynisdóttir, f.
2.2. 1956, eiginmaður hennar er
Sturla Óskar Bragason. Saman
eiga þau Braga Kristófer en fyrir
átti Anna Reyni Garðar, Selmu
og Stefaníu. 3) Kristinn Reyn-
isson, f. 17.1. 1958. Börn hans eru
Svala, Ásgeir, Hafliði, Davíð og
Óli. 4) Karl Reynisson, f. 10.10.
1959, eiginkona Anna Þorsteins-
dóttir, saman eiga þau Pétur og
Eyjólf.
Fyrir átti Reynir Magnús
Reynisson, f. 30.12. 1947, móðir
Ásta Hauksdóttir Sigurz, f. 21.9.
Í dag kveðjum við tengdaföður
minn, Reyni Karlsson, f. 1929. Ég
á eftir að sakna þess að ræða við
hann um stangveiði og tónlist. Það
eru ógleymanlegar veiðisögurnar
hans. Reynir var mjög músíkalsk-
ur og hallaðist mikið að djassinum.
Hann var töffari og lék á
trommur í Danshljómsveit Borg-
arness sem ungur maður. Uppá-
haldstónlistarfólk hans var snill-
ingar eins og Ella Fitzgerald,
Louis Armstrong, Benny Good-
man og fleiri.
Það var gaman að hlusta á tón-
list með honum og sjá hann ljóma
upp þegar hann heyrði lögin sem
voru honum kær.
Við eigum eftir að sakna hans
mikið. Við í fjölskyldunni sendum
faðmlög og ást til konu hans og
tengdamóður minnar Svölu Krist-
insdóttur.
Ég trúi því af hverjum dropa regn sem
féll sé vaxin rós. Ég trúi því að dýpst í
hinni dimmu nótt sé lítið ljós. Ég trúi því
að hverjum þeim sem villtur fór
sé vísað fram á rétta leið
Ég trúi því. Já. Ég trúi því.
Ég trúi því að gegnum storminn hljómi
skært
hver minnsta bæn.
Að einhvers staðar finnist sá sem
heyrir allt.
Er grætur nýfætt barn, er grænka lauf á
tré.
Er birtir til ég veit á ný.
Vegna hvers. Ég trúi því.
Er grætur nýfætt barn er grænka lauf á
tré
Er birtir til ég veit á ný.
Vegna hvers. Ég trúi því.
(Á. Níelsson)
Björgvin Halldórsson
og fjölskyldur.
Reynir Karlsson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
MAGNÚS HEIÐAR SIGURJÓNSSON,
Gilstúni 26, Sauðárkróki,
lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á
Sauðárkróki þriðjudaginn 21. janúar.
Útför verður frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 31. janúar
klukkan 14. Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vilja
minnast Magnúsar er bent á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á
Sauðárkróki.
Guðbrandur Magnússon Arndís Steinþórsdóttir
Heiðdís Lilja Magnúsdóttir Rúnar Már Smárason
Sigurjón Magnússon Guðrún Bjarney Leifsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SIGURÐUR KRISTINSSON
lést laugardaginn 18. janúar á hjúkrunar-
heimilinu Sóltúni.
Útförin auglýst síðar.
Pétur Hrafn Sigurðsson Sigrún Jónsdóttir
Guðmundur R. Sig. Kemp Gróa María Einarsdóttir
Sigurður Hrafn Pétursson Svanhvít Sigurðardóttir
Arnar Pétursson Jóna Þórey Pétursdóttir
og barnabarnabörn