Morgunblaðið - 24.01.2020, Síða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2020
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
Laugavegi 178, 105 Reykjavík
sími 551 3366. Opið virka daga
kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14
Misty
Tahoo maxi bómullarbuxur
Stærðir S-3XL. Verð 1.790,-
Eco Qi bómullarbuxur
Stærðir M-XXL - Verð 1.790,-
Comforta bómullarbuxur
Stærðir M - 4XL - 1.790,-
Sava
Stærðir M-XXL Verð 2.650,-
Húsviðhald
Tek að mér
ýmiskonar
húsaviðhald og fl.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Smá- og raðauglýsingar
Atvinnuauglýsingar
Rennismiður óskast
Fjölbreytt og skemmtileg störf í góðu
umhverfi fyrir menn með sjálfstæða
hugsun og metnað til að gera vel.
Nánari upplýsingar gefa Magnús eða Daníel
í síma 587 9960 eða fyrirspurnir á
velvik@velvik.is
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9.30-12.30, nóg pláss. Nýtt nám-
skeið, Zumba Gold 60+ kl. 10.30. Hreyfisalurinn er opinn milli kl. 9.30-
11.30, líkamsræktartæki, lóð og teygjur. BINGÓ kl. 13.30, spjaldið kost-
ar 250 krónur, veglegir vinningar. Kaffi kl. 14.30-15. Nánari upplýsing-
ar í síma 411-2702. Allir velkomnir.
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinandi kl. 9-16.
Morgunsagan kl. 11. Göngubretti, æfingarhjól með leiðbeinanda kl.
12.30. Línudans kl. 13.30. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-
17. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-
15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. S. 535-2700.
Boðinn Hugvekja presta kl. 14.30. Línudans kl. 15.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Slökun með Rás1
kl. 9.45. Morgunkaffi kl. 10-10.30. Heimsókn frá Stakkaborg kl. 10.15.
Opið kaffihús kl. 14.30-15.15.
Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi í setustofu.
Dalbraut 27 Messa og messukaffi í parketsal og bókastofu.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qigong kl. 7-8. Við hringboðið
kl. 8.50. Komdu að púsla kl. 9-16. Thai chi kl. 9. Botsía kl. 10.15-11.20.
Hádegismatur kl. 11.30. Myndlistarnámskeið kl. 12.30-15.30. Hæðar-
garðsbíó kl. 13. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari uppl. í s. 411-2790.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Morgunleikfimi kl. 9.45. Botsía kl. 10.
Föstudagshópurinn hittist kl. 10. Handaband kl. 13. Frjáls spilamenn-
ska kl. 13-16.30. Bingó kl. 13.30. Hádegismatur frá kl. 11.30-12.30 og
vöfflukaffi kl. 14.30-15.30. Nánari upplýsingar í síma 411-9450. Verið
öll hjartanlega velkomin.
Garðabær Dansleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Gönguhópur frá Jónshúsi
kl. 10. Félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13. Smiðjan Kirkjuhvoli opin kl.
14–17, allir velkomnir.
Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Prjónakaffi kl. 10-
12. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.20. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30.
Leikfimi Maríu kl. 10.30-11.15. Bókband með leiðbeinanda kl. 13-16.
Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir.
Grensáskirkja Á fimmtudögum kl. 18.15-18.45 er boðið upp á
núvitundarhugleiðslu í kapellu Grensáskirkju. Þetta eru kyrrlátar og
endurnærandi stundir sem öllum er velkomið að sækja. Gengið er inn
í horninu hægra megin og síðan inn ganginn.
Grænamörk 5 Kl. 10 ringo og ganga i Íþróttahúsi Vallaskóla, kl. 12
brids, kl. 13 perlusaumur
Gullsmári Handavinna kl. 9. Leikfimi kl. 10. Ljósmyndaklúbbur og
bingó kl. 13.
Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9–12. Útskurður og tálgun kl. 9-12. Botsía kl. 10-
11. Hádegismatur kl. 11.30. Bingó kl. 13.15. Kaffi kl. 14.30.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Brids í handavinnustofu 13. Bíómyndin La Bamba
sýnd kl. 13.15.
Korpúlfar Sundleikfimi kl. 9 í Grafarvogssundlaug, ganga kl. 10 frá
Borgum og inni í Egilshöll. Brids kl. 12.30 í Borgum og hannyrða-
hópur Korpúfla kl. 12.30 í Borgum og tréútskurður á Korpúlfsstöðum í
umsjón Davíðs kl. 13. Föstudagsvöfflukaffi í Borgum kl. 14.30-15.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja kl.
9-12, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, bingó kl. 13.30. Upp-
lýsingar í síma 4112760.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Leikfimi í salnum á
Skólabraut með Evu kl. 11. Syngjum saman í salnum á Skólabraut kl.
13. Spilað í króknum kl. 13.30. Brids í Eiðismýri kl. 13.30. Nk. þriðju-
dag 28. janúar kl. 12.30 verður þorragleði í kirkjunni. Skráningarblöð
liggja frammi í kirkjunni, Skólabraut og í Eiðismýri. Allir velkomnir.
Verð 3.000 kr.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–14. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Framhaldssaga eða
bíó kl. 13. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Stangarhylur 4 ÍSLENDINGASÖGUR, námskeið um Eyrbyggjasögu
kl. 13, umsjón Baldur Hafstað. Dansleikur Stangarhyl 4, sunnudags-
kvöld 26. janúar kl. 20. Hljómsveit hússins. Mætum öll og njótum.
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
✝ Vilhelm Ein-arsson fæddist
á heimili sínu, Hofs-
vallagötu 17, 7. maí
1950. Hann lést 23.
desember 2019.
Vilhelm var son-
ur Vilhelmínu
Kristínar Þórdísar
Sumarliðadóttur
frá Ísafirði, f. 27.
október 1910, d. 23.
nóvember 2001, og
Einars Thorberg Guðmunds-
sonar úr Reykjavík, f. 15. febr-
úar 1910, d. 12. júní 1978.
Vilhelm giftist 20. apríl 1974
Margréti I. Hafsteinsdóttur, f. 5.
júlí 1954. Hún var dóttir Haf-
30. október 1984, leikari, búsett-
ur í Kópavogi, í sambúð með
Gyðu Kristjánsdóttur, f. 22.
ágúst 1989, ráðgjafa. Þau eiga
tvær dætur, Elísu Margréti, d. 3.
apríl 2016, og Líf. Hlíf S. Vil-
helmsdóttir, f. 24. október 1984,
lyfjafræðingur, gift Pétri Guð-
manni Guðmannssyni, f. 27. nóv-
ember 1979, réttarlækni. Þau
eiga saman börnin Álfgrím
Davíð, Ídu, Evu og Ruth.
Vilhelm byrjaði að vinna fyrir
sér hjá Vífilfelli meðal annars
við að dreifa vörum fyrirtækis-
ins. Síðar starfaði hann hjá Kol-
sýruhleðslunni og svo hjá
Gagnaeyðingu til ársins 1995 en
þá veiktist hann alvarlega og
þurfti að hætta vinnu. Hann
barðist við veikindi sín alveg til
síðasta dags.
Útför Vilhelms fór fram í
kyrrþey að ósk hins látna í
Fella- og Hólakirkju 8. janúar
2020.
steins B. Ólafssonar
og Hlíf Sigríðar
Sigurjónsdóttur.
Vilhelm ólst upp
á Hagamel 45 og
var yngstur sjö
systkina en þau eru
Bára, Erna, Reynir,
Konný, Hrönn og
Guðmundur. Mar-
grét bjó með þeim í
stuttan tíma áður
en þau byrjuðu að
búa. Þau bjuggu í Breiðholti
lengst af eða þangað til Vilhelm
fór á Hjúkrunarheimilið Selja-
hlíð og Margrét flutti í Kópavog.
Börn Vilhelms og Margrétar
eru: Hafsteinn Vilhelmsson, f.
Elsku pabbi minn.
Þið mamma ferðuðust alla
leið til Srí Lanka til þess eins
að gerast foreldrar okkar Hlíf-
ar. Þið sögðuð alltaf að það
hefði verið það besta sem hefði
komið fyrir ykkur að fá okkur
tvö, en það sem þið kannski
vissuð ekki var að þetta var það
langbesta sem gat komið fyrir
mig. Þið mamma sýnduð okkur
skilyrðislausa ást og var aldrei
neinn vafi á því að þið væruð
foreldrar okkar.
Þú varst hetjan mín frá
fyrsta degi, þú gast allt og ekk-
ert gat hent mig meðan þú
varst hjá mér. Þegar ég var lít-
ill fannst mér ekkert skemmti-
legra en að fá að hanga með
þér.
Ég man eftir þeim skiptum
sem þú komst og náðir í mig á
kókbílnum í leikskólann og
leyfðir mér að fara með þér í
vinnuna, allar jeppa- og veiði-
ferðirnar sem við fórum í, þegar
þú tókst mig með þér að skoða
slökkvitæki í skipum þegar þú
vannst hjá Kolsýruhleðslunni,
þegar þú varst að flytja fyrir
hina og þessa fékk ég stundum
að fara með, hanga með þér á
verkstæðinu sem þú leigðir með
vinum þínum. Ég var aldrei
byrði á þér, þú gafst mér alltaf
hlutverk og lést mér líða eins
og ég skipti miklu máli í þess-
um leiðöngrum okkar. Þegar ég
yrði stór ætlaði ég að verða eins
og þú, skemmtilegur, fyndinn,
góður vinur, kókbílstjóri, eiga
jeppa og vera duglegur að
hjálpa vinum mínum og vera
besti pabbi í heiminum.
30. september árið 1995 gerð-
ist eitthvað sem ég hélt að gæti
aldrei komið fyrir þig. Þú
varðst veikur, alvarlega veikur
sem breytti lífi þínu og okkar til
muna. Þú misstir ekki bara sjón
heldur líka frelsið sem þú elsk-
aðir svo heitt. Margir berjast
við veikindi sín en þú varst
fljótur að læra að lifa með þeim,
maður heyrði þig aldrei kvarta.
Ég man þegar ég fékk meira-
prófið og ég tók þig með mér út
á land að dreifa mjólkurvörum.
Þú varst svo stoltur og minnti
augnaráð þitt og bros mig á
sjálfan mig þegar ég sat í far-
þegasætinu og horfði á þig
keyra vörubíl þegar ég var lítill.
Við gátum alltaf talað saman
um bíla og það var gaman að
bjóða þér í mat, sérstaklega eft-
irrétti því þú elskaðir þá. Þú
hafðir alltaf áhuga á því sem ég
var að gera þó að þú myndir
ekki alltaf hvað það var. Þú
spurðir alltaf hvernig stelpurn-
ar mínar hefðu það og endaðir
öll símtöl á að spyrja mig um
bílinn og hvort það væri ekki
allt í lagi með hann.
Þið mamma eruð mínar
stærstu fyrirmyndir. Þið kennd-
uð mér á lífið, og hvernig maður
á að takast á við það af já-
kvæðni og nota hvert tækifæri
til að brosa og hlgja. En fyrst
og fremst kenndir þú mér að
vera góður pabbi og reyni ég að
gera mitt allra besta í að vera
eins líkur þér og ég get í þeim
málum.
Takk fyrir allar stundirnar
sem við áttum saman, takk fyrir
allt sem þú kenndir mér, takk
fyrir að elska mig af öllu hjarta
og takk fyrir að vilja vera pabbi
minn. Sjáumst þegar minn tími
kemur. Elska þig alltaf.
Þinn sonur,
Hafsteinn.
Villi okkar.
Við vorum svo heppin að fá
að umgangast þig svo mikið
þegar við bræðurnir vorum
guttar. Þú varst eins og stóri
bróðir okkar en svo varstu líka
auðvitað litli bróðir hennar
mömmu. Það var alltaf mikil til-
hlökkun þegar mamma sagði
okkur að Villi frændi væri að
koma í heimsókn. Það þýddi að
það yrði mikið hlegið og oftast
var Villi í aðalhlutverki að segja
sögur og gera mest grín að
sjálfum sér. Þvílík gæfa að eiga
þessar minningar úr æsku.
Minningarnar eru svo marg-
ar og skemmtilegar. Þú varst
hrókur alls fagnaðar. Þegar þú
varst með okkur þá var alltaf
gaman.
Þegar við fjölskyldan lítum
til baka, þá eruð þið Magga allt-
af með okkur. Það er af svo
mörgu að taka, Krummahólar,
Flórída, spilakvöldin, Þjórsár-
dalur, sumarbústaðir, Holtsbúð-
in, veiðiferðir, gönguferðir að
ógleymdu kók-bíla rúntinum.
Við bræðurnir slógumst um að
fá að fara með þér á kók-rúnt-
inn. Þegar þú komst keyrandi á
kók-bílnum í Kaupfélagið í
Garðabæ, þá vorum við bræður
stoltir og sögðum öllum að
þetta væri sko hann Villi frændi
okkar. Þetta var toppurinn.
Villi, þú varst alltaf til staðar
fyrir okkur og gafst okkur alltaf
– allan þinn tíma og meira en
svo.
Það var mikil gleði þegar þið
Magga eignuðust Hlíf og Haf-
stein, sem eru eins og þið for-
eldrarnir alveg einstakar mann-
eskjur.
Það er svo margt sem hægt
er að segja um þig elsku Villi.
Það væri eiginlega hægt að
semja gott Rolling Stones lag,
svona okkar sérútgáfa um Mick
Jagger Íslands.
Minningarnar eru svo sterk-
ar og skýrar og vara að eilífu.
Traust, vinátta, gleði og hlátur
er það sem einkenndi okkar
samband. Þú ert okkar alltaf.
Okkar vinur. Vinur allra.
Elsku Magga, Hafsteinn og
Hlíf og aðrir aðstandendur.
Innilegar samúðarkveðjur til
ykkar allra.
Hvíl þú í friði, Guð blessi þig.
Hrönn Einarsdóttir,
Sigfús, Birgir, Eyþór,
Sigurhjörtur og
fjölskyldur.
Vilhelm
Einarsson
Keikur stendur karlinn sá
og kíkir út um gluggann.
Ef til vill einn mann má
sjá
ef ekki siglir um þar
duggan.
Nú stendur hann ekki lengur
við eldhúsgluggann og veifar.
Það var gott að veifa á móti. Man
ekki hvenær ég hitti Geira fyrst
en ef það var 3. maí 1960 þegar
komið var með mig til Hríseyjar í
fyrsta sinn þá er ég viss um að
hann var á bryggjunni tilbúinn að
bera mig og annað dót út í Lamb-
haga. En ef til vill var hann á sjó,
erfi það ekki við hann. Hann var
alltaf með okkur krakkana í fang-
inu eða á öxlunum, ekki síst í snjó
og ófærð.
Já, hann var sterkur hann
Geiri enda sjómaður frá ferm-
ingu sem ekkert beit á, það var
vosbúð að vera sjómaður þegar
hann byrjaði. Man varla eftir
honum með húfu enda tók hann
lýsi daglega og vildi helst fisk í öll
Sigurgeir Stefán
Júlíusson
✝ Sigurgeir Stef-án Júlíusson
fæddist 24. apríl
1929. Hann lést 4.
janúar 2020. Útför
Sigurgeirs fór fram
18. janúar 2020.
mál. Fór sjaldan til
læknis, hóstaði
ekki.
Vinátta okkar
Geira var fölskva-
laus og efldist bara
með árunum, hann
var aldrei öðrum
æðri og var mér
sem annar faðir.
Stundum
hringdi hann og
sagði: hvar ert þú,
á ekkert að fara að líta við? Og
eftir að Elsa okkar fór þá sátum
við oft við eldhúsborðið og hann
rifjaði upp gamla tíma fyrir mig.
Ég hefði átt að taka betur eftir
öllum þeim fróðleik um fólk, sjó-
sókn og fleira, en hugsaði sem
svo hann segir mér þetta bara
aftur. En svo sátum við líka bara
og þögðum.
En þar kom að því að hann
varð að játa sig sigraðan á því að
búa einn á Norðurveginum og fór
á Dalbæ. Held hann hafi ekki ætl-
að að vera þar lengi, bara svona
eins og einn túr.
Hitti hann síðast hinn 30. des.
sl. þar, rétt áður, eða hinn 27.,
hringdi hann og söng fyrir mig.
Hafðu þökk fyrir allt og allt,
elsku Geiri okkar, bið að heilsa
Elsu.
Narfi Björgvinsson.