Morgunblaðið - 24.01.2020, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 24.01.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2020 Bretadrottning hef-ur staðfest lög um úrsögn ríkisins úr ESB. Leiðin þangað var tor- sótt og jafnvel talin ófær með öllu, þótt vilji þjóðarinnar lægi fyrir. Fimmtaherdeildin gerði allt sem hún mátti til að eyðileggja niðurstöðu þjóð- aratkvæðisins.    Kjörtímabil Macrons, forsetaFrakklands, er hálfnað. Hann stendur í slag við almenning sem að frönskum hætti heldur út á strætin. Utan frá séð virðast tillögur forset- ans vera eðlilegar eigi samkeppn- isstaða Frakklands að ganga upp. En forsetanum hefur ekki tekist að sannfæra sitt fólk. Hrokalegir til- burðir hans í upphafi forsetaferils- ins hjálpuðu ekki. Þótt hann hafi reynt að breyta um stíl situr fyrri hegðun í fólkinu. Nú segir Macron að varnarbandalagið NATO sé „heiladautt!“ Í þriðja stærsta ríki ESB, Ítalíu, hefur leiðtogi rík- isstjórnarinnar gefist upp og staðan er henni því erfið eins og rætt er um í leiðara blaðsins. Uppnám er í stjórnmálum í Þýskalandi. Dagar kanslarans í embætti eru í raun tald- ir, en Merkel dregur að færa þá nið- urstöðu til bókar. Kanslarinn er á leið í heimsókn til Tyrklands. Tyrkir ræða opinberlega um það skömmu fyrir komu gestsins að ESB hafi alls ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Tyrklandi, sem heldur milljónum flóttamanna innan gaddavírsgirðinga að ósk ESB, sem lofaði að greiða Tyrklandi milljarða evra fyrir vikið. Við það hefur ekki verið staðið, segir Erdogan. Á Spáni hefur veik ríkisstjórn á vinstrikanti tekið við eftir röð kosninga og fyrstu skref hennar lofa ekki góðu.    Óskaplega hljóta Elísabet II. ogBoris Johnson og landar þeirra að vera ánægð að mikilvægasta áfanga útgöngunnar sé náð og brátt megi byrja að moka reglugerða- fargani í ruslafötuna í þúsundatali öllum til upplyftingar. Loksins, loksins STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Eitt íslenskt kolmunnaskip, Hoffell SU frá Fáskrúðsfirði, var í gær að veiðum á gráa svæðinu suður af færeyskri lögsögu. Hin íslensku skipin eru hætt veiðum í bili en frá áramótum hefur lítið næði gefist til veiða vegna veðurs á þessu erfiða hafsvæði. Það er algengt að dragi úr afla á þessum slóðum er líður á janúar og kolmunninn fari þá inn í breska lögsögu. Um tíu daga af febrúar er von um afla vestur af írskri lög- sögu. Skip Brims hf., Venus og Vík- ingur, lönduðu á Vopnafirði í vik- unni og voru skipin með rúmlega 900 tonn og 740 tonn. Þau héldu til veiða í byrjun janúar og náðu að- eins að kasta þrívegis þar til haldið var heim á leið í byrjun vikunnar. Skipin þurftu á þessum tíma að leita til hafna í Færeyjum vegna veðurs. Óveður nánast allan tímann Á heimasíðu Síldarvinnslunnar kemur fram að Beitir NK og Börk- ur NK komu heim á þriðjudags- kvöld eftir að hafa verið við Fær- eyjar í tvær vikur. Beitir var með 280 tonn og Börkur með 350, en þau lönduðu bæði einu sinni í Fær- eyjum. Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti, segir í samtali við heimasíð- una að lítið hafi verið hægt að veiða vegna veðurs og reyndar hafi lítið veiðst þegar gaf. „Það var óveður nánast allan tím- ann og skipin hafa mest legið í höfn eða í vari. Við höfum legið mest í Þórshöfn og Runavík en lönduðum einu sinni í Fuglafirði. Fiskurinn er að ganga suður eftir og við sáum ekki mikinn fisk þann stutta tíma sem við gátum verið að,“ segir Sturla meðal annars. aij@mbl.is. Aðeins Hoffellið enn á kolmunna  Lítið næði hefur gefist til veiða Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Vertíð Hoffell SU SU-80 á loðnu- veiðum fyrir fjórum árum. Ólafur Erlingur Ólafsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kassa- gerðar Reykjavíkur ehf. Hann hefur til þessa gegnt starfi innkaupastjóra hjá fyrirtækinu. Hann tekur við nýju starfi af Kristjáni Geir Gunnarssyni sem leitt hefur félagið gegnum end- urskipulagningu undanfarin ár. Kristján Geir tekur nú sæti í stjórn félagsins. „Kassagerðin er spennandi félag sem hefur mikil tækifæri til að láta að sér kveða á næstu misserum í gegn- um öflugt starfsfólk og samstarfs- aðila og hlakka ég til að takast á við næstu skref,“ segir Ólafur Erlingur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Kristján Geir segir af sama til- efni að í kjölfar mikillar endur- skipulagningar sé fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við harða samkeppni á um- búðamarkaðnum. „Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem ég hef fengið að koma að rekstri félagsins og veit að Kassagerðin er í góðum höndum hjá Ólafi.“ Ólafur Erlingur tekur við Kassagerðinni Ólafur Erlingur Ólafsson Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra hefur ákveðið að setja Fann- eyju Rós Þorsteinsdóttur hæsta- réttarlögmann í embætti ríkislögmanns tímabundið til þriggja mánaða. Fanney Rós gegnir embættinu í fjarveru Einars Karls Hallvarðs- sonar ríkislögmanns sem er kom- inn í ótímabundið veikindaleyfi. Fanney Rós útskrifaðist með kandídatspróf frá Háskóla Íslands árið 2005 og meistaragráðu frá Columbia-háskóla árið 2012. Hún fékk réttindi til málflutnings í hér- aði árið 2006 og fyrir Hæstarétti árið 2014. Hún hefur starfað við embætti ríkis- lögmanns frá 2012. Embætti rík- islögmanns heyrir undir stjórnarráðið og er ríkislögmaður skipaður af for- sætisráðherra til fimm ára í senn. Einar Karl var fyrst skipaður í embættið árið 2011 og hefur því gegnt því í níu ár. Gegnir embætti ríkislögmanns Fanney Rós Þorsteinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.