Morgunblaðið - 24.01.2020, Side 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2020
✝ Pálína Páls-dóttir fæddist
15. september 1927
á Eyrarbakka. Hún
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 28. des-
ember 2019. For-
eldrar hennar voru
Guðbjörg Elín
Þórðardóttir, f. 4.
des. 1896, d. 1983,
og Páll Guðmunds-
son, vélstjóri og sjó-
maður f. 26. sept. 1895, d. 1927.
Systkini Pálínu voru Guð-
mundur Gunnar, f. 1919, d.
1997, Þórður Jón, f. 1921, d.
2008, Ingileif Sigríður, f. 1923,
d. 1924, Halldór Guðjón, f. 1924,
d. 2014, Sigurður, f. 1925, d.
1981, og Páll Erlingur, f. 1926,
d. 1973.
Árið 1949 giftist Pálína Braga
Salómonssyni, f. 28. des. 1924, d.
2006. Foreldrar hans voru Þor-
valdína Elín Þorleifsdóttir og
Salómon Bárðarson.
Pálína og Bragi bjuggu í
Reynihvammi í Kópavogi frá
árinu 1954. Börn þeirra eru: 1)
Sólrún, f. 26. júní 1950, maki
Sigurður Friðriksson, f. 1949.
Börn þeirra eru a) Þórhildur, f.
1969, maki Magnús Þór Róberts-
son, f. 1969, þeirra dætur eru
er a) Ragnar Eysteinsson, f.
1973, maki Ingveldur Thor-
arensen, f. 1958, barn þeirra er
Brynhildur. Börn Ingveldar eru
Ingi Þór Stefánsson, Sóley Stef-
ánsdóttir, maki Héðinn Finns-
son, dóttir þeirra er Úlfhildur,
og Eiríkur Stefánsson. b) Elva
Dögg, f. 1980, maki Jón Þór Ein-
arsson, f. 1979. Börn þeirra eru
Gabríel Ingi, Ragnheiður María
og Rannveig Ása. c) Guðjón, f.
1984, maki Silvía Sif Birgis-
dóttir Johnsen, f. 1989. Börn
þeirra eru Daníel Atli, Adam
Einir og Júlía Lind. d) Ásgerður,
f. 1984, maki Steingrímur Orri
Steingrímsson, f. 1984. 4) Þor-
valdur, f. 25. maí 1965, maki Na-
relle Jenifer, f. 1977. Dóttir
þeirra er Viktoria Rose, f. 2002.
Pálína sinnti heimili á meðan
börnin voru ung, en vann síðar
við saumaskap hjá Björk Há-
konardóttur, við fiskvinnslu í
Barðanum og við bakstur í
Múlakaffi.
Pálína var virk í starfi Kven-
félags Kópavogs og söng um
árabil með Ömmunum. Þau
Bragi voru mjög virk í starfi fé-
lags eldri borgara í Kópavogi.
Pálína bjó í nokkur ár í
Hamraborg 18, en var á Hrafn-
istu í Hafnarfirði síðustu æviár-
in.
Útför Pálínu verður gerð frá
Digraneskirkju í dag, 24. janúar
2020, klukkan 11.
Eva Lind, Sara Líf
og María Björg. b)
Bragi Páll, f. 1971,
maki Helga Ágústa
Eggertsdóttir, f.
1981. Dætur þeirra
eru Edda Rós, Sól-
rún Lilja og Katla
Rún. Fyrir á Bragi
Sigurð Sævar og
Róbertu Sól, dóttir
hennar er Bríet
Lea. c) Sigursteinn,
f. 1975, maki Heiða Kristín
Harðardóttir, f. 1980. Synir
þeirra eru Hörður Alexander og
Kristófer Valur. d) Sigrún, f.
1980, maki Yngvi Jón Rafnsson,
f. 1978. Dætur þeirra eru Emilía
Sól og Freyja Máney. 2) Árni, f.
15. júlí 1953, maki Anna Vilborg
Einarsdóttir, f. 1954. Börn
þeirra eru a) Ólöf Sara, f. 1977,
maki Páll Ísólfur Ólason, f. 1977.
Börn þeirra eru Helena Eva,
Arnaldur Árni og Úlfur Ari. b)
Eva María, f. 1985, maki Trausti
Stefánsson, f. 1985. Dætur
þeirra eru Saga Ísold og Hrafn-
tinna. c) Einar Bragi, f. 1989,
maki Jóhanna Sigurðardóttir, f.
1992. Dóttir þeirra er Anna
Kristín. 3) Guðbjörg, f. 1. desem-
ber 1954, maki Kristján Guð-
mundsson, f. 1956. Barn hennar
Ef ég mætti bara velja eitt
orð um ömmu Pálínu þá er það
hjartahlý. Hún var yndisleg
manneskja sem gaf svo mikið af
sér til okkar barnanna. Það var
alltaf tími fyrir leik hvort sem
það var úti eða inni, vetur eða
sumar. Fjöldamargar góðar
minningar koma upp í hugann
þegar ég hugsa um ömmu mína.
Hún kom og sótti mig eftir
skóla nokkrum sinnum í viku
þegar ég var í 1. bekk. Við ým-
ist gengum eða tókum strætó
yfir í Reynihvamminn og biðum
þess að afi kæmi heim úr vinnu.
Stundum stoppuðum við á leið-
inni í bakaríi eða á hamborg-
arastað og ég held að ást mín á
góðum hamborgara hafi byrjað
þá. Þegar heim var komið átt-
um við notalega stund við spil
eða að leggja kapal og stundum
horfðum við saman á Tomma og
Jenna. Amma var líka alltaf til í
að fíflast með okkur krökkun-
um, fara í feluleik, dansa eða
leika búktal með bangsa. Amma
Pálína var mikil myndarkona,
en hún kenndi mér ýmiskonar
handavinnu, að prjóna trefla á
dúkkurnar, hekla og hnýta
macrame. Á aðventunni föndr-
uðum við jólaskraut og það var
alltaf jafnspennandi þegar
amma tók fram og skreytti litla
jólatréð með bjöllunum. Á
sumrin vorum við mikið úti,
tíndum rifs- og sólber í garð-
inum og amma leyfði mér að
vera með að sjóða sultu. Amma
var líka mikill sælkeri, það var
alltaf til kandís, kökur eða
pönnukökur og við krakkarnir
sátum saman við eldhúsborðið
og gæddum okkur á kræsing-
unum. Amma hélt uppteknum
hætti þegar ég kom í heimsókn
með mín börn frá útlöndum.
Hún tók á móti þeim opnum
örmum og var fljót að vinna
þau á sitt band með glensi og
gamni. Það var alltaf gott að
koma til ömmu og afa og ég
minnist þeirra með gleði í
hjarta.
Ólöf Sara Árnadóttir
og fjölskylda.
Elsku amma Palla.
Nú þegar við stöndum
frammi fyrir því að kveðja þig í
hinsta sinn er svo margs að
minnast. Amma sem alltaf tók á
móti barnabörnunum með opn-
um faðmi tilbúin að leika,
sprella og spjalla. Það var alltaf
hægt að treysta á að fá jóla-
kökubita og mjólkursopa í eld-
húsinu hjá ömmu á Reyni-
hvamminum og við systkinin
vorum svo heppin að njóta
þeirra forréttinda að fá að alast
upp, Ragnar á tímabili í sama
húsi, og svo við hin yngri í
næsta húsi við þig og afa öll
þessi ár í Kópavoginum. Þú
varst svo mögnuð kona elsku
amma með svo ótal marga hæfi-
leika og yndislega kosti. Það
var ósjaldan sem maður kom til
þín þegar vinkonur þínar voru
mættar til að fá permanent í
hárið inni í eldhúsinu og þú sast
sjaldan auðum höndum, það var
fátt sem þú ekki gast gert. Ef
þú varst ekki að sauma eða
baka varstu eitthvað annað að
bardúsa.
Við erum svo þakklát fyrir að
eiga allar góðu minningarnar
með þér, hvort sem það var úti
í garðinum á Reynihvammi að
hnoðast með okkur í snjónum
og sýna okkur grýlukertin sem
héngu á húsinu eða þegar stof-
unni var snúið á hvolf og settar
upp tjaldbúðir undir borðstofu-
borðinu. Svo varstu alltaf til í
að spila við okkur og lána okk-
ur matskeiðar og majónesdollur
til að fara með út á róló og
moka í sandinum því það voru
ekki til skóflur og fötur.
Minningarnar eru ótal marg-
ar og fallegar. Við munum líka
eftir grillveislunum í garðinum
á sumrin, þá var tjaldinu hent
upp í garðinum fyrir okkur
krakkana. Og það var ekki bara
fólkið þitt sem naut góð-
mennsku þinnar heldur líka
dýrin. Þú varst alla tíð svo mik-
ill dýravinur og það voru ófáir
kettirnir sem settust að heima
hjá þér og skriðu inn um eld-
húsgluggann til að fá mjólk-
ursopa og matarbita eða litlu
smáfuglarnir sem alltaf gátu
stólað á brauðmola í garðinum
hjá þér og ef þeir voru of gráð-
ugir á berin svo stóð í þeim
varst þú hlaupin út til að bjarga
þeim.
Elsku amma, söknuðurinn er
mikill en á sama tíma erum við
þakklát fyrir að nú eruð þið afi
loksins saman á ný og njótið í
sumarlandinu. Þú munt ávallt
lifa í hjörtum okkar og minning
þín lifir með okkur. Hvíldu í
friði elsku besta amma.
Þín barnabörn
Ragnar, Elva Dögg,
Guðjón og Ásgerður.
Alltaf var gott að koma til
ömmu og afa á Reynihvamminn
en sérstaklega var gaman að
koma þangað á aðfangadag. Við
systkinin fórum á hverjum jól-
um þegar við vorum lítil með
pabba í jólapakkaleiðangur í
Kópavoginn. Þar var alltaf tek-
ið vel á móti okkur og gaman
að sjá jólin hjá þeim og svo var
auðvitað ýmislegt góðgæti í
boði sem okkur fannst nú ekki
slæmt.
Í minningunni var alltaf gott
veður á Reynihvamminum á
sumrin og spennandi að hlaupa
upp fyrir hús og sækja sér rifs-
ber og sólber. Afi sat í stólnum
sínum og hlustaði á útvarpið og
alltaf var stutt í neftóbakshorn-
ið hans. Amma var alltaf að
sprella eitthvað og fann upp á
ýmsu eins og brúðukarli sem
hún saumaði og dansaði svo við
og að ógleymdum apanum sem
hún hengdi um hálsinn á sér og
lét hann svo tala við okkur.
Við elstu frændurnir fengum
stundum að gista saman hjá
Pálínu ömmu og Braga afa á
Reynihvamminum þegar við
vorum litlir og þá var sko stjan-
að við okkur. Hún bauð yfirleitt
upp á eitthvað sem hún hafði
búið til sjálf eins og sultur og
heimabakaðar kökur. Við sátum
á eldhúsbekknum og röðuðum í
okkur veitingunum eins og okk-
ur væri borgað fyrir það.
Amma hitaði þá stundum í potti
heitt kakó sem við fengum að
dýfa brauði með smjöri ofan í.
Þetta þótti okkur ekkert smá
gott og var gleypugangurinn
mikill.
Í eitt skiptið endaði þetta
með mikilli magapínu því amma
dekraði við okkur og lagaði allt-
af meira og meira kakó þegar
við kláruðum úr pottinum.
Pálína amma hefur alltaf ver-
ið fastur hluti af lífinu hjá okk-
ur afkomendunum og nú þegar
komið er að kveðjustund þá er
ekki aðeins verið að kveðja
hana heldur heila kynslóð því
hún er sú síðasta af sínum
systkinum sem kveður. Pálína
amma sem var á sínu 93. ald-
ursári átti langa og góða ævi og
marga afkomendur sem núna
kveðja hana, en allir eiga þeir
einhverjar kærar minningar um
ömmu sem lifa áfram.
Takk fyrir allt, elsku amma,
sem þú varst mér og mínum og
ég veit að Bragi afi tekur vel á
móti þér.
Bragi Páll.
Elsku besta amma mín er
loksins komin til hans afa þar
sem þau geta loksins farið að
gera eitthvað saman. Þegar ég
hugsa til þín, amma mín, dettur
mér fyrst í hug sandkaka,
marmarakaka og brúnkaka í
eldhúsinu á Reynihvamminum.
Að sitja á bekknum í eldhúsinu
með kakó sem þú bjóst til og
borða kökur, ég á bekknum þú
á móti mér og afi við hornið.
Þegar ég var stelpa fór ég
reglulega með rútunni úr Sand-
gerði til þín og afa á Reyni-
hvamminum til að vera hjá ykk-
ur yfir helgi. Það var alltaf
sama rútínan þegar ég var hjá
ykkur, þá fórum við í sund á
laugardagsmorgnum eins og
þið voruð vön að gera. Þegar ég
var að gista hjá ykkur voru
teknar pullurnar úr stofusófan-
um og svaf ég þar og aldrei
neitt vesen, að hitta svo lang-
ömmu sem bjó hjá ykkur var
alltaf bónus. Að fara bak við
hús og komast í grænmetis-
garðinn og borða næpur og tína
rifsber af trjánum og blómkál-
ið, umm það var dásamlegt.
Amma mín var mikil sauma-
kona og einstaklega skemmti-
leg kona en ósjaldan var hún
hlæjandi og að tala fyrir tus-
kuapann sem ófá barnabörn
hafa leikið sér með. Það er mér
enn í fersku minni þegar Maggi
minn hitti þig fyrst, þá varstu
búin að sauma dúkku við buxur
sem þú svo klæddir þig í og
settir upp hatt og dansaðir með
dúkkuna um stofuna.
Stelpurnar mínar fengu því
miður ekki að þekkja þig eins
og ég þekkti þig og síðasta
skipti sem ég kom með þær til
þín var mjög erfitt að hugsa til
þess hversu frábær og
skemmtileg kona þú varst.
Það er erfitt að horfa upp á
einhvern hverfa í þennan öm-
urlega sjúkdóm sem þú varst
með síðustu árin. Ég ætla að
minnast þín eins og þú varst,
einstaklega lífsglöð að njóta
lífsins í útlöndum með afa og sú
sem ég hringdi í ef ég þurfti að
fá ráðningu á draumum sem
mig dreymdi og ekki síst ömmu
minnar sem sagði mér að meta
fólk ekki eftir útlitinu heldur
því sem kæmi að innan. Elsku
amma, ég bið að heilsa afa og
viltu segja honum að það sé allt
gott að frétta frá Vopnafirði.
Þórhildur.
Pálína Pálsdóttir
Kær samstarfs-
kona er látin.
Mundu kynntist
ég í gegnum vinn-
una okkar. Hún var á HVE í
Ólafsvík og ég á HVE á Akranesi.
Við höfðum mikil samskipti, töl-
uðum oft saman í síma en ekki
síst hittumst við á starfsmanna-
fundum okkar. Fyrst hitti ég
Mundu einmitt á slíkum fundi.
Hún var skemmtileg og hress og
hafði ýmislegt til málanna að
leggja og lá ekki á skoðunum sín-
um.
Hún hafði óbilandi áhuga á
starfinu, sem hún vildi inna vel af
hendi. Við bárum oft saman bæk-
ur okkar. Hún heimsótti okkur á
Guðmunda Þuríður
Wíum Hansdóttir
✝ GuðmundaÞuríður Wíum
Hansdóttir fæddist
28. júlí 1949. Hún
lést 2. janúar 2020.
Útför Guðmundu
fór fram 10. janúar
2020.
Skaganum þegar
hún átti leið um og
einnig nú þegar hún
átti í veikindunum
og lá inni á sjúkra-
húsinu, þá kíkti hún
niður til okkar. Og
okkur þótti virki-
lega gaman að fá
hana í heimsókn.
Hún bar fádæma
umhyggju fyrir
stöðinni sinni og
með því síðasta sem hún talaði
um við mig var að hún ætti eftir
að ganga betur frá nokkrum mál-
um áður en hún hætti að vinna.
Við áttum síðast tal saman síðla
dags á Þorláksmessu.
Mundu er nú saknað í okkar
starfsmannahópi.
Við sendum fjölskyldunni
hennar allri innilegar samúðar-
kveðjur. Minning um góða konu
lifir.
F.h. heilbrigðisgagnafræðinga
á Akranesi,
Þuríður Þórðardóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
HELGI BRAGASON,
Miðstræti 18, Bolungarvík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
föstudaginn 10. janúar.
Útför hans fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík föstudaginn
24. janúar klukkan 14.
Ásdís Gústavsdóttir
Svava Ingþórsdóttir Þorsteinn Konráð Ólafsson
Sigríður Maggý Helgadóttir
Bragi Helgason Natalia Pitala
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÁSTA FINNBOGADÓTTIR
frá Vallartúni Vestmannaeyjum,
Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði,
lést laugardaginn 11. janúar á Hrafnistu
Hafnarfirði. Hún verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju
mánudaginn 27. janúar klukkan 13.
Lilja Björgvinsdóttir Þórhallur Óskarsson
Gunnar Björgvinsson Birna Blöndal
Elva Björk Gísladóttir Einar Helgi Jónsson
Helena Sif Gísladóttir Jón Ragnar Magnússon
ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN VALMUNDSSON
húsasmíðameistari og brúarsmiður,
Austurvegi 4, Vík í Mýrdal,
lést sunnudaginn 19. janúar á
hjúkrunarheimilinu Hjallatúni í Vík í Mýrdal.
Útför Jóns fer fram frá Víkurkirkju laugardaginn 1. febrúar
klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
hjúkrunarheimilið Hjallatún.
Steinunn Pálsdóttir
Steinunn Jónsdóttir Ingólfur Hjörleifsson
Guðrún B. Jónsdóttir Sigurbjörn Hjaltason
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
HELGA GUÐBRANDSDÓTTIR
Lissa,
Hlaðhömrum 1, Mosfellsbæ,
lést mánudaginn 13. janúar.
Útförin fer fram frá Lágafellskirkju í dag, föstudaginn 24. janúar,
klukkan 13.
Matthildur Löve
Þóra Löve Ómar Másson
Mimi Collins Chet Collins
Helga Nina Aas Ásgrímur Helgason
barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma okkar, systir og mágkona,
KOLBRÚN JÓNSDÓTTIR
frá Reykholti,
lést á líknardeild Landspítalans í faðmi
fjölskyldunnar miðvikudaginn 22. janúar.
Haraldur Gunnarsson
Steinþóra Jónsdóttir Valgeir Einarsson Mäntylä
Þórir Jónsson Hulda Olgeirsdóttir
Þorvaldur Jónsson Ólöf Guðmundsdóttir
Eiríkur Jónsson Björg Bjarnadóttir
og barnabörn